Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 26
26 26. október 2003 SUNNUDAGUR Við erum í raun og vera að talaum þrjá mælikvarða á launa- mun kynjanna,“ segir Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðu- maður Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands en hún hefur unnið launakannanir fyrir Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. „Það er þessi mælikvarði sem er á þeirri krónutölu sem konur og karlar fá í budduna, muninn á því sem fólk fær fyrir hvern tíma og síðan erum við með þennan leiðrétta launa- mun.“ Samkvæmt könnun VR virð- ist hinn leiðrétti munur á launum karla og kvenna vera um 14%. Kannanirnar ekki allar mál- efnalegar „Leiðrétti launamunurinn er sá munur sem við teljum að sé á launum karla og kvenna þegar við erum búin að taka út þætti sem eiga að hafa áhrif á laun,“ segir Stella. „Þá erum við að tala um starf og vinnutíma og þess háttar. Aftur á móti hafa, í launakönnun- um, verið teknar inn breytur sem eiga ekki að skýra í burtu launa- mun kynjanna. Ég get nefnt hjú- skaparstöðu sem dæmi. Ef við ætlum að skoða leiðréttan launa- mun þá verðum við gera það með því að taka málefnalegar skýri- breytur. Breytur sem við vitum að hafa áhrif á störf fólks en ekki það hvort við finnum einhver tengsl við háralit eða hjúskapar- stöðu eða barneignir af því að það hefur ekki málefnalega tilvísun. Það getur hins vegar verið að þessir þættir tengist eitthvað launum en það er þá bara allt önn- ur rannsókn. Það hefur mjög brunnið við í rannsóknum á kyn- bundnum launamun að það sé ver- ið að taka inn þætti sem eru að okkar mati algjörlega ómálefna- legir og engar rannsóknir sem styðji það að þessir þættir hafi áhrif á vinnuframlag fólks.“ Horfst í augu við vandann „Allir vita af launamuninum og allir vilja gera eitthvað í málinu,“ segir Stella. „Vandinn blasir við en viðbrögðin hafa verið fátæk- leg. Það liggur við að það megi segja að öll þessi rannsóknar- vinna, sem hefur farið fram á síð- asta áratug, hafi fært okkur þann kjark sem hefur gert okkur kleyft að horfast í augu við það að það er launamismunur hjá kynjunum. Það er ekkert langt síðan við vor- um stödd þar sem við sögðum alltaf bara „já en konur vinna miklu minna“, „já en konur vinna allt öðruvísi störf“, „þær eru ekki menntaðar“ og allt þetta. Leiðrétti munurinn tekur þetta út þó hann sé svo sannarlega ekki eini mæli- kvarðinn á launamun kynjanna. Við erum þó að minnsta kosti komin á þann stað að við getum horfst í augu við þetta og viður- kennt að það sé munur og þá er það forsenda fyrir því að við ger- um eitthvað í því.“ Konur með 70% af launum karla Stella segir mjög flókið að skoða launamun kynjanna ef bara er tekið tillitil til heildarlauna fólks í fullu starfi. „Þá erum við oft að fá þá niðurstöðu að konur Femínistafélag Íslands hvattikonur til að ganga á fund vinnu- veitenda sinna á föstudaginn og fara fram á launahækkun. „Konur sýndu mikinn samtakamátt á al- þjóðlegum frídegi kvenna þann 24. október árið 1975 þegar þær tóku sér frí frá vinnu og skunduðu nið- ur á Lækjartorg til þess að leggja áherslu á mikilvægt framlag sitt til samfélagsins. Við vildum at- huga hvort við gætum ekki virkjað þennan kraft með öðrum hætti á föstudaginn með því að hvetja kon- ur til að arka inn á skrifstofur og biðja um launahækkun“, segir Svanborg Sigmarsdóttir, kynning- arfulltrúi jafnréttisvikunnar og ráðskona Femínistafélagsins. „Það gerist ekkert á meðan við sitjum úti í horni og kvörtum. Við vitum líka að það breytist ekkert á einum degi en konur eru tilbúnar til að taka málin í eigin hendur og vekja umræður.“ Svanborg segir að það hafi þótt við hæfi að hefja níu daga jafn- réttisviku Femínistafélagsins þann 24. október en á næstu dög- um muni fjölmargir starfshópar innan hreyfingarinnar vekja at- hygli á málaflokkum sínum með ýmsum hætti. „Það er alltaf þörf á jafnréttisviku. Við erum að gera svo margt og það eru svo margir hópar starfandi hjá okkur og við ætlum að nota þetta tækifæri til að sýna að við erum ekki bara að einblína á eitthvert eitt ákveðið verkefni, enda er fjöldinn allur af konum og körlum líka að vinna að jafnrétti á ýmsum sviðum. Þessi vika gerir öllum hópunum kleift að sýna hvað þeir eru að gera í raun og veru.“ ■ Alltaf þörf á jafnréttisviku Femínistafélag Íslands stendur fyrir níu daga jafnréttisviku sem hófst á föstudaginn. Svanborg Sigmars- dóttir segir alltaf vera þörf fyrir slíka viku enda sé stór hópur fólks að vinna að jafnrétti á hinum ýmsu sviðum og þessi langa vika gefi þeim öllum tækifæri til að kynna viðfangsefni sín. Rannsóknir hafa staðfest að raunverulegur munur er á launum karla og kvenna fyrir sambærilega vinnu. Vandinn blasir því við og allir virðast vilja leysa hann en samt breytist fátt. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á síð- asta áratug hafa þó gefið fólki kjark til þess að horfast í augu við vandann þó hann sé langt því frá leystur. Af hverju eru konur með lægri laun? SVANBORG SIGMARSDÓTTIR „Í lok jafnréttisvikunnar ætlum við að fylgja Bleika steininum eftir. Þann 19. júní færðum við forseta Íslands, heilbrigðisráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur og biskupnum Bleika steininn til þess að hvetja þá til að hafa jafnréttissjónarmið ávallt að leiðarljósi. Og á föstudaginn ætlum við að athuga hvernig hefur tekist til.“ Það gerist ekkert á meðan við sitjum úti í horni og kvörtum. ,, VALGERÐUR B. EGGERTSDÓTTIR Laganemi Forstjóri ÍSAL 1.800.000 Bankastjóri Landsbankans 1.500.000 Yfirlæknir á Landspítalanum 900.000 Leikskólastjóri 650.000 Menntaskólakennari 400.000 Dagskrárgerð í sjónvarpi/Kastljós 350.000 Auglýsinga- og textagerð 300.000 Fjölmiðlafulltrúi Flugleiða 500.000 Gjaldkeri í banka 200.000 Afgreiðsla í bókabúð 180.000 Bensínafgreiðsla 180.000 Símsvörun 150.000 BRYNJÓLFUR STEFÁNSSON Verkfræðingur Forstjóri ÍSAL 900.000 Bankastjóri Landsbankans 900.000 Yfirlæknir á Landspítalanum 700.000 Leikskólastjóri 300.000 Menntaskólakennari 300.000 Dagskrárgerð í sjónvarpi/Kastljós 320.000 Auglýsinga- og textagerð 280.000 Fjölmiðlafulltrúi Flugleiða 500.000 Gjaldkeri í banka 220.000 Afgreiðsla í bókabúð 170.000 Bensínafgreiðsla 170.000 Símsvörun 170.000 HVAÐ TELJA ÞAU SANNGJÖRN LAUN? Fréttablaðið spurði ungan mann og unga konu hvað þau teldu sanngjörn laun fyrir nokkur mismunandi störf. Það verður ekki betur séð en að konan, Valgerður, gefi mann- inum, Brynjólfi, hvergi eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.