Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2
2 27. september 2003 LAUGARDAGUR „Heita blóðið hjálpar þeim og Vinnu- málastofnun ber til þeirra hlýhug.“ Vetur er að ganga í garð við Kárahnjúka. Gissur Pétursson er forstjóri Vinnumálastofnunar. Spurningdagsins Gissur, verður Ítölunum kalt í vetur? ■ LögreglufréttirMaður á þrítugsaldri grunaður um morðið á Önnu Lindh: Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald SVÍÞJÓÐ, AP Héraðsdómur í Stokk- hólmi hefur úrskurðað 24 ára gaml- an karlmann, sem grunaður er um að hafa myrt utanríkisráðherrann Önnu Lindh, í tveggja vikna gæslu- varðhald. Manninum hefur einnig verið gert að gangast undir geð- rannsókn. Dómarinn Göran Nilsson komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvald- ið hefði undir höndum áþreifanleg- ar vísbendingar um sekt mannsins. Nilsson aflétti einnig nafnleynd af manninum, gegn vilja skipaðs verj- anda hans, Peter Althin. „Hann telst ekki sekur fyrr en dómur hef- ur verið kveðinn upp,“ sagði Alth- in, sem farið hafði fram á það að skjólstæðingur sinn yrði látinn laus úr haldi. Hinn grunaði heitir Mijailo Mijailovic, er af serbneskum ætt- um en fæddur í Svíþjóð. Í dóm- skjölum kemur fram að hann hafi hlotið dóma fyrir líkamsárás, ólög- legan vopnaburð og hótanir. Árið 1997 var hann dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir að stinga föð- ur sinn í bakið með hnífi. Geðlækn- ir sem rannsakaði Mijailovic af því tilefni komst að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti nauðsynlega á með- ferð að halda en ekki þótti þó grundvöllur fyrir því að dæma hann til vistar á geðsjúkrahúsi. Ákæruvaldið hefur nú tvær vikur til að afla sönnunargagna og undirbúa ákærur á hendur mann- inum. ■ HARÐUR ÁREKSTUR Ökumaður var fluttur slasaður á slysadeild í Fossvogi eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi við Hvol í Ölfusi um fimmleytið í gær. Bíl var ekið á rúmlega 80 kílómetra hraða aft- an á kyrrstæðan bíl. BÍLLINN VAR HORFINN Bíl var stolið í Breiðholti í gær. Eigandi bílsins skildi hann eftir í lausa- gangi þegar hann brá sér frá. Þegar eigandinn sneri aftur var bíllinn horfinn og er ófundinn. Málið er í rannsókn lögreglu. ÞRÍR Á OFSAHRAÐA Lögreglan á Húsavík tók þrjá fyrir hraðakst- ur í gær. Hraðinn sem bílarnir mældust á var á bilinu frá 131 kílómetra á klukkustund upp í 142 kílómetra hraða. Fullorðinn maður: Laug um eldsvoða GABB Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað út í Geit- hamra í Grafarvogi í gær. Til- kynnt var um að kviknað hefði í feitipotti og að íbúðin væri full af eldi og reyk. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla mættu á staðinn en í ljós kom að um gabb var að ræða. Fullorðinn maður sem stóð í illindum við heimilisfólk á Geit- hömrum hafði tilkynnt um brun- ann. Málið er litið mjög alvarleg- um augum og verður kært. Uppátækið varð til þess að seinka sjúkraflutningi. ■ Lögreglan í Reykjavík: Rannsakar vændi RANNSÓKN Gunnleifur Kjartans- son hjá ofbeldisbrotadeild lög- reglunnar í Reykjavík staðfestir að lögreglan rannsaki hvort er- lendar vændiskonur stundi vændi hér á landi. Þrír Íslend- ingar eru grunaðir um að eiga þátt í skipulagningu starfsem- innar, sem fer fram á hótelum borgarinnar. Gunnleifur segir rannsóknina ganga vel en verst frekari fregna af málinu. ■ LENTI UTAN VEGAR Ökumaður missti stjórn á flutningabíl í vest- anverðum Bitrufirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og endaði á hliðinni. Að sögn lögreglu slapp ökumaðurinn án meiðsla. Tvítugur maður: Hlaut fjórar hnífstungur HNÍFSTUNGUR Maður um tvítugt var stunginn fjórum sinnum með hnífi í Ármúlanum að lokn- um skóladansleik á Broadway aðfaranótt föstudags. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka, þar sem hnífurinn var lítill. Í kjölfarið var maður um tví- tugt handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Gunnleifur Kjartansson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti játninguna. Málið er upplýst. ■ Einn laus og liðugur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 22 36 7 0 9/ 20 03 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. BMW 323ci Fyrst skráður: 04.2000 Ekinn: 90.000 km Vél: 2500cc ssk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.900.000,- kr. Búnaður: Leður, álfelgur, þjófavörn, AC ofl. Tilboðsverð: 2.490.000 kr. DÓMSMÁL Varnarliðsmaðurinn sem var ákærður fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti 1. júní var dæmdur í átján mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gæsluvarðhald frá fjórða júní dregst frá dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða þolanda árásarinnar, sem hlaut fimm hnífstungur, þar af þrjár lífshættulegar, 800.000 krónur í miskabætur og 900.000 í máls- kostnað. Dómnum þótti ljóst að ákærði hafi ekki staðið einn að verknaðin- um en engu að síður þótti atlaga hans stórhættuleg og aðeins hend- ing ráðið að ekki fór verr. „Miðað við þá niðurstöðu dóm- aranna að hann hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar neyðarvarnar er refsingin í eðlilegu samræmi við það. Undir venjulegum kringum- stæðum, ef engar varnir hefðu komið fram í málinu, hefði mátt búast við rúmlega þriggja ára dómi,“ segir Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður varnarliðsmanns- ins, um dóminn. Sveinn segir þá ætla að taka sér tíma til að ákveða hvort þeir áfrýi dómnum. „Við erum sáttir við að hann verði áfram í gæslu- varðhaldi enda er skipan gæslu- varðhaldsins óbreytt, hann verður áfram uppi á velli.“ ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur í 18 mánaða fangelsi ÚR DÓMSAL Varnarliðsmanninum var gert að greiða þolanda 800.000 krónur í miskabætur. ALÞJÓÐAMÁL Ummæli Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, við upphaf allsherjarþings samtak- anna í vikunni hafa vakið athygli. Í ræðu sinni sagði Annan að öryggis- ráðið svaraði ekki þörfum alþjóða- samfélags nútímans og að breyt- inga væri þörf. Hyggst Annan skipa nefnd, sem fara á yfir starf ráðsins og gera tillögur um breyt- ingar á því. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að ræðu Annan hafi almennt verið vel tekið og margir hafi tekið undir orð hans. „Við ákváðum það á sameigin- legum fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna á miðvikudaginn að styðja þessi ummæli Annan,“ segir Halldór. „Þá hyggjumst við lýsa yfir áhuga Norðurlandanna á að taka þátt í þeirri nefnd sem hann hyggst koma á laggirnar. Mér finnst ekki ólíklegt að Norðurlönd- in fái fulltrúa í nefndina, en því hvort hann verður íslenskur eða ekki get ég ekki svarað.“ Halldór segir mikilvægt að gera starf öryggisráðsins skilvirkara. Þá hljóti að vera eðlilegt að draga í efa réttmæti þess að ákveðnar fimm þjóðir hafi neitunarvald en aðrar ekki. „Að mínu mati þarf að breyta neitunarvaldinu, sem ég tel að sé úrelt fyrirbæri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið síðan það var sett á. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að það takist að afnema neitunar- valdið fyrst því var einu sinni kom- ið á. Það væri hins vegar að mínu mati lágmark að því væri aðeins beitt við einhverjar aðstæður sem skilgreindar væru nánar, þannig að þessar fimm þjóðir geti ekki beitt neitunarvaldi hvenær sem er, eins og nú er.“ Í dag eru fimmtán ríki í öryggis- ráðinu. Fimm eru með varanlega aðild, en auk þeirra sitja tíu ríki í ráðinu sem kosin eru til tveggja ára í senn. Skipt er um aðildarríki á hverju ári, fimm í einu. Aðspurður segist Halldór telja eðlilegt að ríkj- um í ráðinu verði fjölgað um fimm til tíu. „Ríki eins og Þýskaland, Japan og Indland hafa gert kröfu um að fá varanlega aðild að ráðinu. Mitt mat er að það þurfi að fjölga bæði ríkjum með varanlega aðild og þeim sem kosið er um.“ trausti@frettabladid.is Neitunarvaldið er úrelt fyrirbæri Utanríkisráðherra Íslands tekur undir með Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann segir mikilvægt að gera starf öryggisráðsins skilvirkara og breyta reglum um notkun neitunarvalds. ÍSLAND SÆKIR UM Ísland, sem aldrei hef- ur átt sæti í öryggisráð- inu, hefur ákveðið að sækja um aðild að ör- yggisráðinu árið 2009 og 2010 og sú kosning fer fram árið 2008. Að- spurður segist Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telja að Ís- land eigi fullt erindi í ráðið. „Ísland hefur það sama að gera í öryggis- ráðið eins og allar aðrar þjóðir. Við höf- um engan rétt á því að sitja ávallt hjá og vera ekki tilbúnir að taka þátt í mikilvægu starfi alþjóðlegra stofnana. Ísland hefur skyldur gagnvart alþjóðasamfélaginu. Við höfum byggt upp gott lýðræðisþjóðfélag og höfum heilmikla reynslu. Við erum þjóð friðar og talsmenn mannréttinda. Það er því okkar skylda að leggja okkar af mörkum á alþjóðavettvangi, eins og allar aðrar þjóðir.“ NÝR FASTAFULLTRÚI ÍSLANDS HJÁ SÞ OG AÐALRITARI SAMTAKANNA Hjálmar W. Hannesson afhenti Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá samtökunum í síðustu viku. VERJANDINN SVARAR BLAÐAMÖNNUM Peter Althin, verjandi Mijailo Mijailovic, ræðir við blaðamenn fyrir utan réttarsalinn í Stokkhólmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Olíufélagið ESSO: Bensínverð lækkar í dag ELDSNEYTI Bensínverð hjá ESSO lækkar í dag um þrjár og hálfa krónu á hvern lítra. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla verðlækk- ana á heimsmarkaðsverði og styrkingar krónunnar að undan- förnu. Stutt er síðan Greiningar- deild Kaupþings Búnaðarbanka spáði allt að þriggja króna verð- lækkun um mánaðamót. Önnur olíufélög höfðu ekki til- kynnt verðlækkanir þegar blaðið fór í prentun. ■ HANDSAMAÐIR Á HLAUPUM Lögreglan í Reykjavík handsam- aði tvo þjófa nærri Þjóðarbók- hlöðunni í gærkvöldi. Nokkurt lögreglulið var kallað á vettvang og náði mönnunum tveimur eftir hlaup og slagsmál. Mennirnir voru í annarlegu ástandi að sögn lögreglu, sem kvaðst lítið geta sagt um málið þar sem það væri enn í rannsókn. ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.