Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1
WASHINGTON Hermenn sem Banda- ríkjamenn sendu í innrásarstríðið gegn Írak voru illa undirbúnir fyrir verkefnið, skildu ekki til- gang þess og höfðu litla sem enga hæfileika til að meta stöðuna þeg- ar út í alvöruna var komið. Þetta má meðal annars lesa í skýrslu sem bandarískir hernaðarsér- fræðingar hafa tekið saman um Íraksstríðið. Washington Post greinir frá skýrslunni í netútgáfu sinni í gær. Skýrsla sérfræðinganna er óvenju berorð og er ekki tekið á starfsmönnum bandarísku leyni- þjónustunnar í Írak með neinum silkihönskum. Skýrsluhöfundar segja að afköst leyniþjónustunn- ar hafi verið langt undir vænt- ingum, réttur fjórðungur af því sem vænst var. Skortur á leið- sögn og einbeitingu hafi valdið því að leyniþjónustan hafi aðeins skilað 30 skýrslum um málefni Íraks á dag en hefði átt að senda frá sér 120 skýrslur á hverjum degi. Þá segir í skýrslunni að há- tæknibúnaður hafi alls ekki verið nýttur sem skyldi í Íraksstríðinu. Nefnt er sem dæmi að fjarstýrð- ir hervagnar, sem meðal annars á að nóta við njósnir og eftirlit, hafi staðið svo dögum skiptir þar sem ekki hafi unnist tími til að stilla inn rétta tíðni. Þá segir að túlkar í þjónustu hersins hafi verið illa nýttir. Frekar en að nýta þá við yfirheyrslur yfir föngum var tíma túlkanna sóað í sendiferðir með hermönnum sem vildu sækja sér skyndibita eða gosdrykki. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 28 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR 26. október 2003 – 263. tölublað – 3. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HAUKAR Í ÁSGARÐI Tveir leikir fara fram í Remax-deild karla í handbolta í dag. Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Ásgarði klukkan 17. Í Kaplakrika leika FH og Breiðablik. Leikurinn hefst klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG Illa undirbúnir og duglausir dátar Frammistaða bandarískra hermanna í Írak fær falleinkunn ef marka má skýrslu sérfræðinga hersins um Íraksstríðið. Leyniþjónustumenn eru sagðir vinna á fjórðungsafköstum og túlkar voru í búðarápi með hermönnum frekar en að aðstoða við yfirheyrslur. HEILSAST MEÐ NEFUNUM Hu Jintao, forseti Kína, er í opinberri heimsókn á Nýja-Sjálandi um þessar mundir. Hér heilsar hann George Purvis, hershöfðingja í nýsjálenska hernum, að hætti frumbyggja landsins. Maóríar heilsast með því að þrýsta saman nefjum. Vér mótmælum öll! Olíusamráð ekki nýtt af nálinni: Getið um samráð árið 1932 OLÍUMÁL Samráð íslenskra olíu- félaga er hægt að rekja langt aft- ur fyrir Sovétviðskiptin sem minnst var á í tengslum við um- fjöllun í sumar um frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. Í bókinni Svartagull, saga Ol- íufélagsins, kemur fram að á ár- inu 1932 hafi verið reynt að stuðla að samstarfi og samráði ís- lenskra olíufélaga. Í bókinni seg- ir að í fyrstu hafi forráðamenn Hins íslenska steinolíufélags reynt að stuðla að samstarfi og samráði félaganna með viðræðum við stjórnendur hinna félaganna. Samkomulag náðist, og á stjórnarfundi hinn 17. október 1932 skýrði Jes Zimsen félögum sínum í stjórninni frá því, „að samkomulag hefði orðið milli hinna þriggja starfandi olíu- og bensínfjelaga hjer á landi, um að hafa samvinnu sín á milli í fram- tíðinni og að þegar hefðu verið haldnir tveir fundir milli fjelag- anna.“ ■ SUDDI Í BORGINNI Suddi verður í borginni og strekkingsvindur. Heldur leiðinlegt veður. Mun skaplegra á Austurlandi en þar kann hitinn að slá 17 gráður með bjartsýni. Sjá síðu 6. SÍÐUR 22 og 23 ▲Helgi Hóseasson hefur mótmælt í hartnær 40 ár. Fréttablaðið spurði nokkra valinkunna einstaklinga hvað myndi standa á þeirra skilti, ef þeir settu sig í spor Helga, stæðu á Langholtsvegi og mótmæltu. AUÐJÖFUR ÁKÆRÐUR Rússneskir saksóknarar létu í gær til skarar skríða gegn Khodorkovskí, ríkasta manni landsins. Hann er ákærður fyrir skattsvik, þjófnað, skjalafals og fleiri glæpi. Sjá síðu 4. STJÓRNARFLOKKAR HALDA SÍNU Stjórnarflokkarnir halda sínu og rúmlega það í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Sjá síðu 2. DEILAN Í HNÚT Lítið þokaðist í sam- komulagsátt á sjö tíma fundi flugvirkja og Tækniþjónustunnar í gær. Ríkissáttasemjari segir að annar fundur hafi verið boðaður seinnipartinn í dag. Sjá síðu 2. SÖGULEGT HÁMARK Úrvalsvísitalan náði sögulegu hámarki í vikunni. Hækkunin er drifin áfram af fyrirtækjum sem sótt hafa vöxt sinn til útlanda. Smæð íslenska mark- aðarins veldur því að stærstu fyrirtækin sækja á önnur mið. Sjá síðu 14. Af hverju eru konur með lægri laun? ▲▲SÍÐUR 18 og 19 Alls ekki sammála Þeir Eiríkur Bergmann Einarsson og Ragnar Arnalds eru hreint ekki sam- mála um hvort Íslendingar eigi að ganga í ESB. Jafnréttisvika stendur nú yfir. Meðal þess sem konur krefj- ast er launahækkun. Stella Blöndal hefur gert kann- anir á launum kynjanna. SÍÐA 27 AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.