Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. október 2003 23 opi›: laugardag 10-16 og sunnudag 13-16 STÆRRI OG GLÆSILEGRI VERSLUN VI‹ BJÓ‹UM N†JAR VÖRUR OG ENN MEIRA ÚRVAL Í STÆRRI OG GLÆSILEGRI HÚSAKYNNUM. N†TT Á BO‹STÓLUM HJÁ OKKUR ERU FRÁBÆRAR MOTTUR, LJÓS, BA‹- OG ELDHÚSVÖRUR. B O R ‹ S T O F A B A ‹ E L D H Ú S L J Ó S B Ö R N B O R ‹ S T O F A S T O F A N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 0 4 8 2 • s ia .i s hverju einasta atriði. Seinni helmingurinn er líkari fyrri myndunum mínum, samtölin verða beittari en framvindan ruglingslegri.“ Tarantino segist hæstánægður og stoltur af árangrinum enda haldinn fullkomnunaráráttu og segist ekki skila neinu af sér nema hann sé fullsáttur. Hann er líka fyrst og fremst að gera myndirnar fyrir sjálfan sig og lít- ur á það sem bónus ef áhorfendur heillast með. Fyrir honum er þetta allt fyrst og fremst saklaus skemmtun. „Ofbeldismyndir breyta börn- um ekki í ofbeldisseggi. Þær gætu aftur á móti gert þau að of- beldisfullum kvikmyndagerðar- mönnum en það er allt önnur saga.“ thorarinn@frettabladid.is QUENTIN TARANTINO Hefur látið blóðþyrsta aðdáendur sína bíða í sex ár eftir nýrri bíómynd en geysist nú fram á sjónarsviðið með Kill Bill Vol. 1. Myndin átti að vera fljótgerð og stutt en þegar upp var staðið sat leikstjórinn uppi með þriggja og hálfrar klukkustundar ofbeldisveislu sem ákveðið var að skipta í tvennt. LUCY LIU Ling úr Ally McBeal-þáttunum er að verða ein helsta hasargella kvikmyndanna. Hún skiptir út þröngum latexgallanum sem hún spókaði sig í í Charlie’s Angels fyrir jap- anska múnderingu í Kill Bill. Þar leikur hún hina skæðu O-Ren Ishii, sem er ofarlega á dauðalista Brúðarinnar. Huldar Breiðfjörð fylgdist með tökum á Kill Bill í Kína: Rosknir karlar í karate Þegar ég kom að Kínamúrnumog fór inn í Peking hringdi Heba Þórisdóttir, frænka Þóris Snæs hjá ZikZak, í mig og bauð mér að koma og sjá settið en hún sá um förðun í myndinni og hafði nóg að gera við að maka öllu blóð- inu á leikarana,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur, sem var á ferð um Kína á sama tíma og Quentin Tarantino var þar í landi við tökur á Kill Bill. „Það var allt að gerast þegar ég kom á staðinn en Tarantino var að taka upp í ótrúlega flottu, sögulegu kung fu-setti. Þetta er heilt þorp inni í Peking þar sem mér skilst að um helmingur kung fu-kvik- myndasögunnar hafi verið tekinn upp,“ segir Huldar og bætir við að hann viti ekki betur en atriði í Crouching Tiger, Hidden Dragon hafi verið filmuð í þorpinu. „Tarantino sjálfur var í bana- stuði þegar ég kom og var að láta svartan risa berjast við David Carradine. Hann var þarna með alla helstu kóreógrafera kung fu- sögunnar í kringum sig, menn sem útfærðu bardagana í Matrix- myndunum, Crouching Tiger, Hidden Dragon og fleirum. Tar- antino var með dýnu við hliðina á myndavélinni, sat og horfði á þá slást og valdi svo einhver atriði. Ég sat nú bara feiminn úti í horni og horfði á en það var gaman að fylgj- ast með honum. Hann var alveg hyper eins og krakki í dótabúð með alla þessa kung fu-töffara, sem báru ótakmarkaða virðingu fyrir honum, í kringum sig. Þarna voru til dæmis sjötugir karlar sem höfðu unnið með Bruce Lee. Mér skilst að hann hafi viljað taka upp í þessu setti til að ná í þessa stemn- ingu og geta raðað þessum köllum í kringum sig. Mér fannst flottast að sjá Carradine, svona roskinn mann í öllu þessu karate. Það var svolítið sérstakt við þessa kappa að þeir litu allir út eins og tennis- leikarar; í hvítum fötum, með sól- skyggni og gleraugu.“ ■ HULDAR BREIÐFJÖRÐ Fékk tækifæri til þess að fylgjast með Tar- antino að störfum í Peking og hafði gam- an af, enda leikstjórinn í banastuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.