Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 10
10 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR VIÐ HELGA STEININN Múslimskir pílagrímar á bæn undir steinin- um helga við fjallið Arafat, skammt frá borginni Mekka í Sádi-Arabíu. Pílagríma- ferðir múslima þangað eru árviss viðburður. SJÁVARÚTVEGUR „Við settum okkur að markmiði að veiða 3000 tonn af loðnu í janúar og það markmið er að nást,“ segir Jón Gunnar Sigur- jónsson, verkstjóri í loðnufryst- ingu Síldarverksmiðjunnar. Í fyrradag var búið að frysta 2.757 tonnum af loðnu sem veiðst hefur í janúar. Jón Gunnar segir fryst- ingu í fullum gangi og unnið sé á vöktum allan sólarhringinn. Beit- ir kom í land á fimmtudag með 650 tonn. Sama dag landaði norska skipið Senor 230 tonnum. Loðnuskipin eru nú á veiðum í Seyðisfjarðardjúpi, um 70 mílur undan Austfjörðum. Loðnan þykir vera betri en sú sem veiddist fyr- ir síðustu helgi. Bæði er hún stær- ri og svo til átulaus, samkvæmt upplýsingum frá Síldarverksmiðj- unni. „Það er allt á útopnu hjá okkur og mikil vertíðarstemning. Þessa stundina er verið að frysta 700 tonn af loðnu úr Sunnubergi,“ seg- ir Einar Víglundsson, framleiðslu- stjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Búið er að fyrsta 1.500 tonn af loðnu hjá Tanga. Einar segir næsta verkefni eftir Sunnuberg að landa 450 tonnum af loðnu úr Grindvík- ingi. Þá sé Brettingur væntanleg- ur í land á mánudag. ■ Með stóra drauma Skálatúnsheimilið hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Heimilisfólk opnaði vinnustofur sínar og var stöðugur straumur fólks á sölusýninguna. Heimilisfólki, aðstandendum og starfsfólki var svo boðið til samsætis í Hlégarði. TÍMAMÓT Skálatúnsheimilið í Mos- fellsbæ, vistheimili fyrir þroska- hefta, á 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Í gærmorgun voru vinnustofur heimilisins opnar almenningi þar sem hægt var að skoða og kaupa afrakstur vinnu heimilisfólksins. Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, forstöðumaður heimilisins, segir að handverk vistmanna hafi selst vel og að mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á vinnustofurnar. „Enda höfum við í gegnum tíðina fengið mikinn stuðning, ekki síst frá aðstandendum sem hafa reynst okkur vel.“ Heimilisfólki, aðstandendum, starfsfólki og fleirum var svo boð- ið í kaffisamsæti í Hlégarði og mátti heyra á Önnu Kristínu að þar hafi verið mikil stemning. Heimilisfólk sýndi meðal annars atriði úr söngleiknum Grease og sungu kórlög sem þau höfðu æft. Skálatún á sér merkilega sögu að baki. Það var byggt árið 1954 og er eitt af fyrstu vistheimilum fyrir þroskahefta hér á landi. Aðeins Sólheimar og Kópavogs- hæli eru eldri. „Það hefur orðið mikil upp- bygging á staðnum á þessum fimmtíu árum og allt til hins betra,“ segir Anna Kristín. „Fyrr á árum bjuggu hér 58 einstakling- ar í tveimur húsum, þannig að deildirnar voru mjög stórar og mannmargar. Í dag búa hér 44 ein- staklingar í átta heimiliseining- um. Þetta eru sem sagt allt orðin lítil sambýli og áhersla er lögð á að hafa lífið sem eðlilegast. Við erum með frábært starfsfólk sem flest hefur starfað hér árum sam- an og það hefur mikið að segja. Við erum afskaplega stolt af Skálatúni, hversu vel hefur geng- ið að hlúa að einstaklingum. En alltaf má gera betur og við stefn- um að áframhaldandi uppbygg- ingu. Húsakosturinn hefur lagast og við erum með góðar vinnu- stofur en við þyrftum eiginlega meira húsnæði fyrir fleiri vinnu- stofur. Þá myndum við gjarnan vilja koma á skammtímavistun þótt við séum ekki farin að leggja nein drög að því. Við erum með marga stóra drauma.“ audur@frettabladid.is Snyrtisetrið ehf Domus Medica sími 533 3100 Frá Snorrabraut Sólarúði Brún á fimm mínútum MEÐLIMIR FALUN GONG Meðlimirnir eru ánægðir með þann stuðn- ing sem íslenska þjóðin sýndi meðan á heimsókn Jiang Semin stóð yfir. Falun Gong: Senda bréf til Davíðs FALUN GONG Fjögurra manna hóp- ur Falun Gong frá Svíþjóð og Noregi ætlar á mánudag að koma opnu bréfi til Davíðs Oddssonar þar sem íslensk stjórnvöld verða beðin um að endurskoða afstöðu sína í garð samtakanna í ljósi atburða tengslum heimsókn Jiang Zemin. Falun Gong vill meina að mót- tökur íslenskra stjórnvalda hafi mótast af afstöðu þýskra stjórn- valda en Jiang Zemin heimsótti Þýskaland tveimur mánuðum áður en hann kom hingað til lands. Bæjarstjóri Berlínar hefur viðurkennt að sumar aðgerðir þeirra í garð meðlima Falun Gong hefðu verið rangar. Vilja samtökin fá sambærilega viður- kenningu frá íslenskum stjórn- völdum. ■ HEIMILISFÓLK SÝNDI AFRAKSTUR VINNU SINNAR Mikil uppbygging hefur verið á heimilinu. VINNUSTOFURNAR KOMA AÐ GÓÐU GAGNI Enda láta forsvarsmenn sig dreyma um að bæta þar við. FALLEGT HANDVERK Fjöbreytt og fallegt handverk var til sýnis á vinnustofunum. SÍLDARVERKSMIÐJAN Á NESKAUPSTAÐ Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í loðnufrystingu. Loðnan þykir vera betri en sú sem veiddist fyrir síðustu helgi. MARGT UM MANNINN Fjölmargir lögðu leið sína á opnar vinnustofur í Skálatúni á 50. starfsári heimilisins. Vertíðarstemning hjá Tanga hf. á Vopnafirði: Síldarverksmiðjan nær loðnumarkmiði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.