Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004  Sérsveitin verður í Vélsmiðjunni.  Hermann Ingi jr skemmtir gestum Búálfsins í Breiðholti.  Fálkar frá Keflavík og Tokyo Megap- lex á Grand Rokk.  Plötusnúðarnir Grétar G og Frímann leiða saman hesta sína á aðaldansgólfi Kapital.  Rúnar Guðmundsson spilar fyrir gesti Café Catalinu.  Spilafíklarnir skemmta á Celtic Cross.  Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur á Paddy’’s við Hafnargötu í Keflavík.  Brimkló skemmtir á Players í Kópa- vogi.  Dj Þór Bæring á Glaumbar.  Old school 70’s, 80’s og 90’s dans- tónlist í Leikhúskjallaranum.  Strákarnir í Buff ætla að halda uppi stemmaranum á Gauknum með gríni og glens eins og þeim einum er lagið.  Jón Atli verður á stálborðunum í Setustofunni með bland í poka, rokk og fleira.  Papar skemmta á Nasa við Austur- völl. ■ ■ FUNDIR  13.15 Málþing um lífupplýsinga- fræði (e. bioinformatics) verður haldið í fyrirlestrarstofu þriðju hæðar í Lækna- garði. Erindi flytja Daníel Guðbjartsson, Birgir Hrafnkelsson, Jón Jóhannes Jónsson, Hans Þormar, Bjarni V. Hall- dórsson og Einar Steingrímsson.  20.00 Kvæðamannafélagið Iðunn hefur starfsemi sína á nýju ári með kvöldvöku í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Þar mun Vilborg Davíðs- dóttir rithöfundur segja frá þrettánda- siðum á Þingeyri við Dýrafjörð og Elsa Herjólfsdóttir fiðluleikari greinir frá fiðluleik meðal alþýðu manna í Suður- Þingeyjarsýslu frá um 1850–1950. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Opið hús byrjar aftur á nýju ári í kjallara Alþjóðahússins. Allir vel- komnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Leikritið Eldað með Elvis hefurfarið sigurför um Evrópu og Bandaríkin á síðustu misserum. Höfundurinn er Lee Hall, sem meðal annars var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Billy Elliot. Í kvöld verður þetta leikrit frum- sýnt í Loftkastalanum í þýðingu Hallgríms Helgasonar. „Í þessu verki leiðast grín og alvara hönd í hönd,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem leikstýrir. „Þetta er drepfyndið á yfirborð- inu, en samt er verið að taka þarna á erfiðum málum og sárs- aukinn kraumar undir. Margir hafa líkt þessu við leikrit eftir Jim Cartwright og kvikmyndir Mikes Leigh.“ Steinn Ármann Magnússon leikur fyrrverandi Elviseftir- hermu, sem hefur orðið fyrir því óláni að lamast og eyðir ævinni í hjólastól heima hjá sér í umsjá eiginkonu og dóttur, og er að miklu leyti út úr heiminum. Eigin- konuna leikur Halldóra Björns- dóttir en dótturina Álfrún Örnólfsdóttir. „Móðirin þjáist af anorexíu og alkóhólisma og er jafnframt að reyna að hafa stjórn á unglingn- um á heimilinu, sem er haldinn eldunaræði. Hún eldar og eldar subbulegan mat beint upp úr kokkabókum Elvis.“ Sjálfur Elvis Presley birtist síðan ljóslifandi nokkrum sinn- um, og er þá ekki ljóst hvort þar er eitthvað yfirnáttúrlegt að ger- ast eða hvort hann er að birtast í draumi eða í huga persónanna. „Það eina sem lifir eftir af föð- urnum í þessari fjölskyldu er hug- myndin um Elvis. Eina leið þeirra mæðgnanna til að halda einhverju lífi honum er að spila tónlistina hans Elvis.“ Málin taka síðan að flækjast þegar móðirin dregur heim til sín ungan mann, Stefán að nafni, 26 ára deildarstjóra í kökugerð hjá Myllunni. Það er Friðrik Friðriks- son sem leikur þennan unga deild- arstjóra. „Dóttirin er ekki alveg sátt við samband móður sinnar við þenn- an unga mann og ekki er laust við að Stefáni finnist sjálfum aðstæð- urnar hálf undarlegar. Svo sígur endanlega á ógæfuhliðina þegar strákurinn lætur sér ekki nægja lengur að vera með móðurinni.“ ■ Sársaukinn kraumar undir Kringlukránni í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil ! HljómarHinireinu ogsönnu ÁSTRÍÐURNAR ÓLGA Í SKUGGA LAMAÐS HEIMILISFÖÐUR Halldóra Björnsdóttir og Friðrik Friðiksson í Eldað með Elvis, sem frumsýnt verður í Loftkastalanum í kvöld. ■ LEIKSÝNING KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Það er nóg að sjá í leikhúsunumum þessar mundir,“ segir þingkonan Kolbrún Halldórsdótt- ir. „Ég ætla að sjá Pabbastrák á föstudaginn en svo ætla ég ekki að missa af Meistaranum og Margar- íta í Hafnarfirði. Ég get mælt með Sporvagninum Girnd í Borgar- leikhúsinu því sú sýning er áhrifa- mikil, sterk og djörf. Svo er gam- an að fylgjast með grasrótinni og margt spennandi þar. Ég sá til dæmis Ójólaleikritið fyrir stuttu með leikhópnum Fimbulvetur og hafði gaman af þeirri sýningu en mig langar líka að sjá Bless Fress í Loftkastalanum.“ Þetta vilég sjá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.