Fréttablaðið - 02.10.2003, Síða 25
Í úthverfi Kaupmannahafnar ernotalegt gistiheimili sem er
rekið af íslenskum mæðgum. Þær
heita Halldóra Jóna Jónsdóttir og
Dögg Jóhannsdóttir og hafa þær
lagt áherslu á notalega og barna-
væna stemningu. „Það hefur al-
veg slegið í gegn. Við erum til
dæmis með leiktæki í garðinum
og þar er mjög notalegt að sitja á
kvöldin þegar gott er veður.“
Gistiheimilið, sem er rekið allt
árið, er aðallega sótt heim af Ís-
lendingum. „Það hafa verið mjög
margir Akureyringar hér undan-
farið, sem er skemmtilegt. Svo
erum við með gesti sem koma aft-
ur og aftur.“
Gestirnir sjá sjálfir um að
kaupa sér morgunmat og það er
eldhús á gistiheimilinu ef fólk vill
elda sér mat. „Það er mjög þægi-
legt, það er bæði bakarí og búð í
næsta nágrenni.“
Gistiheimilið er í tæplega tíu
mínútna fjarlægð frá aðaljárn-
brautarstöðinni í Kaupmannahöfn
og 14 kílómetra frá Kastrup. Her-
bergi fyrir tvo kostar 400 danskar
krónur. Ef fjórir fullorðnir eru
saman í herbergi kostar það 170
krónur á manninn. Börn yngri en
þriggja ára fá fría gistingu og þau
sem eru yngri en tólf ára greiða
75 krónur. Sjónvarp og vídeó eru á
öllum herbergjum. ■
Jeppaferð:
Á Sprengi-
sandi
Fjögurra daga ferð Jeppa-deildar Útivistar norður fyr-
ir Hofsjökul og um Vonarskarð
hefst í kvöld. Þátttakendur ferð-
ast á eigin jeppum undir leið-
sögn fararstjóra Útivistar. Farið
verður inn á Hveravelli og gist
þar í nótt. Gist verður í Lauga-
felli annað kvöld. Á laugar-
daginn verður ekið eftir
Sprengisandi að Fjórðungsvatni
og áfram austur Gæsavatnaleið.
Gist er í skála Ferðafélags Ís-
lands í Nýjadal undir rótum
Tungnafellsjökuls. Ferðin mið-
ast við breytta jeppa. ■
Það er Quito í Ekvador. Ég hefkomið þangað oft og mér þykir
borgin alveg geggjuð,“ segir Ari
Trausti Guðmundsson jarðeðlis-
fræðingur um uppáhaldsborgina
sína.
Að sögn Ara Trausta er Quito
gömul borg frá þeim tíma þegar
Spánverjar settust þar að. Hún er
höfuðborg Ekvador og þar búa um
1,8 milljónir manna. Borgin, sem
liggur í 2.800 metra hæð yfir sjáv-
armáli, er jafnframt á heimsminja-
skrá Sameinuðu þjóðanna.
„Borgin er suður-amerísk, sem
segir heilmikið. Þetta er borg and-
stæðnanna,“ segir Ari Trausti.
„Gamla borgin er mjög vel varð-
veitt og alveg geysilega sjarmer-
andi. Það er líka pínulítill Parísar-
bragur á borginni. Ákveðin hverfi
þarna eru eins
og hverfi í
París með
k a f f i h ú s u m
og galleríum,
sem er mjög
skemmtilegt.“
Ari hefur
komið fjórum
sinnum til
Quito og ætlar
að fara þang-
að í fimmta
sinn um ára-
mótin þegar hann ætlar að klífa
þrjú hæstu fjöll Ekvador ef allt
gengur að óskum. ■
25FIMMTUDAGUR 2. október 2003
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
Ætlar að fara í fimmta
sinn til Quito um ára-
mótin.
Uppáhaldsborgin:
Quito í Ekvador
SVEFNHERBERGI
Sjö svefnherbergi eru á gistiheimilinu, tveggja til fjögurra manna.
Gistiheimili Halldóru:
Barnavænt í Kaupmannahöfn
GISTIHEIMILIÐ
Er í Hvidovre, sem er í útjaðri
Kaupmannahafnar.