Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 14
Miklar breytingar á atvinnu-háttum hafa orðið til þess að
mörg byggðarlög eiga verulega í
vök að verjast. Í viku hverri eru
sagðar fréttir af bágu ástandi fyr-
irtækja víða um land.
Nú hafa augu okkar beinst að
Seyðisfirði og Siglufirði. Til
skamms tíma var vandi Húsavíkur
illviðráðanlegur en hefur verið
færður til og verður vandi Sigl-
firðinga. Allt vegna þess að eig-
endur kvótans hafa ákveðið breyt-
ingar. Nóg um það.
Framtíð byggðanna er í veru-
legri óvissu og til að mynda lýsir
forsvarsmaður austfirskra verka-
manna yfir þungum áhyggjum.
Margar byggðir búa við að heilu
aldurshóparnir eru ekki lengur til
staðar. Yngra fólk fer og meðalald-
ur hækkar. Allt kallar þetta á að
horft verði á vandann og ekki
gefnar fleiri falsvonir. Fyrir um
áratug opnaði Davíð Oddsson, þá
tiltölulega nýr í embætti forsætis-
ráðherra, á umræðu um framtíð
byggðanna og hvort ekki væri rétt
að gefa fólki færi á að flytja frá
byggðunum. Umræðan dó og svo
virðist sem enginn vilji taka hana
upp. Samt virðist einsýnt að fram-
tíð fjölda byggðarlaga er engin eða
í besta falli takmörkuð.
Stjórnmálamenn úr flestum
flokkum hafa sagt síðustu daga að
enginn flokkanna hafi viljað ræða
heilbrigðismál í kosningabarátt-
unni vegna þess hversu viðkvæm
þau mál eru. Enginn flokkanna
ræddi heldur hvort komið sé að
því að sættast á að eyðibyggðir
verði staðreyndir. Flestir eru til-
búnir að ræða áhrif kvótakerfis á
byggðir, áhrif sauðfjárbúskapar á
byggðir, áhrif menntunar og svo
framvegis. Minna var talað um
hvaða byggðir eiga ekki framtíð og
hvað beri að gera. Þetta var ekki
rætt af alvöru. Íbúunum er ekki
gert gott með því að horfa á veifur
skyndilausna. Betra er að horfa á
staðreyndir þó þær séu sárar.
Þetta er rætt manna á meðal en
ekki meðal þeirra sem mesta
ábyrgðina bera.
Nútímasamfélag þarf að sinna
mörgum þörfum. Ekki bara vinnu.
Það þarf menntun, verslun og aðra
þjónustu, samgöngur, menningu,
íþróttir og aðra afþreyingu. Ef
þetta er ekki til staðar fer yngra
fólkið. Án þess er engin framtíð.
Það segir sig sjálft.
Er Evrópa á skallanum? er spurtí fyrirsögn í Fréttablaðinu og í
kjölfarið fylgir ítarleg umfjöllun
byggð á grein í Newsweek um
skuggalegu þróun í áfengismálum
Evrópulanda. Þar er að mörgu al-
varlegu vikið og ekki að ástæðu-
lausu að því er samantektin leiðir í
ljós. Það er ekki oft
sem fjölmiðlar taka
þann pól í hæðina að
kynna staðreyndir
varðandi áfengis-
neyzlu og umfjöll-
unin því þakkarefni.
Það er býsna
hollt fyrir okkur hér
að skyggnast þarna
um gættir grannt,
svo mjög sem öll
þróun hjá okkur er á
sama veg og þarna er lýst að orðið
hafi. Ekki vantar áróðurinn hér fyr-
ir því að fólk neyti áfengis og byrji
sem allra yngst einnig, áfengisaug-
lýsingar tröllríða fjölmiðlunum, þó
bannaðar séu með lögum, kynning
er hið fagra nafn þessa oft á tíðum
og ekki sízt er þessu beint að hinum
ungu og óreyndu. Þarna er líka sá
ofurauður að baki að engan skyldi
undra þó fjölmiðlar freistist, því
bærilega er borgað fyrir þessa
þjónkun við áfengisauðvaldið utan
alls efa.
Drykkja ungs fólks eykst
Rétt gripið niður í samantekt
Fréttablaðsins úr Newsweek þá
skal hér vitnað orðrétt til nokkurra
þeirra staðreynda sem þar eru
dregnar fram. Drykkja ungs fólks
hefur fjórfaldast í Litháen. Í Ung-
verjalandi tíðkast að börn byrji að
drekka áfengi 12 til 13 ára í stað 17
eða 18 ára áður, þar hafa tölur um
áfengissýki þrefaldast á fáeinum
árum. 70 % telpna og 80 % drengja
í Frakklandi neytir fyrst áfengis
við 11 ára aldur.
Svona mætti halda áfram váleg-
um tilvitnunum og svo er spurt
hver ástæðan sé fyrir þessum vax-
andi drykkjuskap. Og aftur orðrétt:
Í Austur-Evrópu benda menn
gjarna á að áfengisauglýsingum
hafi fjölgað til muna. Í Vestur-Evr-
ópu benda menn á svipaðar orsakir.
Umfram allt benda menn á að
áfengisframleiðendur hafi sett á
markaðinn áfenga drykki sem
gagngert er ætlað að höfða til unga
fólksins. Þessir drykkir eru að
hálfu leyti gosdrykkir, en að hálfu
leyti sterkt áfengi. Gífurlegu fjár-
magni er jafnframt varið í áfengis-
auglýsingar og áfengisframleið-
endur sækja fast fram við að auka
aðgengi almennings að áfengi með
því að hafa áfengi á boðstólum sem
allra víðast.
Aukinn kostnaður samfé-
lagsins
Og enn skal vitnað til umfjöllun-
arinnar því um kostnað samfélags-
ins segir: Kostnaður samfélagsins
vex í samræmi við aukna áfengis-
neyzlu. Þar er svo vitnað til Suður-
Ítalíu þar sem fjöldi ungra drykkju-
manna hefur aukist um 80% á síð-
astliðnum áratug, þar sem menn
tala um „hina vikulegu sláturtíð“,
þegar ölvaðir ökumenn slasa eða
drepa sjálfa sig og aðra. Á Írlandi
hefur fjöldi áfengistengdra krabba-
meina aukist gífurlega og í Bret-
landi hefur fjöldi dauðsfalla sem
tengjast áfengisneyzlu ungs fólks
þrefaldast á síðustu 20 árum og 40
% allra heimsókna á bráðadeildir
sjúkrahúsa tengjast áfengisneyzlu.
„Það verður enginn
skemmtilegur með víni“
Þetta er skelfilegur lestur og
ætti að vera þeim til ærinnar um-
hugsunar sem vilja lækka áfengis-
kaupaaldur, auka aðgengi að áfengi
og leyfa óheftar áfengisauglýsing-
ar, allt undir yfirskini frelsisins.
Það annars fallega orð er óvíða mis-
notað jafn herfilega og í tengslum
við áfengið, sem einmitt verður allt
of mörgum þungbært ok ógæfu og
eyðileggingar. Þetta fólk ætti ekki
að þurfa að láta sem svo að það
þekki ekki þessar skuggahliðar
sem Newsweek er þarna að greina
frá, blákaldar staðreyndir dauðans
alvöru. Þær liggja ljósar fyrir og
vítin eru til að varast. En gulla-
snarnir eru margir og þeirra er oft-
ar en ekki mátturinn og dýrðin.
Það er því þungur róður fyrir
samtök bindindismanna að berjast
gegn ærandi áróðrinum sem
kostaður er af þeim sem græða
ótæpilega á annarra ógæfu. Samt
skal það gjört og vænt þótti mér um
að heyra Lilju Margeirsdóttur
segja á sinn hógværa og ákveðna
hátt í sjónvarpsþætti á dögunum:
Það verður enginn skemmtilegur
með víni.
En enn og aftur ber að þakka
vandaða umfjöllun Fréttablaðsins.
Mál manna
SIGURJÓN M. EGILSSON
skrifar um vanda byggðarlaga.
14 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Bréf til blaðsins
Lokaflautið
Margt var gott í ræðu Össur-ar á landfundi Samfylking-
arinnar eins og vænta mátti og
þar voru líka nokkrar skringi-
legar líkingar – eins og vænta
mátti frá þessum litríka ræðu-
manni; til dæmis þegar hann
líkti formannstíð sinni við hjóna-
band, þar sem Samfylkingin er
eiginkonan, eilíflega að suða um
stærra húsnæði „til að eyða ell-
inni í“, en hann, Össur, eiginmað-
urinn, sem stritar til að gera
þennan draum að
veruleika. Og ætl-
ar þá væntanlega
að vera í þessu
eiginmannshlut-
verki til elliára
beggja aðila...
Össur talaði
skörulega um al-
þjóðamál, tók ein-
urðar afstöðu
gegn innrás
Bandaríkjanna og
fylgiríkja í Írak og
hvatning hans til að reyndar
verði markaðslausnir í heil-
brigðismálum var athyglisverð.
Það tal stakk að vísu örlítið í stúf
við að hann fagnaði afdrifum
þeirrar tilraunar til einkarek-
inna grunnskóla sem farið var
að stað með í Hafnarfirði, sem
að sínu leyti var ein merkileg-
asta tilraun seinni ára til að
brjótast úr viðjum staðnaðrar
hugsunar í KHÍ. Össur sagði
margt gott um velferðarmál og
Evrópumál, boðaði klassískan
kratisma sem frá því á 19. öld
hefur verið „markaðssinnaður“
og vísaði lipurlega til sameigin-
legrar sögu þeirra flokka sem
runnu saman við tilurð Samfylk-
ingarinnar með því að vitna
skemmtilega til „pabba hennar
Öddu Báru“ Sigfúsar Sigurhjart-
arsonar, sem fór með Héðni úr
Alþýðuflokknum til samstarfs
við kommana. Og almennt virð-
ist manni sem honum hafi tekist
að gefa fólki þá tilfinningu að
það sé í flokki með merka arf-
leifð, þrátt fyrir ungan aldur.
Sem er vel af sér vikið.
En hann minntist ekkert á
umhverfismál.
Mikilvægasti málaflokkurinn
Hann minntist ekki einu orði
á mikilvægasta málaflokk
heimsins: umgengnina við nátt-
úruna og auðlindirnar, mála-
flokkinn sem ræður úrslitum um
það hver framtíð mannkyns
verður og raunar alls lífs á jörð-
inni. Þögnin um þennan mála-
flokk er þeim mun furðulegri í
ljósi þess að eitt sinn var Össur
Skarphéðinsson röskur og
áhugasamur umhverfisráð-
herra.
Segja má að tvisvar hafi hann
vikið óbeinlínis að umhverfis-
málum: í fyrra skiptið þegar
hann segir að verkamenn við
Kárahnjúka séu „að breyta jök-
ulvötnum í beinhörð verðmæti
fyrir okkur Íslendinga“ og í
seinna skiptið þegar hann er að
deila á frammistöðu Framsókn-
armanna í velferðarmálum og
segir: „Það er skrýtinn flokkur
sem tekur bakföll til að vernda
rjúpuna en ræðst að kjörum
þeirra sem minnst hafa í mann-
heimum“, rétt eins og kjör fá-
tæks fólks og verndun rjúpunn-
ar séu andstæður, eða þessi tvö
aðskildu mál tengist yfirleitt á
nokkurn máta. Sjálfur reyndi
Össur á sínum tíma að vernda
rjúpuna í ráðherratíð sinni og
væri nær að styðja Siv Friðleifs-
dóttur í baráttu hennar við
byssueigendafélagið og önnur
sterk pólitísk öfl – hvers eiga
þær fáu rjúpur sem enn tóra í ís-
lenskri náttúru „ylji húsa fjær“
að gjalda að verða fyrir slíku
skensi?
Nema hann sé að skerpa and-
stæðurnar á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála, skilja sig
enn frekar frá Vinstri grænum?
Það er vissulega sjónarmið, eins
og góður maður myndi orða það:
því fólki sem aðhyllist kratisma
í þjóðfélagsmálum – blandað
hagkerfi að norrænum hætti –
og hefur áhuga á umhverfismál-
um er þar með vísað til Vinstri
grænna sem er að vísu prýðileg-
ur flokkur um margt með marga
snjalla talsmenn en er andvígari
markaðshyggju en almennt ger-
ist og því fjær miðju viðtekinna
viðhorfa en til dæmis Samfylk-
ingin, auk þess sem meira gætir
þjóðernishyggju í stefnu Vinstri
grænna en góðu hófi gegnir.
Hefur Samfylkingin stefnu í
umhverfismálum? Eigum við að
trúa því að Össur og félagar að-
hyllist þá kennisetningu Davíðs
Oddssonar að ekki sé til neitt
sem heiti gróðurhúsaáhrif?
Áhugi á umhverfismálum virðist
að minnsta kosti vera talinn sér-
viska hjá formanni Samfylking-
arinnar – sem er miður, því að
umhverfismálin eiga heima nær
miðju stjórnmálanna. Meira að
segja Tony Blair, hinn kunni
taglhnýtingur öfgasinnaðra
bandarískra trúfífla, leggur
áherslu á umhverfismál og hef-
ur mun viðfelldnari stefnu í
þeim en félagar hans í banda-
ríska repúblikanaflokknum. Hið
sama er að segja um þýsku
kratana og raunar um alla Evr-
ópu. Einungis hér á landi óttast
leiðtogi jafnaðarmanna að tengj-
ast slíkum „öfgahópum“ sem
umhverfisverndarsinnar eru.
Við munum hvernig það end-
aði þegar íslenskir jafnaðar-
menn reyndu að skilja sig sem
mest frá öðrum vinstri mönnum
og reyndu að gera sig gjald-
genga sem enn trúverðugri
hægri menn en sjálfstæðismenn
væru: slíkt endar í Alþýðu-
flokknum.
Tröllablokk-
ir á Lundar-
túninu
Jón Ármann Héðinsson skrifar:
Græðgin ríður ekki við einteym-ing. Komin er fram hugmynd
um átta tröllablokkir á Lundartún-
inu í Kópavogi. Þetta tún er því
sem næst miðsvæðis á öllu
Reykjavíkursvæðinu. Vegna
þeirra, sem tekið hafa búsetu í
Kópavogi umhverfis túnið, hafa
„gervirétthafar“ blekkt meirihluta
bæjarstjórnar Kópavogs til þess
að heimila byggingu á átta 55
metra háum tröllablokkum. Þetta
er sagt nauðsynlegt vegna „verð-
mætis“ túnsins. En hverjir sköp-
uðu verðmætið? Ekki voru það
svokallaðir „eigendur“, sem stað-
festa með herfilegum sóðaskap á
landinu virðingarleysi fyrir hollu
og fögru umhverfi. Hugmynd
„rétthafa“ um byggingar er 481
íbúð og gróði þeirra gæti nálgast
600-700 milljónir. Þessu fagnar
bæjarstjórinn ótæpilega.
Skipulagsstjórinn í Kópavogi
segir blokkirnar veita mikið og
fagurt útsýni og í þeim verði því
gott að búa. En þær taka útsýni frá
tugum húsa í stórum hring bæði
Kópavogsmegin og frá Reykjavík í
Fossvogsdalnum. Verði af þessum
tröllablokkum verðfalla eignir
húsa á stóru svæði. Það finnst
skipulagsstjóra Kópavogs og
meirihluta bæjarstjórnar gott mál.
Ég tel, að langflestir vilji fá
byggð á túninu. En áður þarf að
gefa vísbendingu um samkeppni.
Vel má hugsa sér allt að 250-300
íbúðir og þá staðsetningu með-
fram Nýbýlaveginum. Þarna er
hreint kjörið tækifæri fyrir
snjalla húsagerðarmenn að reyna
með sér og Kópavogsbúar kjósi
um tillögurnar.
Það yrði óheyrilegt slys og
aldrei bætanlegt ef „tröllablokk-
irnar“ kæmust upp. Höldum vöku
okkar íbúar Kópavogs og mót-
mælum allir sem einn. Það þarf
fjöldi íbúa í Reykjavík einnig að
gera.
Hefur Samfylk-
ingin stefnu í
umhverfismál-
um? Eigum við
að trúa því að
Össur og félag-
ar aðhyllist þá
kennisetningu
Davíðs Odds-
sonar að ekki
sé til neitt sem
heiti gróður-
húsaáhrif?
Það er því
þungur róður
fyrir samtök
bindindis-
manna að berj-
ast gegn ær-
andi áróðrinum
sem kostnaður
er af þeim sem
græða ótæpi-
lega á annarra
ógæfu.
Um daginnog veginn
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
skrifar um
ræðu Össurar
Skarphéðinssonar
á landsfundi Sam-
fylkingarinnar.
Umræðan
HELGI SELJAN
formaður fjöl-
miðlanefndar
IOGT skrifar um
áfengismál.
Víti að varast Ræða Össurar