Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 18
18 27. september 2003 LAUGARDAGUR Ég stefni út fyrir landsteinanameð Benedikt búálf. Það er ekkert launungarmál. Þegar við lítum til þess sem verið er að sýna í sjónvarpi þá sér maður ágæta hluti, en megnið er drasl. Við telj- um okkur eiga innistæðu og hafa efni sem á að geta náð langt,“ seg- ir Ólafur Gunnar Guðlaugsson, höfundur Benedikts búálfs. CAOZ, fyrirtækið sem er þekktast fyrir hina margverð- launuðu Litlu lirfuna ljótu, og Ólafur Gunnar eiga í samstarfi. Verið er að þróa verkefnið og út- búa þrívíðar teiknimyndir fyrir erlendan markað. Allt er það á frumstigi enn sem komið er en stefnt er að framleiðslu alþjóð- legs barnaefnis fyrir sjónvarp. Benedikt á bók og á sviði Benedikt búálfi skaut fyrst upp í kolli skapara síns í kringum 1996. Fyrsta bókin um hann var gefin út af Máli og menningu ári 1999 en Ólafur Gunnar bæði teiknar og s k r i f a r sögurnar. Bækurn- ar hafa v e r i ð einar þ æ r v i n - sæl- ustu í út- láni á bókasöfnum og hafa selst saman- lagt í einhverjum sjö þúsund ein- tökum. Fimmta bókin er að koma út núna fyrir jól og söngleikur sem byggður er á ævintýrum Benedikts og sýndur var við mikl- ar vinsældir í Loftkastalanum hefur nú verið tekinn upp á myndband og er það rétt ókomið til landsins. Á söng- leikinn komu um níu þús- und áhorfendur en tilurð verkefnisins var sú að Draumasmiðjan, sem stóð að uppfærslu Ávaxtakörfunnar á sín- um tíma, setti sig í sam- band við Ólaf Gunnar og falaðist eftir leikgerð byggðri á fyrstu bók hans. Þrátt fyrir mikla aðsókn var tap á uppfærslunni. Gríman fjarri góðu gamni „Þetta var mjög gam- an, uppfærslan var dýr og metnaðarfull – topp- leikarar og ekkert til sparað. Þannig var fyr- irsjáanlegt að endar myndu ekki ná saman,“ segir Benedikt. „Ég hefði séð eftir því alla ævi ef ég hefði ekki stokkið á þetta.“ Aðstandendum söng- leiksins um Benedikt var reyndar illa brugðið þegar grímuverðlaunin voru af- hent í Borgarleikhúsinu. „Sýning- in var metnaðarfull og vel heppn- uð. Þó fengum við enga tilnefn- ingu og við Gunnar Gunnsteins- son leikstjóri fríkuðum út. Ég gerði allt vitlaust, hringdi í leik- hússtjórana og Felix Bergsson sem fór fyrir sjálfstæðu leikhús- unum og leitaði svara. Þó ekki sé nema bara út af tónlistinni hans Þorvaldar B. Þorvaldssonar – en það er okkar mat og annarra að í söngleikn- um nái barnatón- list nýjum hæðum. Þá kom á dag- inn að eng- inn dóm- nefnd- armanna hafði látið svo lítið að sjá sýning- una. En maður jafnaði sig á þessu með tíð og tíma.“ Disney inni í myndinni Ólafur Gunnar er 39 ára gamall Vesturbæingur og eftir nám við MR lá leiðin út til Bandaríkjanna og á hann að baki mastersnám í alhliða auglýs- ingagerð, illustration eða mynd- skreytingu. „Ég er bara teiknari og svo festist ég í Benedikt – ekki slæm örlög. Þetta er stór og mikill heimur sem ég hef búið til í kringum Benedikt og fyrir mér vak- ir að koma honum á fram- færi víðar en hér á landi.“ Og leiðin lá á sínum tíma í bækistöðvar Disney í Or- lando í Flórída til að kynna Benedikt og er Ólafur Gunnar nú á leið þangað á ný með meira efni í fartesk- inu til að sýna þeim þar. „Ég fékk viðtal við einn af toppunum þar. Það vill svo skemmtilega til að þegar hann gegndi herþjónustu var hann staðsettur á Keflavíkurvelli og heilsaði mér með ‘Góðan dag- inn’. Hann hefur mikinn áhuga á þessu og gaman verður að sjá við- brögðin hjá honum núna.“ Besti vinur íþróttaálfsins Það vekur eftirtekt hvað ís- lenskir álfar eru metnaðargjarnir. Íþróttaálfurinn er þegar lagður upp í vegferð sinni að sigra heim- inn og nú er Benedikt búálfur að hnýta á sig skóna. „Íþróttaálfur- inn er besti vinur minn þó ég hafi aldrei hitt hann né Magnús Schev- ing sem hefur gert ótrúlega hluti og opnað dyrnar upp á gátt. Bara það að Latibær skuli framleiddur hér mun þýða gríðarlega innspýt- ingu í alla slíka framleiðslu. Að við förum að dæla íslenskum álf- um út um heim allan? Jahh, ég er ekki mikið fyrir raupsamar full- yrðingar en því er ekki að leyna að möguleikarnir hafa vaxið veru- lega fyrir framleiðslu vandaðs barnaefnis hér á hjara veraldar,“ segir Ólafur Gunnar. Hann hefur leynt og ljóst stefnt að þessu og teiknistíll hans er alþjóðlegur, Disney-teiknistíll. Ólafur Gunnar segist hafa fengið bágt fyrir að engin séríslensk einkenni væru að finna í heimi Benedikts búálfs en aðall góðra ævintýra, segir hann, er að þau eru engum háð, hvorki staðháttum né tíma, og eiga við alls staðar. jakob@frettabladid.is LEXUS IS200 MONTGOMERIE ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 22 06 6 8 /2 00 3 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS SPECIAL EDITION IS200 MONTGOMERIE LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. IS 200 MONTGOMERIE ER GLÆSILEGA ÚTBÚINN LÚXÚSBÍLL. TÆKNI OG FÁGUN Á HEIMSMÆLIKVAR‹A. GULLI‹ TÆKI- FÆRI FYRIR fiÁ SEM VILJA NJÓTA VELGENGNI Á VEGUM MEISTARANNA. HÖFUM TAKMARKA‹ MAGN TIL SÖLU NÚ fiEGAR. VERI‹ VELKOMIN Í REYNSLU- AKSTUR. ÓLAFUR GUNNAR GUÐLAUGSSON Metnaðarfull upp- færsla á söngleik um Benedikt kom út í tapi þrátt fyrir góða aðsókn. Flest íslensk börn þekkja Benedikt búálf. Nú er unnið að því hörðum höndum að senda hann að heiman til að leggja heiminn að fótum sér. Útrás íslenskra álfa BENEDIKT BÚÁLFUR Björgvin Franz Gíslason er Bene- dikt og nú er stefnt að því að senda hann út í heim – jafnvel á fund þeirra Disney-manna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.