Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 2
DÆMDUR FYRIR MARGVÍSLEG BROT Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega þrítugan mann til níu mánaða óskilorðs- bundinnar fangelsisvistar fyrir innbrot, þjófnað og fíkniefnabrot á síðasta ári. Ekki var um mikil verðmæti að ræða en maðurinn á að baki langan sakaferil. Frá átján ára aldri hefur maðurinn hlotið níu dóma fyrir hegningar- lagabrot. 2 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR „Ég kem ekki nálægt þessu en hvað heldur þú?“ Kristinn Friðriksson er þjálfari Tindastóls í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Félagið fékk á sig sekt fyrir að borga leikmönnum sínum hærri laun en leyfilegt er. Spurningdagsins Kristinn, klikkaði samlagningin? ■ Dómsmál Ólöglegar uppsagnir segja háskólamenn Bandalag háskólamanna vill að stjórnendur Landspítala dragi tilkynn- ingar um fyrirhugaðar uppsagnir og aðrar aðgerðir skriflega til baka. HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsmenn Bandalags háskólamanna og að- ildarfélaga hafa tilkynnt fulltrú- um Landspítala-háskólasjúkra- húss að það sé „ótímabært og ólögmætt“ að grípa til aðgerða á borð við fyrirhugaðar hópupp- sagnir áður en ljóst sé hvort LSH geti gripið til annarra og vægari aðgerða eftir að sjónarmið og til- lögur félaganna hafi komist til skila. Jafnframt er þess krafist að LSH dragi skriflega til baka einstaklingsbundnar tilkynning- ar um áformaðar uppsagnir eða aðrar aðgerðir gagnvart starfs- mönnum, áður en lengra sé hald- ið. Fulltrúar BHM tilkynntu þetta á samráðsfundi með full- trúum LSH í gær. Í ahugasemdum BHM kemur fram að aðildarfélögin telja það ekki samrýmast lögunum að áður en félagslegu samráði sé lokið sé einstaklingum kynnt munnlega og með bréfum að fyrirhugað sé að grípa til tiltek- inna aðgerða gagnvart þeim. Við- urkennt sé að afleiðingar slíkrar tilkynningar gagnvart einstök- um starfsmönnum geti ekki að- eins verið sálrænar og félagsleg- ar, heldur einnig þær að einstak- lingar telji sig knúna til þess að segja sjálfir upp störfum. Í greinargerð sem fulltrúar BHM afhentu á samráðsfundi með LSH í gær segir að hlutaðeig- andi aðildarfélög BHM hafi ekki fengið upplýsingar um rekstur LSH sem ekki séu aðgengilegar í fjárlögum. LSH sé skylt að láta vegna samráðsins í té „allar upp- lýsingar sem máli skipta um fyrirhugaðar uppsagnir“. Með tilliti til þess muni hlut- aðeigandi aðildarfélög BHM kveða sér til aðstoðar sérfræð- inga KPMG-ráðgjafar til þessa verkefnis á sinn kostnað, meðan á samráðinu stendur. Hafi fyrir- tækið þegar tekið þetta að sér og ætti að geta lokið því á fáum dög- um ef tiltækar upplýsingar fáist. Muni tilkvaddir sérfræðingar KPMG-ráðgjafar í samráði við BHM og fulltrúa LSH í samráðs- ferlinu aðstoða aðildarfélög BHM við að gera sameiginlegar tillögur. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannamála á Landspítala- háskólasjúkrahúsi, sagði að bréfi BHM yrði svarað um helgina. Þangað til gæti hún ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en því að staðan hefði ekkert breyst. jss@frettabladid.is Ráðherra tekur jákvætt í byggingu hjúkrunarheimilis í Vesturbænum: Kostar milljarð tilbúið HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í hugmynd borgaryfirvalda og bæjaryfirvalda um að reisa 90 rýma hjúkrunar- heimili á Lýsislóðinni við Eiðs- granda. Þórólfur Árnason borgarstjóri og Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, áttu fund með Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- ráðherra í síðustu viku þar sem þeir kynntu honum hugmyndina. Jón- mundur segir að allir þeir sem kom- ið hafi að málinu séu sammála um að hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni sé mjög áhugaverður kostur. Brýn þörf sé fyrir hjúkrunarrými og nú gefist tækifæri til að bæta úr því. Hann segist binda vonir við það að samkomulag náist við ríkið á grundvelli viljayfirlýsingar um málið frá árinu 2002. Áætlaður kostnaður við byggingu heimilisins sé um einn milljarður króna. Sam- kvæmt viljayfirlýsingunni myndi ríkið greiða 70% af stofnkostnaðin- um og sveitarfélögin 30%. Rekstur- inn yrði síðan alfarið í höndum ríkisins. Ef allt gengur að óskum og sam- komulag næst ættu framkvæmdir að geta hafist í loks ársins eða byrj- un þess næsta. Áætlaður byggingar- tími er um 14 til 16 mánuðir. Íslenskir aðalverktakar eiga lóð- ina. Jónmundur segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tekið vel í hug- myndina. ■ KANNABISPLANTA Lögreglan fann 35 kannabisplöntur á heimili prestsins auk poka með unnu maríjúana. Kaþólskur prestur: Ræktaði maríjúana OHIO, AP Lögreglan í Ohio í Banda- ríkjunum handtók kaþólskan prest fyrir að rækta maríjúana á heimili sínu. Séra Richard A. Arko, sem er fertugur, hefur verið ákærður fyrir að rækta ólöglegar kanna- bisplöntur. Lögreglan gerði hús- leit í prestsbústaðnum og lagði hald á 35 plöntur sem voru allt að 1,2 metrar á hæð. Í herberginu sem plönturnar fundust í voru einnig sérstök rafmagnsljós, loft- hreinsikerfi og leiðbeiningabæk- ur um ræktun maríjúana. Félagi prestsins var einnig handtekinn og ákærður fyrir að dreifa efninu. Báðir mennirnir hafa verið látnir lausir gegn tryggingu en þeir eiga yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. ■ Í BAGDAD Tvær íraskar stúlkur horfa út um brotinn glugga á húsi við hliðina á höfuðstöðvum bandaríska hernámsliðsins í Bagdad. Bandarísk skoðanakönnun: Meirihluti styður stríðið BANDARÍKIN Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er enn á þeirri skoðun að það hafi verið rétt ákvörðun að fara í stríð gegn Írak, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Ánægja lands- manna með framgang mála í Írak hefur aukist á undanförnum mán- uðum. Um tveir þriðju aðspurðra álíta að Bandaríkin hafi gert rétt í því að gera innrás í Írak. 89% kjós- enda repúblikana eru á þessari skoðun en 42% kjósenda demó- krata. Yfir sjötíu prósent aðspurðra telja að hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna í Írak gangi vel eða mjög vel. Aðeins 24% þjóðarinnar eru ósátt við ástand mála við Persaflóa en í október voru það 36%. ■ Stakk tvo menn: Fékk átta mánaða dóm DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær rúmlega tví- tugan mann til átta mánaða skil- orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir lífshættulegar líkamsárásir á tvo menn í Austurstræti í mars árið 2002. Annan mannanna stakk hann þrisvar en hinn manninn tvisvar. Maðurinn viðurkenndi að hafa stungið mennina en kvaðst hafa gert það í sjálfsvörn. Dómnum þótti hins vegar ljóst að ákærði hefði verið upphafsmaður átak- anna. ■ Forstjóri Öryggismið- stöðvarinnar: Hætti að eigin ósk STARFSLOK Bergsteinn R. Ísleifs- son, framkvæmdastjóri Öryggis- miðstöðvar Íslands, hefur að eigin ósk látið af störfum hjá fyrirtæk- inu. Bergsteinn var einn af stofn- endum Öryggismiðstöðvar Ís- lands árið 1995 og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins frá upphafi. Hann lagði mikið af mörkum við uppbyggingu Öryggismiðstöðvar- innar og var frumkvöðull varð- andi stefnumótun og tæknileg málefni fyrirtækisins. ■ Straumur hagnast: Græddi fjóra milljarða VIÐSKIPTI Fjárfestingarbankinn Straumur hagnaðist um 3,8 millj- arða króna eftir skatta á árinu 2003. Arðsemi eigin fjár var 39% samanborið við 10,9% árið áður. „Árið 2003 einkenndist af mikl- um breytingum á rekstri og um- hverfi Straums Fjárfestingar- banka. Félagið sótti um starfs- leyfi sem fjárfestingarbanki og stækkaði með yfirtöku á Brú fjár- festingum og Framtaki fjárfest- ingarbanka. Fjárhagsleg staða Straums er nú sterkari en nokkru sinni fyrr, sem gefur bankanum mikil tækifæri til enn frekari vaxtar,“ segir Þórður Már Jóhann- esson, framkvæmdastjóri félags- ins, í fréttatilkynningu. ■ Eldur í brúðkaupsveislu: Tugir brúðkaupsgesta brunnu inni INDLAND, AP Að minnsta kosti 45 brúðkaupsgestir létu lífið þegar eld- ur kom upp í veisluskála á sunnan- verðu Indlandi. Á meðal þeirra sem létust voru brúðguminn og sex ung börn. Brúðurin og um sextíu brúð- kaupsgestir voru flutt á sjúkrahús vegna brunasára, reykeitrunar og annarra áverka. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldur kviknaði í strá- þaki veisluskálans. Þakið féll yfir brúðkaupsgestina, sem ruddust nið- ur þröngan stiga. Fjöldi manna tróðst undir en aðrir brenndust eða köfnuðu af völdum reyksins. Brúð- urin liggur á sjúkrahúsi með mjög alvarlega áverka. Yfirvöld í fylkinu Tamil Nadu segja að fjölskyldur þeirra sem lét- ust muni fá sem svarar tæpum 80.000 íslenskum krónum í bætur og þeir sem slösuðust á bilinu 9.000 til 23.000 krónur. Brúðkaupið fór fram í bænum Srirangam í Tamil Nadu, í veislu- skála sem reistur var við hliðina á frægu hindúahofi. ■ BYGGINGARLÓÐIN Fyrirhugað hjúkrunarheimili yrði á lóðinni á horni Grandavegar og Eiðsgranda, þar sem lýsistankarnir eru. ÖRVÆNTING Aðstandendur þeirra sem létust mættu í líkhúsið í Trichirappalli til að bera kennsl á líkin. RÆTT UM NIÐURSKURÐ Launþegasamtök og verkalýðsfélög ræddu fyrr í mánuðinum fyrirhugaðar uppsagnir við trúnaðarmenn starfsmanna á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Lokun bráðamóttöku Mótmælt hástöfum HJARTASJÚKDÓMAR Landssamtök hjartasjúklinga og stjórn Hjarta- sjúkdómafélags íslenskra lækna lýsa áhyggjum af því að stjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss hef- ur ákveðið að loka bráðamótttöku fyrir hjartasjúklinga um helgar. „Ljóst er að þau áform sem kynnt hafa verið eru stórt skref aftur á bak og ógn við öryggi hjarta- skjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landssamtaka hjartasjúklinga. Í yfirlýsingu Hjartasjúkdóma- félagsins segir að dýrmætur tími geti tapast vegna breytinganna og slíkt geti leitt til lífshættulegra fylgikvilla. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.