Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 19
Hverju myndi það breyta í þínum huga fyrir Ísland ef Noregur gengi inn í Evrópusambandið? „Það myndi breyta mjög miklu en mér sýnist nú að Hans-Adam II, fursti af Liechtenstein, ætli jafnvel að vera fyrri til að grafa undan EES-samningnum með því að neita að skrifa undir stækkun hans sam- hliða austurstækkun ESB – allt vegna eldgamalla landakrafa í Tékklandi og Slóvakíu. EES stafar sannarlega ógn af hugsanlegri ESB- aðild Noregs sem verður ofarlega á baugi í stórþingskosningunum 2005. Þar með yrði fótunum kippt undan hinu tveggja stoða stofnanakerfi sem samningurinn hvílir á, en Nor- egur greiðir til að mynda 95% af kostnaði EFTA-ríkjanna af rekstri samningsins.“ Skiptir stækkun Evrópusam- bandsins máli fyrir Ísland? „Náist sættir við furstann af Liechtenstein mun EES stækka samhliða stækkun ESB. Þar með stækkar innri markaðurinn, sem hefur til að mynda þau áhrif að Pól- verjar og aðrar þjóðir Austur-Evr- ópu fá sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi og þurfa ekki að ganga á milli Pontíusar og Pílatusar til að fá að vinna í fiski á Ísafirði, svo dæmi sé tekið. Í öðru lagi versnar mark- aðsaðgangur nokkuð með sjávaraf- urðir til Austur- Evrópuríkjanna og greiðslur í þróunarsjóð ESB fimm- faldast. Í þriðja lagi verður mála- miðlunarstarf innan ESB flóknara og þungamiðja samstarfsins færist til austurs, sem gerir það erfiðara að semja um sérlausnir fyrir Ís- land.“ Stöðugleiki og lægri vextir Hvaða helstu gallar, fyrir Ísland, fylgja aðild að Evrópusambandinu? „Í gegnum EES-samninginn tek- ur Ísland fullan þátt á flestum sam- starfssviðum ESB. Full aðild breyt- ir þar litlu. Eftir standa aðallega landbúnaðar- og sjávarútvegsmál og svo utanríkismál. Í sjávarútvegi þyrfti að hafa mun nánara samráð við ESB en nú og nauðsynlegt yrði að semja um sérstakar aðlaganir. Í landbúnaði yrði að aflétta ýmsum innflutningshindrunum, sem leiðir til aukinnar samkeppni fyrir inn- lenda lanbúnaðarframleiðendur. Við gerð viðskiptasamninga þyrft- um við að beita ESB fyrir okkur í stað EFTA eins og nú er. Þá er lík- legt að beinn kostnaður ríkissjóðs yrði nokkru meiri við ESB-aðild en af EES-samningnum, en hann yrði raunar veginn upp með ýmsum öðr- um efnahagsávinningi fyrir íslenskt þjóðarbú.“ Hvaða kostir? „Við fulla aðild fáum við sæti við borðið þar sem ákvarðanir sem snerta okkar daglega líf eru teknar og þá verður fyrst hægt að taka fullt tillit til sjónarmiða og hags- muna Íslendinga í evrópsku sam- starfi. Helstu kostir í efnahagslegu tilliti felast hins vegar í upptöku evrunnar, sem myndi stuðla að auknum stöðugleika og lægri vöxt- um. Sameiginleg mynt eyðir gengis- áhættu, auðveldar verðsamanburð, eykur samkeppni og lækkar vöru- verð. Einnig bætir hún stöðu fyrir- tækja í alþjóðlegri samkeppni og stuðlar að auknum útflutningi og meiri fjárfestingu. Hnattvæðingar- nefnd áætlaði til að mynda að við upptöku evru mundi kostnaður í hagkerfinu lækka um fimmtán milljarða á ári. Þá er ótalinn ávinn- ingur af auknum áhrifum á laga- gerðir, lægra matvælaverði og lægri skólagjöldum í Bretlandi.“ Stóraukin tækifæri fyrir íslenska útgerðarmenn Myndir þú vilja aðild ef Ísland fengi ekki undanþágu í sjávarút- vegsmálum, og yrði þar með að gefa eftir yfirráð yfir auðlindinni? „Ég myndi alls ekki mæla fyrir aðildarsamningi sem fæli í sér að yfirráðin yfir auðlindinni færist til Brussel. Hins vegar hníga flest rök að því að unnt sé að fá viðunandi að- lögun á sjávarútvegsstefnunni þannig að Íslendingar haldi yfirráð- um yfir nýtingu auðlindarinnar, til að mynda með því að gera fiskveiði- lögsögu Íslands að sérstöku stjórn- sýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Úr því fæst hins vegar ekki skorið fyrr en í aðildarviðræðum.“ Íslenskur sjávarútvegur virðist standa nokkuð traustum fótum, og hefur meðal annars haslað sér völl erlendis, þar á meðal í Evrópu. Út- hafsveiðiskipafloti landsins stækk- ar á meðan floti annarra Evrópu- þjóða minnkar. Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslensks sjávarút- vegs, ef Ísland gengi inn? „Nei, ég held ekki, aðild felur þvert á móti í sér stóraukin tæki- færi fyrir íslenska útgerðamenn. Líklega þyrfti þó að opna í auknu mæli fyrir fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi en það er hins vegar erfitt er að sjá skynsemina í því að heimila skuldsetningu sjávarút- vegsfyrirtækja með erlendu lánsfé en meina þessum sömu fyrirtækjum að njóta erlendrar fjárfestingar.“ ESB að mörgu leyti smáríkjabandalag Geta smáríki haft áhrif innan Evrópusambandsins? „Já, ESB er að mörgu leyti smá- ríkjabandalag og mörg þeirra allra smæstu hafa haft mótandi áhrif á þeim sviðum sem þau hafa brýnna hagsmuna að gæta. Til að mynda hefur Lúxemborg haft afgerandi áhrif á bankamálastefnuna. Sjálft skipulag ESB byggist á að ríki geti fengið grundvallarhagsmunamál- um sínum framgengt. Ríkin forðast einnig að ganga á hlut hvers annars enda eiga þau öll mikið undir að halda góðu samstarfi og aldrei að vita hvenær ríki þurfa á stuðningi að halda.“ Hversu miklu máli skiptir það fyrir þessa þjóð hvort hún er innan eða utan Evrópusambandsins? Með öðrum orðum: Er þetta lykilspurs- mál fyrir framtíð hennar? „Nei, í gegnum EES er Ísland í raun þegar aukaaðili að ESB þannig að mestöll aðlögun að fullri aðild hefur þegar farið fram. Þetta er fyrst og fremst spurning um að- komu að ákvörðunum og lausn í sjávarútvegi. Upptaka evrunnar hefði hins vegar afgerandi áhrif.“ Því hefur verið haldið fram að EES-samningurinn hafi þegar haft það mikil áhrif á fullveldi landsins, að það sé betra að fara inn í ESB úr því sem komið er. Hver er þín skoð- un á þessu? „Ljóst er orðið að EES-samning- urinn felur í sér verulegt fullveld- isafsal og nú orðið líklega meira en stjórnarskráin heimilar. Alþingi er gert að staðfesta 70 til 80 prósent af öllum lagagerðum ESB án þess að geta haft áhrif á niðurstöðuna. Ísland hefur með öðrum orðum framselt hluta af löggjafarvaldi sínu til stofnana ESB. Því segja sumir að samningurinn sé einhver sá ólýðræðislegasti í sögu alþjóða- samninga. Við fulla aðild mun lagasetning ESB vissulega ná til fleiri sviða en á móti kemur að ís- lensk stjórnvöld fá á ný hlutdeild í því fullveldi sem fór með EES. Og þar sem ákvarðanir innan ESB fel- ast í málamiðlunum hlýtur það að vera líklegra til árangurs að eiga aðild að málamiðluninni heldur en að fá niðurstöður hennar sendar á faxi eftir á.“ Tveir kostir Er hægt að komast að því hvort Ísland eigi erindi í Evrópusam- bandið öðruvísi en að sækja um og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? „Nei.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Íslands í sambúðinni við Evrópu? Hvert er hið varanlega fyrirkomu- lag? „Haftalítil aðkoma að innri markaði Evrópusambandsins telst til grundvallarhagsmuna Íslend- inga. Annað hvort þarf að uppfæra EES-samninginn þannig að hann tryggi betri aðkomu að ákvörðunum í gjörbreyttu Evrópusambandi eða huga að fullri aðild. Því miður bend- ir fátt til að ESB muni fallast á end- urnýjun EES. Tvíhliða samningur er ekki raunhæfur kostur því hann myndi í öllum tilvikum leiða til verri viðskiptakjara, erfiðara að- gengis að innri markaðnum og af- námi þeirrar hlutdeildar sem Ísland þó hefur í dag í undirbúningi laga- gerða ESB. Tvíhliða samningar Sviss eru til að mynda enn ólýðræð- islegri en EES, þar sem Sviss verð- ur að samþykkja afrit af allri lög- gjöf ESB á þeim sviðum sem samn- ingar þeirra ná til.“ kolla@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 26. október 2003 bandið skjótast upp á yfirborðið með reglulegu millibili. hérlendar deilur um málið. Fréttablaðið fékk einn mesta lafræðing og höfund nýrrar bókar um Evrópumál, og stæðing aðildar, til að svara sömu spurningunum. Svör lík og hugsast getur. Fáum sæti við borðið með EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON „Í gegnum EES er Ísland er í raun þegar aukaaðili að ESB þannig að mestöll aðlögun að fullri aðild hefur þeg- ar farið fram. Þetta er fyrst og fremst spurning um að- komu að ákvörðunum og lausn í sjávarútvegi. Upptaka evrunnar hefði hins vegar afgerandi áhrif.“ Við fulla aðild fáum við sæti við borðið þar sem ákvarðanir sem snerta okkar daglega líf eru teknar og þá verður fyrst hægt að taka fullt tillit til sjónarmiða og hagsmuna Íslendinga í evrópsku samstarfi. Helstu kostir í efnahagslegu tilliti felast hins vegar í upptöku evrunnar, sem myndi stuðla að auknum stöðugleika og lægri vöxtum. Sameiginleg mynt eyðir gengisáhættu, auðveldar verðsamanburð, eykur samkeppni og lækkar vöruverð. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.