Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 14
14 18. október 2003 LAUGARDAGUR
■ Afmæli
Ferdinand af Aragon giftistÍsabellu af Kastilíu í Valla-
dolid á þessum degi fyrir 534
árum og hófst þá búskapur sem
sameinaði allan Spán og skapaði
þjóð sem varð sannkallað
heimsveldi. Ferdinand og Isa-
bella fengu til samstarfs við ríki
sitt hinar sjálfstæðu einingar
Spánar og árið 1478 kynntu þau
þjóðinni Spænska rannsóknar-
réttinn. Hann var, eins og flest-
ir vita, kraftmikill refsivöndur
sem vakti yfir þjóðinni í árarað-
ir og ef fólk var tekið til rann-
sóknar var það pyntað og drep-
ið, nánast án undantekninga.
Svo gerðist það árið 1492 að
þau endurheimtu Granada frá
Márum og þá byrjuðu hjóna-
kornin á því að losa sig við alla
spænska gyðinga með því að
kristna þá. Spænskir múslimar
fengu sömu meðferð nokkrum
árum síðar en í dag er minning
Ferdinands og Isabellu helst
tengd Kristófer Kólumbusi en
Ítalinn sá fékk skip hjá kóngi og
drottningu og sigldi til Amer-
íku. Sá fundur gerði Spánverja
enn ríkari og að enn stærra
stórveldi. Hjónabandi þeirra
Ferdinand og Isabellu lauk 1504
þegar hún lést. ■
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar, 60 ára.
Gísli Felix Bjarnason handboltamaður,
41 árs.
??? Hver?
Löggiltur dómtúkur og skjalaþýðandi og
starfa sem slíkur.
??? Hvar?
Nú er ég stödd á skrifstofu minni að
Laugavegi 163A og sit og horfi út yfir
sundin blá. Læt fara vel um mig í þægi-
legum skrifstofustól með lappirnar upp í
gluggakistu.
??? Hvaðan?
Íslenski leggur fjölskyldu minnar er ann-
ars vegar af Húsafellsætt og hins vegar
af Reykjarætt á Skeiðum. Í móðurætt er
ég norsk.
??? Hvað?
Starf dómtúksins er í stuttu máli að
hann túlkar á milli íslensku og erlendra
tungumála í báðar áttir við réttarhöld og
yfirheyrslur hvort sem er hér á landi eða
erlendis.
??? Hvers vegna?
Skylda dómtúlks er að túlka af hundrað
prósent nákvæmni og að grípa skilning
og framsögn eins og til er ætlast. Hann
verður að geta skilað frá sér áherslu-
atriðum rétt. Túlkunin verður alltaf að
vera rétt, hiklaus og nákvæm.
??? Hvernig?
Það er afar mikilvægt að túlkur viti hvað
hann er að gera. Hann mistúlki aldrei
en komi spurningum og svörum frá sér
eins og spyrjendur og svarendur tjái sig
sjálfir. Jafnframt er mjög mikilvægt að
túlkur haldi alltaf rósemi sinni.
??? Hvenær?
Ég er kölluð út að jafnaði þrisvar í viku
en hins vegar verður dómtúkur að vera
reiðubúinn hvenær sem er. Ég er lög-
giltur dómtúlkur í ensku en tala að sjálf-
sögðu norsku og vinn á því máli einnig.
Ég var alltaf sannfærður um aðgrundvöllur væri fyrir flugfé-
lagi eins og Iceland Express,“ seg-
ir Jóhannes Georgsson, forstjóri
félagsins.
Iceland Express hefur nú flutt
yfir hundrað þúsund farþega og
tilkynnt var í vikunni að ákveðið
væri að taka nýja vél á leigu frá
sömu aðilum og séð hafa félaginu
fyrir vélum fram að þessu. Þannig
verður flogið tvisvar á dag bæði
til Kaupmannahafnar og London.
Jóhannes segir að vélin verði
leigð með flugmönnum en flug-
freyjur komi frá Iceland Express.
„Við höfum verið mjög heppnir
með starfsfólk sem lagt hefur sig
fram enda gengur reksturinn
ákaflega vel. Þann 1. apríl hefjum
við síðan flug með tveimur vélum
og nú þegar geta menn bókað sig á
flug fram og til baka samdæg-
urs,“ segir Jóhannes.
Jóhannes hefur starfað að
ferðamennsku allt frá því hann
var í námi í viðskiptafræði og
vann fyrir sér með því að fljúga
hjá Flugstöðinni og flaug á milli
staða hér innanlands auk Græn-
lands. „Ætli það hafi ekki verið í
kringum 1978 en síðan fór ég til
Bandaríkjanna og vann að mark-
aðssetningu á íslenskri ull,“ segir
hann.
Heim kom Jóhannes nokkrum
árum síðar og tók við fram-
kvæmdastjórastöðunni hjá SAS á
Íslandi. Í ársbyrjun 2000 hóf Jó-
hannes störf hjá Iceland Express
við undirbúning að stofnun þess.
„Það kom ekki bara frá mér að
fara af stað með félagið. Fleiri
höfðu trú á þessu og vissu að
grundvöllur fyrir starfseminni
væri fyrir hendi,“ segir hann og
bætir við að yfir hundrað þúsund
manns hafi flogið með Iceland Ex-
press fram að þessu.
Jóhannes býr með Erlu Lóu
Jónsdóttur og eiga þau einn strák
en fyrir á Jóhannes þrjá. „Ég
ferðast ekki mikið núorðið, hef
gott fólk til að sinna því en ef ég á
frí finnst mér gott að skreppa
utan og slaka á þar,“ segir hann og
játar að nær allar hans stundir
síðustu ár hafi farið í að skipu-
leggja fyrirtækið. „Ég var samt
dreginn í golf fyrir skömmu. Bú-
inn að fara í tvo tíma,“ segir Jó-
hannes, sem skráði sig í kennslu
eftir það. Aldrei að vita nema
hann verði orðinn ástríðugolfari
áður en hann veit af. ■
Tímamót
JÓHANNES GEORGSSON
■ Framkvæmdastjóri Iceland Express má
vera kátur með árangurinn.
Félagið hefur þegar flutt yfir hundrað
þúsund farþega.
JEAN-CLAUDE VAN DAMME
Belgíska hasarhetjan Jean-Claude Van
Damme hefur leikið í myndum á borð við
Death Warrant og Double Impact. Hann er
43 ára í dag.
18. október
■ Þetta gerðist
1860 Bretar rústa sumarhöllinni í Peking.
1898 Bandaríkin hertaka Púertó Ríkó.
1931 Thomas Alva Edison deyr.
1950 Goodnight Irene með The Weav-
ers er á toppi bandaríska listans.
1968 John Lennon og Yoko Ono voru
handtekin og kærð fyrir að eiga
marjúana. Þau voru í íbúð Ringo
Starr þegar gerð var rassía.
1969 Jackson 5 koma fyrst fram í sjón-
varpi.
1971 Síðasta tölublað Look-tímaritsins
kemur út.
1976 Mafíuforinginn Carlo Gambino er
jarðaður í New York. Hann dó á
föstudegi.
1989 Erich Honecker, kommúnistaleið-
togi Austur-Þýskalands, neyddur
til að segja af sér sem leiðtogi
landsins vegna slæmrar heilsu.
FERDINAND OG ISABELLA
Þetta málverk var opinber brúðarmynd
þeirra árið 1469.
Ferdinand og Isabella gifta sig
FERDINAND OG ISABELLA
■ Á þessum degi fyrir 534 árum giftu
stofnendur Spænska rannsóknarréttarins
sig. En þau eru ekki bara fræg fyrir það
heldur greiddu þau einnig leið Kristófers
Kólumbusar svo hann gæti ferðast til
Ameríku.
18. október
1469
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Móðurást
Auðbrekku 2, Kópavogi
Meðganga og brjóstagjöf
Mikið vöruúrval
HILDUR OG ÞÓRARINN
Þann 27. júlí í sumar voru gefin saman
í hjónaband af séra Agli Hallgrímssyni
þau Hildur María Hilmarsdóttir og
Þórarinn Þorfinnsson. Athöfnin fór fram í
Skálholtskirkju. Þau búa að Spóastöðum í
Biskupstungum.
Sigríður Sveinsdóttir, Hraunteigi 22,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. október.
Hörður Runólfsson, Austurgötu 22b, Hafn-
arfirði, lést miðvikudaginn 15. október.
Hrafn E. Jónsson, Engihjalla 17, Kópa-
bogi, lést miðvikudaginn 15. október.
Kristín Kirrý Halldórsdóttir, frá Böð-
móðsstöðum í Laugardal, lést sunnu-
daginn 12. október.
11.00 Svanfríður Sigrún Gísladóttir,
Hlíðarvegi 8, Ísafirði, verður jarð-
sungin frá Ísafjarðarkirkju.
14.00 Elín Árnadóttir frá Skálholti, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsungin
frá Landakirkju.
14.00 Guðrún Stefánsdóttir Miðhúsum,
Akrahreppi, verður jarðsungin frá
Miklabæjarkirkju.
■ Andlát
■ Hjónaband
■ Jarðarfarir
JÓHANNES GEORGSSON
Iceland Express hefur flutt yfir hundrað þúsund farþega frá því í febrúar. Í vor bætir
félagið við sig annarri vél.
Fór í golf og
skráði sig í kennslu
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum að
senda inn tilkynningar um dánar-
fregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tövupóstfangið
tilkynningar@frettabladi.is. Ef
óskað er eftir jarðarfarar- eða
andlátsauglýsingu má senda
texta í slíkar auglýsingar á
auglysingar@frettabladid.is.
ELLEN INGVADÓTTIR, LÖGGILTUR
DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI
Hún segir túlkunina alltaf verða að vera
hárnákvæma og hiklausa þannig að sann-
leikurinn komi í ljós.
■ Persónan