Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 6
6 18. október 2003 LAUGARDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir formaður Öryrkjaban-dalags Íslands? 2Hvaða byggðalag fær úthlutað mes-tum byggðakvóta? 3Hvaða ríki varð á dögunum hið þrið-ja í sögunni til að senda mann út í geiminn? Svörin eru á bls. 47 Spánn leggur fé í uppbyggingu Íraks: Jafnvirði 23 milljarða króna MADRÍD, AP Spánverjar ætla að leg- gja 300 milljónir dala, jafnvirði um 23 milljarða króna, til upp- byggingarinnar í Írak fram til árs- ins 2007. Rodrigo Rato, fjármálaráð- herra Spánar, sagði eftir ríkis- stjórnarfund í gær að rúmlega 200 milljónir dala yrðu settar fram sem aðstoð en tæpar 100 milljónir dala yrðu í formi láns eða annarr- ar aðstoðar. Haldin verður ráðstefna í Ma- dríd í næstu viku þar sem fjallað verður um fjárframlög til upp- byggingar Íraks og munu Spán- verjar tilkynna um framlagið þar. Rato segir að takmarkið sé að ná fram vilyrðum fyrir 15 til 20 millj- arða dollara aðstoð vegna upp- byggingar Íraks, jafnvirði 1.150 til 1.550 milljarða íslenskra króna. Alþjóðabankinn áætlar að þörf sé á allt að 55 milljörðum dollara vegna uppbyggingarstarfsins á ár- unum 2004 til 2007. Bandaríkja- menn hafa þegar lagt fram 20 milljarða dollara. ■ Miðbæjarlögreglustöð: Lokað til bráðabirgða LÖGREGLAN Miðborgarstöð lög- reglunnar í Reykjavík verður lokað til bráðabrigða frá fyrsta nóvember til áramóta. Lengi hef- ur verið bent á að nálægð aðal- lögreglustöðvarinnar við Hverf- isgötu við miðborgina gæti vel leyst af sérstakan rekstur mið- borgarstöðvarinnar. Lögreglu- mennirnir, sem þar störfuðu, sinna áfram sömu verkefnum en munu hafa aðstöðu á Hverfisgöt- unni. Vonast lögreglan til að þessi breyting verði ekki til þess að skerða þjónustu þó lengra verði fyrir fólk að komast á lög- reglustöð. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Hjón voru dæmd í fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann var dæmdur í átta mánaða fangelsi og hún fékk skilorðsbundið sex mánaða fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur: Fangelsi fyrir fjárdrátt DÓMUR Forsvarsmenn kvótasölu, sem eru hjón, voru dæmd í fang- elsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi en konan í sex mánaða skilorðsbund- ið fangelsi. Kvótasalan hafði milligöngu um kaup á aflaheimildum fyrir viðskiptavin sem lagði inn tæpar fimmtán milljónir til kaupa á þorskaflahámarki og krókafla- hlutdeild í þorski. Á bát viðskipta- vinarins voru færð 8 tonn af þorskaflahámarki og 18 tonn af aflahlutdeild og aflamarki. Aldrei skiluðu sér 12 tonn af aflahlut- deild og 4 tonn af aflamarki að verðmæti rúmar fimm milljóna. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómnum og sagðist einn bera ábyrgð á brotunum og að kona hans hefði einungis unnið við skrifstofustörf en verið skráður framkvæmdastjóri þar sem hann var gjaldþrota. Dómurinn taldi konuna þó bera einhverja ábyrgð sem framkvæmdastjóri og pró- kúruhafi. Einnig voru hjónin dæmd til að greiða viðskiptavinin- um til baka rúmar fimm milljónir sem þau höfðu af honum. ■ SPÁNN LEGGUR SITT AF MÖRKUM Jose Maria Aznar, forsætisráðgherra Spán- ar, og ríkisstjórn hans samþykktu í gær að leggja fram allt að 300 milljónir dollara vegna uppbyggingar Íraks. Chile og Argentína: Jöklar bráðna hratt SUÐUR-AMERÍKA Patagoníu-jöklarnir í Chile og Argentínu bráðna svo hratt að þróunin hefur haft mælan- leg áhrif á hækkun sjávar. Síðustu 25 ár hefur yfirborð sjávar hækkað um 0,04 millímetra á ári vegna bráðnunar jöklanna. Vísindamenn segja að 9% af heild- arhækkun sjávar vegna bráðnunar jökla á umræddu tímabili sé hægt að rekja til bráðnunar Patagoníu- jöklanna. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.91 0.13% Sterlingspund 128.61 0.09% Dönsk króna 12.01 -0.12% Evra 89.25 -0.10% Gengisvístala krónu 125,90 -0,28% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 237 Velta 2.537,7 milljón ICEX-15 1.903,64 1,30% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 528.592.977 Íslandsbanki hf. 205.248.256 Kaldbakur hf. 153.227.473 Landsbanki Íslands hf. 75.438.845 Bakkavör Group hf. 45.486.000 Mesta hækkun Pharmaco hf. 5,57% Bakkavör Group hf. 4,40% Jarðboranir hf. 2,07% Össur hf. 1,94% Líftæknisjóðurinn hf. 1,92% Mesta lækkun Samherji hf. -2,22% Flugleiðir hf. -1,68% Eimskipafélag Íslands hf. -1,41% Eskja hf. -1,30% Og fjarskipti hf. -1,10% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.755,8 -0,4% Nsdaq* 1.924,5 -1,3% FTSE 4.344,0 0,1% DAX 3.533,0 -1,2% NK50 1.388,1 0,0% S&P* 1.043,1 -0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Árni Johnsen sæki AA-fundi Bindindismanninum Árna Johnsen verður gert að sækja vikulega AA- fundi eins og öllum öðrum vistmönnum áfangaheimilisins Verndar eftir að hann verður fluttur þangað í næsta mánuði. FÓLK Árni Johnsen mun losna úr fangelsinu á Kvíabryggju um mið- jan nóvember og fara í þriggja mánaða vist á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Blaðið Vaktin í Vestmannaeyjum hefur greint frá þessu. Árni Johnsen var dæmdur af Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa dregið sér fé með fjöl- breytilegum hætti í embætti sínu sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Að sögn Vaktarinnar lá fyrir áður en Árni hóf afplánun dómsins í febrúar að hann yrði níu mánuði á Kvíabryggju og eftir það þrjá mánuði á áfangaheimilinu. „Hann losnar því um 15. nóvem- ber þaðan en við tekur afplánun hjá Vernd fangahjálp í Reykjavík þar sem hann mun þurfa að koma inn á vissum tíma á kvöldin jafn- framt því að hafa vinnu og sækja vikulega AA-fundi,“ segir í Vaktinni. Skyldumætingin á AA-fundina kemur nokkuð á óvart enda er Árni Johnsen einn þekktasti bindindis- maður landsins. Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segist ekkert geta sagt um það hvort Árni Johnsen eða aðrir séu væntanlegir inn á Vernd. Hvað AA-fundina snertir séu þeir opnir og annars eðlis en hefðbundnir AA-fundir. Ekki sé reynt að fá bindindismenn til að viðurkenna drykkjusýki hel- dur sé rætt um almenn vandamál: „Það getur verið um það að halda fjölskyldu saman eða barát- tuna við það þegar menn breyta á móti eiginn vilja. Margir sem sitja í fangelsum viðurkenna ekki sekt sína heldur skella skuldinni á utan aðkomandi aðstæður. Á þessum fundum fá menn að vita að flest allir menn hafi einhverja bresti sem hægt er laga. Þeir eru vaktir til umhugsunar um það sem er fra- mundan,“ segir Þráinn. Þráinn segir reglur Verndar um útivistartíma ófrávíkjanlegar. Fangarnir fái að fara út eftir klukkan sjö að morgni en verði að vera komnir í hús klukkan sex að kvöldi. Á virkum dögum megi fan- garnir fara út aftur klukkan sjö að kvöldi og vera úti til klukkan ellefu. Um helgar megi þeir ekki vera úti eftir klukkan sex að kvöldi. Um dagsleyfi gildi sömu reglur og í fangelsum almennt. Þráinn segir að hafi menn ekki vinnu til að ganga að séu þeir aðs- toðaðir í þeim efnum. Eftir þessa samanlögðu tólf mánuði á Kvíabryggju og Vernd fær Árni Johnsen reynslulausn og er frjáls ferða sinna. gar@frettabladid.is ÁRNI JOHNSEN Eftir væntanlega þriggja mánaða vist á Vernd mun Árni Johnsen hafa afplánað helming tveggja ára fangelsisdóms og fær þá að öllu óbreyttu reynslulausn. VERND Áfangaheimilið Vernd í Teigahverfinu í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.