Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 28
■ Sagt og skrifað 28 18. október 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Dude, Where’s My Country? eftir Michael Moore. Michael Moore snýr aftur í kröf- ugri bók þar sem hann segir bandarísku þjóðinni sannleikann um Íraksstríðið og hjólar í George Bush af fullkomnu miskunnar- leysi. Moore hvetur Opruh Win- frey til að fara í forsetaframboð og færir sannfærandi rök fyrir því að hún yrði framúrskarandi for- seti. Einn kafli bókarinnar er bréf frá Guði til jarðarbúa en þar þvær Guð hendur sínar af gjörð- um Bush og margítrekar að Bush tali ekki í sínu nafni. Stundum fer Moore yfir strikið í bók sem verð- ur vafalaust jafn umdeild og Stupid White Men. METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Supersex. Tracey Cox 2. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Stjórnun á tímum hraða og breyt- inga. Þórður Víkingur Friðgeirsson 5. Að elska það sem er. Byron Katie 6. Frægð og firnindi - ævisaga Stefáns V. Gísli Pálsson 7. Vín. Þorri Hringsson 8. Halló heimur, hér er ég. Inger Anna Aikman og Margrét Blöndal 9. Burt með verkina. Chris McLaughlin 10. Almanak Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Skáldverk 1. Mýrin. Arnaldur Indriðason 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. Sagan af Pí. Yann Martel 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 5. Vansæmd. J.M. Coetzee 6. Fyrstur til að deyja. James Patterson 7. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 8. Skuggaleikir. Jose Carloz Samoza 9. Engin spor. Viktor Arnar Ingólfsson 10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 8. - 14. OKTÓBER METSÖLU- LISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR Allar bækur 1. Burt með verkina. Chris McLaughlin 2. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir 3. Frægð og firnindi - ævisaga Vilhjálms St. Gísli Pálsson 4. Samlokur - grípandi góðgæti. Heiða B. Hilmisdóttir og Bryndís E. Birgisdóttir 5. Supersex. Tracy Cox 6. Auglýsingar og árangur. Friðrik Ey- steinsson 7. Röddin. Arnaldur Indriðason 8. Sagan af Pí. Yann Martel 9. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 10. Vín. Þorri Hringsson Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Sagan af Pí. Yann Martel 3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 4. Vansæmd. J.M. Coetzee 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason 6. Skuggaleikir. Jose Carlos Samoza 7. Synir dufsins. Arnaldur Indriðason 8. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 9. Albúm. Guðrún Eva Mínervudóttir 10. Ævintýri góða dátans Svejks. Jaroslav Hasek METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 8. - 14. OKTÓBER ■ Bækur Vinsælasti höfundur þjóðarinn-ar nú um stundir, Arnaldur Indriðason, sendir fyrir jólin frá sér nýja glæpasögu, sem fyrir fram er auðvelt að veðja á sem metsölubók ársins. Bókin heitir Bettý. Ungur lögmaður situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp af- drifarík kynni sín af Bettý, sem birtist einn daginn í aðskornum kjól með litla gullkeðju um ökklann. Á meðal annarra bóka sem Vaka-Helgafell gefur út fyrir þessi jól kennir margra grasa. Andlit heitir bók eftir verðlauna- höfundinn Bjarna Bjarnason. Þetta er skálduð frásögn en þó sönn saga hans. Hann segir frá lit- ríkri æsku á áttunda áratugnum, hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á skjön við skólakerf- ið, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Sagan er full af húmor, trega og hlýju en umfram allt er hér lýst einstöku lífshlaupi. Ein ljóðabók kom út hjá Vöku- Helgafelli á árinu. Út og heim nefnist hún og er eftir Björn Sig- urbjörnsson. Endurminningar Elínar Pálmadóttur Eins og ég man það eru endur- minningar Elínar Pálmadóttur blaðamanns. Elín hóf ung störf hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í árdaga samtakanna í lok fimmta áratugarins og kynntist listamönnum í París á sjötta ára- tugnum, ekki síst Gerði Helga- dóttur myndhöggvara, en þekkt- ust er hún fyrir ár sín í blaða- mennsku þar sem hún opnaði meðal annars hálendið fyrir les- endum Morgunblaðsins. Frá þessu og fleiru segir Elín í fróð- legri bók. Brennd lifandi er sönn frásögn ungrar arabískrar konu, bók sem fer sigurför um heiminn um þess- ar mundir. Souad, sem elst upp í litlu þorpi á vesturbakka Jórdan- ar, gerist sek um þann glæp að verða skotin í strák. Fyrir það refsar fjölskyldan henni grimmi- lega. Og þegar hún sleppur lifandi frá þeirri atlögu gengur móðir hennar enn lengra og reynir að koma dóttur sinni fyrir kattarnef. Árni Snævarr þýðir og ritar eftir- mála. Ný og rækilega endurskoðuð útgáfa af Samtíðarmönnum kem- ur út í ritstjórn Péturs Ástvalds- sonar. Þar er greint frá ævi og störfum 1.700 núlifandi Íslend- inga á ýmsum aldri sem áberandi hafa verið í samfélaginu undan- farin ár. Bókin er í tveimur bind- um og í veglegri öskju. Bók um spádóma og ein- stök frumraun Af fræðibókum og bókum al- menns efnis hjá Vöku-Helgafelli má nefna Spádómabókina eftir Símon Jón Jóhannsson. Þetta er uppflettibók um það hvernig hægt er að sjá inn í framtíðina með hjálp margvíslegra spádómsað- ferða frá ýmsum heimshornum. Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Fjölbreytni og frum- leiki eru aðalsmerki hennar, rétt- irnir eru léttir, einfaldir og ljúf- fengir og tær matarást gerir út- slagið við eldamennskuna. Ný bók hennar heitir Létt og freistandi. Í upphafi árs kom út bók Ás- mundar Stefánssonar og Guð- mundar Björnssonar læknis sem nefnist Þú getur grennst og breytt um lífsstíl og vakti hún mikla at- hygli. Hinn vinsæli höfundur Mari- anne Fredriksson blæs nýju lífi í söguna um Maríu Magdalenu í samnefndri skáldsögu um líf, dauða og upprisu Jesú og konuna sem elskaði hann mest allra. Píanóstillirinn er skáldsaga eft- ir Daniel Mason. Ungur píanóstill- ingamaður fær það óvenjulega verkefni að ferðast inn í frum- skóga Búrma við lok 19. aldar til að stilla flygil í eigu sérviturs læknis sem ílenst hefur í þessu framandi landi. Píanóstillirinn heldur upp í ferðina, sem á eftir að reynast í senn heillandi og háskaleg og um- bylta sálarlífi hans. Þessi skáld- saga hefur hlotið mikið lof austan hafs og vestan, sem einstök frum- raun ungs höfundar. Íslenskir og erlendir verð- launahöfundar Vaka-Helgafell gefur út nokkr- ar íslenskar barna- og unglinga- bækur. Yrsa Sigurðardóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2003 fyrir bók sína Biobörn en þar segir frá því þegar fyrirtækið Biobörn stofnar frumkvöðlasetur fyrir afburðabörn. Fjölmörgum gáfnaljósum er boðið á námskeið- ið en fyrir mistök er trössunum Önnu Lísu og Ragga boðið líka og þá fer ýmislegt að gerast. Valkyrjan heitir bók eftir Elías Snæland Jónsson sem hlotið hefur Íslensku barnabókaverðlaunin. Hildur er tólf ára stelpa sem læt- ur engan vaða yfir sig. Dag nokkurn verður hún fyrir óvæntri árás og allt breytist. Þegar hún veit næst af sér er hún stödd í goðheimum þar sem þrjár val- kyrjur taka hana að sér. Hrói bjargar jólunum er eftir írska rithöfundinn Roddy Doyle sem hlaut á sínum tíma hin virtu Booker-verðlaun fyrir skáldsög- una Paddy Clarke, ha, ha, ha!. Rúdolf, forystuhreindýr jóla- sveinsins, er kominn með flensu og Sveinki er með allt á hælunum. Hvað er til ráða? Doyle segir hér sprenghlægilega og æsispennandi sögu þar sem allt getur gerst. Að auki gefur Vaka-Helgafell út ýmsar erlendar barnabækur sem meðal annars tengjast vin- sælum teiknimyndum frá Disn- ey-fyrirtækinu. Þá komu fjöl- margar bækur út í kilju, auk end- urútgáfna á eldri bókum, meðal annars ýmissa verka Halldórs Laxness. kolla@frettabladid.is GERÐUR KRISTNÝ FRESTAR ÚTGÁFU Þær fréttir berast að rithöfund- urinn Gerður Kristný hafi ákveð- ið að fresta útkomu nýrrar skáld- sögu sinnar en tilkynnt hafði ver- ið að hún kæmi út fyrir þessi jól hjá Máli og menningu. Gerður Kristný er í annasömu starfi sem ritstjóri hins vinsæla tímarits Mannlífs og telur sig ekki hafa tíma til að ljúka við bókina á full- nægjandi hátt. Bók hennar nefn- ist Heima hjá Guði og er að sögn þeirra sem lesið hafa spennandi og skemmileg fjölskyldusaga þar sem blaðakona er í aðalhlutverki. Aðdáendur Gerðar Kristnýjar verða því að bíða bókarinnar í ár. Áður hafa Bragi Ólafsson og Ólafur Jóhann Ólafsson frestað útkomu skáldsagna sinna. Breska dagblaðið The Obser-ver hefur birt lista yfir hundrað bestu skáldsögur allra tíma að mati starfsmanna blaðs- ins. Listinn var gerður í tilefni þess að BBC býr sig undir að kynna hvaða bækur Bretar hafa mest dálæti á. Don Kíkóti eftir Cervantes var kosinn besta skáldsaga allra tíma en þess má geta að í fyrra valdi hópur rit- höfunda víða að úr heiminum Don Kíkóta sem bók allra tíma. Tíu bestu skáldsögur allra tíma eru þessar að mati The Observer: 1. Don Kíkóti eftir Cervantes 2. Ferðir Pílagrímsins eftir John Bunyan 3. Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe 4. Ferðir Gúllivers eftir Jonathan Swift 5. Tom Jones eftir Henry Fielding 6. Clarissa eftir Samuel Richardson 7. Tristram Shandy eftir Laurence Ster- ne 8. Les Liaisons Dangereuses eftir Pierre Choderlos De Laclos 9. Emma eftir Jane Austen 10. Frankenstein eftir Mary Shelley Enskar bækur eru yfirgnæf- andi á listanum, enda er hann saminn af Englendingum. Greif- inn af Monte Christo eftir Alex- andre Dumas lenti þó í 14. sæti og Madame Bovary eftir Flaubert í því 22., Anna Karen- ina eftir Tolstoj í 27. sæti, Kara- mazov-bræðurnir eftir Dostó- jevskí í 29. sæti, Réttarhöldin eftir Kafka í 49. sæti, Plágan eftir Camus í 58. sæti, Lolita eft- ir Nabokov í 69. sæti, Hundrað ára einsemd í 76. sæti og nýi Nóbelsverðlaunahafinn Coetzee er með skáldsögu sína Waiting for the Barbarians í 84. sæti. Klassíkerar eins og Fýkur yfir hæðir, Jane Eyre, David Copperfield, Vanity Fair, Lísa í Undralandi, Móbý Dick, Myndin af Dorian Gray, Jekyll læknir og hr. Hyde, Stikilsberja-Finnur, Ulysses, Gatsby hinn mikli, Veröld ný og góð, Bjarg- vætturinn í grasinu, 1984, Hringadróttins saga, To Kill a Mockingbird og Catch-22 eru vitanlega á listanum. Sömuleiðis Svefninn langi eftir Raymond Chandler, barnabókin Vefurinn hennar Karlottu eftir E.B.White, New York-trílógía Paul Austers, Money eftir Martin Amis, Gyllti áttavitinn eftir Philip Pullman og American Pastoral eftir Phil- ip Roth. Með listanum í The Observer fylgir grein sem er full af afsök- unum um þær bækur og höf- unda sem ekki komust á lista. Það verður hins vegar ekki séð að starfsmenn The Observer þurfi að skammast sín fyrir bók- menntasmekk sinn. ■ GERÐUR KRISTNÝ Hefur ákveðið að fresta útgáfu bókar sinnar. CERVANTES Skáldsaga hans Don Kíkóti er besta skáldsaga allra tíma að mati The Observ- er. Seinna bindi bókarinnar kemur út hjá JPV fyrir jólin. The Observer velur 100 bestu skáldsögur sögunnar: Don Kíkóti bestur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T YRSA SIGURÐARDÓTTIR Fékk Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Biobörn. Fyrstu jólabækurnar eru komnar á markað. Í útgáfu Vöku-Helgafells kennir ýmissa grasa: Ný bók eftir Arnald ARNALDUR INDRIÐASON Ný bók hans heitir Bettý og fjallar um ungan lögmann sem situr í gæsluvarðhaldi. BJARNI BJARNASON Segir frá litríkri æsku í skáldævisögu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.