Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 18. október 2003 Christopher Paolini er nýorðinnnítján ára gamall og býr í af- skekktri sveit í Montana í Banda- ríkjunum. Hann er á leið með að verða vellauðugur á skrifum sín- um. Fimmtán ára gamall settist hann niður og fór að skrifa sögu um dreng, sverð, töfrastein og dreka. Foreldrar hans, sem eiga lítið útgáfufyrirtæki, sáu um að prenta bókina. Rithöfundurinn Carl Hiaasen veitti því athygli að 12 ára stjúpsonur sinn virtist heill- aður af bókinni og hafði samband við útgefanda sinn Alfred A. Knopf sem hafði samband við Pao- lini og bauð honum 500.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á bókinni og tveimur framhaldsbókum. Knopf er útgefandi Philips Pullmans sem Paolini hefur mikið dálæti á. Bók Paolinis nefnist Eragon og er nú í þriðja sæti á New York Times- barnabókalistanum. Bretar buðu í bókina á nýafstaðinni bókamessu í Frankfurt og líklegt er að fleiri lönd fylgi í kjölfarið. Kvikmynda- rétturinn að bókinni hefur þegar verið seldur fyrir stjarnfræðilega háa upphæð. Eragon á að verða þriggja binda verk. Paolini er nú að skrifa bók númer tvö en segist þegar vita í huganum hvernig verkið eigi að enda. Paolini hefur aldrei notið formlegrar menntunar. Móðir hans, sem er kennari, kenndi honum og systur hans heima. „Ég hefði aldrei skrifað Eragon ef ég hefði farið í ríkis- skóla,“ segir Paolini, sem segir að einangrun og skortur á nánum vinum hafi eflt ímyndunarafl hans. Velgengni Eragon hefur valdið því að Paolini hefur látið af hugmyndum um frekara nám og hyggst einbeita sér að skrifum. ■ Gríðarleg fjölmiðlaumfjöllunvarð þegar poppstjarnan Bertrand Cantat var handtekinn fyrir morð á sambýliskonu sinni, frönsku leikkonunni Marie Trin- tignant. Nú eru risnar miklar deilur í Frakklandi vegna bókar sem móðir Marie, Nadine, hefur skrifað um síðustu daga dóttur sinnar. Bertrand situr í fangelsi og verjandi hans fór fram á að bókin yrði tekin af markaði þar sem hún væri líkleg til að hafa áhrif á réttarhöldin. Þeirri kröfu hans var neitað. Í bókinni kallar Nadine Bertrand hvað eftir ann- að morðingja en hann hefur sagt að dauði Marie hafi verið hörmu- legt slys. Nadine segist ekki sjá eftir neinu sem hún segir í bók- inni. „Hvernig get ég annað en hatað?“ spyr hún. Bókin er afar tilfinningarík, eins og við er að búast. Hún er skrifuð sem bréf til Marie, fjög- urra barna móður, sem var að leika aðalhlutverkið í sjónvarps- mynd um rithöfundinn Colette í Vilnius þegar hún lést. Nadine leikstýrði dóttur sinni í mynd- inni. Á einum stað í bókinni segir Nadine: „Ég endurlifi síðustu klukkustund þína. Þú hafðir tíma til að vera hrædd. Hrædd við að deyja. Þú hlýtur að hafa reynt að flýja. En hann var stór og sterk- ur, morðingi þinn.“ Í bókinni ásakar Nadine sig fyrir að vera háð svefntöflum en hún dvaldi á sama hóteli og Marie og tók tvö- faldan skammt af svefntöflum kvöldið sem Marie lést. „Elsku litla dóttir mín. Fyrirgefðu mér,“ skrifar hún. „Klukkan var eitt að nóttu og ég var sofandi. Kannski kallaðirðu „mamma“ særðri röddu. Af hverju fann ég ekki að þú þarfnaðist mín?“ Bertrand hefur haldið því fram að Marie hafi fallið og rek- ið sig í eftir rifrildi þeirra á milli en krufning leiddi í ljós að hún hafði orðið fyrir gríðarlegum höfuðhöggum. Marie lá í dái í nokkrar klukkustundir áður en hún var flutt á spítala. Bertrand hringdi ekki á sjúkrabíl og heldur því fram að hann hafi talið að Marie væri sofandi. Það var bróð- ir Marie sem kom að og sá að ástand systur sinnar var alvar- legt. Marie lést á sjúkahúsi fimm dögum síðar. Nadine segir að eftir á að hyggja hefði átt að vera ljóst að samband Marie og Bertrands yrði ekki til gæfu. Bertrand yfir- gaf eiginkonu sína, Christinu, skömmu eftir að hún fæddi ann- að barn þeirra, til að vera með Marie. Nadine segir Bertrand hafa verið sjúklega afbrýðisam- an vegna ástar Marie á sonum sínum fjórum og vináttu hennar við barnsfeður sína þrjá. Nú er unnið að klippingu sjón- varpsmyndarinnar um Colette. Á einum stað í myndinni hrópar Marie í hlutverki Colette: „Ég vil lifa, ég vil lifa... Ég var sköpuð til að vera hamingjusöm“. „Það er ekki auðvelt að hlusta á þessi orð,“ segir Nadine. ■ Ég hef ávallt verið mikill lestr-arhestur og hef mikla ánægju af góðum bókum,“ segir Dagný Jónsdóttir, alþingismaður og les- andi vikunnar, aðspurð um uppá- haldsbækurnar sínar. „Fyrst upp í hugann kemur uppáhaldsrithöf- undurinn Knut Hamsun og þá sér- staklega bók hans Gróður jarðar. Næstur kemur höfundurinn Gest- ur Pálsson og mjög svo raunsæis- legar sögur hans, þær segja hlutina hreint út og án m á l a l e n g - inga. Það er að mínu skapi. Bókin Sælir eru einfaldir eft- ir Gunnar Gunnarsson skildi mikið eftir og þá sér- staklega skilning á lífi og tog- streitu fólks. Einkenni okkar Íslendinga er áhugi okkar á ævisögum. Ég deili þeim áhuga og hef verið að lesa í gegnum bækur Guðjóns Friðriks- sonar um Einar Benediktsson. Það tók mig nokkurn tíma að lesa þær, sér í lagi annað bindið en maður kynnist týpunni vel. Ég las á sín- um tíma ævisögu Einars sem Jónas frá Hriflu skrifaði og hún var alveg stórkostleg og lýsti per- sónunni náið. Nú er á náttborðinu ævisaga Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón. Mér fannst spennandi að glugga í hana, sér í lagi eftir lýsingar á Jóni í bókunum um Einar. Léttmeti er nauðsynlegt með og eftir að hafa verið að lesa skýrslur á daginn og tölulegar staðreyndir er ljúft að hvíla sig og slaka á með léttri bók. Ég var að enda við bókina Fast Friends eftir Jill Mansell. Dálítið svartur húmor um fína og fræga fólkið og hvað það á erfitt með að finna og höndla hamingjuna. Hef lúmskt gaman af henni. Að lokum vil ég nefna barna- bókaseríuna Sitji guðs englar eft- ir Guðrúnu Helgadóttur, en þær bækur eiga jafnt erindi við full- orðið fólk sem og börn, sér í lagi nauðsynlegar ef maður þarf á andlegri upplyftingu að halda.“ ■ DAGNÝ JÓNSDÓTTIR „Léttmeti er nauðsynlegt með og eftir að hafa verið að lesa skýrslur á daginn og tölulegar staðreyndir er ljúft að hvíla sig og slaka á með léttri bók.“ CHRISTOPHER PAOLINI Ævintýrabók hans Eragon er að gera hann ríkan og frægan. Hann hyggst einbeita sér að skrifum. Unglingur slær í gegn Hamsun í uppáhaldi MARIE TRINTIGNANT Móðir hennar hefur skrifað umdeilda bók um síðustu daga dóttur sinnar. Kveðja móður veldur titringi Einkenni okkar Íslendinga er áhugi okkar á ævisögum. Ég deili þeim áhuga og hef verið að lesa í gegnum bækur Guð- jóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson. Það tók mig nokkurn tíma að lesa þær, sér í lagi annað bindið, en maður kynnist týpunni vel. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.