Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Fjárfest- ingarfélagsins Atorku hf. og Afls- fjárfestingarfélags hf., Margeir Pétursson og Þorsteinn Vilhelms- son, hafa sent Benedikt Sveinssyni, stjórnarformanni Sjóvár Almennra - Trygginga hf., bréf þar sem þeir fara fram á að stjórn Sjóvár boði til hluthafafundar eins skjótt og verða megi. Í bréfinu er farið fram á að á hluthafafundi verði tekin afstaða til þess hvort félagið skuli höfða mál á hendur Íslandsbanka og/eða stjórn- ar Sjóvár vegna sölu félagsins á eig- in bréfum og annarrar meintrar ólöglegar háttsemi í tengslum við kaup Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá. Í bréfinu er þess krafist, með vísan til laga um hlutafélög, að Ís- landsbanki og aðrir aðilar að við- skiptum milli bankans og Sjóvár greiði ekki atkvæði um hvort höfð- að skuli mál gegn bankanum og/eða stjórnarmönnum í Sjóvá. Eins er farið fram á að fjár- málaviðskipti Sjóvár verði boðin út í almennu útboði. Þá er þess krafist að stjórn Sjóvar útbúi skýrslu þar sem fjallað verði ítarlega um viðskipti Sjóvar með eigin bréf, og bréf í Eimskipi og Íslandsbanka, dagana 15. til 19. september. Ef Íslandsbanki getur ekki nýtt 56,22% hlutafjáreign í Sjóvá á hlut- hafafundinum þarf einungis tæp- lega 22% hlutafjár til að samþykkja tillögu um málsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lætur nærri að sá stuðningur sé þegar tryggður. ■ ● palmer allur, 54 ára Robert Palmer: ▲ SÍÐA 32 Lést á hóteli í París ● er á fullu í viðskiptafræðinni Jón Axel Ólafsson: ▲ SÍÐA 38 Vikan sem var ● góður árangur með fh Ólafur Jóhannesson: ▲ SÍÐA 12 Maður vikunnar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 28 Sjónvarp 36 LAUGARDAGUR Meðallestur fólks á landinu öllu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 68% 50% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V 23% EKKERT GREITT Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi ekkert greitt af þeim vörum sem fyrirtækið hefur keypt af félagsmönnum SVÞ. Greiðsl- um sé lofað en ekki staðið við þær. Van- skilin nemi tugum milljóna. Sjá síðu 4. DÆMDUR FYRIR HNÍFSTUNGUR Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að særa ungan mann alvarlega með hnífstungum í Hafnarstræti síðasta vor. Hann var einnig dæmdur til greiðslu skaðabóta og máls- kostnaðar. Sjá síðu 2. Í GÆSLUVARÐHALD 24 ára karlmað- ur hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hann á langan sakaferil að baki. Sjá síðu 2. BIKARÚRSLITALEIKUR Skagamenn og FH-ingar etja kappi um bikarmeistara- titilinn á Laugardalsvelli klukkan tvö í dag. Skagamenn hafa unnið bikarinn átta sinnum en FH-ingar aldrei. Yngri FH-ingar hita upp í Kaplakrika en þeir eldri á Snóker sportbar meðan Skagamenn hita upp í Ölveri áður en þeir fara í skrúð- göngu á völlinn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÞURRT AÐ KALLA fyrripartinn í borg- ini en gæti dropað seinnipartinn þegar úr- slitaleikurinn í bikarnum stendur yfir. Úr- koman verður mjög lítil. Hlýnar þegar líður á daginn. Sjá nánar síðu 6. 27. september 2003 – 234. tölublað – 3. árgangur Hluthafar fara fram á að Sjóvá fari í mál við Íslandsbanka og stjórn Sjóvár: Vilja kæra sölu hlutabréfa Bréfasafni Laxness lokað óviðkomandi Fjölskylda nóbelsskáldsins lét loka bréfasafni í Þjóðarbókhlöðunni næstu þrjú árin en gaf tvær undantekningar. Enginn fær að sjá bréfin nema með leyfi Guðnýjar Halldórsdóttur. Hannes Hólmsteinn kemur af fjöllum. BÓKMENNTIR Fjölskylda nóbels- skáldsins Halldórs Kiljans Lax- ness hefur bannað öllum óviðkom- andi aðgang að bréfum skáldsins sem eru til varð- veislu í Þjóðarbók- hlöðunni. Þetta var gert með bréfi þann 18. september og hér eftir fær enginn aðgang að bréfunum og öðrum einkaskjölum nema með skriflegu samþykki Guðnýjar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs, sem er umboðsmaður fjölskyldunnar í málinu. Auk fjöl- skyldu Halldórs hafa aðeins Helga Kress bókmenntafræðing- ur og Halldór Guðmundsson, sem vinnur að skráningu ævisögu Halldórs, leyfi til að skoða bréfin. Heimildir Fréttablaðsins herma að lokunin sé tilkomin vegna rit- unar Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar á ævisögu skáldsins en sú bók er unnin í óþökk fjölskyldu Halldórs Laxness. Hannes Hólm- steinn hefur á undanförnum mán- uðum skoðað bréfasafnið á Þjóð- arbókhlöðunni. Ögmundur Helga- son, forstöðumaður handritadeild- ar, staðfesti við Fréttablaðið að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Hann segir að lokunin sé til þriggja ára. „Ættingjarnir eiga rétt á að loka bréfasafni og minnisbókum Halldórs og hafa nýtt sér það,“ segir Ögmundur. Hann segir að mörg dæmi séu um að bréfasöfn- um sé lokað og segir að safn Gunnars Gunnarssonar skálds sé lokað og enginn fái þar aðgang nema með leyfi ættingja skálds- ins. Sama hafi verið uppi á ten- ingnum varðandi Kristin E. Andr- ésson, útgáfustjóra Máls of menningar. Ekkja hans vildi að bréfasafni hans yrði lokað til að forðast nornaveiðar. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, sem staddur er í Kaliforníu þar sem Halldór Kiljan Laxness á reyndar sín spor, sagðist ekkert hafa heyrt um lokun bréfasafns- ins. „Ég kem af fjöllum,“ sagði Hannes, sem undirbýr útgáfu fyrsta bindis af þremur. Lokun bréfasafnsins felur ekki aðeins í sér að hann má ekki skoða gögn um skáldið heldur má hann ekki vitna til þeirra gagna í væntan- legri ævisögu. rt@frettabladid.is kgb@frettabladid.is FIMI Í BÚDAPEST Fimleikafólk leikur listir sínar í Búdapest þessa dagana þar sem 26. heimsmeistaramótið fer fram. Mörgum þótti mik- ið til æfinga rússnesku stúlknanna koma. M YN D /A P Halldór Ásgrímsson: Vill breyta öryggisráði ALÞJÓÐAMÁL Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að ræðu Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, um breytingar á öryggisráð- inu hafi almennt verið vel tekið. „Við ákváðum það á sameigin- legum fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna á miðvikudaginn að styðja þessi ummæli Annan,“ segir Halldór. „Þá hyggjumst við lýsa yfir áhuga Norðurlandanna á að taka þátt í þeirri nefnd sem hann hyggst koma á laggirnar. Mér finnst ekki ólíklegt að Norðurlöndin fái fulltrúa í nefndina, en því hvort hann verður íslenskur eða ekki get ég ekki svarað.“ Halldór segir mikilvægt að gera starf öryggisráðsins skilvirkara. Sjá nánar bls. 2 ANNA LINDH Þessi mynd mun að líkindum prýða frímerki sænsku póstþjónustunnar. Ráðherra minnst: Á frímerki STOKKHÓLMUR, AP Póstþjónustan í Svíþjóð hefur ákveðið að gefa út sérstök frímerki til minningar um utanríkisráðherrann Önnu Lindh. Frá og með 11. nóvember næst- komandi getur almenningur keypt fjögur mismunandi frímerki með mynd af Lindh. Áætlað er að verð- mæti frímerkjanna nemi um það bil 300 íslenskum krónum. Ofan á þá upphæð bætast 40 krónur sem renna eiga í minningarsjóð Lindh sem stofnaður var af sænska Jafn- aðarmannaflokknum. ■ Helgi Hóseasson: Mótmælir enn Ekki er ólíklegt að Bene- dikt búálfur fylgi í kjölfar Íþróttaálfsins. Benedikt búálfur: Hyggur á útrás Helgi Hóseasson lætur ekki deigan síga í mótmælum sínum gegn guði og mönnum. ▲ SÍÐA 14 ▲SÍÐA 18 ■ Ættingjarnir eiga rétt á að loka bréfasafni og minnisbók- um Halldórs. Bandaríkjaforseti: Íranar kalla reiði yfir sig WASHINGTON, AP Bush Bandaríkja- forseti fordæmir kjarnorkuáætl- un Írana og segir að þjóðin kalli yfir sig bölvun he imsbyggðar - innar ef í ljós komi að verið sé að smíða kjarn- orkuvopn í Íran. „Almenning- ur skilur hætt- una sem felst í kjarnorkuáætl- un Írana,“ sagði Bush og bætti við að hann ætl- aði að ræða kjarnorkuáætlun Írana á fundi sínum með Pútín Rússlandsforseta í Camp David um helgina. Eftirlitsmenn Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar fundu í vikunni fleiri leifar af auðguðu úraníumi í Íran en það efni er meðal annars hægt að nota við smíði kjarnorkuvopna. ■ BUSH Gagnrýnir áform Írana harðlega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.