Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 42
42 18. október 2003 LAUGARDAGUR Miðaldir og nútíminn mætast átónleikum í Borgarleikhús- inu í dag. Hafdís Bjarnadóttir, rafgítar- leikari og tónsmiður, verður full- trúi nútímans. Hún flytur eigin tónlist ásamt hljómsveit sinni og sönghópnum Voces Thules. „Ég veit ekki hvort þetta er beinlínis jazz,“ segir Hafdís um tónlist sína. „Ég hef verið í ýmsu. Þetta er einhvers konar hræri- grautur af jazz og einhverju fleiru sem ég kann ekki alveg að skil- greina.“ Með einu laginu, sem heitir Landslag, hefur Hafdís fengið landslagsarkitekta frá teiknistof- unni Landslagi til þess að taka þátt í gjörningi. „Við ætlum að búa til smá landslagsstemmningu í þessu lagi. Það kemur í ljós hvað það verður,“ segir Hafdís og vill ekk- ert láta uppi. Sjálf leikur hún eitt laga sinna ein á rafgítarinn. Hin lögin henn- ar syngja Voces Thules, sem að þessu sinni eru skipaðar þeim Eggert Pálssyni baritón, Guð- laugi Viktorssyni tenór, Rúnari Óskarssyni tenór og Sigurði Hall- dórssyni kontratenór. „Ég hef starfað með tveimur þeirra áður. Þeir sungu inn á geisladiskinn, Nú, sem kom út fyrir ári með tónlist eftir mig.“ Sönghópurinn Voces Thules flytur hins vegar einn síns liðs á tónleikunum fimm hundruð ára gamla tónlist eftir Parísarskáldið Clement Janequin, sem hafði jarðvist á árunum 1485 til 1558. „Þetta er hermitónlist eins og þá tíðkaðist töluvert að semja, lýsingar á fuglahljóðum og eitt verkið er beinlínis lýsing á stríði,“ segir Sigurður Halldórs- son. Verkin eftir Jannequin heita nöfnum á borð við Lævirkinn og Söngur fuglanna. Í verkinu Guerra lýsir hann svo í tónum orrustunni um Marignano, sem fram fór árið 1515. Hafdís er síðan að halda í tón- leikaferð til Bretlands í næstu viku ásamt hljómsveit sinni. Ástæðan er sú að geisladiskurinn Nú, sem kom út hér á landi í fyrra, er að koma út í Bretlandi á vegum tónlistarútgáfunnar Harmonia Mundi. ■ ■ TÓNLEIKAR Miðaldasöngur og nútímadjass■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa- bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regn- boginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg- arbíó, Akureyri, s. 462 3500 ✓ 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði, sænsku kvik- myndina Den enfaldige mördaren eftir Hans Alfredson. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.15 Tónlistarsyrpan 15.15 hefur göngu sína á ný á Nýja sviði Borgar- leikhússins með tónleikum Hafdísar Bjarnadóttur rafgítarleikara og söng- hópsins Voces Thules. Flutt verður ný raddatónlist eftir Hafdísi og 500 ára gamalt verk eftir Parísarskáldið Clement Janequin.  16.30 Tómas R. Einarsson bassa- leikara og félagar hans verða með út- gáfutónleika í Safnahúsinu á Húsavík í tilefni þess að fyrir skemmstu kom út með þeim geisladiskurinn Havana með íslensk/kúbönskum latíndjass. ✓ 21.00 Diddú og Valgeir Guðjóns- son halda útgáfutónleika í Salnum, tón- listarhúsi Kópavogs. Um er að ræða frumflutning á nýrri tónlist eftir Valgeir Guðjónsson við ljóð Jóhannesar úr Kötl- um, en splunkunýr hljómdiskur með þessu efni er væntanlegur í plötuversl- anir undir lok mánaðarins. Auk Sigrúnar og Valgeirs stíga á svið þeir Jón Ólafs- son, píanó, Guðmudur Pétursson, gítar, Jón Rafnsson, kontrabassi, Sigurður Flosason, saxófónn og bassaklarínett, og Jóhann Hjörleifsson, slagverk.  21.30 Tómas R. Einarsson bassa- leikari og félagar hans verða með út- gáfutónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í tilefni þess að fyrir skemmstu kom út með þeim geisladiskurinn Havana með íslensk/kúbönskum latíndjass. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í Borgarleikhúsinu  16.00 Ilmur Stefánsdóttir opnar sýninguna Á réttri leið í 02 Gallerí í Am- oro-húsinu á Akureyri. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin þriðjudaga til föstudaga 14-18 og á laugardögum 12- 16.  20.00 Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson verður sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. ✓ 20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  20.00 Farsinn Allir á svið á stóra sviði Þjóðleikhússins. ✓ 20.00 Tenórinn, nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, verður sýnt í Iðnó.  20.00 100 prósent hitt með Helgu Braga í Ými við Skógarhlíð. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Jens Kristleifsson heldur sýningu á teikningum og trédýrum í nýj- um sýningarsal í Langagerði 88, Reykja- vík.  14.00 Margrét Jónsdóttir listmálari opnar einkasýningu í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, og kallast sýningin Mis- skilningur er svo áhugaverður!  14.00 Guðný Þórunn Kristmanns- dóttir opnar myndlistarsýningu í Komp- unni, Grófargili, Akureyri. Þetta er þriðja einkasýning Guðnýjar.  15.00 Sýning á blýantsteikningum eftir Alan James verður opnuð í sal Ís- lenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Sýningin nefnist Elusive Moorings - A kaleidoscopic world of visiual disorientation. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga og stendur til 2. nóvember.  16.00 Rósa Vestfjörð Guðmunds- dóttir steinlistakona opnar sýningu á verkum sínum í Listgalleríinu í Listhús- inu í Laugardag. Efniviður á sýningunni eru fágætir steinar sem Rósa hefur um árabil safnað á ferðum sínum um landið.  17.00 Spessi og Erik Pauser opna sýninguna Base í Nýlistasafninu. Sýn- ingin er myndbandsinnsetning þar sem sýnd er óvenjuleg heimildarmynd sem listamennirnir tóku upp í herstöðinni í Keflavík snemma í haust.  17.00 Ósk Vilhjálmsdóttir og Anna Hallin opna sýninguna „Inn og út um gluggann“ í Listasafni ASÍ við Freyju- götu. Listakonurnar bjóða upp á sam- félagslegt gæsaspil klukkan 18.  Tréskurðarmeistarinn Teddi, Magnús Th. Magnússon, opnar í dag sýningu á verkum sínum í Gallerí Kúnst að Skóla- vörðustíg 8. Sýningin er opin laugardaga 11-16 og virka daga 11-18. ■ ■ SKEMMTANIR  13.00 Tommy White & Big Band spila í Bláa lóninu á Airwaves-hátíðinni.  17.00 Afmælishátíð FTT verður haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu. Fram koma Hafdís Huld, Bang Gang, Magnús Eiríksson og KK, Tend- erfoot, Gísli og The Album Leaf.  18.00 Hljómsveitirnar Andlát, Dys Still Not Fallen, Everything starts here, Hrafnaþing, Fighting Shit, Brothers Majere og Hryðjuverk gefa taktinn á „The Underground Festival“ á Loftinu í Hinu húsinu við Pósthússtræti. Frítt inn og vímulaus skemmtun fyrir alla.  19.00 Raf Rundell, Mugison, Matt- hew Herbert og Dig Thomas spila á Pravda á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.  20.15 Ensími, Ricochets, Botn- leðja, Einar Örn, Mínus og Eighties Matchbox B-line Disaster spila rokk og elektró á Gauknum á tónlistarhátíðinni Airwaves.  20.45 Anubis, Nilfisk, Innvortis, Ceres 4, Canora, Sign, Dr. Spock og Solid IV spila á Airwaves á Grand Rokk.  21.00 Call him Mr. Kid, Worm is Green, Trabant, Blake, International Pony, Gus Gus og Nadia Ksaiba spila á Nasa við Austurvöll á tónlistarhátíðinni Airwaves.  21.00 Einóma, Funk Harmony Park, George Geometry, Anonymous, Thor, Oclus Dormans, Yagia og Exos spila á Vídalín á Airwaves.  21.00 Gorilla DJ’’s, Tommi White, Aaron Carl, NLO DJ’’s, IJ Catling og Stefan Prescott spila á Kapital á Iceland Airwaves.  22.00 Myrk, Sólstafir og Viktory or death spila á de Boomkikker, Hafn- arstr. 9, Rvík. Frítt inn.  23.00 Hin sívinsæla Víkingasveit leikur á Fjörukránni í Hafnarfirði.  23.00 Hljómsveitin Hvítur Kassi spilar á Central café. Ókeypis inn.  23.59 Dj Gísli Galdur verður á Kaffibarnum.  Penta spilar á Café Amsterdam.  Bræðrabandið (Bjarni og Þorlákur) spilar í Egilsbúð, Neskaupstað.  Dj. Andrea Jónsdóttir annast tónlist- ina á Café Dillon.  DJ Tommi spilar á Pravda.  Hörður Torfa syngur og spilar á Kaffihúsinu Sogn á Dalvík á sínu ár- lega haustferðalagi um landið. Á ferða- laginu kynnir hann nýútkomna plötu sína Eldssögu.  Geir Ólafsson og Furstarnir syngja og leika á Vínbarnum.  Hljómsveitin Á móti sól leikur á Broadway. Sérstakur gestur verður Loveguru, sem hefur gert allt vitlaust á vinsældalistum landsins í sumar.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Hersveitin skemmtir á Oddvitanum, Akureyri.  Gleðisveitin ástsæla, Gilitrutt, verður á Kaffi Akureyri.  Geirmundur verður með stuð á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Skítamórall í Hvíta Húsinu, Selfossi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Haukur Hauksson, magister í fjölmiðlun og alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, heldur fyrirlestur í MÍR salnum að Vatnsstíg 10. Hin ýmsu mál- efni verða rædd, meðal annars: Hverjir eiga Rússland? Ástand og horfur í Rúss- landi. Er Ísland á sömu leið og Rúss- land.  15.00 Hlín Agnarsdóttur, höfund- ur bókarinnar Að láta lífið rætast - ástar- saga aðstandanda, mun halda opinber- an fyrirlestur í Dramasmiðjunni, Skúla- túni 4, 4. hæð. Fyrirlesturinn nefnist Magnús og Snæfríður  15.00 Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur heldur erindi um myndbönd Bjarkar í Þjóðarbókhlöð- unni í tengslum við sýninguna „Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár“ . ■ ■ FUNDIR  09.00 Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar stendur að málþingi í Norræna húsinu um list á almannafæri. Sérstak- lega verður fjallað um opinber listaverk Sigurjóns Ólafssonar.  12.00 Félagsmálanefnd Ísafjarð- arbæjar stendur fyrir málþingi í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði sem ber yfirskrift- ina: „Ísafjarðarbær, bær ungra Íslend- inga?“  13.00 Málþingið Á sama báti II verður haldið í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Fjallað verður um samskipti fólks af ýmsum trúarbrögðum í íslensku fjölmenningarsamfélagi. Boðið er upp á umræður eftir hvert erindi. Fundarstjórar verða Ragnheiður Sverrisdóttir og sr. Toshiki Toma. ■ ■ SAMKOMUR  10.00 Flugsýning verður á Reykja- víkurflugvelli í tilefni af 100 ára afmæli flugs í heiminum. Boðið verður upp á margvísleg hóp- og listflugsatriði ásamt sýningaratriðum frá snjóruðningsdeild og slökkviliði Reykjavíkurflugvallar. ■ ■ DANSLIST  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir The Match eftir Lonneke Van Leth, Symbiosis eftir Itzik Galili og Par- ty eftir Guðmund Helgason á stóra sviði Borgarleikhússins. SIGURÐUR HALLDÓRSSON OG HAFDÍS BJARNADÓTTIR Tónleikaröðin 15.15 hefst í Borgarleikhúsinu á ný í dag með tónleikum Hafdísar og sönghópsins Voces Thules. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is lau. 18.10 kl. 20 fös. 24.10 kl. 20 sun. 02.11 kl. 20 hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 OKTÓBER Laugardagur Fimmtudagur 16.10. kl. 20:30 örfá sæti laus Sunnudagur 19.10. kl. 16 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 20 uppselt Föstudagur 24.10 kl. 20 uppselt Föstudagur 31.10. kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 08.11. kl. 20 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.