Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 15
15SUNNUDAGUR 26. október 2003 Veitir stjórnendum betri yfirsýn • Nákvæm kostnaðargreining • Fjölbreyttir skýrslumöguleikar Öflugt og sveigjanlegt launakerfi • Microsoft samhæft vinnuumhverfi • Tengist helstu fjárhags- og viðverukerfum Auðveldar störf launadeilda • Stutt vinnuferli við skráningu starfsmanna, framkvæmd launakeyrslu og gerð skilagreina • Vinnur náið með Axapta HRM – mannauðskerfinu Ske i funni 8 • 108 Reyk jav ík • S ími 545 1000 • www.ax . i s • ax@ax. i s Lj ó sm yn d : V ig fú s B ir g is so n Vörustjórnunarkostnaður á Ís-landi er svipaður og almennt gerist í Evrópu samkvæmt könn- un sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Samtökin vildu kanna hvort kostnaður vegna flutninga og birgðahalds væri orsök hás vöru- verðs á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Jafnframt vildu samtökin meta hvort hægt væri að lækka vörustjórnunarkostnað í íslenskum fyrirtækjum til að lækka vöruverð. Til vörustjórnun- arkostnaðar í könnuninni telst flutningur til landsins, vörudreif- ing, rekstur vöruhúsa, birgðahald og stjórnun þessara þátta. Samkvæmt könnuninni er heildarkostnaðurinn við vöru- stjórnun hérlendis um 8%. Sam- svarandi tölur úr athugun A.T. Kearney hjá evrópskum fyrir- tækjum 1998 gáfu til kynna heildarkostnað upp á 7,7%. Könnunin leiðir í ljós að vöru- stjórnunarkostnaður hérlendis er minni hér en í Noregi og Finn- landi, þar sem hann er á bilinu 9 til 10%. Samkvæmt könnuninni er flutningskostnaður sem hlutfall af veltu íslenskra fyrirtækja í dagvöru sambærilegur eða lægri en flutningskostnaður sambæri- legra fyrirtækja á Norðurlönd- um og í Evrópu. Samtök verslun- ar og þjónustu telja þetta benda til að flutningaþjónusta á Íslandi sé mjög hagkvæm og ekki or- sakavaldur verðmismunar á vöru milli Íslands og nágranna- landanna eða annarra Evrópu- landa. Í niðurstöðum könnunar IMG er bent á ýmsar leiðir til lækkun- ar á vörustjórnunarkostnaði fyr- irtækja. Er þar lögð mest áhersla á skipulag og stjórnun aðfanga- keðjunnar og útvistun á vöruhúsa- og flutningaþjónustu. ■ Grandi er metinn á um 10 millj-arða króna samkvæmt nýrri greiningu Greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka á sjáv- arútvegsfyrirtækinu. Mat Greiningardeildarinnar byggir á væntu sjóðsstreymi Granda, verðmæti hlutabréfa- safns fyrirtæksins, 12,2% raun- ávöxtunakröfu á eigið fé og 1% framtíðarvaxtar. Virði sjóð- streymis er metið á um 5,2 millj- arða króna og eign Granda í öðr- um félögum auk handbærs fjár á um 4,8 milljarða. Útgefið hlutafé í Granda er um 1.479 milljónir króna að nafnvirði. Fyrirtækið hefur nýlega aukið hlut sinn í eigin bréfum og nemur eignahlutur þess nú um 146 millj- ónum að nafnvirði eða 9,9%. Útistandandi hluta- fé í Granda er því um 1.333 milljónir króna og miðað við það telur Greiningardeildin að verðmat gengisins sé um 7,5 á bréf. Á fimmtudag- inn var lokagengi dagsins 7,3 en á síðastliðnum 12 mánuðum hefur gengið lægst verið 5,55 en hæst 7,35. Gengi bréfa í fyrir- tækinu hefur því hækkað um rúm 32% á árinu og tæplega 16% á síðustu 30 dögum. Greiningardeildin mælir með kaupum á bréfum í Granda og yf- irvogun í dreifðu eignasafni. ■ Útflutningur Samherja: Með flutninga- skip á leigu Kostnaður vegna flutninga ekki orsök hærra vöruverðs á Íslandi: Kostnaður lægri en í Noregi og Finnlandi FLUTNINGAR Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við þróun flutnings- gjalda í innflutningi til landsins á síðustu árum. Hjá Eimskip hafa flutningsgjöld í innflutningi til dæmis lækkað um hátt í 50% að raunvirði á síðastliðnum áratug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GRANDI Grandi hefur nýlega aukið hlut sinn í eigin bréfum og nemur eignahlutur þess nú um 146 milljónum að nafnvirði eða 9,9%. Gengi bréfa í Granda hefur hækkað um 16% á einum mánuði: Grandi metinn á 10 milljarða Samherji hefur flutt út um tólfþúsund tonn af frystum af- urðum það sem af er þessu ári. Samherji hefur flutt afurðirn- ar til Evrópu með flutningaskip- um sem fyrirtækið hefur tekið á leigu. Unnar Jónsson, hjá út- flutningsdeild Samherja, segir að frá síðustu áramótum hafi Samherji tekið tíu flutningaskip á leigu. Hann segir að flutning- arnir hafi gengið mjög vel og að ljóst sé að framhald verði á. Hann á von á að út þetta ár verði hér leiguskip á hálfs mánaðar fresti. Ráðgert sé að flytja út um 20 þúsund tonn af sjávarafurð- um á árinu. Leiguskipið Green Snow, 2.800 tonna pallaskip frá norska fyrirtækinu Green Reefers, hélt frá Neskaupstað í gærkvöld áleiðis til Velsen í Hollandi en þaðan heldur það til Stettin í Pól- landi. Skipið tekur um 1.850 tonn og er uppistaðan í farminum síldarflök, en einnig bolfisk- afurðir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.