Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8
8 18. október 2003 LAUGARDAGUR Ummæli utanríkisráðherra um öryrkjadóm „Ég sé ekki að þessi ummæli þýði neitt í dag.“ Guðni Ágústsson í Fréttablaðinu 17. október. Happadráttur „Það væri ekki svo lítill happa- dráttur fyrir Íslendinga og okkar þorskstofn og eðlilega stækkun hans ef Kínverjar ýta okkar frystitogurum út af Íslandsmiðum og þvinga okkur með því til meiri vistvænni veiða.“ Lúðvík Gizurarson í Morgunblaðinu 17. október. Ójafnrétti „Karlinn nýtur engrar aðstoðar af hálfu hins opinbera.“ Garðar Baldvinsson í DV 17. október. Orðrétt Síldarvinnslan: Nýtt Íslandsmet SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er að okkar viti Íslandsmet,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þar hafa 180 þúsund tonn af hráefni komið á land og hefur engin íslensk fiskimjölsverksmiðja tekið á móti svo miklu magni á einu ári. „Allt er þetta til gamans gert en vissulega erum við stoltir af árangrinum. Við etjum kappi við nágranna okkar á Eskifirði en þeir áttu fyrra metið sem var 178 þúsund tonn og slógu því upp á heimasíðu sinni.“ Björgólfur kannaðist ekki við að uppsagnir væru á döfinni hjá Síldarvinnslunni. „Það er ekki rétt. Ef eitthvað þá munum við bæta við fólki þegar vertíðin fer af stað fyrir alvöru. Vissulega er alltaf verið að skoða hagræðingu í rekstrinum og við erum með starfsemi víða um land en á þes- sari stundu er ekki á döfinni að segja fólki upp.“ ■ Öryrkjadómurinn kemur dósent á óvart Dósent í lögum við Háskóla Íslands segir öryrkjadóminn skýra óvissuatriði í kjölfar eldri dóms. Segir ósmekklegt að tala um mannréttindabrot í tengslum við fyrningu á kröfum ÖRYRKJAR „Niðurstaða dómsins um að ekki hafi verið heimilt að ákveða tekjutrygginguna afturvirkt kom mér á óvart. Það hefði verið erfitt að ráða þá niðurstöðu af dómi réttarins þann 19. desember 2000,“ segir Skúli Magnússon, dósent við laga- deild Háskóla Ís- lands, um nýfall- inn dóm Hæsta- réttar í öryrkja- málinu svokall- aða þar sem fjöl- skipaður dómur kveður upp úr um það að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða kjör ör- yrkja vegna tekna maka þeir- ra á árunum 1999 og 2000. Aftur á móti tók rétturinn undir með hér- aðsdómi með að kröfur öryrkja vegna áranna 1994 til 1996 væru fyrndar. Skúli segir að erfitt sé að benda á sigurvegara í málinu en það sem standi upp úr sé að ríkinu sé heimilt að skerða tekjutryggingu og bætur með vísan til tekna maka. Að því leyti hafi öryrkjar ekki náð kröf- um sínum fram. Þeir hafi þó unnið talsverðan sigur hvað varðar þau deiluefni sem upp komu í kjölfar dómsins árið 2000. Skúli segir að samkvæmt for- sendum Hæstarréttar í fyrra ör- yrkjamálinu hafi skerðing tekju- tryggingar örorku lífeyrisþega í hjúskap verið óheimil á þann hátt sem gert var í þágildandi ákvæðum almannatryggingalaga. „Út frá því var gengið á sínum tíma að önnur skerðing og þá væg- ari skerðing væri ekki óheimil. Með hliðsjón af því þá taldi ég að það væri heimilt að ákveða einhverja minni skerðingu afturvirkt enda gæti slík skerðing ekki talist íþyngj- andi. Niðurstaða Hæstaréttar kem- ur mér því á óvart,“ segir Skúli. Varðandi fyrningu krafna á ár- unum 1994 til 1996 segir Skúli að sú niðurstaða hafi verið fyrirsjáanleg í því ljósi hvernig málið lá fyrir Hæstarétti. Hann segir að kröfu- gerð öryrkjans sem stefndi ríkinu hafi borið með sér að málið var höfðað til greiðslu á vangoldnum lífeyri. „Ef við snúum málinu við og hugsum hvort hægt hefði verið að höfða málið með öðrum hætti þá hefðu vaknað ýmsar spurningar um fyrninguna. En þær gera það vænt- anlega ekki eins og málið liggur fyr- ir. Þótt að talið sé að þessar kröfur séu fyrndar þá er frekar ósmekk- legt að tala um að mannréttindi séu fyrnd á fjórum árum eins og Ragn- ar Aðalsteinsson, lögmaður sóknar- aðila málsins, hefur haft á orði. Þessar kröfur eiga rót sína í því að reglugerð var talin andstæð al- mennum lögum. Þar með er slíkt tal tæplega viðeigandi og ekki hægt að tala um að þessar kröfur eigi rætur sínar í mannréttindabrotum ís- lenska ríkisins,“ segir Skúli. Hann segir að dómurinn sé fremur mikilvægur en merkilegur. „Dómurinn skýrir að einhverju marki þau óvissuatriði sem upp risu í kjölfar eldri dómsins. Það sem er merkilegt frá lagalegu sjón- armiði er að þarna er tekin afstaða til réttaráhrifa dóms sem kveður upp úr um að lög séu andstæð stjórnarskrá,“ segir Skúli. Lagadeild Háskóla Íslands mun fjalla um öryrkjadóminn á mál- þingi í Odda á mánudaginn næst- komandi. Þar munu Skúli og Eirík- ur Tómasson, forseti lagadeildar, fjalla um dóminn. rt@frettabladid.is Enn mannfall í Írak: Átök við shíta KARBALA, AP Þrír bandarískir her- menn og tveir íraskir lögreglu- menn féllu í átökum við höfuð- stöðvar shía-múslima í hinni helgu borg Karbala í fyrrinótt. Að minnsta kosti níu shítar féllu í átökunum og sjö lögreglumenn særðust. Shítarnir sátu fyrir her- og lög- reglumönnum sem voru við eftir- lit í Karbala og skutu á þá af hús- þökum. Rúmlega 100 bandarískir her- menn hafa fallið í átökum í Írak frá því Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir formlegum stríðslokum 1. maí síðastliðinn. ■ MIKIÐ EIGNATJÓN Fimm eru slasaðir og tugir bíla skemmdir eða ónýtir eftir fjöldaárekstur á E6-hrað- brautinni skammt utan við Ósló í gær. Fjöldaárekstur við Ósló í gær: 40 bíla árekstrur ÓSLÓ, AP Að minnsta kosti fimm slös- uðust, þar af þrír lífshættulega, í 40 bíla árekstri á E6-þjóðveginum, skammt norður af Ósló í gær. Fólks- bílar, flutningabílar, rútur og að minnsta kosti tveir sjúkrabílar voru í einni kös en þykk þoka var þegar slysið varð og ísing á veginum. Fyrstu bílarnir rákust saman upp úr klukkan níu í gærmorgun en síðan skullu þeir hver á fætur öðrum á hrúgunni. Um var að ræða nokkra árekstra á öllum akreinum hrað- brautarinnar. Hámarkshraði á hrað- brautinni er 100 kílómetrar á klukkustund. Þrátt fyrir afleitar að- stæður virðast ökumenn lítið hafa dregið úr hraðanum. Hraðbrautinni, sem liggur að Gardermoen-alþjóða- flugvellinum, var lokað í nokkrar klukkustundir. Viðbragðsástand var á nálægum sjúkrahúsum en því var létt skömmu síðar. ■ SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ Þar líta menn björtum augum á komandi vertíð eftir góða byrjun. HÆSTIRÉTTUR Skúli Magnússon dósent segir öryrkjadóm Hæstaréttar fremur vera mikilvægan en merkilegan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Þá er frek- ar ósmekklegt að tala um að mannrétt- indi séu fyrnd á fjórum árum. Höfn í Hornafirði: Ók á kind LÖGREGLAN Ekið var á kind í svarta þoku skammt fyrir utan Höfn aðfaranótt föstudags. Afleið- ingarnar voru þær að bíllinn lenti út af veginum þar sem hann fór nokkrar veltur. Ökumaðurinn skarst í andliti og var fluttur á heil- sugæslustöðina á Höfn. Að sögn lögreglunnar er það notkun bíl- beltis að þakka að ekki fór verr. Kindin lifði ekki af áreksturinn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.