Fréttablaðið - 03.11.2003, Qupperneq 2
2 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Ókeypis, opinn og frjáls.
Silfur Egils, þáttur Egils Helgasonar, gekk í endur-
nýjun lífdaga í opinni dagskrá á Stöð tvö á laugar-
daginn. Skjár einn lagði þáttinn af síðasta vor
vegna mismunandi áherslna þáttastjórnanda og
eigenda stöðvarinnar.
Spurningdagsins
Egill, ertu alltaf ókeypis?
Lögreglufréttir
Yfirvöld snúa sér
að Abramóvits
Margt bendir til þess að rússnesk stjórnvöld ætli að láta til skarar skríða
gegn rússneska auðkýfingnum Róman Abramóvits í kjölfar opinberrar
rannsóknar á einkavæðingu olíufyrirtækisins Sibneft.
BRETLAND Rússneski auðkýfingur-
inn Róman Abramóvits, eigandi
breska úrvalsdeildarliðsins Chel-
sea, verður næsta fórnarlamb
rússneskra ráðamanna sem hafa
horn í síðu viðskiptajöfra sem
auðgast hafa á einkavæðingu ríkis-
fyrirtækja. Þetta er niðurstaða
breska vikublaðsins The Observer
sem fengið hefur í hendurnar gögn
frá rússneskum stjórnvöldum.
Abramóvits er einn af stærstu
hluthöfum rússneska olíufyrir-
tækisins Sibneft, sem með sam-
einingu við Yukos varð fjórða
stærsta olíufyrirtæki heims. For-
stjóri Yukos, Mikhaíl Khodorkov-
skí, hefur verið ákærður fyrir
skattsvik og skjalafals og er emb-
ætti ríkissaksóknara nú undir
þrýstingi að hrinda af stað rann-
sókn á því hvernig staðið var að
einkavæðingu olíufyrirtækisins í
lok níunda áratugarins.
Um helgina lagði rússneskur
þingmaður fram formlega kvör-
tun vegna meintrar spillingar
meðal rússneskra auðkýfinga,
þeirra á meðal Abramóvits. Vla-
dimír Júdín, varaformaður við-
skiptanefndar rússneska þings-
ins, sendi bréf til ríkissaksókn-
ara í síðustu viku þar sem hann
fór fram á opinbera rannsókn á
því hvernig staðið var að einka-
væðingu Sibneft árið 1995. Í
bréfinu er því haldið fram að
uppboð ríkisins á hlutabréfum í
Sibneft árið 1995 hafi verið svið-
sett og það hafi verið ákveðið
fyrir fram hverjir myndu hreppa
hnossið. Í samtali við The Obser-
ver sagði Júdín að hann vildi að
þeir sem fengju að kaupa fyrir-
tæki í eigu ríkisins undir mark-
aðsverði eftir fall Sovétríkjanna
greiddu ríkinu bætur.
Ásakanirnar á hendur Sibneft
benda til þess að Abramóvits sé
ekki lengur í náðinni hjá rússnesk-
um ráðamönnum, að mati The
Observer. Kaup hans á knatt-
spyrnuliðinu Chelsea voru mjög
umdeild enda eru yfirvöld almennt
ósátt við það að rússneskir auðkýf-
ingar fjárfesti í erlendum fyrir-
tækjum. Talsmaður Abramóvits,
John Mann, bendir á að Sibneft
hafi breyst verulega frá því að það
var selt. „Þetta er vandamálið þeg-
ar rætt er um einkavæðingu. Ef ég
kaupi fræ fyrir fimm dollara og
það vex og verður að tré sem ég sel
fyrir fimmtíu dollara, var ég þá að
svindla á einhverjum?“ segir
Mann.
VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmunds-
son, formaður stjórnar Lands-
banka Íslands, var sérstakur gest-
ur á landsfundi Samfylkingarinn-
ar sem fram fór í Hafnarfirði um
helgina. Var hann ásamt Styrmi
Gunnarssyni, ritstjóra Morgun-
blaðsins, fenginn til að ræða um-
breytingar í íslensku athafnalífi.
Í máli Björgólfs kom fram að
hann og viðskiptafélagar hans líti
svo á að þeir séu alþjóðlegir fjár-
festar og hafi ákveðið að stunda
viðskipti á Íslandi fyrst og fremst
vegna þess að hér séu aðstæður
fjárfesta góðar. Hann sagði að vel
gæti verið að þegar erlend fyrir-
tæki hæfu þátttöku á innlendum
samkeppnismarkaði yrði það til
þess að umfjöllun um íslensk fyr-
irtæki yrði eðlilegri.
Um Eimskipafélag Íslands
sagði hann að félagið hafi verið
allt of stórt og að það hafi ekki
haft frumkvæði að neinu í starfi
sínu. Bar hann saman rekstur
Samskipa og Eimskips, þar sem
fyrrnefnda fyrirtækið hefur um
helming tekna sinna af viðskipt-
um erlendis en Eimskip hefur tak-
markað starfsemi sína fyrst og
fremst við innlendan markað.
Kvaðst Björgólfur telja að þörf
væri á meiri dirfsku í stjórn Eim-
skipafélagsins.
Hópslagsmál í Breiðholti:
Skorinn
með dúka-
hníf
LÖGREGLUFRÉTTIR Unglingur var
skorinn 10 sentímetra löngum
skurði í sköflunginn í fyrrinótt.
Líkamsárásin varð eftir að hóp-
slagsmál brutust út við bensín-
stöðina Select við Norðurfell í
Efra Breiðholti. Hópur 17 til 18
ára unglinga hafði safnast saman
og tók einn þeirra upp dúkahníf
með fyrrgreindum afleiðingum.
Farið var með drenginn sem varð
fyrir árásinni á slysadeild en
árásarmaðurinn var fluttur í
fangageymslur.
Lögreglan segir að fljótlega
hafi tekist að skakka leikinn eft-
ir að átök brutust út. Ekki hafi
verið um átök Íslendinga af ólík-
um uppruna að ræða heldur ein-
angrað tilvik.
ÞRJÁR LÍKAMSÁRÁSIR Þrjár lík-
amsárásir voru kærðar til lög-
reglunnar í Reykjavík í fyrrinótt.
Lögreglan segir fjölmenni hafa
verið á skemmtistöðum og mik-
inn eril. Þrír voru kærðir fyrir
ölvunarakstur.
TÓBAKI STOLIÐ Brotist var inn í
söluturn í Árbænum í fyrrinótt.
Að sögn lögreglu höfðu þjófarnir
á brott með sér tóbak en ekki var
ljóst hversu miklu var stolið.
HÆTT KOMINN VEGNA
KULDA Ökumaður missti stjórn
á bílnum sínum við Kljáfoss í
Borgarfirði um níuleytið í gær-
morgun. Maðurinn, sem var
einn á ferð, kastaðist út úr bíln-
um og að sögn lögreglu var
hann hætt kominn vegna kulda.
Lá hann úti í klukkutíma áður
en komið var að honum. Hann
er grunaður um ölvun.
Sjónarhóll:
Kerfið er
of flókið
FÉLAGSMÁL „Velferðarkerfið er
ágætt á mörgum sviðum en það
er bara svo flókið,“ segir Sig-
mundur Ernir Rúnarsson, tals-
maður söfnunar Sjónarhóls.
Söfnunin, sem
hefst í dag, er til
styrktar ráðgjafar-
stofu samtakanna,
sem vinna að hags-
munum barna með
sérþarfir.
Sigmundur Ern-
ir á sjálfur 18 ára
þroskahefta dóttur.
„Það er rosalega
erfitt fyrir venju-
legt foreldri að ná
saman upplýsing-
um um hvað er
hægt að gera fyrir
barnið. Flestir týn-
ast bara í kerfinu, villast á leið
eða gefast upp. Menn átta sig
ekki á því hvað þeir hefðu getað
gert fyrr en það er orðið of
seint.“
Sigmundur segir slíka þjón-
ustumiðstöð hafa sárvantað.
„Foreldrar fatlaðra eða þroska-
heftra barna hafa til þessa ekki
getað leitað á einn stað til þess að
fá allar upplýsingar,“ segir Sig-
mundur Ernir og líkir Sjónarhóli
við umboðsmann fyrir foreldra
barna með sérþarfir eða ljósið
sem lýsir veginn að aðstoðinni.
Dorrit Moussaieff forsetafrú
verður verndari fjársöfnunar
samtakanna.
VIÐURKENNING TIL MÁLNINGAR-
FYRIRTÆKJA Árni Magnússon fé-
lagsmálaráðherra afhenti fyrir-
tækjunum Hörpu Sjöfn, Máln-
ingu og Slippfélaginu í Reykjavík
viðurkenningu Vinnumálastofn-
unnar fyrir útgáfu á öryggisleið-
beiningum með varasömum efn-
um sem fyrirtækin framleiða.
edda.is
HÖFUÐSTÖÐVAR YUKOS
Rússneska olíufyrirtækið Yukos er á meðal
þeirra fyrirtækja sem ríkið seldi eftir fall
Sovétríkjanna. Æðstu yfirmenn fyrirtækis-
ins hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þjófn-
að og skjalafals.
AUÐKÝFINGUR Í VANDA
Svo virðist sem Róman Abramóvits sé ekki
lengur í náðinni hjá rússneskum ráða-
mönnum.
Mál Gunnars Örlygssonar:
Mál Gunnars
og yfirvalda
STJÓRNMÁL Forsvarsmenn Frjáls-
lynda flokksins vilja ekki tjá sig
sérstaklega um misbresti á af-
plánun dóms sem Gunnar Örlygs-
son, þingmaður flokksins, varð
uppvís að.
Fréttablaðið hafði samband við
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
mann flokksins, og Magnús Þór
Hafsteinsson, varaformann flokks-
ins. Þeir höfðu báðir fregnt af broti
Gunnars þegar Fréttablaðið hafði
samband við þá í gær. Þeir sögðu
báðir að málefni sem varði afplán-
un Gunnars á fangelsisdómi sínum
væru fyrst og fremst milli Gunnars
sjálfs og yfirvalda fangelsismála.
DÓMSMÁL Jón Magnússon lögmað-
ur telur að ríkissaksóknara beri
að fyrirskipa rannsókn á meintum
brotum einstaklinga í grænmetis-
samráðsmálinu að eigin frum-
kvæði. Hann segir það fráleitt ef
ríkissaksóknari ákveði að rann-
saka ekki meint brot einstaklinga.
Bogi Nilsson ríkissaksóknari
lýsti því í Fréttablaðinu á laugar-
daginn að hann væri ófús til að
fyrirskipa rannsókn í samráðs-
máli grænmetisfyrirtækja, þar
sem nýfallinn dómur Hæstaréttar
gæfi ekki tilefni til þess. Bogi
sagði að Samkeppnisstofnun hefði
átt að leita formlega til lögreglu
vegna málsins, hefði hún talið að
um brot einstaklinga væri að
ræða.
Jón segir þetta fráleitt. „Menn
geta ekki verið í sandkassaleik,
kastandi hlutunum fram og til
baka, og segja að einhverjar aðrar
stofnanir ættu að nálgast málið
með öðrum hætti. Mér finnst það
gjörsamlega fráleitt miðað við
niðurstöðu Hæstarréttar ef sak-
sóknari fyrirskipar ekki rann-
sókn. Þarna er um að ræða gríðar-
legt brot gagnvart hagsmunum al-
mennings og það á ekki síður að
rannsaka mál þeirra sem stela
verulegum fjármunum frá al-
menningi, en þegar einhver brýt-
ur rúðu eða stelur súkkulaði-
stykki.“
Jón Magnússon telur að rannsaka beri grænmetissamráð:
Afstaða ríkissaksóknara fráleit
JÓN MAGNÚSSON
Fyrrum lögmaður Neytendasamtakanna segir það í verkahring ríkissaksóknara að fyrir-
skipa rannsókn á einstaklingsbrotum í samráðsmáli grænmetisfyrirtækjanna, sem voru
sakfelld í Hæstarétti á dögunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Viðurkenning
SIGMUNDUR
ERNIR
Veitir forstöðu
samtökunum
Sjónarhóli, sem
vinna að
hagsmunum
barna með
sérþarfir.
Björgólfur um Eimskip:
Hafði ekkert
frumkvæði
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON
Eimskip var duglegra við að drepa niður
frumkvæði en hafa það.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M