Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10
Eftir sláturtíð kemur kvennatíð.Þeir karlmenn sem hugsanlega hafa haft uppi barlóm við yfirmenn sína; endar nái ekki saman, hvort launaleiðrétting sé kannski málið ... slíkar mjóróma raddir kafna í rétt- mætu herópi kvenna. Þær flykkjast að yfirmönnum sínum með kröfu um kauphækkun sér til handa. Höfðu kannski erindi sem erfiði – kannski ekki. Vonandi. En auðvitað er hægt að ná fram launajafnrétti með ýms- um hætti. Ef ekki er hægt að hækka konurnar, þá má lækka karlana. Þeir sem gleymdu að mæta í pilsi til vinnu á föstudaginn fengu í sárabætur eina af skýrslum þeim sem þessi flóð- bylgja femínismans hefur fært landsmönnum undanfarna daga til að rýna í. Nektarstaðir, nuddstofur, vændi, myndbönd, símaþjónusta, tímarit, fylgdarþjónusta, vefsíður, sjónvarpsútsendingar og auglýsingar ... áætlað er að það sem svamlar á yf- irborði hins íslenska kynlífsmarkað- ar velti um 850-950 milljónum árlega og við hann starfi 123 - 168 manns. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Drífu Snædal sem hún skrifaði fyrir Jafn- réttisráð Reykjavíkur – les Femínistaráð Reykjavíkur. Veltan er jafnframt sundurliðuð og kemur þá fram að nektarstaðirnir velta mestu eða 400 milljónum árlega, kyn- lífstengd símaþjónusta 50-60 milljón- um og verslanir 70-84 milljónum. Drífa birtir jafnframt lista yfir þá sem standa að þessum rekstri og vek- ur eftirtekt að á þessum lista er ein- ungis ein kona af 16 sem nefndir eru til sögunnar. Þeir sem reka nektar- staðina eru Guðjón Rúnar Sverrisson – Bóhem, Hlynur Vigfússon – Club Casino, Grétar Ingi Berndsen - Club Óðal, Ásgeir Þór Davíðsson – Gold- finger og Örn Ólafsson – Setrið. Eng- in kona. Í símaþjónustunni eru þrír karlar: Jens Kristjánsson - Rauða torgið, Kristján Franklín Magnús – Veitan, Ágúst Smári Beaumont – Tel- ís. Enn engin kona og fyrst þegar kemur að hinum erótísku verslunum sem kvenmannsnafn dúkkar upp: Þorvaldur Steinþórsson – Adam og Eva, Hörður Þór Torfason – Exxotica, Magnús Björgvin Guðgeirsson – Er- otica, Stefán Karl Lúðvíksson – Amor, Árni Jónsson – Tantra erótísk verslun, Ottó Freyr Guðmundsson - Venus Erotic store, Guðmundur Ómarsson – Beretta Erotica shop OG Theodóra Mýrdal - Rómeó og Júlía. Hér er svo spurning: Ef ekki tekst að komast fyrir þennan rekstur, er þá lausn að konur láti meira til sín taka á þessu sviði? Allt verður þetta að vega salt líkt og með launin. ■ 10 26. október 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Smáaletrið JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON ■ leggur saman tvo og tvo. Ég las einhverju sinni að AlbertSpeer, arkitekt Hitlers, hefði alltaf látið fylgja uppdráttum sín- um hvernig byggingarnir myndu líta út eftir eitt þúsund ár. Hann vildi ekki aðeins að hallir hans og stórhýsi bæru með sér glæsi- leika á meðan þau hýstu iðandi starfsemi held- ur einnig eftir að þau væru orðin rústir ein- ar. Speer vildi að hús sín yrðu falleg lík. Annars á ég erfitt með að átta mig á hvað þeir félagar – Hitler og Speer – voru að pæla. Þeir átu báðir yfir sig af helstu dellukenningum vestrænnar hugsunar og voru í ofanálag ástfangnir af eigin álykt- unarhæfni. Niðurstöður þeirra voru því líkar fylleríisrausi menntskælinga. Þeir töldu sig þess umbúna að byggja upp sam- félagskerfi sem myndi vara í þús- und ár en vildu til vara að leifar þess samfélags bæru með sér góð- an þokka þegar þær yrðu grafnar upp úr gleymsku tímans. Þá grun- aði að þá yrðu þeim fyrirgefin öll axarsköft. Líkt og faraóum Eg- yptalands, sem án efa voru flestir illir stjórnendur; sjálfuppteknir hrokagikkir með mikilmennsku- brjálæði. En þegar við stöndum við pýramídana þeirra eða horf- umst í augu við líkgrímur þeirra getum við ekki varist aðdáun. Það tók faraóana einhver 5 þúsund ár að byggja upp þessar leifar af valdatíma sínum. Þeir Hitler og Speer fengu blessunarlega ekki nema tólf ár. Það er ójafn leikur – og þeir munu því líklega aldrei fá notið neinnar aðdáunar. Og ekki sýtum við það. Meginstefið er hrörnun Það er án efa mest viður- kennda staðreynd sögunnar að maðurinn vinnur aldrei tímann. Samt heldur hann áfram að reyna. Þeir sem vilja vera dramatískir gætu jafnvel haldið því fram að þetta væri sterkasta þrá manns- ins; að sigra tímann. Við sjáum merki þess allt í kringum okkur. Ekki aðeins í vonlausri baráttu miðaldra fólks við að hefta – eða í það minnsta tefja – hrörnandi áhrif áranna á líkamann. Þegar við sitjum undir auglýsingatímum sjónvarpsstöðvanna getum við fylgst með því hvernig reynt hef- ur verið að beisla alla hugkvæmni mannsins í þessari báráttu – sem við vitum að er vonlaus. Og lík- lega grunar okkur einnig að hún sé gagnslaus og jafnvel skaðleg. Það getur varla verið nokkrum hollt að stefna sífellt að því að verða annað en hann er. Það hljómar fremur sem uppskrift að geðveiki en jákvæður lífsstíll – eins og lesa má af auglýsingunum. En tilraunir okkar til að stöðva tímann beinast ekki aðeins að hrukkum, lærispokum og sköll- um. Stór hluti af hugmyndum okk- ar um okkur sjálf og samfélag okkar byggir á þrá eftir einhverju varanlegu – einhverri sönnun þess að tíminn mali ekki allt og alla á endanum. Áhrifamestu kennisetningar í íslenskri menn- ingu byggjast á þessu – svo mjög að það er helsta einkenni íslenskr- ar menningar að okkur beri að varðveita hana fremur en njóta. Íslensk menning er eins konar kefli sem gengur á milli kynslóða. Við getum síðan metið hverja kynslóð eftir því hversu vel hún varðveitti keflið og hvernig hún skilaði af sér til næstu kynslóðar. 1262-kynslóðin missti keflið í Kópavogi og skal hafa ævarandi skömm fyrir. 1848-kynslóðin tók ekki aðeins upp keflið, pússaði það og fægði heldur hljóp með það eins og kyndil yfir höfðum sér. Þetta er besta kynslóð allra kyn- slóða. Það er helst að kynslóðin sem fór út og menntaði sig fyrir Ísland slái henni við – heima- stjórnarkynslóðin. Kreppukyn- slóðinni tókst að færa þol kot- bændanna fyrir afleitum lífsgæð- um inn í nútímann og mun eiga ævarandi sess í hjörtum okkar. 1940-kynslóðin tuggði tyggjó og át upp útlenda siði – gleymum henni. Og raunar flestum kynslóðum sem á eftir fylgdu. Auðvitað skiluðu þær af sér einstaklingum sem glóðu í mannsorpinu en heilt yfir hafa þær leyfti keflinu að fúna og auðgað það lítið – helst með ein- hverjum eftiröpunum á útlendri tísku. Meginstef íslenskrar menning- ar er hrörnun – ekki óumflýjanleg hrörnun heldur sú sem byggist á hirðuleysi og vesaldómi þeirra sem eiga að gæta hennar. Einu sinni var jafnvægi í veröldinni Þessi hugmynd um hrörnun er til á flestum sviðum mannlegrar hugsunar. Hún er hluti af mann- eðlinu af fyrrgreindum orsökum – maðurinn sættir sig ekki við tím- ann. Þess vegna eigum við enda- laust úrval af heimsendakenning- um sem í grunninn ganga út á það sama: Einu sinni var allt í lagi en það er það ekki lengur og ef fram fer sem horfir mun allt glatast. Það er hægt að beita þessum sögu- þræði á alheimsvísu – til dæmis í umhverfismálum. Einu sinni var jörðin hrein og falleg en síðan kom maðurinn og spillti henni og ef hann sér ekki að sér mun nátt- úran tortíma honum. Vegna þess hversu vel þessi saga fellur að hugsun okkar nýtur hún mikillar aðdáunar og fylgis. Sama má segja um neikvæðu alheimsvæð- inguna: Einu sinni undu þjóðirnar sér glaðar við sitt en þá risu upp stórfyrirtæki og stofnanir sem virtu ekki landamæri þjóðanna og ef fram fer sem horfir mun öll menning og mannúð glatast. En það má einnig beita þessari hugsun á smærri svið – til dæmis á kvótamálið eins og Vestfirðing- ar hafa gert. Þá hljómar sagan svona: Einu sinni gátu Vestfirð- ingar aflað sér lífsviðurværis úr söltum sjó en þá kom kvótakerfið með stórfyrirtækjum sem keyptu upp aflaheimildir Vestfirðinga og ef fram fer sem horfir mun byggð leggjast þar af og með henni hinn sérvestfirski armur íslenskrar menningar. En það eru ekki aðeins Vest- firðingar sem hafa beitt þessari sögu fyrir sig heldur er hún undir- staða allrar byggðastefnu. Sam- kvæmt grundvallarkenningu byggðastefnunnar var byggð í landinu einu sinni í jafnvægi. Menn geta síðan nokk ráðið hvenær þetta jafnvægi var eða hvað byggðin var í jafnvægi við. Oftast er átt við að mannfjöldi á einum stað hafi náð ákveðnum fjölda eða verið visst hlutfall við mannfjölda á öðrum stað – en þetta er samt dálítið á reiki. En söguþráður byggðastefnunnar er einhvern veginn svona: Einu sinni var jafnvægi í byggð landsins en síðan raskaðist þetta jafnvægi og ef fram fer sem horfir mun landið steypast á haus. Það er auðvelt að skilja þessa sögu myndrænt þar sem svo heppilega vill til að flest- ir þeirra sem flutt hafa búferlum – sem er gamalt orð yfir að flytja á milli landshluta – hafa flutt suð- ur til Reykjavíkur og úthverfa hennar. Reykjavík er á suðvestur- horni landsins og ef allur þungi byggðarinnar flyst þangað gæti landið steypst með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Lóðrétt leið til andskotans Ég ætla nú ekki að þreyta les- endur með fleiri birtingarmynd- um af þessari sömu sögu; að einu sinni hafi allt verið gott en síðan hafi hið góða spillst og ef ekkert verði að gert muni það að eilífu glatast. Því fleiri birtingarmyndir hennar sem við rifjum upp, því sterkar fer okkur að gruna að þetta sé í raun þjóðsaga; veik til- raun skyni skroppins mannkyns til að skilja það sem er ofar þess skilningi – tímann. Grunnstefið í sögunni er að tíminn líði jafnt áfram og sömuleiðis allt sem er háð honum. Ef eitthvað versnar mun það halda áfram að versna með sama hraða áfram. Þetta er því eins konar línuleg jafna. Þótt línuleg jafna sé frábært tæki í stærðfræði þá er hún gagnslítið tæki við mat á samfélaginu eða nokkru því sem er lífrænt í eðli sínu. Ef meðalþyngd 12 ára barna hefur vaxið úr 40 kílóum í 44 kíló á 10 ára tímabili segir línulega jafnan okkur að með sömu þyngd- araukningu verði 10 ára börn á Ís- landi að meðaltali orðin 71 kíló á þyngd eftir 50 ár. Trúi því hver sem vill. En eins fráleitt og það hljómar er þessari jöfnu beitt á okkur í tíma og ótíma og í hana sótt rök fyrir alls kyns aðgerðum til að sporna við tímanum – oftast opin- berum aðgerðum. Samt vitum við líklega mæta vel að fátt ferðast eftir línulegri jöfnu. Samfélagið hefur náttúru til að leita jafnvæg- is í flestum hlutum og þarf engar sérstakar aðgerðir til. Þegar bux- urnar voru orðnar of útvíðar til að hægt væri að ganga í þeim fóru þær að þrengjast aftur. Þegar nektarstaðirnir voru komnir á hvert götuhorn fór þeim að fækka. Þegar það var orðið ljóst að það stóðst ekki að skólar gætu séð um uppeldi barna fóru for- eldrar að axla ábyrgðina á uppeldi barna sinna. Og svo framvegis. En það verða alltaf einhverjir til að herja á okkur með línulegum jöfnum og ala á ótta okkar um að allt sé á lóðréttri leið til andskot- ans. Það er einfaldlega of auðvelt að græða á því – fjármuni, stundarathygli, langvarandi frama – til að einhver falli ekki í freistni. Alveg eins og með til- raunir okkar til að sigrast á áhrif- um tímans á líkamann. Það er von- laus barátta – en það má sko aldeil- is gera sér pening úr löngun okkar til að heyja hana. ■ „Meginstef íslenskrar menningar er hrörnun – ekki óumflýj- anleg hrörn- un heldur sú sem byggist á hirðuleysi og vesaldómi þeirra sem eiga að gæta hennar. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um ójafna baráttu við tímann. Einu sinni var allt gott en síðan spilltist það Fleiri klámdrottningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.