Fréttablaðið - 02.10.2003, Page 16

Fréttablaðið - 02.10.2003, Page 16
Hann stendur mér í ferskuminni fundurinn, sem Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hélt á sínum tíma að Hótel Sögu í Reykjavík, nýkom- inn heim með samning um aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu í farangrinum. Þetta var opinn fundur og eftirvænt- ing í loftinu. Ráðherrann kynnti samninginn fyrir fullum sal og fór á kostum. Sjónvarpsfrétta- menn höfðu saumað að honum kvöldið áður: ,,Hvað um síld- ina?“, hafði einn þeirra spurt með þjósti; annað komst varla að. Og Síldarútvegsnefnd lét sig ekki heldur vanta á fundinn. Ráðherrann lét þó engan bilbug á sér finna og lýsti fjölbreyttum ávinningi Íslendinga. Þessi samningur er vegabréf Íslands inn í 21. öldina, sagði hann sigri hrósandi. Ég man ekki lengur, hvort hann bætti því við berum orðum eða ekki, en orðin lágu a.m.k. í loftinu: Við fengum allt fyrir ekki neitt. Þér hefði þótt gaman að giftast honum, sagði ég við konuna mína, þegar ég kom heim. Þvermóðska eða einurð? Þessi tónn - allt fyrir ekkert - var ekki nýr. Hann hefur ein- kennt, eða a.m.k. loðað við, utan- ríkismálahefð Íslendinga frá fyrstu tíð. Þvermóðska, sem sumir myndu kalla einurð, markaði sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gegn Dönum að Jóni Sigurðssyni látn- um, en þá tók Benedikt Sveins- son þingforseti, faðir Einars skálds, upp merki Jóns forseta og bar það fram undir aldamót, en samt ekki á sömu forsendum og Jón. Jón forseti var frjálslyndur og víðsýnn heimsborgari, en Bene- dikt var heldur þröngsýnn þjóð- ernissinni frá mínum bæjardyr- um séð og einblíndi á stjórnskip- unarmál. Árin 1880-1900 hélt Al- þingi undir forsæti Benedikts til streitu stjórnarbótarkröfum, sem Dönum þóttu óaðgengilegar, svo að hvorki gekk né rak. Þá kom Valtýr Guðmundsson fram á sjónarsviðið og einsetti sér að rjúfa þennan vítahring. Hann fylkti um sig ungum, frjálslyndum menntamönnum innan þings og utan, mönnum, sem vildu leita nýrra leiða til að lyfta landinu upp úr fátækt og eymd. Baráttu Valtýs og félaga hans fyrir verklegum framför- um var ekki stefnt eingöngu gegn dönsku stjórninni, heldur einnig gegn Benedikt Sveinssyni og fylgismönnum hans, sem höfðu sett stjórnskipulagsmál á oddinn og vanrækt verklegar framkvæmdir. Ágreiningurinn snerist sumpart um það, hvort Íslandsmálaráðherrann ætti að sitja í Kaupmannahöfn eða Reykjavík. Valtýr sagði sem svo: Heldur Hafnarstjórn og fram- farir en óraunhæfa dagdrauma um heimastjórn - og stöðnun. Þessi barátta kostaði hörð átök. Henni lyktaði með sigri Valtýs á Alþingi árið 1901, og vænti hann þess þá að verða ráðherra, en það varð þó ekki, því að ný frjálslynd stjórn komst um sama leyti til valda í Danmörku og snerist á sveif með heimastjórn- armönnum, og það gerðu einnig ýmsir þeirra, sem áður höfðu fylgt Valtý að málum. Sagan átti eftir að endurtaka sig í átökunum um Uppkastið 1908, en þá var sanngjarnri málamiðlun í stjórnlagadeilunni milli Íslands og Danmerkur hafnað í þingkosningum gegn vilja bæði Hannesar Hafstein ráðherra og Valtýs, höfuðand- stæðings Hannesar, og helztu fylgismanna þeirra beggja. Um þær málalyktir sagði Valtýr í bréfi: ,,Að heimta, að sá sterkari gefi allt eftir, en sá veikari alls ekkert, það held ég sé nokkuð einstakt í samningum.“ Fullveldi og fyrirvarar Sami andi sveif áfram yfir vötnum - og svífur enn. Þegar við gengum í NATO, var það gert með óbeinum fyrirvara um vopn- leysi o.fl. til að koma til móts við sjónarmið þeirra, sem höfðu efa- semdir um, að við ættum heima í hernaðarbandalagi. Fyrirvarinn var settur fram í ræðu Bjarna Benediktssonar utanríkisráð- herra við undirritun Atlantshafs- sáttmálans 1949. Bjarni sagði síðar: ,, ... sumum þótti mjög dregið úr skuldbindingum Ís- lands miðað við aðra, með þeim fyrirvörum, sem á voru hafðir í ræðu minni, og töldu sig setta í vanda með þeim.“ Þetta er skilj- anlegt af sjónarhóli t.a.m. Dana og Norðmanna. Fyrirvarinn var þó ekki tekinn í Atlantshafssátt- málann, heldur var hann hafður mest til heimabrúks. Aðild Íslands að NATO felur í sér, að við þurfum að deila full- veldi okkar með öðrum. Ef Rúss- ar tækju upp á því að ráðast inn í Ungverjaland á morgun, væri Ís- land komið í stríð, því að skv. fimmtu grein Atlantshafssátt- málans telst árás á eitt NATO- land vera árás á þau öll. Þessi skipan hefur reynzt vel. Aðild að Evrópusambandinu myndi með líku lagi leiða til þess, að við þyrftum að deila fullveldi okkar með öðrum þjóðum, okkur og þeim til hagsbóta. Það þurfum við raunar að gera skv. EES- samningnum nú þegar með ýmis- legri löggjöf, hvort sem við kjós- um að ganga alla leið inn í ESB eða ekki. Það liggur í hlutarins eðli. ■ Íslensk stjórnvöld hafa lengi ver-ið ákaflega nísk á fjármuni til þróunaraðstoðar. Framlag Íslend- inga er mun minna en flestallra ná- grannaríkja okkar. Þannig hefur það verið lengi. Á þessu hafa aldrei fengist neinar sérstakar skýringar. Hugsanlega hafa íslensk stjórnvöld litla trú á þróunaraðstoð; kannski trúa þau því að Guð hjálpi einkum þeim sem hjálpa sér sjálfir og því sé til lítils að rétta öðrum hjálpar- hönd. Ég veit það ekki – stjórnvöld hafa ekkert um það sagt. Ef til vill treysta íslensk stjórnvöld ekki þeim alþjóðlegu stofnunum sem sterkastar eru í þróunaraðstoð og vilja ekki leggja fé til þeirra. Ég veit ekki hvort þetta er raunin – stjórnvöld hafa ekkert tilgreint um ástæðu þess hversu treg þau eru til þróunaraðstoðar. Kannski líta ís- lensk stjórnvöld á Ísland sem þró- unarland og að við ættum fremur að þiggja en veita slíka aðstoð. Ég veit heldur ekki hvort þetta er raunin. Stjórnvöld hafa ekki skýrt hvers vegna þau verja svo litlu í þróunaraðstoð. Kannski trúa ís- lensk stjórnvöld þeirri goðsögn sem gýs upp í tengslum við skipu- lagðar safnanir að Íslendingar séu gjafmildir og rausnarlegir og treysti því að almenningur bjargi heiðri þjóðarinnar í söfnunum fyrir jól. Ég veit það ekki. Í raun hef ég ekki hugmynd um hvers vegna ís- lensk stjórnvöld veita svona litlu til þróunaraðstoðar – ekki frekar en aðrir landsmenn. Okkur hefur ekk- ert verið sagt. Forsetinn okkar gerði nánasar- legt framlag íslenskra stjórnvalda til þróunaraðstoðar að umræðuefni í þingsetningarræðu sinni í gær. Hann var að reyna að egna ráð- herrana til rausnarskapar. Forset- inn sagði að ef þeir vildu fá mann í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og verða fínir menn meðal fínna manna yrðu þeir líklega að pína sig til að finna til með þeim þjóðum sem ekki hafa verið jafn lukkuleg- ar og Íslendingar. Það hljómar nátt- úrlega ekki vel að þurfa að höfða svona til snobbs ráðherranna til að fá þá til að sýna eðlilega samkennd með þeim meðbræðra okkar sem hafa það ekki jafn gott og við. En þetta er vel kunn aðferð og hefur oft virkað vel. Ógnarauðugir menn hafa verið neyddir til að gefa hlut af auðæfum sínum með þessum hætti. Á meðan þeir sitja einir að auðæfunum talar enginn við þá og enginn býður þeim heim. Þegar þeir hins vegar gerast rausnarlegir og gefa eitthvað af fjármunum sín- um aftur til samfélagsins opnast hins vegar dyr sem áður voru þeim lokaðar. Stundum helgar tilgangurinn meðalið. Ef forsetanum tekst með þessu að egna ráðherrana til að hegða sér sómasamlega er það gott mál. Hins vegar væri betra að ís- lenskt samfélag gæti hjálpað illa stöddu fólki vegna þess að það teldi það hafa gildi í sjálfu sér – jafnvel svo mikið gildi að það væri þess virði að ræða það opinberlega. ■ Lífssýni úr hinum 24 ára gamlamanni sem nú situr í fangelsi grunaður um morðið á Önnu Lindh hefur fundist á morðvopninu. Þetta fullyrðir sænska blaðið Ex- pressen, og hefur þessar fréttir frá Réttarvísindaþjón- ustunni í Birming- ham í Englandi. Sé þetta rétt er það engum vafa undir orpið að gæslu- varðhaldsfanginn tengist morð- inu. Geðrannsókn Ákveðið hefur verið að gæslu- varðhaldsfanginn sæti geðrann- sókn því að margt þykir benda til þess að hann eigi við alvarlegar geðraskanir að stríða. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þá sem fara með stjórn geðheilbrigð- ismála í Svíþjóð fyrir að láta hættulegan mann ganga lausan og vilja meina að fyrirsjáanlegt hafi verið að þessi tiltekni maður gæti verið hættulegur umhverfi sínu. Í kjölfar þeirrar athygli sem þetta mál hefur vakið hefur mikil umræða farið fram um málefni geðsjúkra í Svíþjóð. Mörg dæmi hafa verið rifjuð upp um óhappa- verk sem unnin hafa verið af fólki sem þjakað er af geðrænum vandamálum og reynir að lifa lífi sínu úti í þjóðfélaginu en nær ekki að lifa heilbrigðu lífi. Það er liðin tíð víðast hvar á Vesturlöndum að geðsjúkt fólk sé vistað á lokuðum stofnunum fyrir lífstíð nema í undantekningartilvikum. Helmingur morða og of- beldisverka Í umræðunni um þessi mál í Svíþjóð hefur því verið haldið fram að helmingur af morðum og ofbeldisverkum sé unninn af fólki sem þjáist af geðrænum vanda- málum á ýmsu stigi, og þess kraf- ist að hið opinbera geri meira til þess að vernda saklausa borgara fyrir tilefnislausum árásum geð- sjúklinga. Þessu er til að mynda svarað með því að vistunarúrræði séu fyrir hendi til handa þeim sem taldir eru hafa þörf fyrir slíka vistun. Hins vegar muni geðsjúk- dómar ævinlega vera vandamál í þjóðfélaginu, rétt eins og aðrir sjúkdómar sem ekki sé hægt að fyrirbyggja með öllu. Enn fremur segja menn að fyrir venjulega borgara sé hættan á að lenda í bíl- slysi mun meiri en hættan á því að verða fyrir óþægindum af hálfu geðveiks einstaklings. Neitar sök Hvað sem þessari umræðu líð- ur mun geðrannsókn leiða í ljós með tímanum hvort gæsluvarð- haldsfanginn hafi verið ábyrgur gerða sinna í lagalegu tilliti. Sönn- unargögnum gegn honum fjölgar. Lífssýni hafa nú fundist í húfunni sem fannst í námunda við morð- staðinn og sömuleiðis á morð- vopninu. Enn fremur er hann sagður hafa játað morðið fyrir móður sinni. Við yfirheyrslur neitar hann þó allri sök, að sögn Per Althin, sem er lögmaður hins grunaða. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um framlag Íslendinga til þróunaraðstoðar. Úti í heimi ■ Meintur morðingi Önnu Lindh mun sæta geðrannsókn. 16 2. október 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Allt fyrir ekkert ■ Bréf til blaðsins Mikil umræða um ofbeldi geðsjúkra Nánasarháttur stjórnvalda ■ Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þá sem fara með stjórn geðheil- brigðismála í Svíþjóð fyrir að láta hættulegan mann ganga lausan. ■ Þessi tónn - allt fyrir ekkert - var ekki nýr. Hann hefur ein- kennt, eða a.m.k. loðað við, utanríkis- málahefð Ís- lendinga frá fyrstu tíð. Að gefnu tilefni Garðar H. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands, skrifar: Síendurtekin voðaverk þar semhnífar koma við sögu eru ekki viðunandi framtíðarsýn. Hér þarf því að segja stopp áður en fleiri láta lífið af völdum hnífstungna. Per- sónufrelsi ofbeldismanna er of víð- ur stakkur skorinn, sé t.d. miðað við persónufrelsi ökumanna án þess að rýra gott eftirlit í umferðinni. Öku- mann má stöðva fyrirvaralaust, kippa honum inn í lögreglubíl til að blása og þannig lítilsvirða hann í augsýn vina, t.d. að koma úr fjöl- skylduboði. Þrátt fyrir að hnífamaður sé ný- búinn að gera ítrekaðar tilraunir til að drepa mann með viðurkenndu morðvopni (fiðrildishnífi) og hafi hnífinn í hanskahólfi bifreiðar sinn- ar má lögreglan ekki stöðva bifreið- ina og biðja kurteislega um að fá að líta í hanskahólfið. Lögreglan má heldur ekki vinna að rannsókn á hnífaárásarmanni með því að standa hann að verki ef sá er ráðist var á biður lögregluna að bíða afsíð- is á meðan leikurinn er endurtek- inn. Það nefnir lögreglan tálbeitu. Meðan meintum morðingja er veitt slíkt svigrúm sem hér er lýst er hættunni boðið heim. Ljóst er að hér þarf lögum að breyta fari lögreglan með rétt mál hvað þetta varðar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á dögunum að ráðist hafi verið inn á heimili í Breiðholti og því rústað. Þá var sagt frá að húsráðandi ætli ekki að kæra verknaðinn. Viljum við Íslendingar hafa þetta svona? Þarna er um að ræða konu sem er uppalin á Filippseyjum og ekkert nema gott um það að segja. En að lokum þetta. Við viljum ekki þróa það viðhorf að ribbaldar ráði hér ferðinni í sam- félagi voru. Því þarf strax að kryfja til mergjar hvert mál sem upp kem- ur á þessu sviði og útrýma almennri vopnaeign fólks hvort sem um er að ræða hnífa eða skammbyssur. Ef setja þarf ný lög á í þessu sambandi verður að gera það á Alþingi á þessu ári. ■ MORÐINGI Í GEÐRANNSÓKN Peter Althin, lögmaður hins 24 ára Mijailo Mijailovic, mætir í réttarsal. Nú hefur verið ákveðið að hinn grunaði sæti geðrannsókn. Mikil umræða hefur skapast í Svíþjóð um of- beldisverk geðsjúkra. Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um fullveldi Íslands og annarra landa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.