Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 11
Enn á ný berast fréttir af alvar-legu atvinnuástandi á Bíldu- dal. Það eru ekki ný tíðindi. Grein- arhöfundur starfaði sem atvinnu- ráðgjafi í V-Barðastrandarsýslu árin 1998-2000. Þá þegar höfðu verið viðvarandi vandamál í at- vinnumálum Bíld- dælinga til margra ára. Því miður verður að segja hverja sögu eins og hún er, að vilji ráðamanna lands- ins til úrbóta var á þeim tíma enginn. Á þeim tíma var sama ríkistjórnar- mynstur og nú ræður ríkjum á Ís- landi. Þrátt fyrir þröngan fjárhag reyndi Atvinnuþró- unarfélag Vest- fjarða hf. að sinna sínum verkefnum af mætti og hefur fram á þennan dag farist það vel úr hendi. En í starfi okkar, starfs- manna félagsins á þeim tíma, rák- umst við sífellt á skilningsleysi ríkisstofnana á högum og þörfum landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir ít- rekaðar ábendingar félagsins og annara atvinnuþróunarfélaga til þingmanna og ráðherra um þetta meinta skilningsleysi gerðist ekk- ert vitrænt. Hvorki atvinnuþróunarfélög- um landsins eða öðrum þeim sem sérstaklega hafa unnið að at- vinnumálum á landsbyggðinni hefur verið sýnd sú virðing að segja hreint út að núverandi stjórnarflokkar hafa aldrei ætlað sér að gera neitt í málefnum viss- ra byggðarlaga landsins. Nú er svo komið að þorpið á Bíldudal er algjörlega komið að fótum fram í atvinnulegu tilliti, þá bregður svo við að stjórnmálamenn vakna skyndilega upp af vondum draumi. Líta hver á annan og spyrja: getur það verið að ástand- ið sé virkilega svona slæmt? Já, slæmt er það þegar meirihluti starfa í þorpinu er horfinn á braut. Hvers vegna skyldi svona komið fyrir Bíldudal? Á því eru margar skýringar, m.a. þessar: Núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi, áhuga- og skilningsleysi op- inberra aðila á uppbyggingu ann- ara atvinnugreina en sjávarút- vegs, t.d. ferðaþjónustu og smá- iðnaðar, og neikvæð fjölmiðla- ímynd af svæðinu. Búferlaflutningar og kvótakerfið Kvótakerfið svonefnda hefur komið illa við kaunin á mörgum sjávarplássum á landsbyggðinni. Á árabilinu frá 1992-2000 hafa horfið á braut hátt í 2/3 hlutar allra fiskveiðiheimilda þorpsins skv. tölum Fiskistofu. Á tímabil- inu 1990-2002 fækkaði íbúum staðarins um 31,7% skv. tölum Hagstofu Íslands. Þessi fækkun svarar til þess að Reykvíkingum fækkaði um 35.659 á 12 ára tíma- bili sé fækkun íbúa á Bíldudal yf- irfærð á Reykjavík, eða um 2.972 að meðaltali á ári. Ástæður þess- arar fækkunar má rekja beint til fækkunar atvinnutækifæra í sjáv- arútvegi. Þessi íbúafækkun hefur síðar leitt til þess að atvinnutæki- færum í verslun og þjónustu hef- ur fækkað umtalsvert og þjón- ustustig fallið niður fyrir við- unandi mörk. Og vilja menn svo áfram reyna að halda því fram að ekkert samband sé milli tapaðra fiskveiðiheimilda og búferlaflutn- inga. Áhuga- og skilningsleysi opin- berra aðila á uppbyggingu annarra atvinnuvega en starfsemi tengdri sjávarútvegi, svo sem ferðaþjón- ustu og smáiðnaðar á svæðinu, hefur lýst sér í því að ekki hefur fengist nauðsynlegt opinbert fjár- magn svo neinu nemi til slíkra verkefna. Þó verður að taka það skýrt fram að ríkisvaldið hefur lát- ið nokkurt fé af hendi rakna til könnunar á mögulegri kalkþör- ungavinnslu í Arnarfirði og er það gleðileg undantekning og fyrir það ber að þakka. Farið var af stað með kræklingaeldi í Arnarfirði og kom í ljós að vöxtur kræklinga í Arnar- firði var hvað mestur við Íslands- strendur. Þrátt fyrir það fékk þetta verkefni ekki þann stuðning sem æskilegt hefði verið. Neikvæð ímynd fjölmiðla Neikvæð fjölmiðlaímynd hefur einnig verið Þrándur í Götu Vest- fjarða allra. Neikvæðar fréttir af gangi mála á Vestfjörðum eru til muna fyrirferðarmeiri en þær sem jákvæðar kynnu að teljast. Sú mynd að Vestfirðir séu annálað veðravíti og að þar sé vart búandi vegna vonskuveðra og ofanflóða er algeng ímynd annara lands- manna. Mín reynsla af rúmlega tveggja ára búsetu á Bíldudal er allt önnur. Í hugum okkar hjóna er Bíldudalur með veðursælustu stöðum landsins og þó víðar væri leitað. Hafi ráðamenn einhvern áhuga á að gefa sunnanverðum Vestfjörðum tækifæri á fram- haldslífi er tækifærið núna að sýna það í verki. Ef ekki, eiga menn að sýna þá hreinskilni og segja íbúum svæðisins það hreint út að byggð skuli leggjast af á þessu landsvæði. ■ 11SUNNUDAGUR 26. október 2003 Umræðan GUÐBERGUR ÞORVALDSSON ■ Fil. Kand og fyrrum atvinnuráðgjafi í V- Barðastrandarsýslu skrifar um atvinnumál á Bíldudal. SÝNINGIN LIFANDI LANDAKORT VERÐUR OPNUÐ Í TJARNARSAL RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR SUNNUDAGINN 26. OKTÓBER KL. 14 Kl. 14:30 Landupplýsingar og landakort frá ólíkum og ólíklegum sjónarhornum: Einar Garibaldi – Himininn yfir Reykjavík Stefán Pálsson – Kort sem söguna skapa og skemma Guðmundur Steingrímsson – Garðurinn sem ég vissi ekki um Ólafur Stefánsson – Skokkað á vefsjánni Sigurður Grétar Guðmundsson – Það er líf undir malbikinu • Starfsmenn frá Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur, Símanum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunni í Reykjavík, Neyðarlínu, Reykjavíkurhöfn og Strætó verða á staðnum og sýna hvernig landupplýsingar nýtast í þeirra starfi. • Yfir 20 fermetra loftmynd af borginni sýnir notkunarmöguleika Landupplýsingakerfis Reykjavíkur. • Borgarvefsjáin og fleiri spennandi kerfi kynnt - öll borgin í tölvunni þinni! • Alvöru slökkviliðsbíll, stjórnborð neyðarvarða, prentari sem prentar í þrívídd, blöðrur og fleira skemmtilegt. • Ráðstefna um LUKR mánudaginn 27. október kl 9-16. Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur. Allar upplýsingar um sýninguna Lifandi landakort og viðburði tengda henni má finna á www.reykjavik.is ze to r 15 ára afmæli lukr 26. – 28. október sýning, ráðstefna, borgin í bítið, barnafundur Hugleiðing um stöðu atvinnumála á Bíldudal ■ Hvorki atvinnu- þróunarfélög- um landsins eða öðrum þeim sem sér- staklega hafa unnið að at- vinnumálum á landsbyggðinni hefur verið sýnd sú virðing að segja hreint út að núverandi stjórnarflokkar hafa aldrei ætl- að sér að gera neitt í málefn- um vissra byggðarlaga landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.