Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 12
Helgin 11. til 12. október fór aðmestu leyti í vangaveltur um
það hvort 3:0 tap íslenska land-
sliðsins fyrir Þjóðverjum væri í
raun og veru sigur eða ósigur.
Samkomulag varð um að líta á
úrslitin sem stórsigur og ávísun á
afrek sem bíða betri tíma.
Edduverðlaun voru afhent í beinni
útsendingu í sjónvarpi með mikilli
viðhöfn, og vakti það athygli að
íslenskar leikkonur eru ekki síður
brjóstgóðar en amerískar stallsystur
þeirra. Verkamenn við Kárahnjúka
voru þó ekki berbrjósta við að fagna
félagsmálaráðherra sem heimsótti
þá upp á fjöllin, höfðu nýverið fengið
skó á fæturna frá Impregilo, og jafn-
vel yfirhafnir og vonast til að fá
vettlinga í jólagjöf frá fyrirtækinu.
Landstjóri Kanada, frú Adrienne
Clarkson, kom í heimsókn til Íslands
og fékk svið að borða og skálaði í
broddi með og var síðan ekið ókeyp-
is um götur Reykjavíkur í strætis-
vagni. Frúin sagði við brottförina að
þessi heimsókn mundi seint líða sér
úr minni.
Danir gera um þessar mundir
mikið stáss með að Íslendingurinn
Ólafur Elíasson skuli sýna í Tate-
safninu í Lundúnum, en danskir list-
fræðingar telja að hann sé sonur
danska myndhöggvarans Bertels
Thorvaldsens. Danski krónprinsinn
var viðstaddur opnun á sýningu
Ólafs og bað hann sverja sér og
móður sinni hollustueiða í leiðinni,
en safnvörðum tókst þó að stöðva
prinsinn áður en honum tókst að
sannfæra íslensku forsetafrúna um
að hún væri lögleg eign dönsku krú-
nunnar og sýndi henni ljósmynd af
skjaldarmerki ættar sinnar yfir
dyrum Alþingishússins máli sínu til
sönnunar.
Miðvikudaginn 15. október gaf
sig í ljós Englendingur sem sagðist
vilja kaupa Norðurljós fyrir millj-
arð, sem er mun hærra verð en
Einar Ben. fékk á sínum tíma, en Jón
Ólafsson mun hafa boðið manninum
hlutabréf í sólarlaginu í kaupbæti.
Fimmtudaginn 16. október birtist
opinberlega bréf sem útvarpsstjóri
hafði skrifað deildarstjórum sínum
þar sem hann trúir þeim fyrir
áhyggjum sínum af því að tilteknir
þáttagerðarmenn á RUV þjáist af
„krónískum pirringi út í bandarísk
stjörnvöld eða antípatí á Banda-
ríkjunum“ og harmar útvarpsstjóri
að sjá ekki á göngum útvarpshússins
„þá glerhörðu hægrimenn sem
þyrfti til mótvægis“. Enda situr
prófessor Hannes Hólmsteinn
löngum við skriftir í einrúmi um
þessar mundir eins og kunnugt er og
hefur ekki tíma til að reika um
ganga útvarpshússins og kenna
starfsmönnum hlutlaus vinnubrögð.
Heimtufrekja verkamanna við
Kárahnjúka er orðin svo mikil að
þeir eru farnir að hóta verkfalli út af
því að hafa ekki fengið útborgað.
Verkamennirnir eru í fríu fæði og
húsnæði við að breyta Kárahnjúkum
í nektarnýlendu, en heimta einnig
peninga fyrir að skemmta sér þarna
í náttúrufegurðinni við að ofbjóða
almennu velsæmi. ■
Fyrir tæpum áratug auglýstiAtvinnumiðlun námsmanna
eftir stúdent sem gæti hugsað sér
að takast á hendur vélritu-
narverkefni fyrir einstakling.
Frekari lýsing fylgdi ekki. Á
daginn kom að
verkefnið fólst í að
setja saman barn-
abók úr per-
sónusafni og
söguþræði sem
lesinn hafði verið
upp á segulbönd á
hlaupum, á ferð í
bíl, úti í garði og raunar hvar sem
höfundurinn fékk því við komið.
Bókin fékk nafnið Latibær.
Höfundurinn vitanlega Magnús
Scheving.
Magnús hefur á þeim áratug
sem liðinn er lyft grettistaki við að
þroska og þróa hugarfóstur sitt.
Latibær er ekki aðeins til á bók hel-
dur á leiksviði, á spilaborði og nú
síðast einhverju umfangsmesta
sjónvarpsþáttaverkefni sem
Íslendingar hafa komið að. Latibær
verður Lazy town í bandarísku bar-
nasjónvarpi.
Latabæjargönguleiðir
Ekki er síður ástæða til að
óska Magnúsi og Latabæ til ham-
ingju með orkuátakið sem nýver-
ið var hleypt af stokkunum. Með
snjallri hugmynd, orkubókhaldi
barna, hefur verið lagður grun-
nur að breyttu hugarfari yngstu
kynslóðarinnar. Hvarvetna vitna
foreldrar um að börnin taki þátt í
verkefninu af lífi og sál.
Gulrætur eru komnar í stað gos-
drykkja.
Á nýafstaðinni fer-
ðamálaráðstefnu ferðamálaráðs
fleytti Ingibjörg Pálmadóttir
eigandi Hótel 101 þeirri
stórskemmtilegu hugmynd að
þróa mætti letiferðir til
Reykjavíkur. Hún lagði til að
Latibær myndi rísa í Reykjavík.
Enginn staður er líklega betri en
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.
Með Latabæ væri
Laugardalurinn enn styrktur í
sessi sem miðpunktur heilsuræk-
tar og heilsutengdrar fer-
ðaþjónustu í borginni. Nýta mætti
umhverfið með Latabæjargöngu-
leiða- og hjólakortum,
þrautabrautum eða öðrum útivis-
tarmöguleikum. Ekki er fráleitt
að halda íþróttabókhald fyrir
börnin þar sem límmiðar eða
önnur verðlaun fengjust fyrir
sundferðir, skautahlaup eða
Esjugöngur.
Letiferðir eiga án efa framtíð.
Og ekki síður fyrir úttaugaða vin-
nusjúklinga sem þrá hvíld frá
amstri dagana en barnafjölskyl-
dur í heilsubótarferð. Íslensku
athafnafólki virðast vera allir
vegir færir þessi misserin.
Letiferðir til Reykjavíkur verða
ef til vill langþráður valkostur
við hinar víðfrægu sóðaferðir. ■
12 18. október 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Síðasta bók Margrétar Thatchervar einhvers konar safn af ný-
legum hugleiðingum hennar um
ástand heimsmála. Ég las ritdóm
um þessa bók í hægrisinnuðu ensku
blaði og hliðhollu
Thatcher en sá sem
þar skrifaði kvað
bókina hafa vakið
furðu sína. Hann
hélt því fram að
sjónarmið Thatcher
nú á efri árum væru
ekki fyrst og fremst
sjónarmið frjáls-
hyggjumanneskju
og þaðan af síður
frjálslyndrar mann-
eskju, heldur væru
þau umfram allt
þjóðernissinnuð. Og
allra skrýtnast að sú
þjóðernisstefna sem
gegnsýrði nú við-
horf Thatchers var
ekki ensk. Ekki heldur bresk. Ekki
einu sinni evrópsk.
Heldur bandarísk.
Honum fannst sem sagt að
Thatcher væri orðin amerískur
þjóðernissinni. Allt gekk út á að
verja stefnu Bandaríkjanna í hverju
máli, bera blak af þeim, lofa þau og
prísa, verja hvaðeina sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Að vísu ekki Bandaríki Clintons,
heldur bara Bandaríki þeirra Bush-
feðga og Reagans.
Brjóstmynd af Cheney
Og þessum hægrisinnaða rit-
dómara þótti nokkuð lítið leggjast
fyrir Thatcher sem á sínum tíma
hefði aukið Bretum þrótt og þor, að
vísu með náinni samvinnu við
Bandaríkin en þó alls ekki sem
undirlægja þeirra. Það varð honum
síðan tilefni vangaveltna um sér-
kennilega tilhneigingu hægri-
manna í Evrópu til að binda trúss
sitt svo rækilega við ameríska
últra-hægrimenn að þeir voru farn-
ir að virka kaþólskari en páfinn.
Þeir virtust telja að þeirra
hægrisinnuðu pólitík yrði bókstaf-
lega að fylgja meðlimaskírteini í
aðdáendaklúbbi Rumsfelds, brjóst-
mynd af Cheney uppi á hillu, lof-
ræður um mikilfenglega forystu-
hæfileika Georgs W. og óblandin
aðdáun á djúpum skilningi Ric-
hards Perle á heimsmálunum. Ef
þetta væri ekki allt á hreinu, þá
lægju þeir undir grun (aðallega
hvers annars, líklega) um að vera
stórhættulegir kommúnistar.
Væru að minnsta kosti ekki nógu
traustir og tryggir, trúir og dyggir.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar
ég las þann tölvupóst sem Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri sendi
deildarstjórum sínum um daginn og
deildi á umsjónarmenn Spegilsins
fyrir vinstrimennsku.
Vinstrivilla! Vinstrivilla!
Þetta var býsna dularfullur
tölvupóstur.
Markús mun skáka í því skjól-
inu að honum sé auðvitað heimilt
að hafa skoðun á því efni sem flutt
er í útvarpinu og lýsa henni í bréf-
um til undirmanna sinna. Það er
út af fyrir sig olræt. En óneitan-
lega er skrýtið að yfirmaður í rík-
isapparati skuli finna sig knúinn
til að agnúast sérstaklega út í
þann þátt sem einna best sinnir
hlutverki sínu – að vera spegill
samtímans, innanlands sem utan.
Og það fyrsta sem Markús hugsi
þegar hann heyrir umfjöllun
Spegilsmanna sé ekki: „Jæja?
Þetta hafði mér ekki dottið í hug -
gaman að fá nýtt sjónarhorn á
málin,“ eða þá: „Nei, þetta getur
nú varla verið alveg rétt,“ ef hann
er ekki sammála eða telur sig vita
betur – heldur hugsi hann strax:
„Vinstrivilla! Vinstrivilla! Komm-
únistar! Kommúnistar! Við verð-
um að fá glerharða hægrimenn
hið bráðasta til að svara!“
Hann virðist ekki geta sætt sig
við að umfjöllun Spegilsins sé fag-
leg (sem þýðir ekki að hann þurfi
að vera sammála hverju einasta
orði) heldur hljóti hún að vera
meðvitaður áróður vinstri manna.
Allt sem sagt er og gert hlýtur að
vera partur af hinu óaflátanlega
stríði hægri og vinstri manna!
En þau tvö dæmi sem Markús
tók í tölvubréfinu sínu, þau voru
skrýtin. Það fyrra var virkilega
fyndið. Sá stórhættulegi kommún-
isti Hjálmar Sveinsson lét þess
víst getið að ríkisstjórn Íslands
hefði ekki sent mann að taka á
móti Halldóri Laxness þegar hann
fékk Nóbelsverðlaunin – árið
1955! Með tilliti til þess að þá voru
sömu flokkar í ríkisstjórn og
núna, þá segir sig sjálft að þarna
er á ferð lymskulegur áróður
vinstrimanna um hina tímalausu
vonsku hægrimanna! Verður ekki
að þagga niður í Hjálmari fyrir
þessa lúmsku árás?
Markús Örn á vaktinni
Hitt dæmið snerist svo um
andstöðu Spegilsmanna við
Bandaríkin. Af því þar voga
menn sér að flytja öðru hverju
pistla sem Rumsfeld yrði ekki
kátur með. Og útvarpsstjóri á Ís-
landi eyðir tíma og orku í að pæla
í hvort einhvers staðar vottar
fyrir fjandskap við Bandaríkin!
Það hefur svo sannarlega ekki
skort að öll sjónarmið Banda-
ríkjamanna hafi fengið að heyr-
ast hátt og skýrt í Ríkisútvarpinu
að undanförnu en ef einhvers
staðar heyrist rödd sem andæfir
þó ekki sé nema örlítið, þá er
Markús Örn strax kominn á vakt-
ina! Eins og Thatcher. ■
■ Bréf til blaðsins
Nektarnýlenda við Kárahnjúka
■
Það hefur svo
sannarlega ekki
skort að öll
sjónarmið
Bandaríkja-
manna hafi
fengið að heyr-
ast hátt og
skýrt í Ríkisút-
varpinu að
undanförnu en
ef einhvers
staðar heyrist
rödd sem and-
æfir þó ekki sé
nema örlítið, þá
er Markús Örn
strax kominn á
vaktina! Eins og
Thatcher.
Eitt eilífðarsmáblóm
ÞRÁINN BERTELSSON
■ rifjar upp minnisverð tíðindi vikunnar
ILLUGI
JÖKULSSON
■
skrifar um tölvu-
póst útvarpsstjóra
RÚV til starfs-
manna sinna.
Um daginnog veginn
Til varnar
Bandaríkjunum
Nafnleynd
og tjónaðir
bílar
Kristinn Snæland skrifar:
Að geta sett nafnleynd áskráningarnúmer bifreiða
er oft skynsamlegt og jafnvel
nauðsynlegt. Slíkt er þó hægt að
misnota. Það rifjast upp þegar
tryggingafélög býsnast yfir bíl-
um sem eru í umferð og illa hef-
ur verið gert við og þá þannig að
eigandinn hefur ekki hugmynd
um að bíll hans sé tjónabíll og
jafnvel hættulegur.
Árið 1999 hugðist ég kaupa
bíl, fann einn álitlegan á bílasölu
og vildi fá eigendaferil áður en
af kaupum yrði. Eigendaferill-
inn fékkst og kom í ljós að einn
fyrri eigenda var með nafn-
leynd.
Við nánari skoðun varð þetta
grunsamlegt enda hafði þessi
með launungina aðeins átt bílinn
í skamman tíma og næsti eig-
andi í nokkuð marga mánuði
númeralausan áður en hann
setti hann á skrá.
Eftir símtal við fyrsta eig-
anda kom í ljós að bíllinn var illa
farinn tjónabíll og VÍS hafði sett
leynd á númerið þann tíma sem
tryggingafélagð átti bílinn. Með
öðrum orðum óbeint leynt því að
bíllinn væri hugsanlega tjóna-
bíll.
Fulltrúi VÍS tjáði mér við fyr-
irspurn að tjónaskýrsla væri
ekki við höndina. Nokkrum dög-
um síðar fékkst svo tjónaskýrsl-
an hjá félaginu með lýsingu á
tjóninu. Sú lýsing staðfesti að
undirritaður hafði gert rétt þeg-
ar hann hætti við kaupin á þess-
ari bifreið nokkrum dögum
áður.
Þessi vinnubrögð VÍS, að
leyna eignarhaldi sínu á tjóna-
bíl, eru ekki í anda þeirrar vand-
lætingar tryggingafélaganna á
illa viðgerðum tjónabílum í um-
ferðinni sem fram kom í frétt-
um fjölmiðla fyrir skömmu. ■
■
Letiferðir til
Reykjavíkur
verða ef til vill
langþráður
valkostur við
hinar víðfrægu
sóðaferðir.
ÚR FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
Á nýafstaðinni ferðamálaráðstefnu var lagt til að Latibær rísi í Reykjavík. Enginn staður er
líklega betri en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.
Skoðundagsins
DAGUR B.
EGGERTSSON
■
skrifar um Latabæ
og ferðamennsku.
Eru letiferðir
framtíðin?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI