Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 18
18 18. október 2003 LAUGARDAGUR Meðan athygli heimsins beinist nær eingöngu að átökum gyðinga og Palestínumanna vill það gleymast að í múslímskum löndum eiga sér stað mannskæðar styrjaldir sem virðast vekja litla samúð eða áhuga á Vesturlöndum. Hin gleymdu stríð Allur heimurinn fylgist með þvíhvernig „vegvísir til friðar“ í Mið-Austurlöndum er að trosna sundur, og daglega berast okkur fréttir af mannfalli og vopnavið- skiptum gyðinga og Palestínu- manna. Meðan athygli heimsins er upptekin af hinu hörmulega ástandi í Ísrael eru önnur stríð og miklu blóðugri háð nánast í kyrr- þey. Ekki meðal blóðugustu styrjalda í heiminum Bandaríska stórblaðið Boston Globe gerir það að umtalsefni að öll áhersla sé lögð á að friðarsam- komulag náist fyrir botni Mið- jarðarhafs meðan enginn virðist hafa áhyggjur af því að Machakos-friðarviðræðurnar séu komnar í strand. Þeim viðræðum var ætlað að binda endi á borgara- styrjöldina í Súdan sem staðið hefur í 15 ár og hefur kostað meira en tvær milljónir manns- lífa. Boston Globe segir að athygli heimsins beinist að Ísrael þrátt fyrir að Palestína komist ekki á blað sem eitt af 10 blóðugustu átakasvæðum heimsins. „Minniháttar mál“! Palestínskur sendimaður í Washington áfelldist bandarísk yfirvöld fyrir afskipti af ófriði í Líberíu, en lét það fylgja sögunni að átökin þar væru „minniháttar mál“ miðað við stríðið í Palestínu. En svo að öllu sé rétt til haga hald- ið hafa mun fleiri fallið í átökum í Liberíu en í Palestínu á undan- förnum árum – og ef út í það er farið hafa milljónir fallið í valinn í Kongó. Í múslímskum löndum eiga sér stað blóðsúthellingar sem virðast vekja litla samúð eða áhuga á Vesturlöndum – ef frá eru talin þau mannslíf sem Saddam Hússein hafði á samviskunni í hinu olíuauðuga ríki, Írak. Súdan, Alsír, Tsjetsjenía, Lí- bería, Kongó... Íslamska fylkingin í Súdan hef- ur ekki aðeins drepið kristna menn í þúsundatali, heldur einnig múslíma, einkum þá sem tilheyra Beja, Fur, Massaleit, Tama og Nuba þjóðunum. Hin vopnaða hreyfing músílmanna í Alsír hef- ur myrt meira en 100 þúsund mús- ílmenn á síðasta áratug. Í Tsjetsjeníu hafa 10 þúsund manns fallið, þ.e. einn tíundi af öllum íbú- um landsins, og um það bil helm- ingur þjóðarinnar er á vonarvöl. Í Afganistan drápu Talíbanar og vinir þeirra úr Al Kaída þúsundir Shía-múslíma. Í Máritaníu eru tugir þúsunda múslíma í þræl- dómi. Tugir þúsunda féllu í Kasmír-ófriðnum og í innanlands- erjum í Líberíu, Fílabeinsströnd- inni og Sierra Leone. Tugir þús- unda til viðbótar hafa fallið í Níg- eríu og Indónesíu. Herfor- ingjaklíkan í Mjanmar (Búrma) hrakti yfir 250 þúsund Rohingya- múslíma úr landi snemma á síð- asta áratug síðustu aldar. Rúm- lega 2.000 músílmenn voru brytj- aðir niður í Gujarat í Indlandi í fyrra, sumir voru ristir á kviðinn og kveikt í þeim lifandi meðan lögreglan stóð hjá aðgerðalaus. Að horfa í aðra átt Meðan þessu fer fram horfa fjölmiðlar heimsins í aðra átt, einkum í áttina til Ísraels. Jafn- framt sitja fulltrúar þeirra þjóða sem bera ábyrgð á þessum voða- verkum á þingi Sameinuðu þjóð- annar og flytja innblásnar ræður og fordæma ástandið í Miðaustur- löndum. Í grein í Boston Globe spyr Paul Marshall hvernig geti staðið á því að þrátt fyrir miklu skelfi- legri styrjaldir víðs vegar um ver- öldina skuli „friðarsinnar“ og „friðflytjendur“ á Vesturlöndum einkum beina sjónum sínum til Palestínu, og fordæma hátt og í hljóði stuðning Bandaríkjamanna við Ísrael, meðan þeir minnast ekki á blóðsúthellingar og órétt- læti annars staðar. Greinarhöfundur telur að ekk- ert einhlítt svar sé við þessari spurningu. Hluti af svarinu felist í því að átök Gyðinga og Palestínu- manna sé forsíðufrétt vegna þess að þar koma við sögu nútímaher- gögn, olíuríki, og sá möguleiki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Enn fremur söguleg sérstaða gyð- inga og svo spásagnir Biblíunnar um yfirvofandi dómsdag. Gyðingahatur? En Paul Marshall veltir einn- ig upp öðru svari – eða kannski öllu heldur spurningu – og veltir því fyrir sér hvort samúð heimsins með Palestínumönnum sé í rauninni til marks um inni- byrgt gyðingahatur, og ef til vill hatur á Bandaríkjum Norður- Ameríku. Marshall lætur sér nægja að varpa þessari spurningu fram, því að tilgangur hans með grein- inni er fyrst og fremst sá að koma á framfæri þeirri skoðun sinni að sú gífurlega athygli sem beinist að átökum gyðinga og Palestínumanna sé á margan hátt skaðleg. Hún er skaðleg, að mati Marshalls, fyrir þá sök að önnur mikilvæg úrlausnarefni á sviði heimsmála geti gleymst eða horfið í skugga þessarar miklu fjölmiðlaumfjöllunar og einnig vegna þess að samúð með mál- stað Palestínumanna geti kynt undir hatri og fordómum í garð gyðinga, sem hafi fengið meira en sinn skerf af slíku gegnum tíðina. Þá segir Marshall umfjöll- unina geta verið skaðlega vegna þess að hin mikla heimsathygli veki vonir í brjóstum Palestínu- manna sem mjög ólíklegt sé að muni að fullu rætast. thrainn@frettabladid.is James Jones (1921-1977) erbandarískur rithöfundur og hann er að mínu skapi,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur. Jones öðlaðist heimsfrægð fyrir skáldsöguna From Here to Eternity (1951) en eftir henni var fræg samnefnd mynd gerð sem Burt Lancast- er, Montgomery Clift, Deborah Kerr, Frank Sinatra og fleiri stórstjörnur komu fram í. Myndin var frumsýnd árið 1953 og síðar var gerð sjónvarps- sería sem margir kannast við. Jones barðist í seinni heimstyrj- öldinni sem óbreyttur hermaður og byggir á reynslu sinni í skrifum sín- um. Seinni hluta ævi sinnar bjó hann í París. „Gríðarlega gaman er að þeirri sögu hvernig hann hitti konuna sína. Jones var mikill drykkjuberserkur og kvennagull. Einhver vinur hans var að setja út á lifnaðarhættina, segir þetta orðið fullgott hjá honum. Þá segir Jones að sig langi til að kynnast góðri og fallegri konu. Hún verði að hafa áhuga á bókmenntum, vera glaðvær og skemmtileg og líta út eins og Marilyn Monroe. Vinur hans segir: „Nú dast þú í lukkupottinn því ég þekki einmitt konuna sem þú varst að lýsa. Hún hefur þessi áhugamál og starfar sem „stand in“ fyrir Monroe.“ Vinurinn kynnti þau og þau urðu óaðskiljan- leg allt frá því.“ Ólafur Gunnarsson seg- ist hafa reynt að taka sér Jones til fyrirmyndar. „Já, bæði með því að hætta að drekka líkt og honum tókst og halda mig að verki því Jones var mjög starfsamur maður. Ég er nú kannski ekki eins duglegur og hann, það gengur ekki eins hratt undan mér. Og hann hafði stærra og þyngra heimili en ég.“ Hjónin áttu stærðar íbúð við Signu og voru góð heim að sækja. Heimili þeirra var miðpunktur Parísar fyrir rithöfunda á árunum 1955 til 1974. „Ég hef oft séð eftir því að hafa ekki haft vit á því að ramba þangað þegar ég var að flækjast þarna á þeim árum sem ég var þarna. En það verður ekki á allt kosið.“ ■ PALESTÍNA Átök Palestínumanna og Ísraelsmanna virðast engan endi ætla að taka. Hér stendur drengur við rústir í flóttamannabyggðum í Rafah. ■ Maður að mínu skapi ÓLAFUR GUNNARSSON Reynir að taka sér James Jones til fyrirmyndar, til dæm- is með því að hætta að drekka og að vera starfsamur. JAMES JONES (1921-1977) Höfundur bókarinnar From Here to Eternity sem Ólafur Gunnarsson segir óviðjafnan- legt meistaraverk. Drykkjuberserkur og kvennagull SUNDRAÐAR FJÖLSKYLDUR Líbería er eitt þeirra landa í heiminum þar sem mannskæðar styrjaldir hafa geisað undanfarið. Hér horfir kona á veggspjöld sem eru til þess gerð að hjálpa fjölskyldum að sameinast aftur eftir stríðsátökin. Rauði krossinn hefur hengt upp slík spjöld um alla Monróvíu. FRÁ LÍBERÍU Nígerískur hermaður á vegum Sameinuðu þjóðana stendur við hrúgu af vopnum í húsi fyrrum forseta Líberíu Moses Blah. AP -M YN D AP -M YN D /K EV IN F R AY ER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.