Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 26. október 2003 FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Jody Morris hefur samþykkt að taka tíu daga leyfi frá enska liðinu Leeds United í kjölfar þess að hann var handtekinn öðru sinni á stutt- um tíma grunaður um nauðgun. Stjórn félagsins tilkynnti um leyfi Morris en tók jafnframt fram að hún vissi ekki um sekt eða sakleysi leikmannsins. Morris var handtekinn ásamt öðrum manni þann 6. október grunaður um að hafa nauðgað tví- tugri stúlku. Þá var hann sendur í tveggja vikna leyfi frá Leeds á meðan á lögreglurannsókn stóð. Síðastliðinn þriðjudag var Morris handtekinn að nýju grunaður um aðra nauðgun. Að sögn lögreglunnar í Vestur- Yorkshire átti atburðurinn sér stað fyrir nokkru en kom fram í dags- ljósið við rannsókn á öðru máli. Morris, sem er 24 ára gamall miðvallarleikmaður, hefur allan sinn atvinnumannaferil getið sér orð fyrir óstýrilæti bæði innan vallar sem utan. Áður en hann gekk til liðs við Leeds var hann leikmaður Chelsea. ■ Jody Morris: Fer í tíu daga frí JODY MORRIS Er farinn í frí frá Leeds. Morris er grunaður um tvær nauðganir. KAPPAKSTUR Þriðjungur lands- manna fylgdist með lokamóti Formúlu 1 í Japan samkvæmt nýrri mælingu IMG Gallup, sem er 35,1% landsmanna. Það er mesta áhorf sem mælst hefur á kappaksturinn í Japan frá því farið var að sýna Formúlu 1 hér- lendis. Hlutfallið skiptist þannig að 46% voru karlmenn en 24% konur. Stærsti áhorfendahópur- inn var á aldrinum 35-44 ára, eða 44,2%. Á aldrinum 16-24 ára fylgdust 43% með, í hópnum 25- 34 ára fylgdust 35,8% með jap- anska kappakstrinum. Í aldurs- flokknum 45-54 ára var talan 28,8%, og 24,7% hjá 55-75 ára. Áhorfsdreifing er tiltölulega jöfn miðað við aðra sjónvarps- þætti þar sem skarpari skil eru venjulega milli aldurshópa. Á næsta ári verða 18 Formúlu 1 mót á dagskrá og hefst tímabil- ið í byrjun mars. Meðal nýjunga verður ný útfærsla af tímatöku þar sem tvær umferðir verða eknar í stað einnar. Þá verður ekið á nýjum brautum í Kína og Barein og Spa í Belgíu verður aftur á dagskrá. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Victor Conte er í sviðsljósinu eftir að neysla íþróttamanna á nýju steralyfi komst í hámæli. Conte er 53 ára fyrrum tónlistarmaður sem starf- aði meðal annars með píanóleikar- anum Herbie Hancock. Hann náði á yngri árum ágætum árangri í hlaupagreinum og fékk fyrir vikið háskólastyrk hjá Fresno State University. Conte stofnaði Bay Area Laboratory Co-operative (Balco) fyrir tveimur áratugum. Fyrir- tækið framleiðir bætiefni og veit- ir ráðgjöf í notkun þeirra. Frétta- vefur BBC segir að Balco hafi rannsakað blóð og þvag íþrótta- manna og ráðlagt þeim um neyslu bætiefna sem eiga að vega upp skort á vítamínum og steinefnum. Bandaríska lyfjaeftirlitsnefnd- in (USADA) heldur því fram að Balco framleiði sterana tetra- hydrogestrinone (THG) sem margir bandarískir íþróttamenn eru grunaðir um að nota. Dwayne Chambers, Evrópumeistari í 100 metra hlaupi, er meðal þeirra sem eru grunaðir um að hafa notað efnið. Þegar Chambers féll á lyfjaprófi í sumar krafði hann Conte skýringa á þeim efnum sem hann fékk hjá Balco. Conte sór að ekkert þeirra væri á bannlista al- þjóða frjálsíþróttasambandsins. Enska dagblaðið The Guardian segir að þjálfari Chambers sé Remi Korchemny, fyrrum þjálfari Valery Borzov, sem sigraði í 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíu- leikunum árið 1972. Korchemny og Victor Conte reka saman frjálsíþróttafélagið KMA sem Chambers keppir fyrir. Conte hefur áður komist í svið- ljósið vegna lyfjamála. Hann var sagður „næringafræðingur“ kúlu- varparans C.J. Hunter sem féll á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Þegar rannsókn vegna THG hófst í sumar sendi Conte fjölmiðlum bréf þar sem hann þvertók fyrir að eiga nokkurn hlut að máli. „Að mínu mati snýst þetta um öfund- sjúka þjálfara og íþróttamenn sem allir hafa neytt lyfja til að bæta árangur sinn og hegða sér því eins og hræsnarar.“ Fulltrúar USADA, skattayfir- valda, lyfja- og matvælaeftirlitsins og eiturlyfjalögregla San Mateo- héraðs hafa rannsakað skrifstofur Balco og yfirheyrslur fyrir alríkis- dómstól eru hafnar. Rannsókn þessara aðila lýtur að meintum skattsvikum og peningaþvætti sem tengjast greiðslum íþróttamanna fyrir efnin ólöglegu. ■ SCHUMACHER Bar sigur úr býtum í Formúlunni í ár. Áhorf á lokamót Formúlu 1: Þriðjungur fylgdist með VICTOR CONTE Foresti Bay Area Laboratory Co-operative er í sviðsljósinu vegna meintrar aðildar að lyfjamisnotkun íþróttamanna. Balco undir grun Yfirvöld kanna starfsemi Balco vegna lyfjamáls sem margir fremstu íþróttamenn Bandaríkjanna eru grunaðir um aðild að. Rannsóknin lýtur að meintum skattsvikum og peningaþvætti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.