Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 12
Með samruna Fréttar og Norður-ljósa verður til fjárhagslega
sterkt og öflugt fjölmiðla- og afþrey-
ingarfyrirtæki sem getur – ef vel er
að verki staðið – náð að efla fjölmiðl-
un á Íslandi. Innan vébanda félagsins
er elsta einkarekna útvarpsstöð
landsins, elsta einkarekna sjón-
varpsstöðin og bæði elsta og mest
lesna dagblað landsins. Þarna eru
samankomnir þeir miðlar sem hafa
verið í forystu fyrir frjálsri og
óháðri fjölmiðlun án afskipta stjórn-
málaflokka eða ríkisvaldsins. Þessi
saga leggur hinu nýja félagi ákveðn-
ar skyldur á herðar. Það verður að
sýna að það eru aðrir en ríkisvaldið
hæfari til reksturs fjölmiðla og að í
því opna og lýðræðislega samfélagi
sem við viljum byggja upp á Íslandi
sé nauðsynlegt að fjölmiðlar þróist
frá þeim flokkspólitíska klafa sem
þeir voru bundnir við seinni helming
síðustu aldar.
Saga íslenskra fjölmiðla er að
mörgu leyti saga barnings og fjár-
hagslegra vandræða. Að útgáfufé-
lagi Morgunblaðsins og Ríkisút-
varpsins slepptu hafa flest fjölmiðla-
fyrirtæki lengst af verið rekin á
veikum grunni og þurft reglulega að
ganga í gegnum fjárhagslega endur-
skipulagningu. Í hvert sinn sem
harnar í dalnum í samfélaginu hafa
eitt eða fleiri fjölmiðlafyrirtæki gef-
ið upp öndina. Samruni Fréttar og
Norðurljósa er alvarleg tilraun til að
styrkja undirstöður miðla félagsins
svo þeir geti byggt sig upp til lengri
tíma. Erfiðleikar í fjölmiðlarekstri á
undanförnum áratugum eiga ekki rót
sína í minnkandi eftirspurn. Þvert á
móti má halda því fram að eftirspurn
eftir góðri fjölmiðlun fari vaxandi.
Fréttir hafa ætíð verið eftirsóttasta
vara í heimi og fólk ver sífellt meiri
tíma til afþreyingar – og þar með til
notkunar á fjölmiðlum.
Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi var
lengst af hluti flókins samspils
stjórnmála og ríkisvalds. Tilraunir
margra frumherja til að byggja upp
fjölmiðla utan þessa kerfis enduðu
flestar í uppgjöf. En dropinn holar
steininn. Með árunum hefur fjöl-
miðlun á Íslandi breyst. Allur þorri
almennings hefur hafnað fréttum
sem litaðar eru af flokkspólitískum
hagsmunum. Það sem áður var regl-
an er nú orðið undantekning. Þeir
fjölmiðlar sem ætla sér langlífi
verða að aðlaga sig að hinu nýja um-
hverfi.
En vegna sérstöðu íslensks sam-
félags á síðustu öld er saga frjálsrar
fjölmiðlunar skemmri á Íslandi en
víðast hvar í nágrannalöndunum. Ís-
lenskir fjölmiðlar geta ekki byggt
jafn mikið á mótuðum hefðum og
kollegar þeirra í nágrannalöndunum.
Svipmót íslenkra fjölmiðla er því í
meiri mótun en víðast hvar annars
staðar. Það gerir starf þeirra sem
vinna við fjölmiðla meira spennandi
og í því felast líka tækifæri fyrir fyr-
irtæki sem vill taka forystu í mótun
sjálfstæðra og öflugra fjölmiðla. ■
Umræðan um samþjöppuneignarhalds í fjölmiðlum hef-
ur verið mikil en ekki að sama
skapi markviss. Þar er blandað
saman því markmiði að almenn-
ingur hafi aðgang að óhlutdræg-
um upplýsingum annars vegar og
samkeppnissjónarmiðum hins
vegar.
Áhyggjur af eignarhaldi fjöl-
miðla eru ekki nýjar. Með tilkomu
útvarpsins var kominn fram svo
öflugur miðill að víðast hvar var
stofnað til opinbers útvarps-
rekstrar til að tryggja óhlut-
drægni. Tilvist Ríkisútvarpsins
styðst við þessi sígildu rök. Á Ís-
landi hefur fréttastofa Útvarps
enda verið hið gullna viðmið sem
blöð og aðrir fjölmiðlar hafa mát-
að sig við.
Er Ríkisútvarpið sjálfstætt?
Í umræðu undanfarinna vikna
hefur þó merkilega lítið verið
rætt um hvernig styrkja megi
sjálfstæði RÚV gagnvart stjórn-
lyndum stjórn-
völdum hvort
sem litið er til
þáttastjórnunar
eða mannaráðn-
inga. Einhver
r ó t t æ k a s t a
lausnin fælist
líklega í því að
ú t v a r p s s t j ó r i
væri kosinn í
beinum kosning-
um.
Enn hafa
heldur ekki ver-
ið færð sann-
færandi rök fyr-
ir því að sérstök
samkeppnislög
þurfi á fjölmiðlasviðinu. Til að
tryggja óhlutdrægni væri miklu
nær að greina alla þá áhrifaaðila
sem freistast geta til að hlutast til
um fréttaflutning eða umfjöllun.
Þar eru auglýsendur eða kostend-
ur ekki síður verðugt umfjöllun-
arefni en eigendur, og valdamiklir
stjórnmálamenn ekki síður en við-
skiptablokkir.
Á fjölmiðlasviðinu er líklega
mest um vert að tryggja rit-
stjórnarlegt sjálfstæði. Liður í
því er að gera skýra grein fyrir
þeim eignar-, fjármagns- og
hagsmunatengslum sem til stað-
ar eru og slá upp múr til varnar
fagmennsku fréttamanna. Færa
má gild rök fyrir því að þetta
geri fjölmiðlar og blaðamenn
best á eigin forsendum með
siðanefndum eða stofnun
embættis umboðsmanns fjöl-
miðla sem gæti hagsmuna al-
mennings gegn missögnum og
misbeitingu.
Fjármál stjórnmálaflokka
Hvað sem fjölmiðlum líður
hníga sumpart sömu og raunar
enn ríkari rök til þess að fjárhags-
leg tengsl einstaklinga og fyrir-
tækja við stjórnmálaflokka séu
opin bók. Þótt fjölmiðlar geti ver-
ið skoðanamyndandi gerist það
eðli málsins samkvæmt fyrir opn-
um tjöldum. Með fjárhagslegan
stuðning við stjórnmálaflokka má
hins vegar fara eins og manns-
morð.
Í þessu ljósi er nýfenginn
áhugi á lögum um eignarhald á
fjölmiðlum því miður aðeins enn
eitt dæmið um ósamkvæmni og
tilviljanakennda afstöðu ríkis-
valds sem beitir lögum til að skak-
ka leik í stað þess að setja almenn-
ar leikreglur. Nema þá að hinir
nýkristnu lagasetningarpostular
láti jafnframt af varðstöðu sinni
um að Ísland dagi uppi sem eina
landið í Evrópu án reglna um fjár-
mál stjórnmálaflokka. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um samruna Fréttar og
Norðurljósa.
12 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Smáborgarar samtímans eigaþað sameiginlegt með brodd-
borgurum, sem réðu fram að
heimsstyrjöldinni síðari, að þeim
finnst gaman að borða. Sá er mun-
urinn, að smáborgarar samtímans
borða ekki til að fitna, eins og for-
verar þeirra, heldur stunda þá af-
þreyingu að megrast á mat eða
halda línunum og státa af flötum
maga eftir fínlegt át.
Borgarar fortíðarinnar átu til
að fitna og sýna að þeir hefðu efni
á að háma í sig. Að vera belgmik-
ill bar vott um hreysti og þor.
Þetta átti jafnt við um karla og
konur. Þeir höfðu þó venjulega yf-
irburði í holdarfarinu. Enginn var
maður með mönnum, ekki einu
sinni í búðarholu, nema hann
skartaði kúluvömb, helst með úr-
keðju vasa á milli. Alfeitustu kon-
ur sóttust aftur á móti eftir að fá
tvo vembla á bringuna og kölluð
mömmu ding-a-dong.
Hvað er mest gaman að gera
Að fara út að borða hefur alltaf
verið ríkur þáttur í lífi borgara og
smáborgara, helst saman í hóp
sem fer um með lystarmiklum
hljóðum. Þetta er gert til að sýna
sig. Ekki má
fara fram hjá
neinum að þarna
er efnafólk á
ferð sem fer
glatt til matar
síns.
Á fyrri hluta
liðinnar aldar
fóru engir út að
borða nema
borgarar. Flestir
aðrir áttu varla
fyrir mat og
slöpruðu í mesta
lagi í sig súpu
eða kekkjaða
grautinn heima.
Í fjölmiðlum
nútímans er
hægt að greina á
viðtölum af
hvaða stétt fólk
er við að fá góðu
spurninguna:
Hvað finnst
þér mest gaman
að gera þér til skemmtunar?
Að fara út til að borða góðan
maaat!
Maður heyrir jafnvel lang-
dregna nýsmáborgaralega seim-
inn í gegnum hið ritaða mál.
Mikill munur er á látæði stór-
borgara fyrri tíma og smáborgara
nútímans á góðum veitingahús-
um. Til dæmis er komið úr tísku
að karlmenn séu með stóra vindla.
Konur ganga ekki með hatta og
slör. En jafnt fyrr og nú reka þær
upp hljóð meðan á borðhaldi
stendur, rokur, hvin eða skræki.
Áður var algengt að þær skelltu á
lær. Þau voru ekkert smásmíði.
Það gutlaði í lausa holdinu. Nú
láta konur nægja að reka upp
korr, viðhafnarlega útgáfu á píku-
skrækjum og róa gjarna framan í
viðmælandann og sýna upp í sig.
Erfðirnar ríkar
Það að láta hvína í tálknunum,
eins og þorpskonur gerðu í gillum,
er alveg úr sögunni. Stétta-
einkenni í hvini kvenna eru horf-
in. Karlmenn reka aftur á móti
ennþá upp hinar sígildu yfirburð-
arlegu karlarokur.
Smáborgarar af karlkyni sýna
ekki beinlínis upp í sig við rokur.
Áður huldu stórborgarar munninn
í vindlareyk. Nú reykir enginn á
framabraut. Reyndar má enn sjá
leifar af reyk, en aðeins hjá mönn-
um af lágstéttinni. Þótt þeir hafi
komist í háa stöðu, leynist í þeim
ögn af forfeðrunum sem lágu útaf
heima á dívaninum og reyktu,
væri engin törn hjá þeim.
Stundum sjást líka á fínum
veitingahúsum konur sem eru
leifar af því sem var kallað stóð-
meragerð. Þótt þær gangi ekki
lengur í opnum peysum eru erfð-
irnar svo ríkar að þegar þær kom-
ast í geðshræringu yfir krabba-
súpu, grípa þær í boðangana á
kjólunum, eins og formæðurnar í
peysurnar, til að hylja ímynduð
brjóstin.
Í samfélagi okkar er helsta
skemmtun velmegunarfólks, að
fara út með sínum líkum og éta
sér og öðrum til afþreyingar, en
án þess að maturinn komi beinlín-
is niður á holdinu, heldur miklu
fremur á klósettinu. ■
Hringa-
myndun
launþegans
Jón V. Viðarsson skrifar:
Hvernig er hægt að ætlast tilþess að fólkið sem er á lægstu
laununum, til dæmis verslunar-
fólk, geti átt launin sín í heilan
mánuð? Yfirleitt er fólkið orðið
blankt eftir tvær til þrjár vikur og
þarf að bíða í örvæntingu eftir
næstu útborgun.
Bankarnir stórgræða á þessu
þar sem fólkið þarf endalaust að
vera að taka yfirdráttarlán til þess
að komast í vinnu eða kaupa sér
mat og fleira.
Í mörgum tilfellum kemst fólk
ekki til vinnu og skráir sig veikt.
Margir þurfa að leita til félags-
þjónustunnar til þess að fá styrki
og félagsvandamálið eykst hjá
þessu fólki. Nú er svo komið að
Háskólabíó er yfirfullt af fólki
sem er að læra sálfræði og ekki
veitir af!
Á hinum Norðurlöndunum
tíðkast ekki þetta fyrirkomulag
heldur fær fólkið útborgað á
tveggja vikna fresti og á þá pening
í miðjum mánuði og það kemur sér
vel bæði fyrir kaupmenn sem aðra
að þetta fólk geti verslað í miðjum
mánuði eins og aðrir, sem er að
sjálfsögðu lágmarkskrafa þessa
fólks. Bankarnir fitna og fitna á
meðan fólkið hefur það verra og
verra í þjóðfélaginu. Það væri
mikil kjarabót fyrir þetta fólk að
losna við yfirdráttarvexti og alls
konar óþægindi vegna þessa.
Stöndum saman gott fólk sem
erum á mánaðarlaunum og notum
tækifærið og förum fram á 22 út-
borganir á ári í stað 12 og höfum
betra líf. ■
■ Bréf til blaðsins
■ Leiðrétting
■ Af Netinu
Eignarhald og
óhlutdrægni
Öflugt fjölmiðlafyrirtæki
„Hvað sem
fjölmiðlum
líður hníga
enn ríkari rök
til þess að
fjárhagsleg
tengsl ein-
staklinga og
fyrirtækja við
stjórnmála-
flokka séu
opin bók.
„Í samfélagi
okkar er
helsta
skemmtun
velmegunar-
fólks, að fara
út með sínum
líkum og éta
sér og öðrum
til afþreying-
ar, en án
þess að mat-
urinn komi
beinlínis nið-
ur á holdinu,
heldur miklu
fremur á
klósettinu.
Í frétt um offramleiðslu ákjúklingakjöti í blaðinu í gær
brengluðust tölur. Í stað þess að
tala um birgðir í tugum tonna var
fjallað um þær í tugþúsundum
tonna. Þannig urðu 30 tonn að 30
þúsund tonnum. Um leið komust
ekki til skila tölur um eðlilegar
birgðir kjúklingabúa. Þær eru að
mati Matthíasar Hannesar Guð-
mundssonar hjá Reykjagarði í
kringum 450 tonn, sem er u.þ.b.
mánaðarsala. Telur hann ofsagt að
farga þurfi 300 tonnum af
kjúklingakjöti. ■
Um daginnog veginn
GUÐBERGUR
BERGSSON
■
skrifar um
mataræði.
BELGMIKILL
Að vera belgmikill bar vott um hreysti og
þor. Þetta átti jafnt við um karla og konur.
Persónuleikabrestur í Idol
stjörnuleit
„Eftir að hafa eytt hálfu ári í að
reyna að ná fyrsta sæti hlýtur
það að vera merki um alvarleg-
an persónuleikabrest að fagna
þegar þú tapar. Nær lagi hefði
verið að strunsa foxillur af sviði
og sverja þess dýran eið að hvíl-
ast ekki fyrr en tekist hefði að
koma höggi á sigurvegarann.
Auk þess sem það hefði verið
miklu betra sjónvarpsefni!“
- HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON Á
WWW.DEIGLAN.COM.
DAGUR B.
EGGERTSSON
■
borgarfulltrúi skrifar
um áhyggjur af sam-
þjöppun á eignar-
haldi fjölmiðla.
Skoðundagsins
BLAÐAMENN AÐ STÖRFUM
„Óhlutdrægni tryggja fjölmiðlar og blaðamenn best á eigin forsendum með stofnun
embættis umboðsmanns fjölmiðla sem gæti hagsmuna almennings gegn missögnum og
misbeitingu.“
Át sem
afþreying