Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 26. október 2003 Olíurisinn Shell: Grænt verk- efni í Katar VIÐSKIPTI Bresk-hollenski olíuris- inn Shell undirritaði á dögunum saming upp á fimm milljarða dollara við örríkið Katar í Arab- íu. Shell á samkvæmt samningn- um að reisa nýtísku olíu- hreinistöð en Katar hyggst hasla sér völl í f r a m l e i ð s l u v i s t v æ n s fljótandi elds- neytis. Í þeim efnum leggur Katar til jarðgasið, Shell framleiðslutækn- ina. Stöðin sem Shell á að reisa verður sú stærsta sinnar tegund- ar í heiminum og er sögð verða „græna byltingin“ í olíugeiran- um. Þar verður meðal annars framleidd umhverfisvæn dísil- olía. Eldsneyti sem framleitt er úr jarðgasi er mun vistvænna en hefðbundið bensín og dísilolíur. Koldíoxíð í útblæstri frá slíkri framleiðslu hefur hins vegar ver- ið vandamál en mengunin er skaðleg fyrir ósonlagið. Shell segir þetta ekki verða vandamál í nýju verksmiðjunni í Katar, koldíoxíð í útblæstri verk- smiðjunnar verði lítið sem ekk- ert. Bygging stöðvarinnar hefst innan tíðar en ætlunin er að framleiða 137.000 tunnur af fljót- andi eldsneyti á dag þegar stöðin verður komin í fullan rekstur árið 2011. ■ Búnaðarbankinn um Össur: Vandamál vegna málaferla VIÐSKIPTI Í umfjöllun um níu mán- aða uppgjör Össurar hf. segir greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka að það sem einkenni uppgjörið séu erfiðar aðstæður í Bandaríkjunum. Málaferli við fyrirtækið Freedom Innovations vegna brota á fjórum einkaleyfum í gervifóta- línu hafa kostað fyrirtækið 1,2 milljónir Bandaríkjadala og má vænta þess að kostnaðurinn verði á endanum um tvær milljónir dollara. Til viðbótar við málaferlin hefur samkeppni aukist mjög í Bandaríkjunum. Af þessum ástæðum segir í hálffimmfrétt- um Kaupþings Búnaðarbanka að horfur fyrir afkomu Össurar á fjórða ársfjórðungi séu ekki góð- ar. Hins vegar sé markaðurinn sem Össur starfar á í örum vexti og því eftir miklu að slægjast. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.