Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 32
32 26. október 2003 SUNNUDAGUR Í augum sumra Bandaríkja-manna er hann dýrlingur. Þeir líkja honum við verndardýrling Breta, sjálfan heilagan Georg, sem barðist við hinn illa dreka og hafði sigur. Í augum annarra er hann einhver fyrirlitlegasta per- sóna tuttugustu aldarinnar og kemur næst á eftir Hitler og Stalín á listanum yfir hötuðustu menn þeirrar aldar. Fyrir hálfri öld fylgdist heim- urinn allur með uppgangi og enda- lokum þessa manns. Árið 1953 skein frægðarsól hans skærast, en sólin gekk til viðar árið eftir. Hann hét Joe McCarthy og var andkommúnisti. Sá illi dreki sem hann barðist við að hætti heilags Georgs var kommúnisminn, að því er aðdáendur hans telja, en aðrir segja að herferð hans hafi verið farin gegn ímynduðum dreka og minni frekar á skáldsög- una um Don Kíkóta sem barðist við vindmyllur. Efnilegur bóndasonur Joe McCarthy fæddist á bónda- bæ í námunda við Appleton í Wisconsin-ríki árið 1908. Árið 1930 hóf hann nám í verkfræði og lögfræði við Marquette-háskólann í Milwaukee og árið 1935 lauk hann lögfræðinámi og öðlaðist málaflutningsréttindi í Wiscons- in-ríki. Árið 1938 var hann kosinn dómari og árið 1942 gekk hann í herinn. Sem starfandi dómari var McCarthy undanþeginn her- skyldu, en hann gerðist sjálfboða- liði, tók þátt í síðari heimsstyrj- öldinni í bandaríska sjóhernum og var í áhöfn flugvélamóðurskips á Suður-Kyrrahafi. Hann var skot- liði um borð í sprengjuflugvél, tók þátt í meira en 30 árásarferðum og var sæmdur heiðursmerki. Hann særðist á fæti, en neitaði að leggjast inn á sjúkrahús og hélt áfram að taka þátt í njósna- og árásarferðum. Stríðshetja fer á þing Árið 1946 var stríðshetjan Joe McCarthy, sem hafði útskrifast úr hernum með höfuðsmannstign, kjörin til að taka sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings fyrir Repúblíkanaflokkinn og hlaut yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða. Heimsstyrjöldinni var lokið og Kalda stríðið hafið, tímabil sem einkenndist af spennu og ótta í samskiptum austurs og vesturs. Í Bandaríkjunum komu upp njósna- mál. Frægast þeirra er mál Ros- enberg-hjónanna sem voru hand- tekin og líflátin fyrir að hafa stundað njósnir í þágu Sovétríkj- anna. Fræg ræða í kvenfélaginu Árið 1950, það var 9. dag febr- úarmánaðar, steig öldungadeild- arþingmaðurinn Joe McCarthy síðan inn í sviðsljós fjölmiðla þeg- ar hann flutti fræga ræðu í kvennaklúbbi Repúblíkanaflokks- ins í Wheeling í Vestur-Virginíu- fylki. Í ræðu sinni réðst McCarthy harkalega á stefnu stjórnar Trumans forseta og sagði að hún tæki á kommúnistum með silki- hönskum. „Þótt ég geti ekki gefið mér tíma til að nafngreina alla þá í ut- anríkisráðuneytinu sem hafa ver- ið greindir sem flokksbundnir kommúnistar og félagar í njósna- hring þá hef ég í hendinni lista yfir 205 manns – lista yfir nöfn sem utanríkisráðherrann þekkir og sem, engu að síður, eru enn að störfum og fást við að móta stefnu utanríkisráðuneytisins,“ sagði McCarthy við kvenfélagskonurn- ar 275 á fundinum á McClure-hót- elinu í Wheeling. 205 eða 57 eða 0? Þetta vakti mikla athygli og McCarthy var beðinn um að ávarpa fleiri fundi, sem hann fús- lega gerði. Næsti viðkomustaður á fundaferðinni var Saltlækj- arsitra, Salt Lake City, í Utah-ríki. Þar mæltist honum ekki síður vel, en að þessu sinni sagðist hann hafa í hendinni lista með nöfnum 57 kommúnista í utanríkisráðu- neytinu. Þótt það sé ekki einstakt að stjórnmálamenn fari frjálslega með tölur hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna kommúnist- unum á lista McCarthys hafi fækkað svo mjög á milli funda, úr 205 á fundinum í Vestur-Virginíu niður í 57 á fundinum í Utah. Sum- ir sagnfræðingar telja að á þessu sé sú einfalda skýring að McCarthy var mikill alkóhólisti og hafði því stórar minnisgloppur. Vafasamur heimildarmaður Víkur nú sögunni að blaðamann- inum Willard Edwards, en hann hafði um þessar mundir verið að skrifa greinasyrpu í hið afturhalds- sama blað Chicago Tribune, þar sem hann varaði lesendur við „ógn- inni af kommúnistum“. Edwards hrökk í kút þegar fréttir tóku að berast um að McCarthy öldungar- deildarþingmaður færi eins og logi yfir akur og segðist hafa undir höndum lista með nöfnum þekktra kommúnista sem störfuðu í banda- ríska utanríkisráðuneytinu, og stundum væru 205 nöfn á þeim lista, en stundum 57. Edwards bað um fund með Walt- er Trohan, sem var stjórnmálarit- stjóri Chicago Tribune með aðsetur í Washington, og trúði ritstjóranum fyrir því að McCarthy öldunga- deildarþingmaður hefði leitað til sín áður en fundaherferðin hófst og spurt sig um fjölda kommúnista í utanríkisráðuneytinu. Edwards sagði að sig minnti að hann hefði nefnt töluna 205 - og nú iðraðist hann mistaka sinna. Slúðurfrétt Að sögn Trohans hafði Edwards áhyggjur af því að þessar upplýs- ingar voru í rauninni engar upplýs- ingar heldur aðeins slúðurfrétt sem Edwards hafði haft eftir ein- hverjum öfgasinnuðum hægri- manni. „Edwards var vínhneigður,“ segir Trohan, „og átti við fleiri vandamál að stríða. Hann var rek- inn af blaðinu, og ég bjargaði hon- um og útvegaði honum vinnuna aft- ur. Svo lenti hann aftur í vandræð- um og þeir ætluðu að reka hann. Þegar Edwards nefndi töluna við McCarthy var hann sennilega und- ir áhrifum.“ Trohan ritstjóri varð öskuvond- ur út í Edwards, sem sjálfur var skíthræddur um að McCarthy mundi skýra frá því hver væri heimildarmaður hans um kommún- istana í utanríkisráðuneytinu. „En það get ég sagt McCarthy til hróss,“ segir Trohan, „að hann lét aldrei uppskátt hver heimildar- maður hans væri.“ Trohan hafði þó áhyggjur af því að McCarthy væri ekki áreiðanlegur og mundi draga Chicago Tribune inn í málið. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, þrátt fyrir að McCarthy væri alkóhólisti. „En auk þess var hann vitlaus í smá- stelpur,“ sagði Trohan. „Helst svona 18 ára gamlar. Ég var alltaf þeirrar skoðunar að ef kommúnist- ar vildu ná sér niðri á McCarthy myndu þeir einfaldlega koma hon- um í klípu með því að útvega hon- um smástelpu.“ Í vinfengi við lögreglustjór- ann, J. Edgar Hoover En hvort sem nafnalistinn var uppspuni eða ekki varð nafn McCarthys brátt á allra vörum. En án aðstoðar forstöðumanns FBI, bandarísku alríkislögregl- unnar, hefði sú frægð orðið skammvinn. Forstöðumaðurinn, John Edgar Hoover, var vinur og velunnari McCarthys, en vináttu- samband þeirra hófst þegar McCarthy kom á fund forstöðu- mannsins til að votta honum aðdá- un sína og hollustu árið 1947 þeg- ar hann hafði nýlega verið kjörinn í öldungadeildina. Vinátta þeirra var slík að áður en leið á löngu var McCarthy orðinn fastagestur í matarboðum hjá Hoover og var meira að segja kynntur fyrir Tol- son, unnusta og sambýlismanni Hoovers, sem engir nema útvaldir máttu þekkja til. Vinur vina sinna Þegar McCarthy kom aftur til Washington úr fyrirlestraferðinni hafði hann samband við Hoover og sagði honum að ræðuhöldin hefðu vakið mikla athygli. Það vissi Hoover reyndar fyrir. En til eru minnispunktar sem Hoover skrifaði niður um þetta samtal. McCarthy var nokkur vandi á höndum, hann sagðist hafa „spunnið upp nafnalistann“ þegar hann var að flytja ávörp sín. Hoover ráðlagði honum að forðast að nefna nokkrar tölur um ná- kvæman fjölda kommúnista í framtíðinni. En til þess að greiða götu vinar síns ákvað Hoover að virkja alríkislögregluna í þágu góðs málstaðar. „Farið yfir skrárnar okkar og reynið að finna eitthvað sem hann getur notað!“ Þannig hljóðuðu fyrirmæli Hoovers til undirmanna sinna. „Laumukommar“ og „rússadindlar“ „Við höfðum engar sannanir fyrir því að það væri svo mikið sem einn einasta kommúnista að finna í utanríkisráðuneytinu,“ sagði William Sullivan, starfsmað- ur alríkislögreglunnar, sem síðar varð þriðji æðsti maður FBI. „Hvað þá 57 stykki!“ Engu að síður eyddu alríkislög- reglumenn ótal vinnustundum í að lesa leyniskýrslur um fólk og taka saman ferilskrár handa McCarthy að nota. Þegar fram liðu stundir útvegaði alríkislögreglan McCarthy einnig ræðuskrifara og þar að auki mann að nafni Lou Nichols til að leiðbeina honum um almannatengsl. Nichols ráðlagði Enn þann dag í dag á Joe McCarthy marga að dáendur sem sjá í honum verndardýrling Bandaríkj anna gegn hinum illa dreka kommúnismans. Nornaveiðar að hætti hans hafa verið stundaðar víða um lönd og viðgangast sums staðar jafnvel enn þann dag í dag. Nú er hálf öld liðin frá því að nornaveiðarinn frá Wisconsin reið um héruð og frægðarsól hans reis hæst. Nornaveiðarinn frá Wisconsin KOMMÚNISTAHATARINN JOE MCCARTHY Alkóhólismi McCarthys er sagður hafa gert það að verkum að oftsinnis nefndi hann tölur af handahófi um fjölda kommúnista í utanríkis- ráðuneytinu í ræðum sínum, án þess að hafa nokkuð fyrir sér né heldur muna hvaða tölur hann nefndi. Að endingu fór Hoover fram á það við McCarthy að hann hætti að nefna nokkra slíka lista yfir kommúnista. J. EDGAR HOOVER Vinátta hans og McCarthys var slík að áður en leið á löngu var McCarthy orðinn fastagest- ur í matarboðum hjá Hoover, og var meira að segja kynntur fyrir Tolson, unnusta og sam- býlismanni Hoovers, sem engir nema útvaldir máttu þekkja til. LILLIAN HELLMAN Leikritaskáldið Lillian Hellman var sett á svartan lista og í atvinnubann vegna þess að sambýlismaður hennar, reyfaraskáldið og handritshöfundurinn Dashiell Hammett, var kommúnisti. CHARLIE CHAPLIN Meistari þöglu myndanna lenti á svörtum lista McCarthys. BERTOLT BRECH Var á meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem McCarthy vildi koma í klandur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.