Fréttablaðið - 10.01.2004, Page 21
LAUGARDAGUR 10. janúar 2004 21
HERRAR Áður Nú
Ullarjakkar 24.990 12.495
Leðurjakkar 37.490 22.494
Dúnúlpur 24.990 14.994
Vetrarjakkar 22.990 13.794
Peysur 06.190 3.714
Stakir jakkar 24.990 14.994
Skyrtur 03.690 2.214
Leðurbelti 03.790 2.274
DÖMUR Áður Nú
Mokkakápur 27.990 16.795
Ullarkápur 22.490 12.245
Vaxjakkar 24.990 14.994
Fleecepeysur 06.190 3.714
Peysur 06.190 3.714
Loðskinn 07.490 4.494
Blússur 06.190 3.095
Stakir jakkar 16.790 5.037
40-70% afsláttur
DRANGEY Smáralind og Laugavegi
ÚTSALA - ÚTSALA
• 30-50% afsl.á töskum
• 50% afsl. í gjafavöruhorni
• 15% afsl.af öðrum vörum en útsöluvörum.
Gríptu tækifærið!
fjölmiðlamarkaði og það hvort
nauðsynlegt væri að setja lög gegn
henni. Sú nefnd var skipuð af
Sjálfstæðisráðherra og hún komst
að þeirri niðurstöðu að ekki væri
þörf á neinum lögum: Sjálfstæðis-
menn mættu alveg halda áfram að
eignast fjölmiðla. Í nefndinni sat
meðal annarra Tómas Ingi Olrich,
sá hinn sami og hætti sem mennta-
málaráðherra nú um áramótin eft-
ir að hafa skipað nýja nefnd sem
skoða á hvort ekki þurfi að setja
lög gegn samþjöppun á fjölmiðla-
markaði. Á sama tíma blés Davíð í
herlúður sinn: Nú skyldi tekið á
hverskyns hringamyndun, og
Mogginn lék undir á slagverk.
„Sérstakt fagnaðarefni“ var
ákvörðun foringjans kölluð í leið-
ara blaðsins um leið og ritstjórinn
sýndi sitt landsfræga lítillæti og
notaði tækifærið til að setja ofan í
við forseta Íslands fyrir ummæli í
nýársávarpi þar sem forsetinn
varaði við því að fyrirtækjum yrðu
settar of þröngar skorður hér
heima; þá flyttu þau bara úr landi.
Stuttu síðar birtist svo við-
skiptaráðherra skjálfandi skelkuð
á svip, líkt og hún væri nýstigin af
teppinu hjá forsætisráðherra, og
tilkynnti að líka hún ætlaði skipa
nefnd. Skoða þyrfti hvort laga
væri þörf gegn samþjöppun í
viðskiptalífinu. Og enn og
aftur tók Mogginn undir í
þeim herskáa tóni sem
einkennir leiðara
blaðsins þessa
dagana: „Íslend-
ingar hafa eng-
an áhuga á því
að tvær til
þrjár við-
s k i p t a -
s a m -
steyp-
u r
l e g g i
u n d i r
sig all-
a r
h e l z t u
eignir í
l a n d i n u “ .
Þarna var rit-
stjórinn ekki al-
veg nógu ná-
kvæmur. Hann
átti auðvitað að
segja: „Íslendingar
hafa engan áhuga á
því að tvær til þrjár
viðskiptasamsteypur,
sem hvorki tilheyra
Sjálfstæðisflokki
né Framsókn,
leggi undir sig
allar helztu
eignir í
l a n d -
i n u “ .
Flestir eru blindir á eigin stöðu og
sumir fljótir að gleyma hvar þeir
sátu í fjörutíu ár.
Um allan þann pirring og alla
þá heift sem nú rennur af tungum
og tölvuskjám gömlu herranna
má nota þrjú orð: Fjörbrot deyj-
andi valds.
Offorsætisráðherra
Enn á ný rugla Sjálfstæðis-
menn saman eigin hag við þjóðar-
hag. Og allt hljómar það mjög
ósannfærandi. Málflutningur
þeirra er ekki marktækur.
Hræsnin ljómar af hverju orði.
Þegar Mogginn vill eignast DV og
stofna sjónvarpsstöð er engin
hætta á ferðum, en þegar „and-
stæðingur“ hans vill gera hið
sama ber að setja lög gegn því.
Eftir að hafa misnotað málgagn
sitt í hálfa öld fyllast Sjálfstæðis-
menn heilagri hneykslun yfir því
að einhver annar geti hugsanlega
gert það sama.
Engu er líkara en að Sjálfstæð-
ismenn séu komnir í stríð við hálfa
þjóðina. Nú skal verja síðustu víg-
in: Moggann, Efstaleitið og
Gljúfrastein. Og umkringja síðan
óvinavirkin, í Skaftahlíð og á
Lynghálsi. Allt er það víl þó ættað
úr kollinum á einum manni: Offor-
sætisráðherra. Allt er þetta liður í
lokabardaga Jónastríðsins sem
hann hefur linnulaust háð síðustu
tíu árin eða svo.
Jónalaust Ísland
Davíð hefur nefnilega lengi ver-
ið með Jóna á heilanum.
Fyrst var það Jón Baldvin: Mað-
urinn sem gerði Davíð að forsætis-
ráðherra og bjó það til handa honum
sem best hann hefur gert (EES-
samninginn). Frá því að Davíð sveik
Jón Baldvin fyrir kvótakurfana í
Framsókn hefur Jóninn sá og minn-
ingin um störf hans truflað forsæt-
isráðherrann. Enginn þolir lífgjaf-
ara sinn, og Davíð tókst að lokum að
lokka Jón Baldvin út af þingi og úr
landi með feitu brauði í Ameríku.
Þá kom Jón Ólafsson. Stór-
athafnamaður sem ekki var í
flokknum. Hinn svarti
sonur einstak-
lingsframtaks-
ins sem
aldrei lét
a ð
stjórn en náði samt að eignast sjón-
varpsstöð. Óþolandi. En hann gróf
sína eigin gröf; borgaði aldrei meira
en vinnukonuskatt og með aðstoð
skattrannsóknarstjóra var því frem-
ur auðvelt að flæma Jón II af landi
brott.
En þá var kominn Jón hinn þriðji.
Jón Ásgeir. Og þriðji hluti Jóna-
stríðsins var hafinn. Og því mun
ekki ljúka fyrr en Davíð hættir eða
honum hefur tekist að flæma Jón
Ásgeir úr landi eins og fyrri Jónana
tvo. Á sex mánaða fresti hljómar
herkvaðningin úr Stjórnarráðinu:
„Okur á vínberjum! Þrjú hundruð
milljónir! Götustrákar! Samsæri!
Flop Shop! Þýfi! Baugstíðindi!“ Og
úti um allan bæ, á stofnunum og
miðlum flokksins, taka menn bláum
höndum saman. Flokkur einstak-
lingsfrelsisins snýst gjörvallur gegn
frjálsasta einstaklingi landsins. Í
bakgrunninum gelta svo gömlu grá-
hærðu heildsalarnir upp úr lazyboy-
stólunum sínum í Garðabæ og
huldufólkið kinkar sínum tinandi
kolli á bakvið stórisana í Vesturbæn-
um.
Vínberin eru ekki bara dýr,
heldur líka súr
Átökin um Ísland eru því í raun
engin átök lengur. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur þegar tapað áhrifum
sínum í viðskiptalífinu. „Átökin“
eru bara ramakvein.
Fjörbrot deyjandi valds.
Þetta snýst ekki um pólitík held-
ur pirring, ekki um hugmyndir held-
ur hefndarhug. Götustrákur er ekk-
ert án óvinar. Og nú hefur hann
dundað sér við það í heilt ár að búa
hann til. Og kallar hann sínu eigin
nafni í von um slag. Því slagur er
hans líf og yndi. Eftir að Solla fór á
námslán og Davíð tókst að vana
stjórnarandstöðuhundana tvo fyrir
litlar tvö hundruð þúsund krónur á
hann sér enga pólitíska andstæðinga
lengur. Kannski er það fremur þess
vegna sem hann er með Baug á heil-
anum. Í útvarpsþætti á Sögu beinlín-
is gargaði Davíð á andstöðu. Jón Ás-
geir er greinilega eini maðurinn
sem getur bjargað forsætisráðherra
frá þeim leiðindum sem landstjórn-
in er orðin honum. Og nú hlakkar í
kóngsa. Nú blæs hann til bardaga.
Nú skal jafnað um Jóninn þriðja
áður en völdin eru úti. Úrslitaorrust-
an er framundan. „Lögin koma í
vor“.
Herförin gæti heitið: Jónalaust
Ísland árið 2005.
Djöflar og dánumenn
Líkt og öðrum stríðum fylgja
Jónastríðinu þeir ókostir að í því er
aðeins um tvær afstöður að ræða,
tvö lið. Annaðhvort ertu með Baugi
og á móti Davíð eða öfugt. Friðelsk-
andi mönnum er vandi á höndum.
En þegar við höfum fengið að
hugsa aðeins lengur en í fimm sek-
úndur verður niðurstaðan sú: Þótt
ást okkar á auðhringum sé lítil er
andúð okkar á valdníðslunni meiri.
„Flokkur allra landsmanna“ getur
ekki stólað á okkur öll í baráttu
sinni fyrir algerum yfirráðum yfir
öllum fjölmiðlum landsins.
Kæru Sjálfstæðismenn. Slakið
nú aðeins á. Gerið ekki prívatpirr-
ing að landslögum. Davíð er alveg
að fara að hætta. Um leið og hann
gerir það breytast óvinir hans úr
djöflum í dánumenn. ■
DAVÍÐ ODDSSON
„Jón Ásgeir er greinilega eini maðurinn sem getur bjargað forsætisráðherra frá þeim leiðindum sem landstjórnin er orðin honum. Og nú
hlakkar í kóngsa. Nú blæs hann til bardaga. Nú skal jafnað um Jóninn þriðja áður en völdin eru úti. Úrslitaorrustan er framundan. „Lögin
koma í vor“. Herförin gæti heitið: Jónalaust Ísland árið 2005.“
Engu er líkara en að
Sjálfstæðismenn
séu komnir í stríð við hálfa
þjóðina. Nú skal verja síð-
ustu vígin: Moggann, Efsta-
leitið og Gljúfrastein. Og
umkringja síðan óvinavirk-
in, í Skaftahlíð og á Lyng-
hálsi. Allt er það víl þó ætt-
að úr kollinum á einum
manni: Offorsætisráðherra.
Allt er þetta liður í lokabar-
daga Jónastríðsins sem
hann hefur linnulaust háð
síðustu tíu árin eða svo.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M