Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 24
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Það er gott að bæta við sig, hittaannað fólk og átta sig betur á því hvað aðrir eru að gera. Flestir eru að glíma við sömu vandamálin og það er ágætt að sjá að maður er ekki einn í heiminum. Það er kannski ekki hægt að læra allt, en bæta sig verulega,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, forstöðumaður nefnda- sviðs Alþingis. Hún er í námi hjá IMG sem kallast Stjórnendur fram- tíðar. „Þetta er alhliða stjórnendaþjálf- un, búið er að steypa saman mörg- um minni námskeiðum. Farið er yfir ráðningar, uppsagnir, verkefna- stjórnun, árangursstjórnun, frammistöðustjórnun og fleira. Þá var mjög ánægjulegt þegar María Ellingsen leikkona fór yfir ýmislegt sem tengist því að koma fram, t.d. að halda fyrirlestur eða koma fram í fjölmiðli. Við fórum tvisvar út úr bænum. Í fyrra skiptið var fókusinn á hvern einstakling sem stjórnanda, fólk tók stjórnendapróf og fékk um- sagnir um sig frá vinnufélögum. Í seinna skiptið var farið í hópa- starf og þá var reynt að skil- greina veikleika og styrkleika fólks sem stjórnanda.“ Hafdís hafði áður farið á einstök námskeið hjá IMG. „Ég taldi að með þessu námi fengi ég meira í einum pakka. Námið dreifist líka á langan tíma og er samrým- anlegt mikilli vinnu. Það sem mér finnst mest spenn- andi er að bæta aðferðafræð- ina sem stjórnandi. Þá hefur verið frábært að kynnast því fólki sem er á námskeiðinu. Þetta er allt fólk sem er í stjórnunarstöðum á sínum vinnustað og ég hef grætt mikið á því að umgang- ast það.“ ■ Steinunn Helgadóttir er leir-kerasmiður og rekur Leir- krúsina, leirverkstæði þar sem hún kennir námskeið í leirmót- un. „Þetta kom þannig til að þeg- ar ég kom heim frá Svíþjóð, þar sem ég lærði, þá sá ég að það var þörf fyrir svona námskeið hér á landi,“ segir Steinunn, sem nokkrum árum síðar lét slag standa og opnaði Leirkrúsina. „Ég fór á námskeið sjálf í stofnun fyrirtækja, með þessa viðskiptahugmynd í farteskinu og ýtti Leirkrúsinni úr vör um leið og ég sat námskeiðið.“ Steinunn kennir nokkur nám- skeið yfir veturinn og hefjast þau í byrjun hausts, í janúar og í apríl. Nú í janúar verður hún með nám- skeið í handmótun leirs, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, mótun leirs á rennibekk og námskeið í blöndun glerunga. Þar fyrir utan er verkstæðið hennar opið tvisvar í viku fyrir áhugasama sem geta þá nýtt sér aðstöðuna. Að sögn Steinunnar eru konur ætíð í meirihluta þátttakenda á námskeiðinu þó að karlar sæki þau einnig. „Fólk kemur á námskeiðin af ýmsum ástæðum, til að slaka á og breyta til, læra handverkið og að sjálfsögðu til að virkja sköpunar- kraftinn.“ Leirkrúsin er til húsa að Há- kotsvör 9 á Álftanesi í verkstæði sambyggðu heimili Steinunnar. Nánari upplýsingar um námskeiðin og verð þeirra er að finna á heima- síðunni www.leir.is. ■ HAFDÍS ÓLAFSDÓTTIR Er í námi sem kallast Stjórnendur framtíðar. STEINUNN HELGA- DÓTTIR Setti Leirkrúsina á laggirnar samhliða því að hún var sjálf á námskeiði í fyrir- tækjarekstri. Námskeið í leirmótun: Slakað á og skapað Hvað ert þú að læra? Flestir að glíma við sömu vandamálin HVAÐ Á HÚSIÐ AÐ HEITA? Samkeppni um nafn á hið nýja Náttúrufræðahús Háskóla Íslands stendur fram til 15. janúar. Öllum velunnurum Háskólans er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Háskólaráð mun fara yfir tillögur og ákveða heiti hússins. Verðlaunin eru 100.000 krónur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans, www.hi.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.