Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 46
Ég borða helst ekki nema heil-steikt lambalæri í ofni sem ég krydda með pipar og salti. Stund- um set ég reyndar piparmyntu með og heilan lauk í ofnskúffuna,“ segir Ingibjörg Sigfúsdóttir, sem þjáðst hefur af MS-sjúkdómnum í 40 ár en stendur þó vaktina í eld- húsinu þegar þarf, bundin við hjólastól. „Sunnudagssteikin skiptir fjölskylduna máli. Hún eykur á ánægjuna og börnin vilja helst ekki að svindlað sé á þessu.“ Ingibjörg á tvö börn og fjögur barnabörn og þau njóta sunnu- dagssteikarinnar með henni og eiginmanninum: „Allt sem ég geri í matseld miðar að því að eins lítið af auka- efnum sé í hráefninu og kostur er. Ég nota mikið af grænmeti og reyndar hef ég gulrætur með öll- um mat og helst brokkólí líka. Lengi vel hafði ég það fyrir sið að stinga heilum hvítlauksrifjum í steikina en þá kom í ljós að mað- urinn minn er með ofnæmi fyrir honum. Þá skipti ég hvítlauknum út fyrir blóðberg sem ég strái yfir. Yfirleitt nota ég venjulegar kartöflur. Ég hef ákveðna vantrú á öllu þessu lífræna. Finnst stund- um eins og verið sé að plata mann þegar því er haldið fram að eitt- hvað eitt sé betra en annað. Þá staldra ég við.“ Ingibjörg notar núorðið pakkasósur með steikinni því þær eru orðnar verulega fitusnauðar og bragðgóðar. Og eftirrétturinn í hádeginu á sunnudögum svíkur engan: „Ég brytja niður ávexti og myl yfir súkkulaði og jafnvel marengskökur þegar ég vil hafa mikið við. Desertinn slær alltaf í gegn,“ segir Ingibjörg, sem skrif- að hefur heila bók um baráttu sína við MS-sjúkdóminn. Bókina nefn- ir hún Dans á rósum – líf mitt með MS og er hún væntanleg á markað innan skamms. Ingibjörg gefur bókina út sjálf: „Ég hef barist lengi við MS- sjúkdóminn og leitað mér óhefð- bundinna lækninga. Ég tel mig hafa náð verulegum árangri með því og um tíma fór ég alls ekki til læknis. Bókin mín er ekki hugsuð eingöngu fyrir MS-sjúklinga held- ur allan almenning í von um að hann geti haldið heilsu með því að lesa í þau tákn sem líkaminn gef- ur frá sér,“ segir Ingibjörg, sem á ættir sínar að rekja til Austfjarða; alin upp í Skálateigi á Norðfirði þar sem sunnudagssteikin var alltaf á sínum stað. Eins og gerist og gengur. ■ 46 26. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Rúmið mitt Það er mikil vinna fram und-an,“ segir bakarinn Jói Fel. „Ég er að leggja lokahönd á nýja matreiðsluþáttinn minn. Við Jón Karl Helgason myndatökumaður erum í síðustu tökunum og svo þarf að klippa þættina til.“ Jói Fel lofar nýstárlegum matreiðsluþætti: „Þátturinn snýst ekki um að gera fínan mat heldur ætla ég að kenna fólki að gera einfaldan mat góðan og bý til létta rétti, góðar snittur og pinnamat. Það verður partí- stemning í þáttunum og við heimsækjum stelpu- og stráka- partí og höldum barnaafmæli. Ég er aðalleikarinn í þessu og stund- um fæ ég gesti heim til mín í mat.“ Þó nóg sé að gera hjá Jóa í næstu viku lætur hann sig ekki vanta í ræktina: „Matur hjá mér er númer 1, 2 og 3. Ég er búinn að lyfta í sautján ár og æfi tvo tíma á dag svo ég geti borðað meira. Útlit og heilsa skipta mig miklu máli og ég vil skapa mér gott líf- erni. Gott rauðvín og stórir vindlar eru líka hluti af því.“ En hvernig kom hugmyndin að þættinum hjá Jóa Fel? „Ég er bú- inn að opna mitt eigið fyrirtæki og gefa út nokkrar matreiðslubækur. Þetta er bara næsta skref í mínum framaferli sem snýst aðallega um að kenna fólki að borða nýjan mat og ítalskra áhrifa gætir í matar- gerðinni í þáttunum eins og í bak- aríinu mínu.“ Fyrsti þáttur Jóa Fel verður sýndur 5. nóvember á Stöð 2: „Þá ætla ég að reyna að gefa mér góðan tíma fyrir fjölskylduna því það hefur verið svo mikið að gera undanfarið að hún hefur ekki séð mikið af mér.“ ■ Vikan sem verður JÓI FEL ■ Leggur nú lokahönd á nýja matreiðslu- þætti sem sýndir verða á Stöð 2. Í þátt- unum kennir Jói Fel sjónvarpsáhorfend- um að framleiða létta rétti sem henta vel við ýmiss konar tækifæri. Sunnudagssteikin INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR ■ hefur verið með MS-sjúkdóminn í 40 ár. Það aftrar henni þó ekki frá því að vera með sunnudagssteikina á sínum stað þó hún sé í hjólastól. Fréttiraf fólki Útlit og heilsa skipta máli ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Pétursson. Ágúst Guðmundsson. Eyjólfur Sverrisson. 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 Rúmið mitt er keypt í IKEAárið 1995,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari. „Þetta er svona gamaldags prinsessurúm, hvítt með gylltum hnúðum. Dýn- an er hins vegar farin að gefa sig og komin tími til að endurnýja enda komin á áttunda ár.“ Nú er væntanleg til landsins ínæstu viku Xinran en hún er höfundur bókarinnar Dætur Kína, sem JPV útgáfa sendi frá sér á dögunum. Með henni kem- ur maðurinn hennar, Tobey Eady, en hann er þekktur umboðsmað- ur rithöfunda í Bretlandi. Bók Xinran er í 5. sæti metsölulista Amazon í Bretlandi. Hún er vitn- isburður um líf kínverska kvenna og uppskera margra ára vinnu Xinran í blaðamennsku en hún fæddist í Peking árið 1958 en hefur verið búsett í London síðan 1997. Xinran kemur til landsins til að kynna Dætur Kína. Með sunnudagsteik í hjólastól Ugla Egilsdóttir 17 ára, nemi við Menntaskól- ann við Hamrahlíð Mér finnst tví-mælalaust að það eigi að sam- þykkja lagabreytingu þannig að ábyrgðin fari af þeim sem selja vændi yfir á þá sem kaupa það. Fólk í vændi er fólk í neyð og það verð- ur að passa að það geti sótt sér aðstoð ef á þarf að halda án þess að eiga það á hættu að því sé refsað fyrir það. Þetta snýst líka um að grípa í taumana á Vesturlöndum gegn mansali, því þar er eftirspurnin orsök vandans. Markmiðið með lagasetning- um er að gera samfélagið betra og við hljótum að vilja vinna að því.“ Diljá Mist Einarsdóttir 16 ára, nemi í Verzlun- arskóla Reykjavíkur Tvímælalaust. Þaðeru svo margar stelpur sem glíma við erfiðar félagsleg- ar aðstæður sem hrekjast út í vændi. Þær hafa margar hverjar lent í sálræn- um áföllum en kaupandinn er oft með fullu viti. Það eru jafnvel stjórn- málamenn og virtir menn í þjóðfélaginu sem kaupa sér vændi. Mér finnst því ekki spurning að það eigi að færa ábyrgðina af seljanda yfir á kaupanda. Agnar Burgess 20 ára, nemi í Mennta- skólanum í Reykjavík Þetta er náttúrlegamargþætt mál eins og mörg önnur. Fyrst þetta er ólöglegt ættu allir aðilar að vera ábyrgir. Það ætti ekki að vera hægt að fría sig ábyrgðinni hvort sem maður er að kaupa eða selja. Það eru fleiri en einn aðilar að lögbrot- inu. It takes two to tango.“ Sindri Eldon 17 ára, Borgarholts- skóla Bæði eiga álíkamikla sök í þessu. Ég persónu- lega myndi aldrei kaupa né selja vændi. En eitt af því sem pirrar mig mest í öllum heiminum er fólk sem bannar öðru fólki að gera það sem það vill ekki sjálft gera og því finnst mér að fólk eigi að vera frjálst til að gera það sem það vill en ég tek það fram að ég er alls ekki að styðja þetta.“ Lárétt: 1 greiðir, 7 nagdýr, 8 verkfæri, 9 verkfærið, 11 kindur, 13 líkamshluti, 15 ekki, 16 frá, 17 trúartákni. Lóðrétt: 1 ökutækis, 2 jökull, 3 hættu- legur boxari, 4 gryfja, 5 hafa undan, 6 vætir, 10 frystir, 13 tal, 14 á húsi, 15 keyri. Lausn. Lárétt: 1borgar, 7íkorni,8töng,9skafan, 11ær, 12limur, 15ei,16af, 17krossi. Lóðrétt: 1bíls,2ok,3rotari, 4 gröf, 5anna, 6rignir, 10kælir, 13mas,14ufs,15ek. INGIBJÖRG Í ELDHÚSINU Hvítlaukurinn vék fyrir blóðbergi og piparmyntu. JÓI FEL Hefur í nógu að snúast í vikunni en lætur annríkið ekki bitna á líkamsræktinni þar sem hann æfir tvo tíma á dag. Hugleiðingin Kreppa? “Á kínversku er orðið kreppa ritað með tveimur táknum. Annað þýðir hætta, hitt tækifæri.“ John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna. Ung ráð ■ Unga fólkið býr oft yfir opnum og skemmtilegum skoðunum um hin ýmsu málefni. Vændi?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.