Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4
4 18. október 2003 LAUGARDAGUR Ætlarðu eða hefurðu farið á tón- leika á Iceland Airwaves-hátíð- inni? Spurning dagsins í dag: Er öryrkjadómurinn ósigur fyrir ríkisstjórnina? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 67% 11% Nei 22%Hvaða hátíð? Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Karl Steinar Guðnason: Mikið á okkur lagt STJÓRNMÁL „Þetta er mikið sem á okkur er lagt í einu vetfangi,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins, um niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka á tímabilinu. „Við höfum þegar sett mikinn mannskap í útreikninga sem vinn- ur hörðum höndum að því að fá heildarmynd af stöðunni. Þetta eru hærri upphæðir en fólk gerir sér grein fyrir. Sem dæmi mun þessi kona sem stefndi okkur fyrir Hæstarétti fá eina milljón króna þegar dráttarvextir hafa verið reiknaðir. Það er mun meira en þessi hálfa milljón sem henni voru dæmdar.“ Karl Steinar sagðist enn bíða fyrirmæla frá ráðuneytinu um hvort að dómurinn hafi áhrif á útreikninga tekjutryggingar elli- lífeyrisþega. „Þangað til ég fæ frekari fyrirmæli er lítið hægt að segja um heildarupphæðina eða hvenær hægt verður að hefja endurgreiðslur til þeirra sem þær eiga að fá.“ ■ Öryrkjar óánægðir með viðbrögð forsætisráðherra: Rændu öryrkja tekjutryggingu ÖRYRKJAR „Fyrirlitningin á stjórn- arskránni virðist vera takmarka- laus hjá forsætisráðherra og þeim vesalings þingmönnum sem hanga aftan í honum,“ segir Garð- ar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags Íslands, um yfirlýsing- ar Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi um öryrkjadóminn. Garðar segir að málflutningur þeirra sem telji sig helstu varð- gæslumenn eignarréttarins hljóta að verða fólki umhugsunarefni. „Þeir hæla sér af því opinberlega að hafa komist upp með að ræna öryrkja þriggja ára tekjutryggingu, vegna þess eins að við skyldum vera svo vitlaus að halda að hægt væri að fá þá til að hverfa frá lög- brotum með góðu í stað þess að stefna þeim strax fyrir dómstóla,“ segir Garðar. Hann segir að nú muni öryrkjar taka sér tíma til að fara yfir stöðuna eftir dóm Hæstaréttar og ákveða framhaldið. ■ Báðir túlka dóm sem sigur Hart tekist á um öryrkjadóm á Alþingi. Stjórnarandstaða sakaði ríkisstjórn um stjórnarskrárbrot. Stjórnarþingmenn sökuðu stjórnarandstöðu um gífuryrði. Báðir vildu að hinir bæðust afsökunar. ALÞINGI Stjórnarandstaðan sótti hart að ríkisstjórninni á Alþingi í gær vegna dóms Hæstaréttar í máli öryrkja á hendur ríkinu á fimmtudag. Stjórnarþingmenn skutu fast til baka og sökuðu stjórnarandstæðinga um gífuryrði. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, hóf utandagskrárumræðu þar sem ríkisstjórnin var krafin svara um viðbrögð við dómi Hæstaréttar en í dómnum sagði að ekki hefði verið heimilt að skerða tekjutryggingu öryrkjulífeyrisþega aftur í tímann vegna tekna maka. Össur sagði dóminn ótvíræðan ósigur fyrir ríkisstjórnina en sigur fyrir mál- stað Öryrkjabandalags Íslands. Ríkisstjórnin hefði brotið gegn stjórnarskrárbundnum rétti ör- yrkja þrátt fyrir viðvaranir stjórnarandstæðinga í þingum- ræðum í janúar 2001. „Þrjátíu sin- num var ríkisstjórnin vöruð við því að hún væri að brjóta stjórnar- skrá,“ sagði Össur. Davíð Oddsson forsætisráð- herra svaraði fullum hálsi og sagði ekkert hæft í málflutningi stjórn- arandstöðunnar frá umræðunum árið 2001. Davíð sagði Hæstarétt hafa skorið úr um að ekki hefði verið heil brú í málflutningi stjórnarand- stöðunnar. Dómurinn væri sigur fyrir stjórnina þar sem hann hrein- saði hana af áburði um að ekki hefði verið heimilt að skerða tekjutryggingu lífeyrisþega vegna tekna maka. Gerðar væru athugasemdir við uppgjör ríkisins við öryrkja. Úr því yrði bætt og lögð fram tillaga um það við fjár- aukalög á Alþingi. Árni Magnússon, starfandi heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók til máls og sagði lykil- atriði að lagasetningin hafi verið heimil. Hann vakti máls á um- mælum Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra þar sem hann sagði að ríkisstjórnin ætti að segja af sér ef upp kæmist að hún væri vísvitandi að brjóta stjórnarskrá. Árni sagði að engum ætti að detta í hug að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Stjórnarandstæðingar köll- uðu fram í að þeir teldu svo vera. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, vitnaði til ummæla þingmanna Samfylkingarinnar frá janúar 2001 þar sem varað hefði verið við því að skerða tekjutryggingu aftur- virkt. Hún sagði augljóst að ríkis- stjórnin hefði vísvitandi brotið stjórnarskrá, brotaviljinn hefði verið einbeittur. Halldór Blöndal þingforseti sá ástæðu til að gera athugasemdir við þessi ummæli, þar sem þau væru óþingleg. Þetta leiddi til stuttrar sennu milli for- seta og Ingibjargar Sólrúnar. Steingrímur J. Sigfússon sakaði forsætisráðherra um ósvífni og að hann kynni ekki að skammast sín og að margoft hefði verið varað við afleiðingum laganna frá 2001. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra lagði áherslu á að Hæsti- réttur legði lykkju á leið sína til að hrekja málflutning stjórnarand- stöðunnar frá 2001. kgb@frettabladid.is Guðjón A. Kristjánsson: Vöruðum við þessu STJÓRNMÁL „Stjórnarandstaðan hafði rétt fyrir sér varðandi það að ekki væri hægt að gera þetta með þeim hætti sem lagt var upp með í janúar 2001,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, um niðurstöðu Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins. „Það var óheimilt og klárt brot á stjórnarskránni að láta dóminn virka afturvirkt og það stendur upp úr í þessu máli. En það var ekki hlustað á við- varanir okkar frekar en endranær.“ ■ HÆSTIRÉTTUR Heimilt að skerða lífeyri vegna tekna maka með lögum. Hæstiréttur: Tekjuteng- ing heimil HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur virðist hafa skorið úr í gömlu deilumáli stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort heimilt væri yfir höfuð að skerða tekjutryggingu líf- eyrisþega vegna tekna maka. Um þetta atriði var hart deilt á Alþingi í kjölfar öryrkjadómsins hins fyrri í desember 2000. Hæstiréttur segir í nýjum dómi sínum að ekkert í forsendum fyrri dóms Hæstaréttar gæfi tilefni til „þeirrar ályktunar, að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar, en því valdi eru þó settar þær skorður sem að fram- an er lýst“. Skorðurnar sem vísað er til er að ekki sé heimilt að skerða tekjutrygginguna svo mikið að brotið sé gegn stjórnarskrár- bundnum rétti einstaklinga til félagslegrar aðstoðar. ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Í tíu ár þurftu öryrkjar að berjast til að ná fram sínum sanngjarna rétti. Steingrímur J. Sigfússon: Algjörlega einstætt ÖRYRKJAMÁL „Þetta mál er algjör- lega einstætt í íslenskri stjórn- málasögu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Hér liggur að baki tíu ára barátta öryrkja við að ná rétti sínum. Þeir hafa á öllum stigum þurft að berjast og fara fyrir dóm- stóla með sitt mál. Trygginga- stofnun, ríkisstjórnin og Alþingi hafa aldrei gefið eftir nema til- neydd þó að lengi hafi legið fyrir að verið var að brjóta á stjórnar- skrárlegum rétti þeirra.“ ■ Alltaf ód‡rast á netinu 83 flug á viku til 13 áfangastaða Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Uppnám ríkir innan veggja stofnunarinnar vegna dómsniðurstöðu Hæstaréttar. DAVÍÐ ODDSSON Sagði að stjórnarandstaðan ætti að biðjast afsökunar á gífuryrðum. GARÐAR SVERRISSON Formaður Öryrkjabandalagsins segir málflutning þeirra sem telji sig helstu varðgæslu- menn eignarréttarins hljóta að verða fólki umhugsunarefni. Helgi Hjörvar: Brot gegn þeim er síst skyldi ÖRYRKJAMÁL „Það alvarlegasta í þessu máli er að Öryrkjabandalag- ið benti þingmönnum á að hópi fólks væri ætlað að lifa af 18 þúsund krónum á mánuði,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar. „Þeir sem ákváðu að festa það óréttlæti í lög hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir séu starfi sínu vaxnir. Þeir hafa brotið gegn grundvallarákvæðum stjórnar- skrárinnar, ekki einu sinni heldur tvisvar. Verst er að það gera þeir gagnvart þeim þegnum þjóð- félagsins sem síst skyldi.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Sagði að þrjátíu sinnum hefði verið varað við afleiðingum lagasetningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.