Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 4
4 26. október 2003 SUNNUDAGUR Leiðir rannsókn á meintu olíu- samráði til dóma yfir einstakling- um? Spurning dagsins í dag: Á að hækka skólagjöld við Háskóla Ís- lands? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 37,6% 45,5% Nei 16,8%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Landsvirkjun: Hlynnt gerðardómi um vatnsréttindi KÁRAHNJÚKAR Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir því í áætlunum sín- um að greiða þurfi nokkur hund- ruð milljónir króna til þeirra sem eiga vatnsréttindi á Norður-Hér- aði og í Fljótsdal, að sögn Sigurð- ar Arnalds hjá Landsvirkjun. Bæturnar verða greiddar til þeirra sem teljast eiga virkjunar- rétt Jökulsár á Brú og í Fljótsdal. Landeigendur héldu fund á föstu- dag þar sem þeir fóru yfir stöðu málsins og hvernig ætti að bera sig að við að fá réttar bætur. Sigurður segir málið flókið og líta verði til reynslunnar af greiðsl- um vegna Blönduvirkjunar. Tvær leiðir séu færar, annars vegar eign- arnám sem væri tímafrek dóm- stólaleið en hins vegar samnings- bundinn gerðardómur þar sem hvor aðili tilnefnir sérfræðinga og fellst á niðurstöðu dómsins. Sigurður seg- ir að Landsvirkjun muni ekki leggj- ast gegn því ef þeir sem eiga bóta- réttinn vilja fara þá leið. Hann seg- ir að málið sé flókið, fyrst þurfi að finna út hverjir eigi rétt á bótum, hvort það séu allir sem eiga land frá fjalli til fjöru í báðum dölum eða hvort hópurinn sé minni. Svo þurfi að reikna út bæturnar og hvernig þær skiptist. Hann segir ljóst að ferlið allt muni taka nokkur ár. ■ Ákærður fyrir skattsvik og þjófnað MOSKVA, AP Saksóknarar birtu í gær Mikhaíl Khodorkovskí, for- stjóra rússneska olíurisans Yukos og ríkasta manni Rússlands, ákæru í sex liðum. Starfsmenn rússnesku öryggis- þjónustunnar hand- tóku Khodorkovskí í fyrrinótt þegar einkaþota hans lenti á Novosibirsk- flugvelli í Síberíu til að taka elds- neyti. Hann var fluttur til Moskvu þar sem hann var yfirheyrður í nokkrar klukku- stundir. Saksóknarar kröfðust þess að hann yrði áfram í haldi. Rússneskir saksóknarar hafa undanfarna mánuði rannsakað meint skattsvik æðstu yfirmanna Yukos og þjófnað á opinberum eignum. Yukos er fimmta stærsta olíufélag heims en markaðsvirði þess er um 40 milljarðar dollara, rúmlega 3.000 milljarðar króna. Khodorkovskí er meðal annars ákærður fyrir skattsvik og stór- felld fjársvik, fyrir að hunsa fyrri dómsúrskurði og skjalafals. Mikhaíl Khodorkovskí er fer- tugur að aldri og langríkasti mað- ur Rússlands. Hann auðgaðist mjög í kjölfar hruns Sovétríkj- anna sálugu en persónuleg auð- æfi hans eru metin á ríflega 8 milljarða dollara, rúma 600 millj- arða króna. Khodorkovskí er númer 26 á lista Forbes yfir rík- ustu menn veraldar. Khodorkov- skí stofnaði Menatep-bankann árið 1987 og átta árum síðar keypti hann olíufyrirtækið Yukos á uppboði einkavæðingarnefndar Rússlands. Khodorkovskí hefur lagt stjórnarandstöðuflokkunum til ríflegt fé. Stjórnmálaskýrendur segja að rannsókn yfirvalda á fyr- irtækjum Khodorkovskís, og ákæran á hendur honum og öðrum rússneskum auðkýfingum, sé ein- faldlega tilraun til þess að halda þeim frá stjórnmálum í Rússlandi en kosningar eru fyrirhugaðar þar á næsta ári. the@frettabladid.is Starfsgreinafélagið Afl: Kaupir hlut í Tanga hf. ATVINNUMÁL Stjórn starfsgreina- félagsins Afls á Austurlandi hef- ur ákveðið að kaupa einnar milljónar króna hlut í fisk- vinnslufyrirtækinu Tanga hf. á Vopnafirði. Formaður Afls segir þetta tímabundna ráðstöfun til að renna stoðum undir atvinnu fé- lagsmanna á Vopnafirði. Hluta- bréfin verði seld aftur við fyrsta tækifæri. Kemur fram á heimasíðu Vopnafjarðar að ekki hafi verið eining um kaupin innan stjórnar Afls. Tveir voru á móti og einn sat hjá. ■ SKÓGARELDAR Fjögur hús höfðu í gær orðið miklum skógareldum sem geysa í Kaliforníu að bráð. Heimili meira en þúsund manns eru í hættu. Skógareldar í Kaliforníu: Eldur nálg- ast þéttbýli KALIFORNÍA, AP Rúmlega þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna víðáttumikilla skógarelda sem geysa í suður- hluta Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Fjögur hús höfðu í gær orðið eldinum að bráð. Sterkir vindar og þurrt veður- far hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir, en sökum vinda er ómögulegt að segja til um hvert eldarnir munu stefna. Meira en 1500 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem ná nú yfir ríflega 5.000 hektara svæði, en tekist hafði að koma böndum á eldana á um fimmtungi svæðisins í gær. Yfirvöld telja að kveikt hafi verið vísvitandi í. ■ Dósent í stjórnmálafræði: Páfi fái aldrei friðar- verðlaun NÓBELSVERÐLAUN Baldur Þórhalls- son, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í grein í Lesbók Morgunblaðsins í gær að hann voni að sænska Nóbelsverð- launanefndin beri gæfu til þess að veita Jóhannesi Páli páfa ekki friðarverðlaun Nóbels. Baldur segir að boðskapur páfa sé ekki einn allsherjar heilagur friðarboðskapur. Í honum kristall- ist fyrirlitning á tilteknum þjóðfé- lagshópum, andstaða við mann- réttindi og algert skeytingarleysi um afdrif fólks. Af þessum ástæðum þykir Baldri augljóst hvers vegna páfi fékk ekki friðarverðlaun Nóbels á þessu ári eins og margir höfðu spáð honum. Hann vonar að svo verði áfram, svo lengi sem páfi haldi uppteknum hætti og berjist gegn grundvallarmannréttindum og réttindum fólks til að verja sig gegn alnæmissmiti. ■ Alltaf ód‡rast á netinu 83 flug á viku til 13 áfangastaða Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 LANDSVIRKJUN Gerði ráð fyrir í áætlunum að greiða bætur vegna vatnsréttinda upp á nokkur hundruð milljónir. ÁKÆRÐUR Mikhaíl Khodorkovskí, forstjóri Yukos-olíurisans, er meðal annars ákærður fyrir skattsvik og stórfelld fjársvik. Stjórnarandstæðingar segja að málatilbúnaður stjórnvalda á hendur honum og öðrum auðkýfingum hafi þann tilgang einan að halda þeim frá rússneskum stjórnmálum. ■ Rússneskir sak- sóknarar hafa undanfarna mánuði rann- sakað meint skattsvik æðstu yfirmanna Yu- kos og þjófnað á opinberum eignum Rússneskir saksóknarar létu í gær til skarar skríða gegn ríkasta manni Rússlands. Hann er ákærður fyrir skattsvik, þjófnað, skjalafals og fleiri glæpi. Stjórnarandstæðingar segja pólitík ráða gjörðum saksóknara. Íraksstríðinu mótmælt í Washington: Vilja fá hermenn aftur heim WASHINGTON, AP Allt að 30.000 frið- arsinnar komu saman í miðborg Washington í Bandaríkjunum í gærkvöld og mótmæltu Íraks- stríðinu. Mótmælendur kröfðust þess að Bush kallaði bandaríska hermenn þegar í stað heim frá Írak. Mótmælendur komu meðal annars saman skammt frá Hvíta húsinu en Bush Bandaríkjaforseti dvaldi í Camp David um helgina. „Störf í stað stríðs“ og „Bush er lygari“ stóð meðal annars á mótmælaspjöldum. Mótmælin í Washington eru þau fjölmennustu síðan stjórn Saddams var steypt af stóli í inn- rásarstríðinu gegn Írak í vor. Óánægja almennings með stríðsreksturinn hefur stigmagn- ast í takt við fjölgun fallinna her- manna. Á annað hundrað banda- rískir hermenn hafa fallið í Írak frá því Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir formlegum stríðslokum 1. maí síðastliðinn. Mótmæli gegn Íraksstríðinu voru skipulögð víðar á vestur- strönd Bandaríkjanna í gær- kvöld. ■ GEGN ÍRAKSSTRÍÐINU Mótmælendur í gervi „tortímandans“, Schwarzeneggers, nýkjörins fylkisstjóra Kaliforníu, og Bush Bandaríkjaforseta. Á skilti forsetans má lesa: „þú ert annað hvort með okkur eða hryðjuverkamönnunum“. STÚTUR Á ÍSAFIRÐI Ölvaður mað- ur ók greitt um götur Ísafjarðar í fyrrinótt. Stöðvaði lögregla för hans áður en skaði hlaust af. ÁFLOG Á EGILSSTÖÐUM Talsverð ölvun var á Egilsstöðum. Smá- vægileg áflog áttu sér stað en engin alvarlega slys urðu á fólki. ÆFING Á SEYÐISFIRÐI Lögreglan á Seyðisfirði, ásamt björgunar- sveitum og í samvinnu við sjúkrahúsið hélt slysavarnaræf- ingu. Gekk hún vonum framar en henni lauk síðdegis. ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir BÍLVELTA Í BISKUPSTUNGUM Bíl- velta varð í Biskupstungum. Tveir piltar voru í bifreiðinni en þá sakaði ekki alvarlega. Bifreið- in skemmdist mikið og er öku- maðurinn grunaður um ölvun. JÓHANNES PÁLL II PÁFI Flytur ekki eintóman friðarboðskap að mati dósents.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.