Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 18. október 2003 43 Stærsta flugsýning á Reykjavík-urflugvelli um árabil verður í dag í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá upphafi flugs í heiminum. Dagskráin hefst klukkan tíu og verður þá boðið upp á ýmsa leiki fyrir yngstu kynslóðina. Flugskól- arnir bjóða einnig upp á kynnis- flug á kostnaðarverði. Þórólfur Árnason borgarstjóri setur síðan formlega Flugdag Flugmálafélagsins klukkan eitt og ýmsir framámenn í flugmálum flytja stutt ávarp í framhaldi af því. Hápunktur dagsins verður milli klukkan 14 og 17 þegar flug- sýningaratriðin standa yfir. Boðið verður upp á þyrluflug, svifflug, svifdrekaflug, fallhlífastökk, módelflug og flugskemmtiatriði af ýmsu tagi. Farþegaflugvélar fljúga yfir svæðið og auk þess verða sýningaratriði frá snjó- ruðningsdeild og slökkviliði Reykjavíkurflugvallar. „Við bjóðum borgarbúum upp á viðstöðulaust sýningarflug í þrjár klukkustundir,“ segir Gunnar Þor- steinsson hjá Flugmálafélaginu. ■ Listflug og leikir á Reykjavíkurflugvelli ■ FLUGSÝNING FALLHLÍFARSTÖKK Stærsta flugsýning sem haldin hefur verið á Íslandi í rúman áratug verður á Reykjavíkurflugvelli í dag. ANNA RÓSA Leikkonan Anna Rósa Sigurðardóttir slasaðist í upphitun hálftíma fyrir sýningu á „Plómur í New York“ í Gamla Bíó í fyrrakvöld og varð að fella niður sýningu og vísa gestum frá. Leik- konan hafði tekið þátt í spurningaleik í Ísland í dag í beinni útsendingu stuttu áður, og var því sein fyrir. Hún var köld er hún hóf upphitun fyrir sýninguna, sem er mjög líkamlega krefjandi, og tognaði á baki. Sýningunni í kvöld verður einnig frestað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.