Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 30
30 26. október 2003 SUNNUDAGUR Ég veit núna af hverju vorið og ég erum vinir... Þetta er upphafið á ljóði eftirKára Stefánsson, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem birtist með viðtali við Kára í Fréttablaðinu fyrir ekki ýkja löngu. Kári yrkir í frístundum en hefur ekki mikið verið að flíka ljóðagerð sinni, en þó hafa að minnsta kosti tvö ljóð eftir hann birst á prenti. Bjarni Ármanns- son, bankastjóri Íslandsbanka, þykir ekki einungis hafa vit á við- skiptalífi og fjármálum heldur einnig á hinum blæbrigðum mannlífsins og er mikill listunn- andi. Hann hefur ort allnokkur ljóð um ævina en er sagður fara með þá iðju sína eins og manns- morð. Bekkjarbræður Haraldar Johannessens ríkislögreglustjóra segja hann hafa verið iðinn við að sinna skáldskapargyðjunni í menntaskóla, sem kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að hann er sonur Matthíasar Johann- essens, skálds og ritstjóra. „Ég var ritstjóri skólablaðs Mennta- skólans í Reykjavík, var í ritnefnd skólablaðsins og varð ritstjóri í 6. bekk. Ég skrifaði ýmislegt í blað- ið, sögur og ljóð, stundum undir dulnefni,“ segir Haraldur. „Ein- hvern tímann sýndi ég karli föður mínum kveðskapinn og hann hló svo mikið að ég ákvað að það væri sú vísbending sem ég þyrfti til að hætta þessu. Síðan hef ég ekki sett saman vísu.“ Forstjóri skrifar smásögur Benedikt Jóhannesson, fyrr- verandi stjórnarformaður Eim- skips og framkvæmdastjóri Talnakönnunar, dundar við það í frístundum að skrifa smásögur. Ein þeirra, Forleikur – Engin smá saga, birtist í afmælisriti til heið- urs Baldri Hafstað í maí 1998. Önnur birtist í afmælisriti Sigurð- ar Konráðssonar, frænda hans, í ágúst síðastliðnum. Hún nefnist Bréf frá himnum og aðalpersónan er smiðurinn og nýlistamaðurinn Jesús Hannes Kristinsson. Upp- hafið er á þessa leið: „Það voru margir á ferli í Bankastrætinu og Jesús þurfti að skáskjóta sér framhjá ungum konum með barnavagna og svifa- seinum öldungum. Við Mál og menningu stóðu tveir ungir menn í rykfrökkum og virtust vera að virða fyrir sér nýjustu bækurnar sem stillt hafði verið upp í glugg- ann, en af því að Jesús þekkti mannlífið vissi hann að þeir voru að spegla sig í rúðunni. „Verðbréfaguttar,“ hugs- aði hann og hristi höfuðið...“ Síðar í sögunni er Jesús boðað- ur á Biskupsstofu til fundar við þrjá biskupa: „Nú var Jesús kominn alveg að biskupunum þremur og gat virt þá fyrir sér. Sá yngsti var með þennan áunna, góðlega svip sem landsmenn þekktu frá stórhátíð- um. Hægra megin var forveri hans, rauðhærður, kringluleitur maður sem hafði holdafar eins og hann hefði alltaf haft meiri áhuga á sjálfum sér en guði al- máttugum. Vinstra megin var svo forni biskupinn, beinaber og svo- lítið tryllingslegur til augnanna, hefði getað minnt á Jóhannes skírara á efri árum.“ Biskuparnir hafa fengið skilaboð frá Guði um endurkomu Jesú og eiga brýnt erindi við þennan nafna hans. Sagan er fjörlega skrifuð og smellin eins og fyrri sagan Forleik- ur. Báðar sýna að höfundurinn hef- ur hæfileika á ritvellinum. „Myrkrið varir eilíflega“ Ljóðataugin er sterk í mörgum stjórnmálamanninum, til dæmis í forsætisráðherra landsins, Davíð Oddssyni, sem hefur gefið út tvö smásagnasöfn. Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, setur saman vísur en segist þó nokkuð hafa dregið úr þeirri iðju með árunum. Hann orti um fyrstu kynni sín af vini sínum og baráttufélaga í pólitík, Eðvarði Sturlusyni: Er tók ég hönd hans mér trúlega leist, því takið var sterklegt og heitt, að ei fengi nokkur rönd við oss reist, ef rerum við borðið á eitt. Núverandi sendiherra Íslands í Svíþjóð og fyrrverandi mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson, er listelskandi maður en lítið hef- ur frést af kveðskap hans síðan í menntaskóla. Þá birti hann eftir sig ljóð í skólablaði Menntaskól- ans í Reykjavík. Ljóðið nefnist Myrkur. Hér er brot: “Myrkur! Komdu og svertu, eyðileggðu sundraðu allt, allt sem heitir „hið góða“ Gakktu áfram og hrintu hinu góða í fari mannsins beint, dýpst í gapandi helvíti. Sjá, hið góða deyr. Hið illa blívur Skrattinn blívur Myrkrið varir eilíflega. Myrkrið var Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi iðnaðarráðherra og núverandi forstjóra Norræna fjárfestingarbankans, einnig að yrkisefni. Ljóð hans birtist í skólablaði Menntaskólans á Akur- eyri: Myrkur, myrkur. Himinninn yfir jarðskorpunni er fylltur myrkri. Í lok ljóðsins segir: Það kvöldar. Um ármilljónir hefur sólin, móðir jarðar, skinið á lífvana jörð og búið í haginn fyrir morgun lífsins, og nú hnígur hún í fyrsta sinn til viðar - við sjóndeildarhring, sem umlykur lifandi veru. Jón var ansi afkastamikið skáld á menntaskólaárunum og ljóð hans voru náttúruljóð, um fjöll og tinda, goluna, grösin og trén og í fullkominni mótsögn við hina hörðu jarðbundnu ímynd sem Jón hafði sem stjórnmála- maður. „Hið ljósa man í minni okkar“ Jóni Baldvini Hannibalssyni er margt til lista lagt og á til að setja saman vísur þegar vel liggur á honum. Hann mun hins vegar vera misfljótur til. Fyrir allmörg- um árum var Jón Baldvin á göngu með Hjalta Kristgeirssyni (Ung- verja-Hjalta) um öræfi Íslands. Þar var lítið um afþreyingu og þeir brugðu á það ráð að reyna að koma saman vísu. Jón Baldvin hefur sagt að gangan hafi tekið 17 tíma og það hafi tekið 15 tíma að koma vísunni saman. Hjalti átti fyrstu línuna: Farið höfum vér fjallabing Nokkrum klukkustundum síð- ar svaraði Jón Baldvin hátt og snjallt: fjarri leiðri mannþyrping Þeir félagar þrömmuðu í nokkrar klukkustundir áður en Hjalti sagði: auðn og helvíti allt í kring Enn liðu nokkrar klukkustund- ir og þá botnaði Jón: Ekki er það fyrir vesaling. Jón Baldvin er nú sendiherra í Finnlandi og dvölin þar virðist ekki hafa dregið úr skáldgáfu hans. „Ég uppgötvaði í finnska skerjagarðinum í sumar að það er gott að yrkja á sundi,“ segir hann. „Ég var með hugann heima, hjá dóttur minni Snæfríði og Mörtu ljósálfi, dótturdóttur minni.“ Þeg- ar hann synti framhjá stoltri æð- arkollu með ungann sinn datt Jóni þessi vísa í hug: Íslandssól Augun blá og ljósir lokkar sem lýsi mjöll í morgunsól. Hið ljósa man í minni okkar mætir sinni Íslandssól. „Og síðan bætti ég við,“ segir Jón, „meðan sólin þurrkaði mig á klettinum:“ Söknuður Hafið hvíslar úr fjarska hafaldan djúp og blá. Berðu henni Bryndísi kveðju mína brimkaldri ströndu frá; ég hef skrifað í sandinn mína saknaðarþrá. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, vann á sín- um tíma verðlaun í smásagnasam- keppni Menntaskólans í Reykjavík. Saga hans segir frá samskiptum drengs og gamals manns. Drengur- inn ritar söguna og er ekki sérlega sleipur í stafsetningu: „jeg veit kvur jeg er. ... og kvur ertu þá gæskur litli, seijir hann, og pjakkar með stabbnum sínum á brúnan hrák á öðrum skónum. jeg er grund- völlur heimsins seiji jeg án nokkurs hroka. jeg er æskan og þarafleiðandi lífið. jeg er sí- breytileikinn, ferskleikinn, hin sífellda verðandi, frjókoddn al- lífsins. jeg, er jeg...“ Össur er fámáll þegar forn skáldskapariðkun hans berst í tal og segist hvorki eiga sögur né ljóð í skúffum. „Séra Hjálmar sefur ber“ Þingmenn eru margir afar iðnir við að koma saman vísum við hin ýmsu tækifæri. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þykir sérlega af- kastamikill og sömuleiðis Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Konurnar sinna þessari iðju víst lítt. Þó er Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir þar undatekning. Þegar Hjálmar Jónsson, núver- andi dómkirkjuprestur, var þing- maður voru þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir eitt sinn á ferð á fund í Norðurlandaráði. Hjálmar sat á Saga Class en Ásta var í al- mennum sætum. Þau kváðust á og gengu vísurnar á milli á servíett- um en tilefnið að vísunum var að Hjálmar upplýsti við innritun á farangrinum að hann hefði gleymt náttfötunum sínum heima. Ásta kvað: Séra Hjálmar sefur ber sængurfötin duga. Væri ég bara á vegg hjá þér voða lítil fluga. Hjálmar svaraði: Hress í bragði Ásta er án þess að vera skass. Ó, að hún væri orðin ber inni á Saga Class. Víða leynast skáld og rithöfundar, ekki síst meðal þeirra sem getið hafa sér frægðarorð fyrir annað en að gefa út skáldsögur og ljóða- bækur. Á meðal stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og viðskiptamógúla er að finna fullt af fólki með skáldgáfur og margir dunda sér við að skrifa smásögur eða yrkja ljóð. Fréttablaðið hafði uppi á nokkrum góðum dæmum um skáldskap fræga fólksins. „Þessi froskur framdi ekki sjálfsmorð“ HALLGRÍMUR THORSTEINSSON Hann hefur fengist talsvert við ljóðagerð og skrif á prósa. Þegar hann var í Bandaríkjunum og sótti tíma í skáldskap í háskóla orti hann á ensku. ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Orti til Hjálmars Jónssonar: „Séra Hjálmar sefur ber“. Hjálmar svaraði um hæl. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON „Ég uppgötvaði í finnska skerjagarðinum í sumar að það er gott að yrkja á sundi.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.