Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 10
10 18. október 2003 LAUGARDAGUR
GLÍMT VIÐ KRÓKÓDÍL
Mikið hefur verið að gera hjá krókódíla-
vörðum í Queensland í Ástralíu undanfarn-
ar vikur. Sumarið nálgast á þessum slóð-
um og þá berst jafnan fjöldi tilkynninga
um krókódíla nálægt byggð, en þangað
halda þeir í leit að maka.
Fundur um orkumál
í Róm:
Um margt
gagnlegur
STJÓRNARFUNDUR „Það var talið
brýnt að setja sig inn í þau mál
sem þarna voru kynnt,“ sagði Al-
freð Þorsteinsson, formaður
stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur,
en fjórir stjórnarmenn hennar og
starfsmenn sóttu alþjóðlegan
fjögurra daga fund um framtíð
orkumála sem var haldinn í Róm.
„Fundurinn var gagnlegur. Þar
kom margt fram um framtíðar-
horfur í orkumálum heimsins og
hann var sérstaklega mikilvægur
varðandi þá samkeppni sem hér
verður þegar raforkulögum verð-
ur breytt og við þurfum að búa
okkur undir. Þarna voru menn frá
öllum stærri orkufyrirtækjum á
Íslandi enda stór viðburður og
margt gagnlegt sem fram kom.“
Nokkrir makar stjórnarmanna
fóru með í þessa ferð til Rómar en
Orkuveitan greiddi engan kostnað
vegna þess. ■
LÖGREGLAN Bandaríski lögreglu-
presturinn Dennis J. Hayes hefur
starfað að sálgæslu og ráðgjöf
fyrir lögregluna í New York í um
þrjá áratugi. Þegar árásirnar á
World Trade Center urðu var hann
einn af þeim sem sinnti lögreglu-
og slökkviliðsmönnum borgarinn-
ar. Hann segir að dagarnir í kjöl-
far árásarinnar hafi verið einkar
lærdómsríkir. Þar sýndu lögreglu-
menn að fórnfýsi og hugrekki eru
þeim eðilileg þegar ógn steðjar
að. Á meðan aðrir hlupu niður úr
brennandi byggingunum hlupu
lögreglumenn og slökkviliðsmenn
á móti straumnum, inn í hættuna -
til þess að hjálpa óbreyttum borg-
urum að komast í öruggt skjól.
Erfiðar aðstæður
Félag íslenskra rannsóknar-
lögreglumanna fékk Hayes í
heimsókn í nokkra daga og flutti
hann m.a. erindi á námstefnu fé-
lagsins sem haldin var í Munaðar-
nesi um síðustu helgi. Á nám-
stefnunni flutti Hayes erindi um
streitu og áföll með sérstakri
áherslu á það umhverfi sem lög-
regluþjónar búa við í daglegum
störfum sínum. Hayes segir að al-
varleg áföll, sem lögreglumenn
verða fyrir eða eru vitni af, geti
haft langvarandi áhrif á þá og
jafnvel geti þau valdið þeim ævi-
löngu tjóni. „Það sem lögreglu-
þjónar þurfa að glíma við í starfi
sínu eru hlutir sem venjulegt fólk
þarf aldrei að verða vitni að,“
segir Hayes, en blaðamaður
Fréttablaðsins hitti hann að máli
fyrir síðustu helgi.
Áföll skilja eftir sig sár
Á námstefnunni í Munaðarnesi
lagði Hayes áherslu á að útskýra
muninn á hefðbundinni streitu og
andlegu álagi sem verður vegna
áfalla. „Ég mun segja þeim, eins
og ég segi öllum hópum lögreglu-
manna sem ég hitti, að þeir þurfi
að taka að sér hluti og verða vitni
að hlutum sem enginn annar í
samfélaginu kærir sig um að sjá,“
segir Hayes. Hann segir að óhjá-
kvæmilega skilji erfið reynsla
lögreglumanna eftir sig sár og
stundum eigi lögregluþjónar
erfitt með að vinna sig út úr þeim
þar sem svo fáir aðrir hafi raun-
verulegan skilning á þeim aðstæð-
um sem lögreglan þurfi að takast
á við. Hayes er þeirrar skoðunar
að lögregluþjónar þurfi að hafa
einhverja andlega undirstöðu til
þess að geta glímt við þau sál-
rænu vandamál sem oft herja á þá
í kjölfar þeirra atburða sem þeir
glíma við í vinnunni. „Margar „af
hverju-spurningar“ eru erfiðar.
Af hverju eru börn misnotuð? Af
hverju beita makar hvort annað
ofbeldi? Af hverju varð 11. sept-
ember? Þetta eru spurningar sem
erfitt er að svara og til þess að
lögreglumenn geti náð sér and-
lega, og notið lífsins, þurfa þeir að
vera í tengslum við sjálfa sig, ann-
að fólk og hafa einhverja fótfestu
í lífinu.“
Heilindi, hugrekki og trú-
mennska
Hayes telur að lögregluþjónar
þurfi að byggja líf sitt og starf á
þremur meginstoðum til þess að
geta lifað hamingjusömu lífi.
Þetta eru heilindi, hugrekki og
trúmennska. Í starfi lögreglu-
þjóna reynir gjarnan á þessa
þætti og oft þurfa þeir að vera
hugaðir til þess að breyta rétt og
taka heiðarlega afstöðu til hluta,
bæði sem snúa að óbreyttum
borgurum og eins gagnvart félög-
um sínum í starfi. „Það er oft mun
auðveldara að gera það sem er
rangt. Við þurfum öll að horfast í
augu við það að stundum þarf
hugrekki til að breyta rétt. Þarna
tel ég að andleg fótfesta skipti
miklu,“ segir Hayes. „Við þurfum
að hafa skilning á því hvað það er
sem er „rétt“ og hvað sé „rangt.“
En það er ekki nóg því við þurfum
að geta breytt rétt jafnvel þótt
það sé óþægilegt,“ segir hann.
Einangrun algengt vanda-
mál
Náið bræðralag innan lögregl-
unnar verður oft vegna þess að
gjarnan líta lögregluþjónar svo á
að þeir geti ekki leitað út fyrir
hópinn eftir stuðningi þar sem
venjulegt fólk á erfitt með að gera
sér í hugarlund þau viðfangsefni
sem lögregluþjónar þurfa að taka
að sér. „Þess vegna einangra lög-
regluþjónar sig gjarnan og eiga
mjög erfitt með að treysta fólki
utan hópsins,“ segir Hayes. Lög-
reglumenn sem verða fyrir áföll-
um finna oftast ekki fyrir neinum
einkennum fyrr en eftir að áfallið
er yfirstaðið og þeir eru komnir í
rólegra umhverfi. „Þegar mikið
liggur við tekur þjálfunin völdin
hjá lögregluþjónum. Þjálfunin
gerir þeim kleift að bregðast á
réttan hátt við erfiðum aðstæð-
um,“ segir Hayes. Hann segir að
það sé hins vegar oft vanmetið
hversu mikil líkamleg áhrif ofur-
streituvaldandi aðstæður geti
haft. Hann segir að þegar fólk
kemst í hættu taki frumstæðasti
hluti heilans stjórnina, heilastofn-
inn. Öll kerfi líkamans verða fyrir
yfirflæði af adrenalíni og öðrum
hormónum og starfsemi líkamans
breytist. Hayes segir að líkamleg-
ar breytingar í kjölfar streitu-
valdandi aðstæðna geti varað í
sex vikur og ef líkaminn fær ekki
færi á því að endurnýjast hafi það
í för með sér mjög alvarlegar af-
leiðingar fyrir sálarlífið. For-
svarsmenn lögreglunnar hafa í
kjölfar ráðstefnunnar lagt áher-
slu á að sálgæsluþáttur innan lög-
reglunnar verði styrktur.
thkjart@frettabladid.is
Rafiðnaðarmenn!
Takið þátt í launakönnun
RSÍ á: www.rafis.is
Stöndum saman - Náum árangri
RAFIÐNAÐARSAMBAND
ÍSLANDS
WASHINGTON, AP Bush Bandaríkja-
forseti varð undir í öldungadeild
Bandaríkjaþings þegar þingmenn
felldu tillögu hans um að veita
Írökum 20 milljarða dollara að-
stoð vegna uppbyggingar í Írak.
Þingmenn samþykktu í staðinn 10
miljarða dollara aðstoð og 10 milj-
arða dollara lán. Repúblikanar
skipa fleiri sæti en demókratar í
öldungadeildinni en 51 þingmaður
samþykkti tillöguna, 47 voru á
móti.
Ríkisstjórn Bush er þó heimilt
að breyta tíu milljarða dollara lán-
inu í aðstoð að því gefnu að Frakk-
ar, Rússar, Sádi-Arabar og fleiri
afskrifi 90% af 90 til 127 milljarða
dollara skuldum Íraka sem stjórn
Saddams Husseins stofnaði til.
Forystumenn demókrata segja
niðurstöðuna mikið áfall fyrir
Bush en hann hafði lagt hart að
þingmönnum að samþykkja 20
milljarða dollara aðstoð. Bush
sagði Íraka svo skuldum vafna að
ekki væri á það bætandi.
Þingmenn repúblikana voru á
öndverðum meiði.
„Það er útilokað fyrir mig að
fara heim í hérað og útskýra fyrir
kjósendum hvernig við getum
gefið Írak 20 milljarða dollara,
þjóð sem situr á billjóna dollara
olíuauði,“ sagði Lindsey Graham,
fulltrúi repúblikana, og talaði þar
fyrir munn margra öldungar-
deildarþingmanna sem vilja að
hluta olíutekna Íraka verði varið
til endurgreiðslu lána. ■
ALFREÐ ÞORSTEINSSON
Sagði margt athyglisvert hafa komið fram
að alþjóðlegum fundi í Róm.
DENNIS HAEYS OG KRISTJÁN INGI KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR FÉLAGS RANNÓKNARLÖGREGLUMANNA
Lögreglumenn telja að þörf sé á því að sálgæsla og áfallaaðstoð verði bætt innan lögreglunnar.
Lögregluþjónar
þurfa andlega fótfestu
Bandaríski lögreglupresturinn Dennis J. Hayes kom til landsins í síðustu viku og ávarpaði
námstefnu á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Fréttablaðið hitti Hayes af
þessu tilefni og ræddi við hann um boðskap hans.
LAUT Í GRAS
Bush Bandaríkjaforseti beið lægri hlut þeg-
ar öldungadeild Bandaríkjaþings afgreiddi
tillögu hans um fjárhagsaðstoð vegna upp-
byggingar Íraks.
Öldungadeildin hafnar tillögu um fjárhagsaðstoð til uppbyggingar Íraks:
Felldi tillögu Bush með 4 atkvæðum
Ný fuglategund:
Elrigreipur
við Eyjafjöll
DÝRALÍF Lítill fugl af amerískri teg-
und, sem ekki hefir sést á Íslandi
áður, fannst undir Eyjafjöllum í síð-
ustu viku. Fuglinn heitir elrigreipur
en er oftast kallaður grípa. Þetta
kemur fram á hornafjordur.is
Björn Arnarson, fuglaáhuga-
maður á Höfn, segir við horna-
fjord.is að óvenju mikið hafi sést af
sjaldgæfum fuglum í haust. Einnig
óvenju margir fuglar sem heim-
sækja landið annað slagið
Grípan dregur nafn af því að
hann nærist eingöngu á flugum sem
hann grípur í loftinu. Aðrir nýir
fuglar sem komið hafa frá Ameríku
eru setrustoppa og álmkraki. ■