Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 38
38 26. október 2003 SUNNUDGAGUR KOMIN Í ÚRSLIT Japanska stúlkan Ai Sugiyama fagnaði innilega sigri sínum á Vera Zvonareva frá Rússlandi í undanúrslitum á opna WTA- tennismótinu sem fer fram í Linz í Austur- ríki. Sugiyama vann leikinn í þremur sett- um: 6:3, 3:6 og 6:4. Tennis FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Skipuleggjend- ur Ólympíuleikanna í Aþenu hafa verið hvattir til að herða róðurinn ætli þeir sér að hafa allt tilbúið fyrir opnunarathöfn- ina sem haldin verður þann 13. ágúst á næsta ári. Fulltrúar frá Alþjóðaólympíu- nefndinni luku nýverið þriggja daga eftirlitsferð um íþróttaleik- vanga borgarinnar og þá staði sem verða notaðir á leikunum. Eftir að Grikkir tryggðu sér réttinn til að halda Ólympíuleik- ana árið 1997 gerðu yfirvöld þar í landi lítið sem ekkert til undir- búnings fyrst um sinn. Nú er svo komið að starfsmenn þurfa að vinna allan sólarhringin fram að leikunum til að allt verði tilbúið í tæka tíð. Fulltrúar Ólympíunefndar- innar hafa áhyggjur af því sem kynni að gerast ef eitthvað fer úrskeiðis í undirbúningnum. Engur að síður telja þeir að skipuleggjendur leikanna hafi það sem til þurfi til að ljúka verkinu í tæka tíð. ■ Veðjað á Rooney Unglingurinn Wayne Rooney átti afmæli í fyrradag. Hægt að veðja um næstu skref Rooneys, sem þykir heldur skapbráður. FÓTBOLTI Wayne Rooney, unglingur- inn í liði Everton og enski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu, fagn- aði í fyrradag átján ára afmæli sínu. Frægðarsól Rooney hefur risið hratt síðan hann lék sinn fyrsta úr- valsdeildarleik með Everton og er hann orðinn einn vinsælasti knatt- spyrnumaður Bretlandseyja. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, telur að frægðarsól Rooneys hafi risið hraðar en góðu hófi gegni. Moyes lýsti því meðal annars yfir að afmælisbarnið hefði aðeins átt einn góðan leik á tímabil- inu og kennir um lélegu leikformi sem megi rekja til stjörnulífsstíls- ins sem hann hafi tileinkað sér. „Wayne hefur klifið hátt á stutt- um tíma. Það er mikilvægt að hann gleymi ekki rótum sínum, gildum og ástæðu þess að hann hefur náð svona langt,“ sagði Moyes. Þrátt fyrir stuttan tíma meðal þeirra bestu í knattspyrnunni hef- ur Rooney verið eitt af eftirlætis- viðfangsefnum bresku slúðurblað- anna. Hann hefur meðal annars átt í ástarsambandi við söngkonu úr hljómsveitinni og Atomic Kitten. Sú saga hefur líka flogið fjöllum hærra að hann ætli að syngja inn á plötu með Robbie Williams, einum vinsælasta söngvara Englands. Í breskum veðbönkum er nú hægt að veðja á hvað unglingurinn afreki áður enn hann nær nítján ára aldri. Líkurnar á því að hann semji við Chelsea innan árs eru taldar einn á móti tveimur, einn á móti þremur að hann semji við Real Madrid, einn á móti 33 að hann giftist poppstjörnu og einn á móti hundrað að hann komi lagi á toppinn á breskum vinsældalist- um. Rooney kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í ensku úrvals- deildina í fyrra þegar hann skoraði stórglæsilegt mark gegn Arsenal og batt enda á 30 leikja sigurgöngu þáverandi Englandsmeistara. Í kjölfarið var Rooney valinn í enska landsliðið og hefur slegið hvert metið af fætur öðru, þar á meðal yngsti leikmaðurinn til að leika fyrir Englands hönd. Það efast enginn um hæfileika Rooney. Hann hefur hins vegar þótt heldur skapbráður á vellin- um og er nýbúinn að taka út leik- bann. Graeme Sharp, talsmaður stuðningsmannaklúbbs Everton, telur ólíkt Moyes að Rooney hafi tekið frægðinni vel. Spurður um skapofsann sagði Sharp: „Hann er bara strákur sem er enn að læra“. ■ Íslenska kvennalandsliðið: Naumt tap gegn Slóvakíu HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handknattleik tapaði naum- lega fyrir Slóvakíu 32:30 á æf- ingamóti í Póllandi í gær. Þetta var hörkuleikur tveggja áþekkra liða sem skiptust á að leiða en þó var staðan í hálfleik 16:14 fyrir Slóvakíu. Seinni hálf- leikurinn var í járnum allt fram á síðustu mínútu er andstæðingun- um tókst að knýja fram tveggja marka sigur. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 8 mörk. Berglind Hansdóttir varði 13 skot í markinu. Næsti leikur liðsins verður gegn Póllandi í dag. ■ KLÚBBUR VESTURBÆJAR TVEIR FÉLLU Á LYFJAPRÓFI Tveir knattspyrnumenn á Englandi hafa fallið á lyfjaprófi á síðustu þrem- ur mánuðum. Annar þeirra hafði neytt kókaíns en hinn alsælu. Alls tóku 272 knattspyrnumenn þátt í lyfjaprófinu. Enska knattspyrnu- sambandið hefur ekki viljað gefa upp hverjir leikmennirnir eru. ALPAY ÁFRAM Á ENGLANDI? Tyrkneski landsliðmaðurinn Alpay hefur ekki útilokað að leika áfram í ensku úrvalsdeild- inni. Alpay var leystur undan samningi við Aston Villa á dögun- um eftir viðskipti sín við David Beckham í landsleik Tyrklands og Englands. Hann vill þó helst komast að í öðru landi og hefur þegar fengið tilboð frá þýska lið- inu Hertha Berlin, að sögn um- boðsmanns hans. ERIKSSON SKOÐAR CELTIC Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, er sagður hafa augastað á tveimur leikmönnum Celtic, Chris Sutton og Alan Thompson. Hvorugur þeirra hef- ur verið í náðinni hjá Eriksson hingað til. AP /M YN D ■ Fótbolti CHAMBERS Dwain Chambers verður líklega fjarri góði gamni á Ólympíuleikunum í Grikklandi á næsta ári. Hann féll nýverið á lyfjaprófi. Lít- ið má út af bera í undirbúningi Grikkja fyrir leikana eigi allar tímaáætlanir að standast. Skipuleggjendur ÓL í Aþenu: Þurfa að herða róðurinn AP /M YN D VEÐMÁL BRESKU VEÐ- BANKANNA ÁÐUR EN ROONEY NÆR NÍTJÁN ÁRA ALDRI 1/2 semji við Chelsea 1/3 semji við Real Madrid 1/4 semji við Man. Utd. 1/8 verði markakóngur EM 1/12 semji við Liverpool 1/33 giftist poppstjörnu 1/40 skori sigurmark á EM 1/66 gerist andlit Brylcreem 1/100 komi lagi í toppsæti vinsældarlista WAYNE ROONEY Unglingurinn í liði Everton hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á leiktíðinni og hefur aðeins skorað eitt mark í níu leikjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.