Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 14
14 26. október 2003 SUNNUDAGUR VERKFALL LAMAÐI EFNAHAGSLÍF ÍTALA „Far vel að eilífu eftirlaunaréttindi“ stendur á mótmælaspjaldi þessa ítalska launa- manns. Milljónir manna lömuðu efnahags- líf á Ítalíu í gær en þrjú stærstu verkalýðs- félög landsins efndu til hálfs dags verkfalls til að mótmæla áformum stjórnvalda um skerðingu eftirlaunaréttinda. Opinber þjón- usta lagðist niður, skólum var lokað, sjúkrahús sinntu aðeins neyðartilvikum og samgöngur lömuðust. Berlusconi forsætis- ráðherra reynir nú í annað sinn á áratug að gera breytingar á eftirlaunakerfi lands- ins en fyrri ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um málið árið 1994. ■ Viðskipti ■ Vikan sem leið LÖGREGLURANNSÓKN HAFIN Embætti Ríkislögreglustjóra hefur hafið opinbera rannsókn á ætluðu ólöglegu samráði stjórn- enda olíufélaganna. Rannsóknin snýr að æðstu stjórnendum Skeljungs, Olís og Olíufélagsins Esso á árunum 1993-2001 og þeim millistjórnendum sem tóku þátt í samskiptum við hin félögin. Alls eru þetta á milli 10 og 15 manns. BANKAR OG TRYGGINGAFÉLÖG GAGNRÝND Neytendasamtökin birtu í vikunni skýrslu þar sem bankarnir eru gagnrýndir fyrir að hagnast óhóflega á kostnað neytenda vegna óeðlilegs vaxta- munar og hárra þjónustugjalda. Samtökin gagnrýndu einnig að meðaliðgjöld tryggingafélag- anna hefðu hækkað um 70% á síðustu sex árum. VILJA LEIFSSTÖÐ GJ Fjármála- ráðgjöf hefur fyrir hönd hóps fjárfesta sent ráðherranefnd um einkavæðingu erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Heildareignir stöðv- arinnar með viðskiptavild eru metnar á 12,7 milljarða króna, en skuldir á 8,4 milljarða. GJALDÞROT BLASIR VIÐ Héraðs- dómur Norðurlands vestra hafnaði sláturhúsinu Ferskum afurðum um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar. Djúpstæður ágreiningur er milli Kaupþings Búnaðarbanka og sláturhússins og gjaldþrot blasir við. DECODE LÆKKAR Gengi hluta- bréfa DeCode sem hækkaði upp í 7,25 í síðustu viku, byrjaði að lækka aftur í byrjun þessarar viku. Gengið fór úr 6,8 á mánu- daginn í um 6,2 við lokun mark- aða í Bandaríkjunum á föstu- daginn. Sérfræðingar á sviði íslenskahlutabréfamarkaðarins eru sammála um að sú gríðarlega hækkun sem orðið hefur á úr- valsvísitölunni frá áramótum sé ekki bóla sem springur, líkt og varð árið 2000 þegar hrun fylgdi í kjölfar methækkunar. Úrvalsvísitalan náði nýju meti á mánudaginn þegar hún fór upp undir 1.907 stig, en fyrra met var 1.888 stig í febrúar 2000. Á þeim tíma var tæknibólan svo- kallaða í hámarki og fyrirtæki eins og Opin kerfi leiddu hækk- unina. Næsta árið hrapaði vísi- talan og fór niður undir 1.100 stig rúmu ári eftir metið. Metið á mánudaginn á sér aðdraganda hækkunar úr 1.322 stigum um síðustu áramót, en hækkunin nemur 37 prósentum frá áramót- um. Obbi hækkunarinnar átti sér hins vegar stað frá ágústmánuði, og er afskráning stórra félaga og eignarbarátta um Eimskip og tryggingarfélögin meðal annars tengd stökkinu. Aukið fjármagn Aðstæður nú eru metnar ólíkar þeim sem voru ríkjandi árið 2000. Sigþór Jónsson, starfsmaður Greiningardeildar Kaupþings Bún- aðarbanka, segir undirstöður hækkunarinnar nú vera traustari en 2000. „Hækkunin í dag er miklu raunverulegri. Fátt bendir til þess að mikil lækkun komi í kjölfarið. Árið 2000 var minna fjármagn í umferð og hækkanir voru drifnar áfram af væntingum til hagnaðar í framtíðinni. Nú valda afskráningar af mörkuðum því að losnað hefur um töluvert fjármagn sem leitar aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Þegar fjármagnið er til staðar og fyrirtæki eru að skila raunveruleg- um hagnaði eru aðstæðurnar allt aðrar.“ Hann segir að eftirspurn þrýsti á hækkun vísitölunnar. „Félögum hefur fækkað og meiri ásókn er í þau góðu fyrirtæki sem eru eftir. Helstu félögin hafa hækkað gríðar- lega mikið frá áramótum.“ Þau fyrirtæki sem leiða hækk- unina nú eru fyrst og fremst Pharmaco, bankarnir og að nokkru leyti Bakkavör. Samkvæmt úttekt Hálf fimm frétta Kaupþings Bún- aðarbankans í tilefni vísitölumets- ins, hefði úrvalsvísitalan verið 1.544 stigum í stað 1.903 ef þessi fyrirtæki væru tekin út úr vísitöl- unni. Öll hafa fyrirtækin sem leiða hækkun vísitölunnar staðið í út- þenslu erlendis. Pharmaco starfar nær alfarið erlendis, sem og Bakkavör. Ef aðeins Pharmaco væri fjarlægt úr vísitölunni hefði hún staðið 10 prósentum lægra, í 1.732 stigum. Sigþór telur hækkunina mest- megnis stafa af útrás þessara fyr- irtækja. „Félögin sem eru í útrás leiða hækkunina. Það er ekki innan- landsstarfsemi sem veldur hækk- uninni, heldur starfsemi erlendis. Vísitalan er þar af leiðandi ekki vel lýsandi fyrir atvinnustarfsemi Ís- lendinga.“ Fyrirtæki í víking Jafet Ólafsson, forstjóri Verð- bréfastofunnar, segir hækkun úr- valsvísitölunnar hér á landi haldast í hendur við almenna hækkun á heimsmarkaði. Heimsúrvalsvísi- tala Morgan Stanley hefur til að mynda hækkað um tæplega 20 pró- sent það sem af er árinu. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa set- ið nokkuð eftir í hækkun síðastlið- ins árs, en Jafet spáir því að þau muni taka að stíga á síðasta árs- fjórðungi. Vaxtarmöguleikar sjáv- arútvegsfyrirtækja hérlendis eru takmarkaðir af kvótaþaki, sem meinar þeim að eignast meira en 12 prósent af heildarkvóta á Ís- landsmiðum, og telur Jafet að frek- ari útrás sjávarútvegsfyrirtækja sé yfirvofandi. „Ég held að sjávarútvegsfyrir- tækin séu farin að líta í kringum sig eftir vaxtarmöguleikum er- lendis, þá fyrst og fremst í Evrópu. Við erum með gífurlega mikla þekkingu og góð og öflug fyrirtæki í sjávarútvegnum sem hafa tak- markaða vaxtarmöguleika hér- lendis.“ Jafet telur smæð íslenska mark- aðarins bæði fæla erlenda fjár- festa frá og takmarka vaxtarskil- yrði íslenskra fyrirtækja. „Ég held að okkar litli markað- ur fæli stórhuga fjárfesta frá. Við erum eins og úthverfi í Stokk- hólmi. Sama gildir um stærstu ís- lensku fyrirtækin. Það eru tak- markaðir vaxtarmöguleikar hérna og þeir sem vilja vaxa fara í víking til Evrópu, eins og forð- um. Staðan á íslenska markaðnum er gjörbreytt. Það hefði þurft mikinn spámann til að segja fyrir fjórum árum að lyfjafyrirtæki yrði verðmætast á íslenskum markaði. Langstærsti hluti af starfsemi Bakkavarar og Pharmaco er í útlöndum og bank- arnir sækja einnig á þau mið í vaxandi mæli. Það segir okkur að fyrir íslensk fyrirtæki eru vaxtar- möguleikarnir erlendis.“ Almenn bjartsýni ríkir um framvinduna í íslensku efnahags- lífinu á hlutabréfamarkaðnum. „Menn eru sammála um að horfur á hlutabréfamarkaði séu almennt góðar. Bæði standa fyrir- tækin vel og menn eiga inni fyrir þessari hækkun. Ég held að úr- valsvísitalan verði róleg næstu vikurnar, en í lok ársins gæti hún stigið upp á við aftur,“ segir Jafet. jtr@frettabladid.is SAMSETNING ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR: Kaupþing Búnaðarbanki hf. Fjármál og tryggingar 59.646 17,30% Pharmaco hf. Lyfjagrein 58.513 16,90% Íslandsbanki hf. Fjármál og tryggingar 45.450 13,20% Eimskipafélag Íslands hf. Samgöngur 32.716 9,50% Landsbanki Íslands hf. Fjármál og tryggingar 28.204 8,20% Bakkavör Group hf. Iðnaður og framleiðsla 19.470 5,60% Össur hf. Iðnaður og framleiðsla 15.699 4,50% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Fjármál og tryggingar 15.561 4,50% Samherji hf. Sjávarútvegur 14.110 4,10% Skeljungur hf. Olíudreifing 11.935 3,50% Flugleiðir hf. Samgöngur 10.681 3,10% Fjárfestingarfélagið Straumur hf. Hlutabréfas. og fjárfestingarfél. 9.485 2,70% Grandi hf. Sjávarútvegur 8.578 2,50% Og fjarskipti hf. Upplýsingatækni 7.735 2,20% Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hf. Sjávarútvegur 7.482 2,20% Stígandi vísitala vegna strandhögga Úrvalsvísitalan náði sögulegu hámarki í vikunni. Hækkunin er drifin áfram af fyrirtækjum sem sótt hafa vöxt sinn til útlanda. Smæð íslenska markaðarins veldur því að stærstu fyrirtækin sækja á önnur mið. jan. 2003 ICEX 15 ICEX 15 án Pharmaco ICEX 15 án bankageira ICEX 15 án Pharmaco og banka 16. okt. 2003 1900 1400 900 ÚRVALSVÍSITALAN MEÐ OG ÁN LEIÐANDI FYRIRTÆKJA frá áramótum til 16. október. 2000 2001 2002 2003 1.618,6297 1.858,9300 1.331,0200 1.054,2900 ÁRSFJÓRÐUNGSLEG ÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLU Það eru takmark- aðir vaxtarmöguleik- ar hérna og þeir sem vilja vaxa fara í víking til Evrópu, eins og forðum. ,, KAUPHÖLL ÍSLANDS Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, segir hækkun úrvalsvísitölunnar haldast í hen- dur við almenna hækkun á heimsmarkaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.