Fréttablaðið - 08.10.2003, Side 12

Fréttablaðið - 08.10.2003, Side 12
12 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR FORSETI TSÉTSNÍU Nýkjörinn forseti, Akhmad Kadyrov, var brosmildur eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Landar hans voru ekki eins brosmildir en þeir saka Kadyrov um stórfellt kosn- ingasvindl. Kadyrovs bíður það erfiða verk- efni að reisa Tsétsníu úr rústum eftir nærri áratuga styrjöld. Áhyggjur nágranna vegna fyrirhugaðrar háhýsabyggðar í Fossvogsdal: Krefjast fundar vegna Lundar SKIPULAG Íbúar í nágrenni Lundar í Kópavogi krefjast kynningarfund- ar með bæjaryfirvöldum vegna fyr- irhugaðra byggingarframkvæmda á svæðinu. Reisa á átta íbúðablokkir á lóð Lundar, þá hæstu 14 hæða. Íbúðir verða á bilinu 480 til 500 og íbúar um 1300 talsins. Deiliskipulag vegna Lundar er nú í kynningu. Frestur til að skila inn athugasemd- um rennur út 10. nóvember. Þetta þykir nágrönnum ekki vera nóg. Gengið hefur verið í hús í nágrenni Lundar beggja vegna Hafnarfjarð- arvegar til að safna undirskriftum: „Við undirrituð teljum miklu máli skipta að vel takist til við upp- byggingu svæðisins, enda eigum við þar mikilla hagsmuna að gæta. Þær skipulagstillögur sem auglýst- ar hafa verið kalla á fjölmargar spurningar, meðal annars um skóla- mál og umferðarmál á svæðinu og ásjónu þess. Við óskum eftir því að Kópavogur boði til opins fundar með bæjarráði, skipulagsnefnd og skipulagsstjóra Kópavogs, þar sem íbúar og aðrir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, geta rætt þessi mál við viðkomandi aðila. Þess er óskað að slíkur fundur verði hald- inn sem fyrst,“ segir í bréfi ná- granna Lundar. Búist er við að bréf- ið verði tekið fyrir á fundi bæjar- ráðs í dag. ■ DÓMSMÁL Aðalmeðferð tveggja lög- reglumanna, sem ákærðir hafa verið af ríkissaksóknara fyrir ólöglegar handtökur, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi, hófst í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Annar lögregluþjónninn er einn ákærður fyrir aðra handtökuna. Hann er sakaður um að hafa hand- tekið rúmlega tvítugan mann á veitingastað í Hafnarstræti og fært hann á lögreglustöð án nægi- legra ástæðna eða tilefnis. Upphaf samskipta lögregluþjónsins og mannsins voru vegna ljósmyndar sem maðurinn tók af lögreglu- manninum inn á Nonnabita í Hafn- arstræti. Lögreglu- þjónninn segir manninn hafa verið að angra sig með því að biðja ítrekað um að fá að taka mynd af honum með ölvaðri stúlku sem var stödd á matsölustaðnum, þrátt fyrir neit- un. Ástæðurnar fyrir því að lög- regluþjónninn vildi ekki láta mynda sig sagði vera að hann væri húfulaus. Auk þess þótti honum ekki við hæfi að vera einkennis- klæddur haldandi um ölvaða stúlku. Því hafi hann leitt manninn til hliðar inn á staðnum eftir að maðurinn tók myndina af honum og þar á eftir út í lögreglubíl. Þar hafi maðurinn ekki vilja gefa upp persónuupplýsingar og hafi neitað að tala við hann nema að um hand- töku væri að ræða. Hann hafi því verið handtekinn og færður á lög- reglustöðina. Á stöðinni hafi mis- skilningur á milli hans og sam- starfsmanns valdið því að varð- stjóri hafi ekki verið viðstaddur. Maðurinn segir hann hafa verið handtekinn um leið og hann hafi smellt af myndavélinni. Hann seg- ist hafa boðist til að eyða myndinni en það hafi ekki komið í veg fyrir handtökuna. Á lögreglustöðinni hafi þeir rætt saman án varðstjóra og skilið sáttir. Hann segist hafa verið hvattur, til að kæra eða legg- ja fram kvörtun vegna handtök- unnar, af yfirlögregluþjóni í Reykjavík Umdeild handtaka Báðir lögregluþjónarnir eru sakaðir um að hafa handtekið mann um þrítugt fyrir framan veitingastað í Tryggvagötu og fært hann á lögreglustöð án þess að ástæður eða tilefni væri til. Lögreglumennirnir höfðu af- skipti af pari sem var statt á Tryggvagötu aðfaranótt sunnu- dagsins níunda apríl. Þeir kölluðu út um glugga bílsins og sögðu fólk- inu að færa sig af götunni og upp á gangstétt. Varð maðurinn ósáttur við þessi afskipti og lét dónaleg orð falla í garð lögreglumannanna sem snéru við bílnum og tóku tal af manninum. Maðurinn, kærasta hans og lögregluþjónarnir eru að mestu ósammála um framvindu málsins þar á eftir. Lögreglumenn- irnir vilja meina að hann hafi ekki viljað gefa upp persónuupplýsing- ar sem þeim er skylt að hafa vegna skráningar í dagbók. Segja hann hafa verið í annarlegu ástandi og hugsanlega hættulegan sjálfum sér og öðrum. Því hafi ekki verið um annað en handtöku að ræða. Hins vegar hafi þeir átt fullt í fangi með að hafa hemil á kærustu mannsins sem lét öllum illum lát- um. Maðurinn var fluttur á brott öðrum lögreglubíl og þeir hafi þurft að handjárna kærustuna vegna óspekta. Maðurinn og kærastan segja handtöku hans engan veginn hafa átt rétt á sér þar sem þau hafi farið upp á gang- stétt við fyrstu athugasemd og telja slæmt orðbragð ónæga ástæðu til handtöku, því annað hafi hann ekki gert. Hins vegar fallast þau á handtöku hennar en segja reiði hennar sem var upphaf hand- tökunnar hafa verið réttlætanlega. Glotti og sprautaði Lögregluþjóninum, sem stóð að fyrstu handtökunni, er einnig gef- ið að sök að hafa beitt úðavopni gegn þrítugum manni án ástæðna eða tilefnis. Lögreglumennirnir sem unnu að því að yfirbuga kærustu mannsins sem þegar hafði verið fluttur á brott þegar hávaxinn maður sýndi óánægju með mjög harkalega handtöku lögreglu- mannanna í orðum og atgervi. Vitnin vilja flest meina að maður- inn hafi ekki verið það ógnandi að lögreglumennirnir hefðu annað að óttast en fúkyrði og því hafi notk- un úðavopns verið með öllu óþörf. Þrjú vitni segja lögregluþjóninn hafa verið glottandi þegar hann notaði úðann. Þá eru báðir lögregluþjónarnir ákærðir fyrir ranga skýrslugerð, til skýringar notkun á úðavopninu. Var skráð að múgæsingur, um og yfir tíu manna, hafi brotist út eftir handtökurnar í Tryggvagötu. Þar hafi þeir haldið að maður hafi ætl- að að ráðast að lögreglubílnum. Því hafi verið nauðsynlegt að nota úðavopn til að lögregla kæmist af vettvangi án frekari átaka. Frá- sögn lögreglumannanna um múg- æsing fékk engan byr vitna þegar frá er talin ein lögreglukona. hrs@frettabladid.is ■ Hann segist hafa verið hvattur, til að kæra eða legg- ja fram kvörtun vegna handtök- unnar, af yfir- lögregluþjóni í Reykjavík Austurland: Umferð eykst SAMGÖNGUR Samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni hefur umferð aukist umtalsvert um Fagradal á Austurlandi. Um hann verður að fara ef komast á frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Fyrst og fremst er um aukna umferð vegna stór- framkvæmda við Kárahnjúka en mikið af nauðsynlegum búnaði Ítalanna til framkvæmdanna kemur að landi á Eskifirði. Bæði um Fagradal og Fjarðar- heiði hefur umferð aukist um tals- vert frá fyrra ári en til saman- burðar má geta þess að meðalum- ferð um Öxnadalsheiði í júlí sl. 1.585 bílar. ■ BÍLAUMFERÐ FYRIR AUSTAN MEÐALUMFERÐ UM FAGRADAL: Júlí 2001 827 bílar Júlí 2002 864 bílar Júlí 2003 980 bílar MEÐALUMFERÐ UM FJARÐARHEIÐI: Júlí 2001 485 bílar Júlí 2002 514 bílar Júlí 2003 618 bílar Sprengjuárásir í Írak: Þrír féllu BAGDAD, AP Þrír bandarískir her- menn, írakskur túlkur og þrír óbreyttir borgarar fórust í sprengjuárás skammt suður af Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Þetta eru fyrstu mannskæðu árás- irnar á hernámsliðið frá því sl. föstudag. Þar með hafa 320 banda- rískir hermenn fallið í Íraksstríð- inu, þar af hefur 91 fallið frá því Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríðslokum í landinu, 1. maí síð- astliðinn. ■ Þreyttir Írar: Njóta ekki frítímans ATVINNUMÁL Einn af hverjum fjór- um Írum finnur fyrir meiri álagi í vinnu nú en fyrir fjórum árum. Mest virðist álagið vera meðal 25- 39 ára starfsmanna. Fjórir af hverjum tíu Írum eru dauðþreytt- ir eftir vinnudaginn og þriðjungur er of þreyttur til að njóta þess sem eftir lifir dags að vinnudegi loknum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslum National Centre for Partnership and Performance. Úrtakið voru fimm þúsund manns. Í skýrslunni kemur fram að starfsánægja er mikil meðal Íra, níu af hverjum tíu sögðust ánægðir í vinnu. ■ LUNDUR Svona verður útsýnið frá vestustu íbúðar- húsunum neðan Nýbýlavegs þegar Lundar- svæðið er byggt. Myndin er gerð af Onno ehf. og er ásamt fleiri tölvumyndum á vef Kópavogsbæjar Mannanafnanefnd: Alexander Jónas SAMFÉLAGIÐ Þeir útlendingar sem komið hafa hingað til lands og ákveðið að setjast að hafa þurft að þola ýmsar breytingar, m.a. nafnabreytingar. Þegar Alexand- er Jónas flutti hingað frá Grikk- landi hét hann Alexander Ionas. Þá þurfti þeir Frode, Iljas og Jac- obo að breyta nöfnum sínum og heita nú Fróði, Elías og Jakob. Fleiri nöfnum hefur verið snar- að yfir á íslensku og má nefna; kvenmannsnöfnin Marie Aurelia - María Árelía, Anzhela - Angela og karlmannsnöfnin Knud - Knútur og Rune - Rúnar. ■ Dómsmál HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ■ skrifar um réttarhöld yfir lögreglumönnum AÐALMEÐFERÐ Í MÁLI TVEGGJA LÖGREGLUMANNA Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Vitni segja notkun úðavopns hafa verið óþarfa. Maðurinn hafi ekki verið það ógnandi að lögreglumennirnir hefðu mikið að óttast. Segja lögreglumenn hafa beitt fantaskap Aðalmeðferð tveggja lögreglumanna, sem ákærðir hafa verið af ríkissaksóknara fyrir ólöglegar handtökur, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.