Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 2. október 2003 Eitt af meginmálum Samfylk-ingarinnar á komandi þingi er þingsályktun um að efla iðn,- verk,- og listnám og stofnun nýrra, styttri námsbrauta til starfsnáms. Það er eitt af brýn- ustu verkefnunum í skólakerfinu að ráðast af krafti að þeim vanda sem steðjar að verknáminu. Þarna hefur dapurleg þróun átt sér stað á u n d a n f ö r n u m árum sem brýnt er að snúa við. Markmiðið með því að efla starfs- námið með miklu átaki er m.a. að draga úr brottfalli í framhaldsskól- um, eyða úreltri aðgreiningu á milli verknáms og bók- náms, endurskoða samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið mark- visst og tryggja nægjanlegt framboð á verkmenntuðu fólki á atvinnumarkaði. Við leggjum sérstaka áherslu á að endurskoð- að reiknilíkan það sem er notað til að dreifa fjármagni til fram- haldskólanna og er að sumu leyti rót þess mikla vanda sem verk- námið á nú í. Múrar á milli bóknáms og verknáms Það er mikilvægt að vinna að breytingum á íslensku skólakerfi sem taka sérstaklega á brottfalli úr framhaldsskóla og því mikla vandamáli sem það er fyrir ein- staklinginn og samfélagið allt. Til þess að þau markmið náist verð- ur að eiga sér stað sérstakt átak í iðn,- verk,- og listnámi sem miðar að því að fjölgreindir nemenda fái þroskast og gömlu skilin á milli bóknáms og verknáms máist út. Nám í framhaldsskólum hefur ekki þróast í takt við tímann með þeim afleiðingum að fjöldi ung- menna finnur ekki sína fjöl í líf- inu í gegnum framhaldsskóla- kerfið sem merkir það eitt að skólakerfið bregst þessu fólki með afgerandi hætti. Hefðbundið bóknám hentar fjarri því öllum og verkefnið er m.a. að brjóta niður múrana á milli bóknáms og starfsnáms hverskonar með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir eru áfangar til viðbóta við þá menntun sýnist námsmanninum svo síðar. Því þarf að greiða leiðina enn frekar til viðbótarnáms síðar. Festast á jaðri þekkingar- samfélagsins Þeir, sem ekki eiga kost á að verða sér úti um færni og mennt- un eru líklegri til að festast á jaðri þekkingarsamfélags fram- tíðarinnar og festast í fátækt. Menntakerfi framtíðarinnar verður því að bjóða upp á sífellda menntun, opinn skóla, þar sem einstaklingurinn á kost á að þjál- fa upp nýja hæfni til að verða gjaldgengur á vinnumarkaði. Þetta er því brýnna sem haft er í huga að hér á landi ljúka 40% hvers árgangs ekki framhalds- námi, skv. rannsóknum við HÍ. Færri Íslendingar stunda því nám á framhaldsskólastigi en á Norðurlöndunum. Einungis 56% Íslendinga á aldrinum 25 til 65 ára hafa lokið framhaldsskóla- prófi meðan þetta hlutfall er 78% á öðrum Norðurlöndum. Með öflugri sókn í starfs- menntun og fjölgun styttri náms- brauta, sem auðvelt er að bæta við síðar, mun þetta breytast hratt og örugglega til hins betra. Þetta er eitt helsta verkefnið sem bíður stjórnmálmanna innan mennta- kerfisins á næstu misserum og verður því fróðlegt að fylgjast með viðtökum tillögunnar á Al- þingi í vetur. ■ Árið 1994 lögðu sjálfstæðis-menn í Kópavogi til að byggt yrði menningarhús, ásamt tónlistarhúsi í Kópavogi. Þá var búið að halda marga fundi, semja margar ályktanir og tillögur um að reisa slíkt hús í Reykjavík, marga áratugi á undan. Allt frá því að Hljóm- skálinn við Tjörn- ina var byggður fyrir stríð var hann eina sér- b y g g ð a h l j ó m - leikahúsið í land- inu. Þessi tillaga sjálfstæðismanna í Kópavogi gekk eftir og árið 1998 lagði Davíð Odds- son forsætisráð- herra og formað- ur Sjálfstæðis- flokksins hornstein að því húsi, sem síðan hefur gengið undir nafninu Salurinn í Kópavogi. Þjóðin hefur síðan tekið ást- fóstri við þetta hús og eru stöðugir menningarviðburðir í því, þar sem helstu listamenn þjóðarinnar eru aufúsugestir. Er á engan hallað þó þess sé get- ið að píanóleikarinn Jónas Ingi- mundarson hefur verið þar mik- ilvirkastur og staðið fyrir ótal tónleikum ásamt félögum sínum og má einnig nefna Kristin Sig- mundsson sem sérstakan holl- vin Salarins í gegnum árin. Pólitískt getuleysi vinstri- manna í Reykjavík Þá er það ef til vill táknrænt, að nú vill R-listinn láta rífa það hús, sem hýsti flesta tónlistar- viðburði í Reykjavík áratugum saman. Hús sem var reist af einkaframtakinu rétt eftir stríð- ið og hefur skipað virðingarsess í huga þjóðarinnar – Austurbæj- arbíó. Þannig má breiða yfir óþægilega vitnisburði um póli- tískt getuleysi vinstrimanna í Reykjavík yfir tvö kjörtímabil. Nú ætlar R-listinn í Reykja- vík að byggja tónlistarhús, en gleyma óperunni. Og nú skal ríkinu gert að standa undir meira en helmingi kostnaðar- ins, þannig að ljómi R-listans, sem ekki hefur lengur ráð á að greiða Sinfóníuhljómsveitinni, skíni um allt land. Ekki rétti rík- ið fram litla fingur þegar Kópa- vogur byggði sitt hús. Bókhaldsbrellur Það vakti athygli mína þegar Morgunblaðið þann 10. septem- ber sl. hafði viðtöl við þá Þórólf Árnason borgarstjóra og Stefán Jón Hafstein, einn mesta um- ræðupólitíkus seinni tíma, um framlag borgarinnar upp á 150 milljónir króna til tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkur- höfn. Athygli mína vakti tilvitn- un í Stefán Jón, þar sem hann segir að „ákveðið hafi verið að veita lán í stað fjárframlags af skattalegum ástæðum, láns- formið henti betur í uppgjöri seinni tíma“. En hvernig er þetta í raun? Jú, framlag borgarinnar verður fjármagnað með lántökum. Ef hluti borgarsjóðs er minni en 50% kemur rekstur tónlistar- hússins ekki fram í samstæðu- reikningi borgarsjóðs og hefur þar engin áhrif. Það er erfitt að skilja af viðtölunum í Morgun- blaðinu hvort tónlistarhúsið taki lán hjá borgarsjóði, sem fjármagni það síðan aftur með nýjum lántökum. Ef svo er breytist peningaleg staða borg- arsjóðs ekkert. Skuldir aukast en peningalegar eignir aukast á móti og nettó vaxtagjöld verða engin. Það sem vekur spurning- ar er að lán í stað fjárframlags sé betra af skattalegum ástæð- um og vegna uppgjörs seinni tíma. Hvað eru menn að fela? Er verið að fara í kringum skat- ta- og bókhaldslög, eða hvað? Hver á að fá minni skatta, sam- starfsaðilinn? Gaman væri að fá útskýringar á þessum bókhalds- brellum. Álögur R-listans á nágranna- sveitarfélögin Svo er hægt að fegra rekstur borgarinnar enn meira með því að hækka heita vatnið sökum mikilla hlýinda í sumar, á íbúa nágrannasveitarfélaganna eins og aðra. Hvað ætli gerist þegar kólnar í veðri? Tonnið af heita vatninu frá Orkuveitunni er nærri helmingi dýrara en tonn- ið hjá hitaveitu Seltjarnarness. Síðan eru færðir milljarðar yfir í borgarsjóð og kallast afgjald. Allt fært yfir höfuðstól Orku- veitunnar, þannig að greiðslan hefur ekki minnstu áhrif á rekstur veitunnar frekar en Lína-Net, Tetra-Lína eða risa- rækjur. Orkuveitan er bara skuldsett meira og meira og gengið á eigið fé hennar. Purk- unarlaus misnotkun á einokun- araðstöðu eins aðila til að skatt- leggja almenning í þágu póli- tískra atkvæðaveiða R-listans. Mig undrar að almenningur í Reykjavík skuli láta þetta ganga yfir sig, hvað þá að lýsa yfir trausti á þetta fólk með at- kvæði sínu. Það má minna á að engin gjöld fyrir veitta þjónustu sveitarfélaga má á leggja nema til að standa undir kostnaði við þjónustuna. Æfingar R-listans með sjóði Orkuveitunnar sýnast vera komnar langt út fyrir allan þann ramma. Afgjaldstaka R- listans sýnist manni miklu frek- ar vera pólitísk skattheimta ein- okunarfyrirtækis, sem rýrir lífskjör almennings, sem á í ekkert skjól að venda. ■ Um tónlistarhús og bókhaldsbrellur Umræðan GUNNAR I. BIRGISSON ALÞINGISMAÐUR ■ skrifar um framlag borgarinnar til bygg- ingar tónlistarhúss í Reykjavík. Umræðan BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ALÞINGISMAÐUR ■ skrifar um íslenskt skólakerfi. ■ Orkuveitan er bara skuldsett meira og meira og gengið á eigið fé hennar. Purkunarlaus misnotkun á einokunarað- stöðu eins aðila til að skatt- leggja almenn- ing í þágu póli- tískra atkvæða- veiða R-listans. ■ Þeir, sem ekki eiga kost á að verða sér úti um færni og menntun eru líklegri til að festast á jaðri þekkingarsam- félags framtíð- arinnar og fest- ast í fátækt. Menntakerfi framtíðarinnar verður því að bjóða upp á sí- fellda mennt- un... Átak til eflingar starfsnámsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.