Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 16
■ Nafnið mitt 16 18. október 2003 LAUGARDAGUR w w w . p a r k e t . i s Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 H A R Ð V I Ð A R V A L Gengið inn að ofanverðu Parket, plastparket, listar, hurðir og flísar hæð2. 90% ALLT AÐ AFSLÁTTUR e in n t v e ir o g r ír 2 8 7. 0 18 AFGANGASALA Í HARÐVIÐARVALI ! Ég get ekkert úskýrt þetta öðruvísi en... jahh, einn þeirra hef- ur borið titilinn fyndnasti maður Íslands. Og hinir tveir hafa borið titilinn Vinnustaðadjókari ársins og málið er að allir fóru þeir í prufu og stóðu þar uppúr. Þannig að ég vísa því alfarið á bug að hér hafi klíka ráðið för. Þeir hafa sýnt og sannað að salurinn hló að þeim. Það er greinilegt að það fer vel saman að vera auglýsinga- sölumaður og grínari,“ segir Kiddi Bigfoot, yfirmaður út- varpssviðs Norðurljósa, aðspurð- ur hvað valdi því að þrír af fimm sem munu keppa á úrslitakvöldi Íslandsmeistaramótsins í fyndni eru auglýsingasölumenn Norður- ljósa. Úrslitakvöldið verður hald- ið á miðvikudagskvöld í Þjóðleik- húskjallaranum en áður hafa far- ið fram undanúrslitakvöld og sig- urvegarar þeirra munu takast á. Það er útvarpssvið Norður- ljósa, aðallega þó FM-957, sem stendur fyrir þessu fyrsta móti sinnar tegundar. „Munurinn á þessari keppni og öðrum af svip- uðum toga er að hún er opin öll- um og jafnvel leitast frekar við að fá menn sem eru vanir á þessu sviði. Þess vegna getum við kall- að þetta fyrsta Íslandsmeistara- mótið með góðri samvisku,“ seg- ir Kiddi. Hann segir að þetta verði árlegur viðburður, undir- tektirnar hafi verið slíkar að ekki verði hjá því komist. Aðstand- endur keppninnar höfðu sam- band við ýmsa atvinnugrínara sem margir sáu sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni en munu án efa láta til sín taka næst. Enda ætlunin að standa fyrir ýmsum uppákomum í kjölfarið og hugs- anlega einhvers konar útgáfu- starfsemi. Fréttablaðið hafði samband við keppendurna fimm og lagði fyrir þá spurninguna: Hvað ætlar þú að gera til að vinna? Það kem- ur á daginn að menn tóku erind- inu misvel en það stefnir vissu- lega í gallharða keppi. jakob@frettabladid.is Guðmundur Atlason, sölu- stjóri augl.sviðs Norðurljósa: Hætta að tala um mömmu „Notfæra mér það sem ég lærði á fyrsta kvöldinu, sem var frumraun mín á þessu sviði: Hætta að tala um mömmu og pabba, tala frekar um fólk sem allir þekkja. Ég verð í mínum sölu- mannsgalla. Brand- arinn: Segja þér brandara, keyptu þér standara... hann er ekki að gera sig. Ég komst að því um dag- inn. Ætla að reyna að tileinka mér eitthvað úr vopnabúri átrúnaðargoðs míns, Sams Kinisons heitins, blessuð sé minning hans.“ Böðvar Bergsson, auglýsinga- sölumaður Norðurljósa: Ég þekki fólk „Númer eitt, tvö og þrjú... að vera fynd- inn. Og í því felst að vera ég sjálfur. Í tengslum við mitt innra sjálf og vera alls ekki undirbú- inn. Það má bara ekki, þá verður þetta algjört klúður. Ég er algerlega viss um að ég mun sigra og hef búið svo um hnútana. Ég þekki fólk.“ Haukur Sig., þjónustufulltrúi byggingariðnaðarins: Lærður leikari í kennslustund „Ég ætla að taka á honum stóra mín- um, og sýna lærða leikaranum hvernig menn sem fæddust með fílinginn fyrir þessu gera þetta. En fyrst og fremst er náttúrlega að skemmta sér með salnum og skila frá sér sínu allra besta.“ Steinn Ármann Magnússon leikari: Bjánalegir blaðamenn „Hvurskonar bjána- spurningar eru þetta? Nú, hvað heldur þú að mað- ur þurfi að gera til að vinna í svona keppni? Reyna að vera fyndinn... hvað annað? Maður er með hugann við þetta svoldið þessa dagana og er að spökulera í þessu. Reyna að sjá kómísku hliðina á lífinu. En þegar svona blaðamenn hringja í mann með heimskulegar spurn- ingar getur það reynst erfitt.“ Sveinn Waage, auglýsinga- sölumaður Norðurljósa: Við hákarla að eiga „Ég ætla að mæta og standa mig best. Þetta gengur út á það. Og verður virkilega haft fyrir þessu. Þetta eru hákarlar við að eiga. Ég mæti vilj- ugur til leiks. Ég hef keppt þrisvar í keppni, unnið í öll skiptin. Hvort hægt sé að keppa í fyndni? Það fer eftir salnum og stemningunni hverju sinni. Það má leggja ákveðna mælistiku á það. Stundum vinnur rokk og stundum rapp. Í hópnum er einn sérlega sterkur mótherji, landsliðs- maður, og ég er sérlega ánægður að fá á því færi að að takast á við hann.“ Jahh, af hverju heiti ég VeigarPáll? Þarna var skrýtin spurning. Það var nú af því að móður minni fannst og finnst þetta fallegt nafn. Svo á ég bróð- ur sem heitir Vignir og móðir mín var þeirrar skoðunar að það væri kjörið að eiga synina Vigni og Veigar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrnumað- urinn snjalli úr KR, um nafn sitt. Hann er nú sem stendur staddur úti í Bolton til reynslu og segist ekki vita hvað kemur út úr því en hann stefnir leynt og ljóst í atvinnumennskuna. Veigar Páll segir nafn sitt ekki algengt en hins vegar hafi hann hitt alnafna sinn Veigar Pál og þeim fundum fylgir sérkennileg saga: „Þannig var að ég var í sjúkraþjálfun og nuddari að nudda mig. Aðstæður voru þannig að þarna eru klefar af- girtir með tjaldi. Ég heyri þá mann í næsta klefa segja frem- ur höstugur: Veigar Páll! Veig- ar Páll! Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en þá kom í ljós að hann var þarna með son sinn sem heitir einmitt Veigar Páll - eitthvað um tveggja ára gam- all.“ Hin borðleggjandi merking nafnsins Veigars er hinar fljótandi veitingar, jafnvel áfengar. En ‘veig’ merkir afl og kraftur og þegar ‘ar’ bætist við er merking nafns- ins hermaður. Það virðist hins vegar ekki hafa verið presti þeim sem móðir Veigars Páls leitaði til fyrst með það fyrir augum að láta skíra dreng sinn. „Nei, fyrsti presturinn sem hún fór til harðneitaði að skíra mig þessu nafni. Sagði bara við hana: „Þetta er ljótt nafn! Gefðu snáðanum annað nafn.“ Líklega hefur hann talið óviðeigandi að verið væri að vísa í áfengi með nafninu. Hún náttúrlega rauk út í fússi og leitaði til annars prests sem lagði blessun sína yfir nafnið. Alveg ótrúlegt.“ jakob@frettabladid.is VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Hefur lent í ýmsu sérkennilegu sem tengist nafni sínu. Til dæmis neitaði fyrsti presturinn sem móðir hans sneri sér til að skíra hann þessu nafni og sagði: Þetta nafn er ljótt. Skírðu hann eitthvað annað! KIDDI BIGFOOT Hann vísar því alfarið á bug að klíkuskapur hafi ráðið því að þrír af fimm keppendum séu auglýsingasölumenn Norðurljósa. Það virðist bara fara svona vel saman að selja auglýs- ingar og ... djóka. Vinnustaðadjókarar, landsliðsmaður, þjónustufulltrúi byggingariðnaðarins en fyrst og fremst auglýsingasölumenn! Íslandsmeistaramótið í fyndni, hið fyrsta sinnar tegundar, verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld. Athygli vekur að af fimm sem komust í úrslit eru þrír auglýsingasölumenn Norðurljósa. Keppt í fyndni Hvað ætlar þú að gera til að vinna? „Þetta er ljótt nafn“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.