Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 8
8 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Óþekktarrófa! „Það er líka umhugsunarefni hvernig í ósköpunum varð af þessu brúðkaupi yfirhöfuð. Er ekki her manns að passa upp á Britney frá degi til dags, bæði öryggisverðir og alls konar skipuleggjarar sem eiga að tryggja að hún geri ekki vit- leysur og haldi áfram að mala fjárfestum sínum gull? Fær hún að gera það sem henni sýnist og vera án öryggisgæslu? Víkverji var undrandi yfir brúðkaupi poppstjörnunnar. Morgunblaðið 8. janúar. Höfðinglegur Pétur „Ég verð stoltur af þessu 8,2 milljóna króna framlagi mínu til menningar- og líknarmála. Ætli Svanfríður Jónasdóttir hafi lagt fram jafn mikið fé til menning- ar- og líknarmála?“ Pétur Blöndal um söluna á SPRON. Fréttablaðið 8. janúar. Orðrétt Bíða eftir samningi Hópur sérfræðilækna í ýmsu greinum hefur óskað eftir viðræðum við samninganefnd heilbrigðisráðuneytis. HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar sem greiða læknishjálp að fullu hjá sér- fræðilæknum, sem ekki eru með samning við Tryggingastofnun rík- isins, geta ekki fengið endur- greiðslu, þótt samningur komist á síðar, nema með lagabreytingu. Þetta segir Garðar Garðarsson hrl. og formaður samninganefndar heil- brigðisráðuneytisins. Samninganefndin fór yfir stöðu kjaradeilu TR og sérfræðilækna með fréttamönnum í gær. Þar kom meðal annars fram, að sérfræðing- ar gerðu kröfu um „frjálst verðlag.“ þeir vildu koma upp einskonar „tannlæknakerfi,“ þar sem einungis börn, aldraðir og öryrkjar hefðu rétt til endurgreiðslu. „Þetta myndi kalla á grundvall- arbreytingu á almannatrygginga- kerfinu,“ sagði Garðar, sem sagði að slík breyting þyrfti að fara í gegn- um pólitíska umræðu áður en af henni gæti orðið. „Réttur manna til greiðslu frá Tryggingastofnun er réttur sjúklinga, ekki réttur lækna,“ sagði hann. „Það eru al- mannatryggingalögin sem segja til um hvort menn eru sjúkratryggðir eða ekki.“ Fram kom, eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga, að samninganefndin er búin að semja við einstaka sérfræðilækna og rannsóknarfyrirtæki. Um er að ræða lækna úr nokkrum greinum, en ekki þó nærri öllum. Að sögn Garðars hafa þó nokkrir læknar til viðbótar óskað eftir viðræðum um samning. Nöfn læknanna sem samið hafa verða ekki gefin upp að svo stöddu, þar sem þeir óttast að fá holskeflur yfir sig, að sögn Garðars. Vel á fjórða hundrað sérfræði- lækna í um 30 greinum var á samn- ingi við TR fram til áramóta. Í greiðslupottinum eru tveir milljarð- ar króna, sem fara til sérfræðinga sem eru á samningi og stofnana sem hlaupa undir bagga meðan á kjara- deilunni stendur. Þær greiðslur eru þegar hafnar, að því er fram kom frá fulltrúa heilbrigðisráðuneytis. Garðar sagði það ljóst að ef þessi deila sem slík dregðist á langinn, væri alls óvíst að menn sæju nokkurn tíma aftur það kerfi sem verið hefði. Hann sagði að hægt væri að fara ýmsar leiðir í þeim efnum, til dæmis með útboði á læknisþjónustu, eflingu göngu- deilda og svo mætti áfram telja. jss@frettabladid.is Fjármálaráðuneytið Tilkynning til launagreiðenda Að gefnu tilefni vill fjármálaráðuneytið vekja athygli á því að þann 5. desember s.l. samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, sem felur í sér að heimild til lækkunar á tryggingagjaldi vegna viðbótarlífeyrissparnaðar launamanns er felld niður. Breytingin tók gildi 1. janúar 2004. Samkvæmt þágildandi lögum skyldi tryggingagjald lækka um allt að 0,4% af gjaldstofni og sá hluti tryggingagjaldsins nýttur sem iðgjaldshluti launagreiðanda á móti iðgjaldshluta launamanns. Með fyrrgreindri lagabreytingu var þetta ákvæði, er kvað á um lækkun tryggingagjalds vegna viðbótarlífeyrissparnaðar launamanns, fellt niður. Tekið skal fram að umrædd breyting hefur ekki áhrif á kjarasamningsbundið mótframlag v innuveitanda vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Fjármálaráðuneytinu, 7. janúar 2004. Mælingar á loðnu í haust sýndu lítið magn: Minnsti kvóti í áraraðir LOÐNA Upphafsúthlutun loðnu- kvótans er 48 þúsund tonnum minni en hún var á síðustu vertíð. Illa gekk að mæla stofninn í haust. Niðurstaðan sýndi lítið af loðnu og óttuðust menn að útlitið yrði dökkt og því ekki talið að á komandi vertíð yrði mikið að finna af veiðanlegri loðnu. Hafrannsóknastofnun hóf mæl- ingar aðfaranótt mánudags og hef- ur fundist töluvert af loðnu á stóru svæði út frá norðurlandi af ágæt- lega veiðanlegri loðnu. „Þetta er mikill léttir þar sem horfur voru slæmar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Byrjað var að gefa út veiðileyfi á mánudag. Það mun taka nokkra daga að vinna úr gögnunum til að geta byggt á endanlegar tillögur um aflamark á yfirstandandi vertíð. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang- ursstjóri á Árna Friðrikssyni, seg- ir þetta hafa farið frekar brösu- lega af stað. „Það eru einhverjir á landleið með fullfermi af loðnu og hefur verið þokkaleg loðnuveiði. Loðnan er ekkert mjög stór en ekkert mjög smá heldur, það ber meira á smærri loðnu vel vestan við Mel- rakkasléttuna. Þeir hafa verið að veiða loðnuna úti af norðaustur- horninu, norður af Melrakka- sléttunni og norðaustur af Langa- nesi. Ef það er eitthvað takmarkað af stórri loðnu fyrir austan þarf að endurskoða málið og hugsanlega leita betur út frá Vestfjörðum ef skyldi koma vesturganga, en þetta kemur í ljós á næstu dögum.'' ■ Ár Upphafsúthlutun Kvóti Afli 1998–1999 688.200 994.716 899.000 1999–2000 575.850 891.501 844.000 2000–2001 417.750 918.629 894.000 2001–2002 438.390 1.096.203 1.051.000 2002–2003 410.022 765.000 765.000 2003–2004 362.354- HUGAÐ AÐ NÓTINNI Veiðileyfi á loðnu voru gefin út á mánudag og er útlitið betra á komandi vertíð en gert var ráð fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sérfræðingadeilan: Vilja fund HEILBRIGÐISMÁL Fulltrúar Samfylk- ingarinnar í heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis hafa farið fram á fund í nefndinni hið fyrsta vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum ríkisins við sérfræðilækna. Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður hefur þegar ritað formanni heilbrigðis- og trygginganefndar bréf þess efnis. Jafnframt fara fulltrúar Sam- fylkingarinnar í nefndinni fram á að á sama fund verði boðaðir fulltrúar Landspítala-háskólasjúkrahúss til að gera grein fyrir áformum um sparn- að og niðurskurð á spítalanum og hvaða afleiðingar þær aðgerðir hafa á rekstur hans. ■ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Vill heilbrigðisnefnd á fund. SAMNINGANEFND RÁÐUNEYTIS Samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins kynnti á fundi í gær stöðu deilu sérfræðilækna við Tryggingastofnun ríkisins. Formaðurinn, Garðar Garðarsson, fór yfir stöðu mála.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.