Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 1

Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR ALÞJÓÐLEGT MÓT Tveir leikir verða á Iceland Express mótinu fótbolta í Reykja- neshöllinni og hefjast þeir klukkan 16 og 18.15. KR, ÍA, Keflavík og Örgryte taka þátt í mótinu. DAGURINN Í DAG 31. janúar 2004 – 30. tölublað – 4. árgangur RANGAR UPPLÝSINGAR Condo- leezza Rice, öryggismálaráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, hefur að undan- förnu gefið í skyn í viðtölum að hugs- anlega hafi leyni- legar upplýsingar varðandi gereyð- ingarvopnaeign Íraka, verið rangar. Sjá síðu 2 FÆKKAR Á BIÐLISTUM Biðlistar á skurðlækningasviði Landspítala-háskólasjúkra- húss hafa styst verulega á tveimur síðustu árum. Allt útlit er fyrir að eiginlegir biðlistar verði úr sögunni á næsta ári. Sjá síðu 2 EFASEMDIR UM FLOTVÖRPU Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og einn helsti sérfræðingur Hafrannsókna- stofnunar hvað loðnu varðar, segist hafa efasemdir um veiðar á uppsjávarfiski í flot- vörpu. Sjá síðu 6 Á FUNDI BANDARÍSKRAR ÞING- NEFNDAR Doktor Ragnhildur Sigurðar- dóttir kynnti þingnefnd í Washingtonríki stöðu endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu og stefnumótum Evrópusambandsins varð- andi lífræna orkugjafa. Sjá síðu 8 Það hefur lengi vantað strákaband eins og Boyzone í íslenskt tónlist- arlíf. Fréttablaðið setti saman eitt slíkt. Tónlist: Á leið í útvarpið VIÐSKIPTI Félag í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er aðili að kaupum á 65% hlut í búl- garska ríkissímafyrirtækinu. Kaupverð hlutarins er um 24 millj- arðar króna en greitt verður fyrir hlutinn með evrum. Gert er ráð fyrir að samningur um söluna verði undirritaður 20. febrúar. Carrera, félag í meirihlutaeigu Björgólfs, kaupir fjórðung af þeim hlut sem búlgarska ríkið selur. Þrjú íslensk félög, Síminn, Straumur- fjárfestingarbanki og Burðarás, eru meðal annarra hluthafa í Carrera. Fjárfestingarfélagið Advent International kaupir einnig fjórð- ung hlutarins en helmingur hlutar- ins verður í eigu Þróunarbanka Evr- ópu, þjóðarbanka Grikklands, Swiss Life og fjögurra annarra fjárfesta. Samningurinn um kaupin hefur verið mjög lengi í burðarliðnum og verið þrætuepli í búlgörskum stjórnmálum. Þátttaka Björgólfs Thors í ráðstefnu um einkavæð- ingu í Austur-Evrópu á síðasta ári og reynsla hans af einkavæðingar- verkefnum mun hafa verið mikil- vægur liður í að byggja upp traust til þess að fá tækifæri til þessarar fjárfestingar. Í fréttatilkynningu vegna sölunnar segir að Björgólfur Thor hafi verið einn helsti for- svarsmaður fjárfestanna. Kaupin eru háð ýmsum skilyrð- um um rekstur félagsins en félagið er stærsta símafélag Búlgaríu. Velta félagsins var nálægt 46 millj- örðum króna á síðasta ári og starfs- menn um 24.800. Í fréttatilkynningu segir að Carrera muni tilnefna mann í stjórn félagsins en ekki liggur fyrir hver verði fulltrúi félagsins verð- ur. Gert er ráð fyrir að Carrera verði virkur þátttakandi í stjórn og stefnumótun félagsins og í frétta- tilkynningunni segir að sérstök áhersla verði lögð á að nýta þekk- ingu og reynslu Íslendinga á sviði fjarskipta og því sé þátttaka Sím- ans mikilvæg. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Carrera stofnað í þeim tilgangi einum að kaupa hlut í búlgarska símafyrirtækinu og ekki eru uppi áform um að samstarfið nái til annarra fjárfestinga. thkjart@frettabladid.is einn ramma í einu Ingi Jensson: ▲ SÍÐA 28 Kennir teikni- myndasögugerð 25 ára í dag Marín Manda: ▲ SÍÐA 16 Dekur í Danmörku burðast með sex milljónir Sigurður Svavarsson: ▲ SÍÐA 22 Raunir í píanóflutningum stjórnast af vestfirskri hjátrú Sigríður Árnadóttir: ▲ SÍÐA 46 Nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar Æringjarnir á baggalutur.is, sem skemmt hafa netverjum með góðu glensi, eru á leiðinni í útvarpið. ▲ SÍÐA 18 Íslendingar kaupa búlgarska símann Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símans, Straums, Burðaráss og fleiri er einn kjöl- festufjárfesta á 65% hlut í búlgarska ríkissímafyrirtækinu. Kaupverðið er um 24 milljarðar króna. Hið íslenska strákaband Sophia Hansen: Giftingin nauðung TYRKLAND „Ég fékk áfall, brotnaði niður. Ég réði ekki við tárin og það var mjög erfitt að klára þáttinn,“ sagði Sophia Hansen í samtali við Fréttablaðið frá Istanbul í gær- kvöld. Þannig voru viðbrögð Sophiu þegar henni var í beinni sjónvarps- útsendingu skýrt frá því að yngri dóttir hennar, Rúna Ayisegul, hefði gengið í hjónaband í fyrrasumar. Rúna var gift 25 ára Tyrkja, Ahmed Airkul í júní síðastliðnum í Istanbúl. „Ég er sannfærð um að giftingin var nauðung, annars væri hún búin að setja sig í samband við mig. Hún hefur greinilega farið úr öskunni í eldinn,“ sagði Sophia. Hún sagðist ekkert vita um tengdasoninn annað en að hann hefði gengið í skóla fyrir strang- trúaða og væri sagður líkjast föður stúlknanna mjög. „Rúna mun trúlega aldrei fá að koma til Íslands, en ég hef ekki gefið upp alla von um að hitta dæt- ur mínar,“ sagði Sophia. ■ FJÖLMIÐLAR Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins og DV, og Norður- ljós, móðurfélag Íslenska útvarps- félagsins og Skífunnar, hafa verið sameinuð undir nafni Norðurljósa. Samhliða samrunanum hefur Skífan keypt verslunarrekstur BT- búðanna, Office 1 og Sony-setrið af ATV. Rekstur Norðurljósa verður í þremur sjálfstæðum félögum. Ís- lenska útvarpsfélagið rekur ljós- vakamiðla, Frétt gefur úr Frétta- blaðið og DV og Skífan rekur út- gáfu, kvikmyndahús og verslanir. „Með þessum samruna verður til fjárhagslega sterkt og öflugt fjöl- miðla- og afþreyingarfyrirtæki sem mun nýta styrk sinn til sóknar,“ seg- ir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Gunnar Smári Egilsson, útgáfu- stjóri Fréttar, segir að hvert hinna þriggja fyrirtækja muni sækja fram á sínu sviði. Sameinað eignar- hald mun því hafa lítil áhrif á miðl- ana sjálfa. „Það er mikilvægt að hver miðill þroski sín einkenni og haldi sjálf- stæði sínu. Það er þörf fyrir fjöl- breytileika í íslensku fjölmiðla- umhverfi en ekki samhæfingu. Það má segja að með þessu skrefi sé bernskutímabil Fréttar að baki. Félagið var stofnað fyrir átján mán- uðum og hefur á þessum tíma um- bylt fjölmiðlamarkaðnum. Við trúum því að næstu mánuðir verði jafn gjöfulir,“ segir Gunnar Smári. Sjá nánar bls. 4 FJÖLMIÐLARISI KYNNTUR Samruni Norðurljósa og Fréttar var kynntur á blaðamannafundi í Smárabíói. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjónsson útvarpsstjóri, Gunnar Smári Egilsson, útgáfustjóri Fréttar ehf., Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar. VEÐRIÐ Í DAG LITLAR BREYTINGAR Það verður áfram ískalt um allt og vindur víðast tiltölulega hægur. Hætt við smá éljum hér og hvar, jafnvel í Reykjavík. Sjá síðu 6. Baggalútur: Samruni Fréttar og Norðurljósa: Nýtt, sterkt og öflugt fyrirtæki Indversk kona: Fæddi eigin barnabörn INDLAND, AP Indversk kona fæddi í heiminn sín eigin barnabörn eftir að hafa gengið með tvíbura fyrir dóttur sína. Börnin, stúlka og drengur, voru tekin með keisara- skurði á sjúkrahúsi í bænum Anand á vestanverðu Indlandi. Dóttirin, sem búsett er í Bret- landi, er með sjaldgæfan erfða- galla og hefur ekkert leg. Hún ákvað því að biðja 43 ára móður sína að ganga með barn fyrir sig og var frjóvguðu eggi dótturinnar komið fyrir í legi móðurinnar. ■SÍÐUR 24 og 25 ▲

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.