Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 43
SUNNUDAGUR 26. október 2003 43 HERA HJARTARDÓTTIR Heldur kósý tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Hera á Gauknum Hera Hjartardóttir heldur tón-leika á Gauki á Stöng í kvöld. Hún mætir á svæðið með gítarinn sinn og ætlar meðal annars að spila efni af nýja geisladisknum, Hafið þennan dag, sem kemur út 3. nóvember. Platan inniheldur sjö ný lög eftir Heru og eru þau öll á íslensku. Auk laga Heru er svo að finna gömul og ný lög eftir Bubba, KK og Megas. Kveikt verður á kertaljósum á Gauknum í kvöld og stefnir í kósý kvöld og notalega stemningu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en Hera heldur svo útgáfutónleika í tilefni nýju plöt- unnar á NASA 14. nóvember. ■ Brad Pitt og Jenni-fer Aniston ráðgera nú að gera mynd um Daniel Pearl en hann var blaðamaður sem myrtur var í Pakistan. Parið keypti kvik- myndarétt- inn af konu þessa 38 ára gamla blaðamanns hjá Wall Street Journal. Talið er að hann hafi verið myrtur af pakistönsk- um hryðjuverkahóp sem hefur tengsl við Al Kaída. BARÐI Í BANG GANG Gerir það gott í Frakklandi um þessar mundir, er í viðtölum helstu tímarita þar í landi og fær stjörnudóma fyrir nýju plöt- una. Frakkar elska Barða TÓNLIST Frakkar hafa tekið vel á móti hinni nýju plötu tónlistar- mannsins Barða í Bang Gang. Við- töl og umfjallanir við kappann eru í öllum helstu tónlistartímaritum Frakklands. Kappinn prýðir for- síðu Magic ásamt söngkonunni Karen Ann en hún syngur með Barða inn á plötuna og kom hing- að til lands til að syngja á útgáfu- tónleikum Bang Gang. Blöðin sem hafa fjallað um Barða í Frakk- landi eru til dæmis Rolling Stone, Le Monde, Les Inrockuptibles, Magic og Trax. Mikið er gert úr því að Karen Ann syngur með honum á plötunni en hún er ein þekktasta söngkona Frakka í dag. Í Trax fékk hann 3 og hálfa stjörnu og í niðurstöðu dómsins segir: „Something Wrong býr yfir hressandi og fjörugri angurværð sem svíkur ekki tilfinningaríka hlustendur,“ Rolling Stone gefur plötunni 3 stjörnur af 4 möguleg- um og er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Barða. ■ Ragnheiður Gröndal, söngkona. „Mig langar til að sjá Veisluna í Þjóð- leikhúsinu en ég mæli með nýjustu mynd Quentin Tar- antino. Það er geggjuð mynd, mjög flott og fynd- in.“ Svali, útvarpsmaður á FM 95,7 „Ég held ekki vatni yfir Kill Bill og er búinn að sjá hana tvisvar. Ég tók ákvörðun í haust um að fara reglulega í leik- hús á þessu ári og langar mikið til að sjá leikritið Með fulla vasa af grjóti. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona. „Mig langar til að sjá ljósmyndasýn- ingu Barkar Sig- þórssonar á Thor- valdsens bar en hann er einn af mínum uppáhalds- ljósmyndurum. Ég mæli með sýning- unni á Ríkharði III í Þjóðleikhúsinu en uppfærslan á þessu klassíska verki er bæði djörf og frumleg og sýningin hreyfir við manni.“ Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður „Ég skora á fólk að fara á leikritið Ell- ing, mér fannst það mesta snilld og gaman að sjá Jón Gnarr aftur í ein- hverju skemmtilegu.“ Geggjaður metnaður á Austurlandi Þetta er náttúrlega geggjaðurmetnaður,“ segir Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjóri. Hann leik- stýrir Gaukshreiðrinu, sem frum- sýnt verður í Valaskjálf á Egils- stöðum síðdegis í dag. „Það þarf leikfélag með gott bakland til að ráðast í þetta,“ bætir Oddur við. Leikfélagið, sem er nógu geggj- að til að takast á við uppreisnina á geðsjúkrahúsinu, er Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sem var stofnað árið 1966 og hefur starfað sleitu- laust síðan. „Það lá fyrir að í haust gæfu margir góðir karlmenn kost á sér til að leika, og þá hentaði þetta leikrit mjög vel. Þarna er fullt af krefjandi hlutverkum. En það er líka draumur að fá að fást við þetta ef maður heldur að maður hafi hóp í það.“ Gaukshreiðrið er unnið upp úr samnefndri skáldsögu eftir Ken Kesey og margir muna eftir kvik- myndinni, þar sem Jack Nicholson lék uppreisnargjarnan vistmann á vægast sagt kaldranalegu geð- sjúkrahúsi. Þetta er í þriðja sinn sem Oddur Bjarni starfar með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Hann hefur sett upp fjölmargar leiksýningar hjá áhugaleikfélögum, meðal annars rómaða sýningu Leikfélags Mos- fellsbæjar á Hobbitanum fyrir skemmstu. Einnig er hann leik- stjóri Tenórsins, leikrits Guð- mundar Ólafssonar leikara sem um þessar mundir er sýnt í Iðnó. Um þrjátíu manns taka þátt í sýningunni. Tónlistin er eftir Charles Ross og Unnur Þorkels- dóttir hannar leikmynd. „Ég leyfi mér að teygja gleðina í þessu verki eins langt upp og ég kemst með hana, og það sem er ljótt fær líka alveg að vera ljótt.“ Í uppfærslu Leikfélags Fljóts- dalshéraðs fer Börkur Vígþórsson með aðalhlutverkið. „Hann er skólastjóri grunnskól- ans á Egilsstöðum og það er í nógu að snúast hjá honum þessa dag- ana.“ Með hlutverk yfirhjúkrunar- konunnar, sem brýtur niður upp- reisn vistmannanna með harðri hendi, fer Kristrún Jónsdóttir. ■ GAUKSHREIÐRIÐ Á EGILSSTÖÐUM Börkur Vígþórsson og Kristrún Jónsdóttir í hlutverkum sínum. ■ LEIKLIST Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Þótt einungis eitt ár skiljileikkonuna Angelinu Jolie og Colin Farrell að mun hún leika mömmu hans í Alexander mikla. En Angelina er 28 ára og var víst mjög hneyksluð á dögunum þegar Colin Farrell beraði sig í partíi í Marokkó. Þar taka þau skötuhjú upp myndina og brá Angelinu svo við uppátækið að hún gekk út úr partíinu en síðar um kvöldið var Colin Farrell hent út af sjálfu hót- elinu fyrir að vera með eintóm læti og leiðindi. ■ Gott í bænum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.