Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 40
40 9. janúar 2004 FÖSTUDAGURKörfubolti 26. París-Dakar rallið: Peterhansel náði forystunni RALL Stephane Peterhansel (Mitsubishi) sigraði í áttunda áfanga París-Dakar rallsins í gær og tók forystuna í keppninni samanlagt. Leiðin í gær lá milli Atar og Tidjika í Máritaníu; sam- tals 393 kílómetrar en þar af var sérleiðin 355 kílómetrar. Peterhansel var tæpum hálf- tíma á undan Þjóðverjanum Jutta Kleinschmidt (Volks- wagen). Kleinschmidt fékk leyfi til að keyra í gær með nýja vél þrátt fyrir að reglurnar segi að keppendum sé ekki heimilt að skipta um vél í miðri keppni. Hiroshi Masuoka, sem leiddi rallið fyrir keppnina í gær, varð í sjöunda sæti. Gírkassi bilaði á miðri sérleiðinni og kom hann einum og hálfum tíma á eftir Pet- erhansel í mark. Peterhansel er nú langfyrstur eftir sigurinn í gær. Hann er ein- um klukkutíma og rúmum fjór- um mínútum á undan Belganum Gregoire De Mevius (BMW). Ma- suoka er þriðji þrátt fyrir hrak- farir gærdagsins, átján mínútum á eftir De Mevius. Spánverjinn Nani Roma (KTM) sigraði í keppni mótor- hjóla og var rúmum sex mín- útum á undan Frakkanum Jean Brucy (KTM). Richard Sainct (KTM) var þriðji, tæpum tveim- ur mínútum á eftir Brucy. Með sigrinum tók Roma forystuna í Rallinu en Sainct er annar og Brucy þriðji. Tékkinn Karel Loprais (Tatra) sigraði í keppni trukk- anna í gær og komst upp í þriðja sætið samanlagt. Rússinn Vladimir Tchaguine (Kamaz) varð annar en hann heldur samt forystunni. ■ Nýir hlutir í gangi Íslenska handknattleikslandsliðið leikur þrjá æfingaleiki gegn Sviss um helgina. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ætlar að nota tækifærið og reyna nýja hluti í leikjunum. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik leikur sína síðustu leiki á Íslandi fyrir EM í Slóveníu um helgina gegn Sviss. Af því til- efni var boðað til blaðamanna- fundar í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær þar sem farið var yfir leikina og einnig var skrifað undir tvo sam- starfssamninga, við Icelandair og Kempa. Samningurinn við Kempa er til þriggja ára en Kempa er leiðandi merki í framleiðslu handbolta- búninga enda sérhæfa þeir sig í slíku. Íslenska landsliðið mætir því til leiks í nýjum, og nokkuð breyttum búningum, á EM sem hefst 22. janúar. Samningurinn við Icelandair var síðan fram- lengdur um eitt ár en Icelandair hefur verið einn af aðalstyrktar- aðilum HSÍ síðan 1983. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir leikina við Sviss vera mjög mikilvæga enda sjái hann að þeim loknum hvar landsliðið sé statt í undirbún- ingnum. „Það verður gaman að taka á móti Sviss og þetta er prufa fyrir okkur og í sjálfu sér nokkurs kon- ar prófsteinn á það hvar við stönd- um,“ sagði Guðmundur sem ætlar að prófa nokkra nýja hluti í leikj- unum þremur. „Varðandi varnarleikinn þá mun ég leggja höfuðáherslu á 6/0 vörnina að þessu sinni og prófa nýjar útfærslur á henni. Svo er ýmislegt í sóknarleiknum sem við erum að þróa og má þar meðal ann- ars nefna að við erum með þrjú ný kerfi gegn 6/0 vörn. Svo erum við líka með nýja hluti þegar við erum einum fleiri og einum færri. Við höfum einnig verið að æfa lausnir á því þegar Ólafur Stefánsson er tekinn úr umferð og vonandi tekur landsliðsþjálfari Sviss hann eitt- hvað úr umferð en ég ætla nú samt ekki að biðja hann um það. Dagur Sigurðsson landsliðs- fyrirliði er meiddur og mun því ekki leika með liðinu um helgina og reyndar er alls óvíst hvort hann verði búinn að ná sér að fullu fyrir 22. janúar þegar Ísland spilar fyrsta leik sinn í EM. „Það er vissulega áhyggjuefni en við verðum að vera bjartsýn og vona það besta. Það væri synd ef Dagur gæti ekki leikið með okkur því hann er í mjög góðu líkamlegu formi og hefur verið að standa sig vel á æfingum með okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari. ■ Pillupökkunarvélar til sölu Til sölu talningavél, lok-ásetningavél, miðaásetningavél og mótttökuborð. Vélarnar eru í góðu standi. Mjög góður staðgreiðsluafsláttur eða lánamöguleikar. Til sýnis í samráði við Jón í síma 588 4455. Til sölu Manchester United:Dong til United FÓTBOLTI Dong Fangzhuo, átján ára kínverskur leikmaður, geng- ur til liðs við Manchester United á næstu dögum. Lin Lefeng, framkvæmdastjóri knatt- spyrnufélagsins Dalian Shide, staðfesti þetta og sagði að skrif- að yrði undir samninginn á næstu dögum. Alex Ferguson viðurkenndi í nóvember að hann væri á hött- unum eftir leikmanni frá Kína en vildi ekki gefa upp hver það var. Dong Fangzhuo var einnig orðaður við Real Madrid og Inter Milan. Talið er að United greiði Dali- an Shide 3,5 milljónir punda fyr- ir leikmanninn. Einnig er talið að United muni senda tvo til þrjá þjálfara til að hjálpa við þjálfun hjá Dalian Shide. ■ FÓTBOLTI Í næsta mánuði leggur dómaranefnd UEFA til við fram- kvæmdanefnd sambandsins að er- lendir dómarar fái að dæma leiki í nokkrum deildum Evrópu. Til- lagan felur það í sér að fremstu dómarar Evrópu eins og Ítalinn Pierluigi Collina dæmi í deildum annarra landa. Tillögurnar miða að því að veita bestu dómurum Evrópu dýr- mæta reynslu en UEFA bendir á að vegna aukins álags á dómara í nokkrum deildum Evrópu gæti það verið jákvætt að fá erlenda dómara til að dæma þar. Í fyrsta áfanga væri lögð áher- sla á gagnkvæm skipti milli landa og myndu ensk dómaratríó dæma í þýsku Búndeslígunni og þýsk dómaratríó í staðinn í þeirri ensku. Helst mun reyna á hug- myndina í deildarleikjum ná- grannaliða en ekki er gert ráð fyr- ir að erlendir dómarar dæmi fleiri en fjóra leiki á einni leiktíð. Verði tillagan samþykkt kemur hún til framkvæmda leiktíðina 2004– 2005. ■ Enska úrvalsdeildin: Bocanegra til Fulham FÓTBOLTI Fulham hefur fengið bandaríska miðvörðinn Carlos Bocanegra frá Chicago Fire. Bocanegra, sem var valinn varn- armaður ársins í bandarísku atvinnumannadeildinni, hefur að undaförnu reynt að komast að hjá ensku félagi. Bocanegra fékk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi á Bretlandi vegna þess að hann uppfyllti ekki öll skilyrði sem innanríkisráðuneytið setur. Mál hans fór því fyrir leik- mannanefnd sem mælti með leyf- inu og gaf ráðuneytið það út í gær. Bocanegra er annar leikmaður- inn sem Fulham fær frá því félagaskiptaglugginn var opnaður að nýju í þessum mánuði. Áður hafði félagið fengið Bobby Petta að láni frá Celtic. ■ Liverpool: Leitar að markmanni FÓTBOLTI „Það getur verið að mig vanti nýjan markmann,“ sagði Gerard Houllier, framkvæmda- stjóri Liverpool. „Jerzy Dudek er meiddur í nára. Við höfum Pat- rice Luzi Bern- ardi og ef til kemur mun hann standa sig vel í markinu.“ Chris Kirkland meiddist í síð- asta mánuði og Dudek, sem var nýbúinn að ná sér af meiðslum, haltraði af velli í leiknum við Chelsea á miðvikudag. Luzi hljóp í skarðið og lék sinn fyrsta leik með félaginu. „Hann kom inn á og þreytti frumraun sína. Hann stóð sig mjög vel og varði tvisvar stór- kostlega. En við höfum aðeins hann og við gætum þurft að fá einhvern í stuttan tíma.“ ■ VINCE CARTER Vince Carter, leikmaður Toronto Raptors, treður boltanum í körfu Cleveland Cavali- ers í leik liðanna á miðvikudag. Carter skoraði fjórtán stig í 75-69 sigri Raptors. STEPHANE PETERHANSEL Frakkinn Stephane Peterhansel náði forystunni í París-Dakar rallinu í gær. LEIKIRNIR VIÐ SVISS Föstudagur: Varmá kl. 20 Laugardagur: Laugardalshöll kl. 16.30 Sunnudagur: Laugardalshöll kl. 19.30 JERZY DUDEK Meiddur á ný. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Landsliðsþjálfarinn ætlar að prófa marga nýja hluti gegn Sviss um helgina. Deildakeppnir í Evrópu: Erlendir dómarar? PIERLUIGI COLLINA Dæmir hann í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.