Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 8
8 26. október 2003 SUNNUDAGUR Eðlileg þróun „Mér finnst einhvers konar spilavítisstemmning svífa yfir vötnum í viðskiptum hér á Ís- landi. Það er mikið um unga menn sem vita vart aura sinna tal...“ Haukur Hauksson í DV 25. október. Símavændi „Ég myndi ekki mæla með þessu starfi við neinn. Þetta er ömurlegt og ég var afhuga karl- mönnum í heilt ár eftir þetta.“ Kona sem starfaði við símavændi, Fréttablaðið 25. október. Hrókur alls fagnaðar „Ætli einhver að kæra einhverja af okkar liðsmönnum munum við fara með það mál eins langt og þörf krefur.“ Hrafn Jökulsson í Fréttablaðinu 25. október. Orðrétt Serbneskir lögreglumenn mótmæla í Belgrad: Mótmæltu ákæru BELGRAD, AP Tæplega fimm þús- und serbneskir lögreglumenn komu saman í miðborg Belgrad í fyrradag til að mótmæla ákæru á hendur félaga sínum, lögreglu- foringjanum og aðstoðar-innan- ríkisráðherra Serbíu, Sreten Lukic. Stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna í Haag ákærði Lukic og þrjá aðra háttsetta lög- reglu- og hermenn í vikunni fyrir stríðglæpi en hann á að hafa tek- ið þátt í fjöldamorðum á Kosovo- Albönum í stríðinu 1998 til 1999. Sreten Lukic var yfirmaður serbnesku lögreglunnar í Kosovo en allt að 10.000 Albanar voru myrtir í átökum eða hurfu, áður en hersveitir Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, skárust í leikinn. „Við höfum haft þá trú að stríðsglæpadómstóllinn í Haag hafi verið tákn réttlætis en við erum fullir efasemda eftir að dómstóllinn ákærði félaga okk- ar,“ sagði Nemanja Jevtovic, lög- reglumaður í Belgrad í ávarpi til félaga sinna. ■ HÁKARLAR Sú aðferð Sigurðar Pét- urssonar „Ísmanns“ í Kuummiit á Austur-Grænlandi að fanga há- karl með því að grípa um sporð hans hefur vakið heimsathygli. Fréttamiðlar hvarvetna um heimsbyggðina hafa tekið málið upp í kjölfar þess að Fréttablaðið sagði frá atvikinu í fyrradag. Meðal annars hafði dagblaðið Sun uppi áform um að heimsækja Ís- manninn til Kuummiit en hvarf frá því vegna þess að Sigurður er aftur farinn á veiðar og ekki næst til hans. Þegar Sigurður Ísmaður óð út í sjó til að elta uppi hákarlinn voru hann og áhöfn hans að gera að náhvöl- um í fjörunni við Kangerslussuaq, langt norður af Kuummiit, á 69. gráðu norðlægrar breiddar. Há- karlinn var að svamla í blóði og slógi þegar Ísmaðurinn elti hann uppi og fangaði hann og banaði síðan með hníf að vopni. Sjálfur gerði hann ekki mikið úr atvikinu og sagði að 300 kílóa hákarlinn hefði verið sem slytti. Sögur eru til af því að menn hafi áður fangað hákarla með ber- um höndum þótt engin heimild sé um að menn hafi hætt sér ofan í til hákarlsins. Þannig segir Thor Heyerdahl frá því í bókinni Á Kon Tiki að áhöfnin hafi gert sér það til gamans að grípa um sporða hákarlanna frá flekanum Kon Tiki á ferð sinni yfir Kyrra- hafið árið 1947. Thor lýsir því í bókinni að auðvelt sé að ná hand- festu á hákarlinum, sem sé eins og sandpappír viðkomu. Innan við sporðblöðkuna sé laut sem falli vel í hendi. Jafnframt lýsir Thor því að hákarlinn verði fljótlega magnvana þegar takist að festa hönd á sporði hans. „...en brátt missti hann móðinn og gaf upp alla vörn, maginn seig fram á við og hákarlinn varð máttvana með öllu,“ segir Thor í bók sinni sem lýsir atburðunum á Kyrrhafi. Þessi lýsing Thors fer saman við það sem Sigurður Pétursson sagði við Fréttablaðið því hákarl- inn varð máttvana þegar hann hafði tekið sporð hans föstum tökum. Ísmaðurinn hafði aftur á móti ekki fleka til að standa á þegar hákarlinn bar að við ströndina í Kangerslussuaq held- ur mætti hann hákarlinum á jafn- réttisgrundvelli og banaði hon- um. rt@frettabladid.is Jafnréttisviðurkenning: Kvenrétt- indafélag Íslands valið FÉLAGSMÁL Kvenréttindafélag Ís- lands hlýtur viðurkenningu Jafn- réttisráðs á þessu ári. Ástæðan er hversu víðtæk áhrif félagið hefur haft á samfélagsþróunina og mótun velferðarþjóðfélagsins síðan það var stofnað 1907. Félagið hefur ver- ið frá upphafi verið vettvangur kvenna og karla sem hafa verið óþreytandi við að halda fána jafn- réttis á lofti í hartnær 100 ár. Þetta hefur félagið gert þrátt fyrir að fé- lagar þess hafi ólíkar skoðanir á öðrum sviðum samfélagsins. ■ Fossvogur: Einn stung- inn og annar í haldi HNÍFSTUNGUR Maður var stunginn nokkrum sinnum í handlegginn í Löndunum í Fossvogi um klukkan þrjú í gær. Einn maður sem er í haldi grunaður um stungurnar hefur ekki játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn var fluttur á slysadeild en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Mennirnir höfðu verið saman í bíl þegar stungurnar áttu sér stað. Atvikið var tilkynnt til neyðarlín- unnar og var sjúkrabíll kallaður út og lögreglu gert viðvart. Í gær þegar Fréttablaðið ræddi við lögregluna var unnið að frum- skýrslu og yfirheyrslur yfir mönnum tveimur undirbúnar. Báðir hafa þeir áður komið við sögu lögreglu. ■ Fjarðabyggð og Akranes: Vinabæjar- tengsl í nánd SAMVINNA Í undirbúningi er að koma á vinabæjartengslum á milli Akraness og Fjarðabyggð- ar og er vonast til að vinabæjar- yfirlýsing verði undirrituð á næstunni. Sveitarfélögin tvö þykja eiga margt sameiginlegt, ekki síst hvað varðar atvinnu- hætti. Áformað er að auka mikið samskiptin í framtíðinni. Fjarða- byggð mun njóta reynslu Skaga- manna af orkufrekum iðnaði og eins er ráðgert að koma á föstum samskiptum á sviði mennta-, menningar-, íþrótta- og félags- mála. ■ Kólumbía: Kosningar í skugga of- beldis BÓGÓTA, AP Kólumbískir upp- reisnarmenn drápu að minnsta kosti einn hermann og fjóra lög- regluþjóna er gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi í gær. Tilgangur þjóðaratkvæða- greiðslunnar var að sögn Alvaro Ulribe, forseti landsins, að berjast gegn spillingu og að auka styrk varna landsins. Kosningar til ríkis og sveitar- félaga verða haldnar í landinu í dag og hefur kosningabaráttan einkennst af ofbeldi milli vinstrisinnaðra skæruliða og hægrisinnaðra hersveita í land- inu. Að minnsta kosti þrjátíu frambjóðendur hafa verið ráðnir af dögum og um tugur tekinn til fanga. ■ Mænusóttarfaraldur í Afríku: Milljónir bólusettar SJÚKDÓMAR Yfir 15 milljón börn í Vestur- og Mið-Afríku verða bólusett á næstu þremur sólar- hringum gegn nýjum stofni mænusóttar. Fyrir skömmu greindust ný tilfelli mænusóttar í Nígeríu og var ákveðið að bólu- setja öll börn í nágrannalöndum. Illa ræðst við mænusótt í Níger- íu en þar greindust 1.919 tilfelli í fyrra, samanborið við 483 árið 2001. „Almenningi stendur mikil ógn af þessum nýju tilfellum og áætlanir okkar um að útrýma mænusótt í heiminum gætu að engu orðið,“ sagði David Hey- mann, smitsjúkdómasérfræð- ingur Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, WHO. Stofnunin hefur einsett sér að útrýma mænusótt í lok næsta árs. Hundruð þúsunda heilbrigð- isstarfsmanna og sjálfboðaliða munu annast bólusetningu allra barna í Benín, Burkina Faso, Gana, Níger og Togo. Kostnaður við bólusetninguna nemur um 10 milljónum dollara eða 760 milljónum króna. Fyrirhugað er að bólusetja einnig öll börn í Kamerún og Chad á næstu vikum. Mænusótt er veirusjúkdómur sem oftast nær veldur einungis venjulegum flensueinkennum, en um það bil einn af hverjum þús- und þeirra sem fá smit lamast. Á Vesturlöndum hefur sjúkdómsins ekki orðið vart svo neinu nemi árum saman, enda hefur virkum bólusetningaraðgerðum verið beitt gegn honum. ■ BÓLUSETNING Ætlunin er að bólusetja 15 milljón börn í Afríku á næstu sólarhringum gegn mænu- sótt. TIL VARNAR FÉLAGA SÍNUM Tæplega 5.000 serbneskir lögreglumenn komu saman í miðborg Belgrad í gær og mótmæltu ákæru á hendur félaga sínum, Sreten Lukic. ÍSMAÐURINN Náði í sporðinn á hákarli og hélt honum föstum tökum. Hér er Sigurður Pétursson að gera að náhval við Austur-Grænland. ■ „Maginn seig fram á við og hákarlinn varð máttvana með öllu.“ Sigurður Pétursson, „Ísmaður“ í Kuummiit vekur heimsathygli fyrir að fanga hákarl með höndunum. Áhöfn flekans Kon Tiki skemmti sér við það sama árið 1947 en fór þó ekki ofan í sjó til hákarlanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F R EY R Hákarlar máttvana ef næst í sporðinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.