Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 27
séu með 70% af launum karla. Það er ansi mikill munur á báðum þessum hópum í fullu starfi en svo þegar við förum að skoða í hverju þessi munur sem eftir liggur, þá kemur í ljós að hann er í þáttum sem líka eru kynbundnir, eins og vinnutíma.“ Vinnutíma er oft skipt upp í fasta yfirvinnu og breytilega yfir- vinnu að sögn Stellu, sérstaklega hjá hinu opinbera. „Þá sjáum við ef við skoðum til dæmis fólk sem er að fá yfirvinnu borgaða, að þá eru karlarnir miklu frekar að fá fasta yfirvinnu. Ef akstursstyrk- ur er tekinn þá eru konur síður með akstursstyrki og ef þær eru með þá, þá er þær frekar með hann samkvæmt bók en karlarnir eru frekar með fastar greiðslur.“ Það er því margt sem gerir það erfiðara en ella, að kanna launamun á kynjunum og að út- skýra hann, en það virðist þó vera sama hvaða aðferðum er beitt, niðurstaðan er alltaf sú að konur fái lægri laun en karlar. „Þrátt fyrir að við höfum aðferð- ir til þess að útskýra þennan launamun sem er á kynjunum og við teljum kannski að sé eðlileg- ur ef við gerum ráð fyrir því að vinnutími sé mælikvarði á vinnu- framlag fólks, að þá er samt alltaf eitthvað eftir sem tengist bara kyni. Það er eitthvað kynj- að. Þessar breytur sem við höfum eru alls ekki nákvæmar en eru þó það nákvæmasta sem við höfum. Þegar við erum búnar að taka þær allar inn erum við samt að fá launamun, eins og hjá VR núna, þar sem það kemur í ljós að karl- ar eru að jafnaði með 14% hærri laun en konur og þá erum við að tala um leiðréttan mun.“ Allir bera ábyrgð Stella bendir einnig á að launa- samningar sé í auknum mæli að færast yfir á einstaklingana. „At- vinnurekandinn er að semja per- sónulega við launþegann eða starfsmann sinn og við erum stöðugt að fjarlægjast þessa hefð- bundnu samninga. Þetta er eitt- hvað sem við, sem erum að velta fyrir okkur launamun kynjanna, höfum óttast og sjáum fram á þetta muni jafnvel auka launa- muninn enn frekar. Þeir sem eru að semja eru náttúrlega með ein- hverjar hugmyndir og launamun- ur kynjanna snýst ekki um það að konur biðji ekki um nógu há laun. Þetta eru tveir aðilar og ábyrgð beggja megin. Öll þessi umræða ýtir þó vissulega almennt undir meðvitund fólks í samfélaginu, bæði atvinnurekenda og starfs- fólksins, um réttlæti í launasetn- ingu en ég vil ekki tengja það kon- unum sjálfum beint.“ thorarinn@frettabladid.is 27SUNNUDAGUR 26. október 2003 STELLA BLÖNDAL Segir að ómálefnalegir þættir eins og hjú- skaparstaða og barneignir eigi ekki að hafa áhrif í launakönnunum. „Það getur hins vegar verið að þessir þættir tengist eitt- hvað launum en það er þá bara allt önnur rannsókn.“ Jú, jú, þeir segja það sumir vin-ir mínir að þeir gætu gubbað þegar ég byrja. En við skulum bara segja að ég tali fyrir dóttur- ina sem ég aldrei fékk að eiga,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson frétta- haukurinn skeleggi sem hefur lát- ið til sín taka sem talsmaður sjón- armiða sem femínistar hafa sett fram. Ingvi Hrafn er einlægur jafnréttissinni og Fréttablaðið lagði fyrir hann eftirfarandi spurningu: Hvað veldur því að konur hafa lægri laun er karlar? Ekki stóð á svörum. „Þetta er landlægur ósiður, og hefur verið í áratugi, að borga konum lægri laun á þeirri for- sendum að þær fari á túr, eignist börn og standi í allskonar líf- fræðilegum veseni sem þeir sem míga standandi gera ekki. Í bland hefur það kannski verið að konur hafa ekki verið jafn harðar og fylgnar sér. Það hefur hins vegar breyst samkvæmt nýjustu könn- un VR þar sem kemur í ljós að launamunur hefur dregist saman þar um fjögur prósentustig á und- anförnum fjórum árum eða úr 18 prósentum í 14. Þar er líka unnið skipulega að því að þjálfa konur í launahækkunnarviðtölum.“ Fleiri konur í stjórnunar- störf Ingvi Hrafn segir hugsanlegt að konur séu ragari við að sækjast eftir meira álagi sem fylgir störf- um, sérstaklega konur í barneign. „Ofurkonan hefur nóg að gera við að eiga tvö til þrjú börn, mennta sig í háskóla og vinna kannski með,“ segir hann. „Ég held fyrst og fremst að þetta sé ósiður og um leið fáfræði stjórnenda sem halda að það sé fyrirtækjum eða stofn- unum til framdráttar að halda konum niðri í launum og starfs- frama. Ég lýsi vantrausti á stjórn- endur fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands fyrir það að af- þakka þann mannauð sem felst í því að hafa konur til jafns við karla í stjórnunarstöðum. Þær hafa sagt það við mig vinkonur mínar femínistarnir, og ég hlusta nú mikið á þær, en þær flestar gætu verið dætur mínar og jafn- vel barnabörn, að þetta snýst um að vita hvað þú vilt. En þessir menn eru með 5% kvenna í stjórn- unarstöðum. Ef þú hefur ekki kon- ur í vinnu til jafns við karla miss- irðu þann mannauð og þau verð- mæti sem því fylgja. Dregur úr mikilvægi og verðmæti fyrirtækj- anna. Ég held að það sé hnýpin þjóð í vanda sem ekki kann að nýta sér konur í atvinnulífinu. Það er vísvitandi verið að reka fyrirtæki og semja um lægri laun við konur en karla. Ég skora á félagsmála- ráðherra, Árna Magnússon, áður en undir honum verður sami rass- inn og öllum þessum kerfiskörl- um, að gera eins og sænski jafn- réttisráðherrann, sem sagði við sænska verslunarráðið þar sem voru fimm prósent konur í stjórn- unarstöðum: ‘Ég skal gefa ykkur séns á að laga þetta sjálfir. Annars set ég á ykkur kvótalög!’ Og þeir fóru á tæpu ári úr fimm í 12 pró- sent. Við erum í þessum fimm pró- sentum og megum þar af leiðandi teljast bananalýðveldi.“ ■ Ingvi Hrafn Jónsson, sá gamli fréttahaukur, er kannski ólíklegur liðsmaður femínista í augum margra en er engu að síður einn einarðasti talsmaður jafn- réttis á Íslandi: Hnípin þjóð í vanda INGVI HRAFN JÓNSSON Hann sendir þeim sem vísvitandi halda launum kvenna niðri tóninn, líkir Íslandi við ban- analýðveldi í þessum efnum og skorar á Árna Magnússon, „áður en það verður undir honum sami rassinn og á þessum kerfiskörlum“ að gera eitthvað í málunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á aðkonur séu mun sjaldséðari í fjölmiðlum en karlar þannig að fjölmiðlafólki virðist almennt tamara að leita til karla eftir við- tölum og sérfræðiáliti. Margir úr hópi blaða- og fréttamanna telja sig þó ekki geta skrifað undir slíkt og benda á móti á að konur séu mun tregari í taumi en karlar þeg- ar það kemur að því að veita fjöl- miðlum viðtöl. Rósa Erlingsdóttir, jafnréttis- fulltrúi Háskóla Íslands, segir að hlutirnir séu þó ekki svona ein- faldir og bendir meðal annars á að konur sem starfi á fjölmiðlum séu færri en karlar og það hljóti að hafa sitt að segja. Gagnabankinn www.kvenna- slodir.is er viðbragð við þessu ástandi en þar getur fjölmiðlafólk nálgast lista yfir konur, með sér- fræðiþekkingu, sem eru tilbúnar til að koma fram í fjölmiðlum. Samkvæmt skýrslu sem nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins skilaði af sér í febrúar árið 2001 kemur meðal annars fram að hlutur kvenna í fjölmiðlum er mun minni en hlutur karla og á það jafnt við um fréttamenn, við- mælendur, þáttastjórnendur, greinahöfunda og svo framvegis. Kynjahlutfallið er að jafnaði 70% hlutur karla á móti 30% hlut kvenna. Nefndin lagði til að reynt yrði að auka vitund fjölmiðlafólks um málið og að komið yrði á fót gagnagrunni sem innihéldi upp- lýsingar um konur með sérþekk- ingu á ýmsum sviðum. Þá var ein- nig mælt með því að konur yrðu hvattar til að skorast ekki undan þátttöku í fjölmiðlum. Þarf kannski að fara öðru- vísi að konum „Við þurfum líka að skoða vinnubrögð fjölmiðlamanna við að fá konur í viðtöl til sín. Það þarf kannski að fara öðruvísi að konum“, segir Rósa. „Konur virð- ast þurfa lengri undirbúningstíma fyrir viðtöl og það ætti þá að gefa þeim hann. Þá er það rík tilhneig- ing hjá fjölmiðlum að líta á við- mælanda sinn sem óvin sinn og stilla honum upp við vegg. Það er spurning hvort ekki ætti að end- urskoða þau vinnubrögð og keyra viðtölin frekar þannig að báðir hagnist á þeim, með meiri sam- vinnu og samráði. Þetta er meðal þess sem hef- ur komið út úr erlendum rann- sóknum sem hafa verið gerðar með viðtölum við konur og karla í áhrifastöðum um viðhorf þeir- ra til fjölmiðla og reynslu af þeim. Annars hefur það ekkert endilega verið staðfest í rann- sóknum að konur séu tregari til þess að fara í viðtöl. Það er eitt- hvað sem verður að gera hér- lendis. Það þarf að skoða fjöl- miðlana og gera á þessu úttekt með stöðluðum viðtölum við úr- tak fréttamanna og kvensér- fræðinga, til dæmis kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum og reyna þannig að komast að því hvort þetta sé eitthvað sem sé bara haft uppi eða notað sem skýring sem á í raun og veru ekkert við rök að styðjast þar sem það er líka fullt af fjölmiðla- fólki sem kannast ekkert við það að það sé erfiðara að fá konur í viðtal.“ ■ RÓSA ERLINGSDÓTTIR „Þá er það rík tilhneiging hjá fjölmiðlum að líta á viðmælanda sinn sem óvin sinn og stilla honum upp við vegg. Það er spurning hvort ekki ætti að endurskoða þau vinnubrögð og keyra viðtölin frekar þannig að báðir hagnist á þeim, með meiri samvinnu og samráði.“ Konur eru ekki óvinir fjölmiðla Konur koma mun sjaldnar fram í fjölmiðlum en karlar. Fjölmiðlafólk hefur bent á það að konur séu almennt tregari til að mæta í viðtöl en karlar en Rósa Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi HÍ, bendir á að þessi rök hafi ekki verið studd með almennilegri rannsókn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.