Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 22
Leikstjórinn Quentin Tarantinohristi heldur betur upp í kvik- myndabransanum árið 1992 með hinni blóðugu frumraun sinni Reservoir Dogs. Hann varð heimsfrægur á augabragði og ekki spillti fyrir aðdáun fólks á honum að hann vann á mynd- bandaleigu áður en hann fór út í kvikmyndagerð. Þarna var amer- íski draumurinn kominn fram holdi klæddur, eina ferðina enn, og vídeónördinn var allt í einu far- inn að búa til bíó með heitustu nöfnunum í bransanum. Ferskir straumar Reservoir Dogs byggði að miklu leyti á Hong Kong-mynd- inni City on Fire frá árinu 1987 en Tarantino hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á austrænum hasar- og bardagamyndum. Hann fer heldur ekki í felur með það að hann fær lánað hjá öðrum kvik- myndagerðarmönnum og stelur og stílfærir miskunnarlaust, enda mótaður sem leikstjóri af ára- löngu bíóglápi. Tarantino fylgdi Reservoir Dogs eftir með Pulp Fiction sem bar öll helstu höfundareinkenni leikstjórans; poppuð, smellin og hressileg samtöl, brotakennda at- burðarás og ruddalegt ofbeldi. Pulp Fiction hreppti Gullpálmann á Kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar Tarantino var aðeins 31 árs. Sigurinn þar var evrópskum fag- urkerum til mikils ama en menn- ingarelítunni þótti verðlaunin sækja full stíft yfir Atlantshafið á þessum árum. Myndin var svo til- nefnd til sjö Óskarsverðlauna en hreppti einungis ein, fyrir besta frumsamda handritið. Týndist í stríðsmynd Það fór lítið fyrir Tarantino eft- ir sigurinn með Pulp Fiction og sögusagnir um að hann væri út- brunninn og gæti aldrei fylgt Res- ervoir Dogs og Pulp Fiction eftir komust á kreik þegar aðdáendur hans tók að lengja eftir næstu mynd. Árið 1997 sendi hann frá sér Jackie Brown, sem hann vann upp úr glæpasögu eftir Elmore Leonard. Myndin var vitaskuld vel úr garði gerð en hörðustu og ofbeldissinnuðustu aðdáendur leikstjórans voru þó ekki allir sáttir og því er ekki hægt að segja annað en að Jackie Brown sé nokkuð vanmetin þar sem snilld- artaktar Tarantinos eru vissulega til staðar þó minna fari fyrir þeim. Tarantino tók sér enn lengra hlé eftir Jackie Brown og þó að fréttir bærust reglulega af því að séníið sæti við skriftir skilaði ekk- ert sér á filmu. Hann segist hafa þurft tíma til að slaka á áður en hann sneri sér aftur að handrita- skrifum enda staðráðinn í því að næsta mynd ætti að vera hans frá grunni. Hann byrjaði á handritinu Inglorius Bastards, sem hann lýs- ir sem The Good, The Bad and The Ugly í Frakklandi stríðsár- anna. Hann hafði litla stjórn á hugmyndaflæðinu og handritið blés út í allar áttir þannig að fyrr en varði var hann kominn með þrjú handrit sem öll voru langt því frá fullkláruð. Það var svo ekki fyrr en framleiðandi Tar- antinos, Lawrence Bender, grát- bað hann um að gera bíómynd á næstu tíu árum að Kill Bill skaut upp kollinum. Ekkert mál Það komst hreyfing á málið í sukkpartíi að loknum Golden Globe-verðlaununum í febrúar árið 2000 en þar hittust Tarantino og Uma Thurman. Þau höfðu fengið hugmyndina að persónu Brúðarinnar á meðan tökur á Pulp Fiction stóðu yfir en saga hennar er í stuttu máli sú að hún er fyrr- um leigumorðingi sem ætlar að hætta í bransanum og ganga í það heilaga. Foringinn hennar, Bill, sættir sig ekki við slíkt liðhlaup og sendir félaga hennar í morð- ingjagenginu DIVAS (Deadly Viper Assassination Squad) til að koma Brúðinni fyrir kattarnef. Gengið gerir árás á brúðkaups- daginn, drepur brúðgumann og Brúðurin fær skot í höfuðið, miss- ir fóstur og liggur í dauðadái í fjögur ár en þegar hún vaknar í hefndarhug verður fjandinn laus. Tarantino ákvað á staðnum að rusla Kill Bill af og fullyrti að hann yrði enga stund að skrifa hana, hún yrði 88 mínútur og hræódýr í framleiðslu. Það er svo fyrst núna að Kill Bill lítur dags- ins sljós. Handritið varð 220 síðna langt og myndin er þrjár og hálf klukkustund þannig að ákveðið var að skipta henni í tvennt. Hún var tekin upp á sex stöðum, aðal- lega í Kína, og Tarantino skilaði henni af sér 155 dögum of seint og fór 13 milljónir dollara fram yfir upphaflega fjárhagsáætlun. Valin kona í hverju rúmi Tarantino stillir sem fyrr upp eðalmannskap í Kill Bill. Uma Thurman er í broddi fylkingar en félagarnir sem snúa baki við henni eru leiknir af Lucy Liu, Daryl Hannah og Vivica A. Fox og erkitöffaranum Michael Mad- sen, sem er eini karlmaðurinn í þessu svakalega gengi. Það er svo gamli kung-fu jaxlinn David Carradine sem leikur ófétið hann Bill. Tarantino hafði upphaflega hugsað sér Warren Beatty í hlut- verkinu og Bill átti aðeins að koma fram í lok myndarinnar, ekki ósvipað og Marlon Brando í Apocalypse Now. Tarantino réð hins vegar ekkert við persónuna á meðan handritið var í vinnslu og Bill drottnar því alveg yfir seinni helmingi Kill Bill. Hlut- verkið varð því allt of viðamikið fyrir hjartaknúsarann Beatty, sem dró sig í hlé. Ofbeldi er list Fyrri myndin í Kill Bill-bálkn- um var frumsýnd á Íslandi í vik- unni. Hún byrjaði fyrir rúmlega viku í Bandaríkjunum, skaust beint í efstu sæti aðsóknarlista og hefur fengið prýðilega dóma. Gagnrýnendur finna það helst að henni að það ber ekkert á stíl- færðum samtölunum sem hafa einkennt fyrri myndir kappans og í Kill Bill Vol. 1 er víst ekki sögð ein eftirminnileg setning. Aðaláherslan er á blóðuga bar- daga til heiðurs gömlu kung fu- myndunum og þar slær Tarantino hvergi af. Útlimir fjúka í allar áttir og blóðið streymir í hund- ruðum lítra. Tarantino lætur alla gagnrýni á ofbeldið sem vind um eyru þjóta. „Ég finn enga þörf hjá mér til að réttlæta ofbeldið,“ segir hann í viðtali við breska tímaritið Empire. „Það er ástæð- an fyrir því að Edison fann upp kvikmyndatökuvélina. Ofbeldið á heima í kvikmyndum. Bókmennt- ir ná ekki að fanga það fullkom- lega og ekki myndlist heldur. Bíó- ið getur þetta. Kill Bill er vissu- lega ofbeldisfull. Hún er ofsa- fengin. Auðvitað. Þetta er Tar- antino-mynd. Þú ferð ekki á tón- leika með Metallicu og biður þá um að lækka í tónlistinni.“ Ekkert tölvudrasl Þeir sem hafa séð fyrri hluta Kill Bill freistast óhjákvæmilega til þess að lýsa henni með klisj- unni „sjónræn veisla“. Tarantino fer algerum hamförum og bland- ar saman kvikmyndagreinum og þannig er til að mynda magnaður kafli myndarinnar, sem segir for- sögu erkióvinar Brúðarinnar, O- Ren Ishii (Lucy Liu), teiknaður. Hápunktur myndarinnar er geggjaður sverðabardagi Brúðar- innar við 88 útsendara O-Ren Ishii. Stílfærslan er engu lík en þeir sem falla í þá gryfju að bera atriðið saman við slagsmál Keanu Reeves við 100 vonda agenta í The Matrix Reloaded eiga ekki von á góðu. „Í fyrsta lagi hef ég alltaf litið á svörtu jakkafötin sem mín svo ég lít ekki á þessa gaura sem Agent Smith. Ég lít á þá sem Res- ervoir Dogs með hallærislegri sólgleraugu.“ Tarantino bætir því við að þar fyrir utan hafi hann alls ekki áttað sig á skyldleika milli at- riðanna. „Það eru engar helvítis tölvur hérna. Ég er kominn með algert ógeð á því drasli. Þetta er gert upp á gamla skólann með tökuvélum,“ segir Tarantino, sem fullyrðir að tölvutæknin muni drepa kvikmyndina sem listform á næstu tíu árum með þessu áframhaldi. Í lausu lofti Tarantino skilur þó við áhorf- endur Kill Bill í sömu sporum og bræðurnir gera í The Matrix Reloaded þar sem myndunum lýkur báðum í miðjum klíðum og fólk mun ekki geta dæmt Kill Bill sem heild fyrr en í febrúar á næsta ári þegar Vol. 2 kemur í bíó. „Vol. 1 er hrein og klár adrenalínsprengja,“ segir leik- stjórinn við Empire. „Við hægj- um aðeins ferðina í númer tvö og kynnumst persónunum betur, ekki síst Bill, sem er nánast í Ofbeldið á heima í kvikmyndum. ,, 22 18. október 2003 LAUGARDAGUR Leikstjórinn Quentin Tarantino lætur nú loks að sér kveða eftir sex ára þögn, aðdáendum sínum til ómældrar ánægju. Hann er þekktur fyrir ruddalegt ofbeldi og vel skrifuð samtöl. Það fyrrnefnda drottnar yfir fyrri hluta Kill Bill þar sem leik- stjórinn nær nýjum hæðum í blóðsúthellingum. Þeir sem sakna rithöfundarhæfi- leika Tarantinos verða hins vegar að bíða fram yfir áramót. Hundruð lítra af blóði BRÚÐURIN Uma Thurman vaknar í brjáluðu skapi eftir að hafa legið í dái í fjögur ár. Hún hyggur á hefndir og gengur í skrokk á þeim sem myrtu tilvonandi eiginmann hennar á brúðkaupsdaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.