Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 41
                  !"        !# $% !&  '$(%    !  )     *       &%    + , - !.(.  !  /// 01     '        LAUGARDAGUR 18. október 2003 JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON É g er farinn að fara svolítið íbíó upp á síðkastið og langar til að sjá mynd Hasse Alfredson í Kvikmyndasafni Íslands.“ Af tónleikum nefnir séra Jakob Diddú og Valgeir í Salnum. „Þau eru bæði frábærir tónlistarmenn og það er alveg í takt við Diddú að vera ekki með neina stjörnustæla og geta farið í gömlu röddina. Voces Thules eru líka með tónlei- ka í Borgarleikhúsinu. Í leikhúsinu hér er svo mikið að gerast að maður þyrfti að hætta að vinna til að fylgjast með því öllu. Ég er ekki enn búinn að sjá Vesluna, en þarf endilega að gera það. Svo sá ég kynningar á Tenornum og heyrði í Guðmundi, sem hefur örugglega rödd til þess að gera þetta sannfærandi. Síðan er Airwaves. Ég verð nú að viðurkenna að þar er ekki mikið af tónlist sem höfðar til mín, ég er orðinn svo gamaldags, sem mér þykir eiginlega dapurlegt. Svo er fullt af fínum myndlis- tarsýningum og varla hægt að taka neitt út úr þar. En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á byggin- garlist og þarf að fara í Hafnarhúsið.“  Val Jakobs Þetta lístmér á! SÝNINGARSALUR FER Í FERÐALAG Ásmundarsalur er eitt þekktasta og glæsilegasta sýningarrými landsins en býr þó líkt og önnur listhús við ákveðna einangrun. Á sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin, sem opnuð verður þar í dag, fer salurinn í ferðalag og er kynntur fyrir landi og þjóð. Einnig er gestum boðið að taka þátt í samfélagslegu gæsaspili, að setja sig í fótspor gæsarinnar sem kynnist ýmsum hættum en líka happaköstum á lífsferð sinni. ÁHUGAVERÐUR MISSKILNINGUR Í gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, stendur yfir sýning Margrétar Jónsdóttur listmálara. Sýninguna nefnir hún Misskilningur er svo áhugaverður! Margrét segir verk sín vera mjög persónuleg og og ná undir yfir- borðið. Gallerí Skuggi er opið 13-17 alla daga nema mánudaga. HVERSDAGS Í HERSTÖÐINNI Á sýningu Spessa og sænska myndlistarmannsins Eriks Pauser, sem opnuð verður í Ný- listasafninu við Vatnsstíg í dag, verður sýnd óvenjuleg heimildarmynd sem listamennirnir tóku upp í herstöðinni í Keflavík snemma í haust. Brugðið er upp mynd af hversdagslífinu á herstöðinni, hlið sem fæstir utan herstöðvarinnar hafa kynnst.  María Pétursdóttir, Helga Þórsdótt- ir, Helga Óskarsdóttir og Marta Val- geirsdóttir eru með sýningu í Slunka- ríki á Ísafirði.  Sýning á málverkum eftir Björn Birn- ir stendur yfir í Húsi málaranna við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Myndirnar eru unnar með akrýllitum á striga og pappír og eru flestar gerðar á sl. 10 árum. Sýn- ingunni lýkur á morgun.  Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sigurbergsson eru með sýninguna „Alcofountain“ í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, sem er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 -18 og stendur sýningin til og með 26. október.  Sýningin „Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár“ stendur yfir í Þjóð- arbókhlöðunni í Reykjavík. Menningar- borgarsjóður styrkir sýninguna, sem stendur til 23. nóvember.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður er með sýninguna „Af því bara er ekkert svar“ á Kaffi Karólínu, Akur- eyri. Sýningin stendur til 7. nóvember.  Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi stendur yfir sýning helguð listaverkum á almannafæri, þar sem athyglinni er einkum beint að verkum Sigurjóns Ólafssonar . Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.